Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 28

Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórir Már Jóns-son fæddist í Reykjavík 8. maí 1922. Hann lést á Vífilsstöðum 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Mörk í Reykja- vík, f. 22. júní 1883, d. 27. febrúar 1971 og Guðbjörg Guð- jónsdóttir frá Vatnsleysuströnd, f. 19. september 1898, d. 8. mars 1940. Systkini Þóris Más eru Bergdís, f. 9. mars 1925 og Guðjón, f. 26. desember 1931. Þórir Már kvæntist 21. janúar 1950 Þóru Karítas Árnadóttur, f. 1. apríl 1928. Foreldrar hennar voru Guðný Kristjánsdóttir frá Bergsstöðum, f. 7. febrúar 1906, d. 20. febrúar 1997 og Árni Frið- finnsson frá Rauðaskriðu í S.- Þingeyjarsýslu, f. 31. júlí 1893, d. 21. apríl 1961. Börn Þóris Más og Þóru Karítasar eru: 1) Jón Árni flugumferðarstjóri, f. 1. október 1950, kvæntur Guðrúnu Haf- steinsdóttur skólaritara. Börn þeirra eru Þórir Már, Helgi Hrafn og Unnur. Sonur Jóns Árna og Guðrúnar Sigurðardótt- ur er Stefán. 2) Guðbjörg skóla- stjóri, f. 25. mars 1952. Börn hennar og Árna Blandon Einarssonar eru Einar og Þóra Kar- ítas. 3) Sverrir kennari, f. 15. des- ember 1953, kvænt- ur Helenu Pálsdótt- ur kennara. Börn þeirra eru Anna Pála, Sindri og Sunna Mjöll. Sonur Sverris og Dag- bjartar Línu Þorsteinsdóttur er Kristján Þór, kvæntur Helgu Vil- borgu Sigurjónsdóttur og börn þeirra eru Margrét Helga, Jóel og Dagbjartur Elí. 4) Guðný kennari, f. 27. nóvember 1957, gift Åke Lindell lækni. Börn þeirra eru Jóhann, Sebastian og Anna Þóra. 5) Gylfi Þór við- skiptafræðingur, f. 16. desember 1967, kvæntur Sigurbjörgu S. Sverrisdóttur þroskaþjálfa. Börn þeirra eru Daníel og Eyþór. Þórir Már starfaði lengst af hjá Pósti og síma og síðustu árin var hann fulltrúi á Tollpóststofunni. Þórir Már verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt okk- ur hinsta sinni. Frá því ég man fyrst eftir mér og allt til dagsins í dag man ég þig sem mesta góðmenni sem ég hef þekkt. Þú varst aldrei reiður og þolinmæðin endalaus. Þótt þú hefðir ekki alltaf tíma fyrir okkur börnin notaðir þú hann vel þegar færi gáfust. Þú kennd- ir mér að veiða, tefla og margt annað. Ég skildi reyndar aldrei hversu góður skákmaður þú varst áratugum saman því ég sá aldrei að þú æfðir þig. En þú varst góðum gáfum gæddur þótt skólagangan hafi ekki orðið ýkja- löng og var það metnaðarmál þitt helst í lífinu að við börnin þín hlytum sæmilega menntun. Ég var staddur á Vífilsstöðum viku fyrir andlát þitt og þú heyrðir ímömmu í símanum. Þá ljómaðir þú og ég skildi að þú værir sáttur en þó- fyrst og fremst ennþá ástfanginn eftir nærri sextíu ár með mömmu. Ég á eftir að sakna þín en minning- arnar um þig eru bara ljúfar. Vonandi verð ég jafn lánsamur og þú að sjá börnin mín menntast, lifa og dafna, verða gamall eins og þú og vera ennþá jafn ástfanginn af konunni minni. Ef einhverjir komast til himna átt þú þar víst sæti og ég vonaað þeir eigi í nefið. Þinn sonur, Sverrir Þórisson. Tengdapabbi minn, Þórir Már, er látinn eftir langa og góða ævi. Hann var ríkur maður, eignaðist góða eig- inkonu, fimm heilbrigð og vel gerð börn og 15 barnabörn. Þórir hefur alla tíð haft mikinn metnað fyrir hönd afkomenda sinna, bar hag þeirra mjög fyrir brjósti og fylgdist vel með hvað allir höfðu fyrir