Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 19
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Mallorka 13. júlí frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/ íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Mallorka í júlí. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. VILLANDI markaðssetning á matvörum mun heyra sögunni til ef ákvörðun Evrópu- þingsins þess efnis nær fram að ganga. Í Göteborgs Posten er greint frá því að markmið tillögunnar sem liggur fyrir Evrópuþinginu sé m.a. að hindra að mat- vörur séu markaðssettar sem hollari en þær eru í raun og veru. Merkingar eins og „90% fitulaus“ og „1/3 minni sykur“ eru taldar villandi og þess verður krafist að samanburður liggi fyrir svo neytendur geti raunverulega áttað sig á innihaldi matvæl- anna. Rætt er við Åsu Westlund Evr- ópuþingmann en hún finnur fyrir reiði neytenda vegna þess að þurfa að lúslesa umbúðir til að komast að hinu sanna um innihald matvöru og ganga úr skugga um að ekki sé verið að plata þá. Í tillögunni sem liggur fyrir Evrópuþinginu er gerð krafa um að matvörur innihaldi ekki meira en ákveðið hámark af sykri, fitu, salti eða alkóhóli, til að þær megi merkja sérstaklega sem heilsu- samlegar eða næringarríkar. Þannig má t.d. ekki merkja morgunkorn með „heilhveiti“ skrifað með stórum stöfum ef sykurinnihald er meira en heil- hveitiinnihald. Villandi markaðs- setning úr sögunni?  MATUR Morgunblaðið/Þorkell Merkingar á matvælum geta verið nokkuð óskýrar og oft er auðvelt fyrir neytendur að misskilja það sem þar stendur. Í slandskort þekur heilan vegg á skrifstofu ritstjóra eins í Gautaborg. Hann kíkir á kortið á hverjum degi enda er landafræði drjúgur þáttur í starfi hans sem ritstjóra íslenska tímaritsins Útiveru. Jón Gauti Jóns- son er reyndar að flytja aftur heim til Íslands eftir tveggja ára búsetu í Gautaborg. Honum þykir ágætt að sjá fram á samvinnu við fólk augliti til auglitis og segja skilið við fjarvinn- una sem getur verið einmanaleg. Fjarvinnan hefur gengið nokkuð vel þó hún geti verið þung í vöfum þar sem þrír aðstandendur og eig- endur Útiveruútgáfunnar eru hver á sínum stað. Ritstjórinn situr í Sví- þjóð, hönnunarstjórinn Jósep Gísla- son í Reykjavík og framkvæmda- stjórinn Jónas Guðmundsson á Hólum í Hjaltadal. „Já, þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Jón Gauti þar sem hann stendur við skrifborðið á heimaskrif- stofunni. Hann útskýrir fyrir- komulag fjarvinnunnar þar sem net- símaforritið Skype, MSN-spjall, tölvupóstur og svokallaður I-folder koma við sögu. „Með I-folder höfum við allir aðgang að einni og sömu möppunni en hver í sinni tölvu. Mappan er síðan uppfærð á 5 sek- úndna fresti og því liggja alltaf fyrir nýjustu breytingar, aðgengilegar öll- um. Þetta kemur í veg fyrir óhóflegar tölvupóstsendingar á þungum skjöl- um. Notkun á Skype kemur þar að auki í veg fyrir óhóflega símareikn- inga og hefur reynst okkur sér- staklega vel til fundahalda,“ segir Jón Gauti. Jafnt klifur sem rómantískar gönguferðir Útivera er tiltölulega nýtt blað á íslenskum tímaritamarkaði en það hefur komið út frá árinu 2003. Að- standendur útgáfunnar eru allir van- ir útivistar- og fjallamenn og félagar í Flugbjörgunarsveitinni. Markmiðið er að tímaritið höfði til allra sem áhuga hafa á útivist. „Á Íslandi er ekki markaður fyrir of sérhæfð úti- vistarblöð þar sem við erum svo fá. Við leggjum því