stafni alveg fram í andlátið. Ég var svo heppin að kynn- ast Jodda og þar með fjölskyldunni allri fyrir 32 árum. Fyrsta kvöldið sem ég kom í heimsókn á Rauðalæk- inn kom Þórir og bankaði á dyrnar á forstofuherberginu hans Jodda og heilsaði upp á mig. Hann sagði mér síðar frá því að honum hefði fundist skórnir sem voru fyrir utan dyrnar svo litlir að rétt væri að athuga hvort frumburðurinn væri kominn með barn í heimsókn. Þórir var einstaklega ljúfur maður og góður við alla. Aldrei sá ég hann skipta skapi þótt stundum gengi mik- ið á þegar barnabörnin voru öll komin í heimsókn. Honum fannst alltaf jafn gaman að fá gesti og spurði Kaju gjarnan: „Kemur ekki einhver í mat?“ ef ekkert var fyrirfram ákveðið. Þórir gat ekki verið heima síðustu þrjú ævi- árin vegna heilsuleysis. Ekki þótti honum gott að fara að heiman en aldr- ei var kvartað. Það var alltaf brosandi andlit sem tók á móti manni á Vífils- stöðum. Svo var yfirleitt slegið í slag og undartekningalítið vann hann enda slyngur bridsspilari. Það lýsir gæsku Þóris kannski best að þegar hann var orðinn talsvert las- inn í maí og tengdamamma var hik- andi við að fara frá honum og spyr: „Finnst þér ekki verra að ég fari með Guðrúnu og Jodda til Vínar?“ Þá seg- ir Þórir: „Nei, betra,“ þótt ekkert hafi honum fundist betra en að hafa Kaju sína hjá sér. Elsku Þórir, takk fyrir alla um- hyggjuna sem þú hefur sýnt mér og mínum í gegnum tíðina. Það væri ósk- andi að við hefðum lært smávegis af þínu góða skaplyndi því þá væri lífið auðveldara og betra. Bless í bili. Þín tengdadóttir Guðrún. Við minnumst og kveðjum afa okk- ar og langafa héðan frá Eþíópíu. Margt þótti mér nú skrýtið sem afi sagði og gerði. En það sem hann sagði mér hafði einkennilegt lag á að sýna sig og sanna. Ég var til dæmis líklega helst til ungur þegar afi ráðlagði mér að fara aldrei langt án þess að vera með góða inniskó. Nú hugsa ég hlý- lega til afa í hvert sinn sem ég pakka inniskónum til ferðalaga. Fluguhnýt- ingar og kastnámskeið hafa enn eng- an ávöxt borið en fræjunum var sáð. Sjáum hvað setur. Afi þurfti ekki að gera neitt til að vekja áhuga minn á skák, og ég held hann hafi verið ákaflega glaður þegar mér tókst að vinna hann í fyrsta sinn. Einn vinur minn gaf honum viður- nefnið skákafinn hans Stjána eftir að hafa talað við hann í afmæli mínu snemma á unglingsárunum. Þar sagði hann víst að ég hefði aldrei átt að byrja í golfinu, því ég hefði getað orð- ið mjög góður í skákinni. Því miður held ég að hann hafi ofmetið hæfileika mína en í staðinn fékk ég í hvert sinn sem mér mistókst á golfvellinum að heyra frá vini mínum að ég hefði nú átt að halda mig við skákina. Fleira áttum við sameiginlegt, t.d. klippi ég alltaf í sundur teygjuna á þröngum herrasokkum og það gerði afi líka. Gott blóðstreymi til fóta er mikilvægt. Þórir afi var ekki að mér vitandi mikið að flíka tilfinningum sínum en það þótti mér ákaflega vænt um þeg- ar hann kom í brúðkaupsveislunni minni til mín eftir að konan mín hafði sungið fallegan sálm og sagði: „Ég veit ekki hvort er heppnara, þú eða hún.“ Ég leyfi mér að skilja þessi orð þannig að honum hafi þótt ég vera vænlegur en að líklega yrði Helga Vil- borg betri helmingur hjónabandsins. Af bókum Biblíunnar held ég að Prédikarinn í jákvæðum skilningi endurspegli best lífsviðhorf afa míns: „Það er ekkert betra til með mönnum en að eta og drekka og láta sálu sína njóta fagnaðar af striti sínu.