mikið upp úr því að hafa efnið það fjölbreytt að það hvetji þá sem eru nýbyrjaðir, en höfði líka til þeirra sem lengra eru komnir. Hvort sem það eru rómantískar gönguferðir, jeppaferðir, klifur eða kajakróður,“ segir Jón Gauti. Út- koman er fjölbreytt blað að efni og uppsetningu þar sem lengri og styttri fréttir, greinar og ferðasögur fylla um 100 blaðsíður. Auk sex tölublaða af Útiveru á ári gefur Útiveruútgáfan út Outdoors in Iceland, tímarit ætlað erlendum ferðamönnum á Íslandi sem koma mun út tvisvar á ári með því besta úr Útiveru á ensku. Nýj- asta afurð útgáfunnar er svo tímarit- ið Á ferðinni sem á að höfða til þeirra sem ferðast með ferðahýsi, þ.e. tjald- vagna, fellihýsi eða í húsbílum. Úti- veruútgáfan heldur auk þess úti vef- síðum í tengslum við blöðin og á hennar vegum hafa komið út og eru væntanlegar bækur af ýmsu tagi. Mikilvægara að vera á staðnum þegar fyrirtækið vex Jón Gauti er sjálfur höfundur ferðabókarinnar Gengið um óbyggðir sem kom út hjá Eddu útgáfu fyrir tveimur árum. Um sama leyti stóðu flutningar fjölskyldunnar til Gauta- borgar fyrir dyrum, en þar hefur kona Jóns Gauta, Hulda Steingríms- dóttir, stundað nám í viðskipta- og umhverfisfræðum undanfarin tvö ár. Jóni Gauta bauðst þá að koma að Úti- veruútgáfunni. „Ég var ekki kominn með vinnu á færibandinu hjá Volvo eða Saab, og hafði ekki gert upp hug minn varðandi frekara nám, þannig að ég greip þetta spennandi tæki- færi,“ segir hann brosandi. Kostirnir við fjarvinnunna voru flestir fyrst, t.d. að stýra vinnutímanum sjálfur, og að geta hjálpað börnunum þrem- ur, Sólveigu Láru, Heru og Kolbeini Tuma, af stað í nýjum aðstæðum og taka á móti þeim eftir skóla og leik- skóla. Eftir því sem á hefur liðið, hafa gallarnir orðið sýnilegri, að sögn Jóns Gauta, t.d. langir vinnudagar þar sem taka þarf mið af íslenskum tíma. „Fyrirtækið er að vaxa og verk- efnum að fjölga og þá verður mik- ilvægara að vera á staðnum,“ segir ritstjórinn að lokum og hlakkar greinilega til að flytja heim. Jón Gauti Jónsson segir fjarvinnuna ganga ótrúlega vel þó að aðstandendurnir séu hver á sínum stað. TENGLAR ..................................................... www.utivera.is www.tjaldsvaedi.is Daglegtlíf júlí Morgunblaðið/Ásdís Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Ritstjóri í fjarvinnu  SVÍÞJÓÐ | Jón Gauti Jónsson ritstýrir tímaritinu Útiveru frá Gautaborg ÞEGAR menn standa frammi fyrir vali á sólgleraugum er mælt með því að gul- og hunangslituð gler séu tekin fram yfir þau bláleitu, að því er dr. Janet Sparrow, prófessor í augnlækningum við Columbia- háskólann í New York, hefur bent á. Gul- og hunangslituð gleraugu eru líklegri til að sía út bláa ljósið og draga þau þar með úr magni út- fjólublárra ljósa, sem annars skera í augun frá sólinni, segir Sparrow, sem rannsakar nú áhrif út- fjólublárra geisla sólarinnar með tilliti til sjónhrörnunar og blindu á efri árum. „Það eru ákveðin efnasambönd, sem hlaðast upp í sjónhimnu- frumum með aldrinum og eru þessi efnasambönd ljósnæm. Bláa ljósið espar upp þessi sambönd og veldur skaða. Þess vegna ætti allt fólk, óháð aldri, að forðast bláa litinn í sól- gleraugum,“ segir Sparrow og bæt- ir við að auk gul- og hunangslitaðra glerja séu dökklituð gler líka góður kostur til að verja augun gegn sól- inni. Morgunblaðið/Ómar Forðast skal blá sólgler  HEILSA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.