“ „Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ Ég og við fjölskyldan minnumst Þóris afa með hlýhug og biðjum Guð að blessa minningu hans. Kristján Þór Sverrisson og fjölskylda. ÞÓRIR MÁR JÓNSSON Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Bjarkarheiði 5, Hveragerði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi fimmtudaginn 29. júní, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 6. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MS félag Íslands. Helga Baldursdóttir, Ögmundur Jónsson, Ida Løn, Þorbjörn Jónsson, Vigdís Anna Kolbeinsdóttir, Daníel Örn Þorbjörnsson, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURÐAR K. KRISTBJÖRNSSONAR verður lokað frá kl. 12.00 á hádegi í dag, þriðjudaginn 4. júlí. Malbikunarstöðin Höfði hf. Hjartkær eiginkona, móðir og amma, BERGÞÓRA KRISTINSDÓTTIR húsmóðir og trúboði, Tjarnarási 13, Stykkishólmi, fór heim til Drottins föstudaginn 30. júní sl. á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Jarðsett verður frá Stykkishólmskirkju laugardag- inn 8. júlí kl. 14.00. Benjamín Þórðarson, Björg Benjamínsdóttir, Bergþóra Rós Ólafsdóttir, Örn Reynir Ólafsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi, áður til heimilis í Yztu-Görðum, Kolbeinsstaðahreppi, lést laugardaginn 1. júlí síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Markús Benjamínsson, Ölver Benjamínsson, Ragnhildur Andrésdóttir, Rut Benjamínsdóttir, Þorsteinn Benjamínsson, Rebekka Benjamínsdóttir, Þorgeir Guðmundsson, Guðmundur Benjamínsson, Ingibjörg Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÖRÐUR VALDIMARSSON, Nestúni 17, Hellu, lést mánudaginn 3. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jórunn Erla Bjarnadóttir, Bjarni R. Harðarson, Inga Guðmundsdóttir, Guðrún B. Harðardóttir, Sigurður Héðinn, Hafdís Harðardóttir, Alan Jónsson, Logi Harðarson, Fjóla Lárusdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KONRÁÐ RAGNAR SVEINSSON, Háagerði, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 30. júní síðastliðinn. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. júlí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Jóna Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN INGVARSSON, Hjallaseli 31, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 29. júní. Jarðarför hans verður auglýst síðar. Ragna Bergmann, Valur Ragnar Jóhannsson, Sædís Sigurðardóttir, Katrín Gróa Jóhannsdóttir, Trausti Friðfinnsson, Jóhanna Huld Jóhannsdóttir, Albert Ingason, Guðrún Edda Jóhannsdóttir, Birgir Ingibergsson, Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir, Ólafur Eyjólfsson, Örn Ingvar Jóhannsson, Hrefna Hermannsdóttir, William Ragnar Jóhannson, Eiríkur Þorsteinsson, Berglind Björnsdóttir, Guðmundur Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri EINAR SÆMUNDSSON fyrrverandi formaður KR, Jökulgrunni 27, Reykjavík, andaðist á Landspítala Hringbraut mánudaginn 3. júlí. Auður Einarsdóttir, Ásbjörn Einarsson, Jóna Guðbrandsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Helga Einarsdóttir, Ólafur Davíðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.