Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 rusl, 4 kústur, 7 ræðustóls, 8 léleg skepna, 9 dugur, 11 vitlaus, 18 stífni, 14 þora, 15 knippi, 17 þref, 20 málmur, 22 veslingur, 23 árnar, 24 langloka, 25 nytjalönd. Lóðrétt | 1 drekkur, 2 meðvitundin, 3 boli, 4 úrgangur, 5 hænur, 6 sefaði, 10 ávítur, 12 gætni, 13 á húsi, 15 beitir tönnum, 16 brúkum, 18 ílát, 19 ávextir, 20 baun, 21 skott. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 reimleiki, 8 hugað, 9 dótið, 10 una, 11 faðir, 13 reisa, 15 úrann, 18 skapa, 21 átt, 22 skafl, 23 augað, 24 fangelsið. Lóðrétt: 2 ergið, 3 móður, 4 endar, 5 kætti, 6 óhæf, 7 eðla, 12 inn, 14 eik, 15 únsa, 16 apana, 17 nálæg, 18 stall, 19 angri, 20 auða. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vilji þinn til að sjá alla möguleika í ákveðinni stöðu er einn þinn mesti kost- ur. Hvaða máli skiptir það þó maki þinn og þú séuð ekki sammála um grund- vallaratriði? Það er kannski einmitt þess vegna sem þið eruð fullkomin fyrir hvort annað. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þróaðu sambönd með fólki sem hefur sama drifkraft og þú sjálfur. Það er mik- ið af þess konar fólki á kreiki nú. Þú þekkir þetta fólk á blikinu í augum þess sem segir „ég er alveg að koma“. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Lykillinn að velgengni er að koma fram með eitthvað nýtt. Ef allir aðrir eru dug- legir við það þessa dagana ættir þú hins vegar að láta það eiga sig. Þú munt fá nóg af nýstárlegum hugmyndum þegar þú gefur þér tíma í það síðar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér sýnist allt vera mögulegt, meira að segja það sem er ómögulegt (reyndar sérstaklega það ómögulega). Þér er meira að segja sama þó að samband sem þú ert í sé ófyrirsjáanlegt sem stendur. Þetta er allt hluti þess að vera ástfang- inn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Stjörnurnar baða þrautseigju þína í skini sínu og þú ættir að losa þig um leið við slæma vana. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert ekki eins hrædd og venjulega að biðja um það sem þú þarfnast og því mun verða séð um þig. Þú verður fyrst að trúa á sjálfa þig, annars getur þú ekki búist við því að aðrir trúi á þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Stjörnurnar sýna að þú sért í kjörinni aðstöðu til að miðla málum, gagnrýna eða stýra. Þú gætir jafnvel fengið borg- að fyrir það. Þú munt gera þetta á óhlut- drægan hátt, hlusta án fordóma og það sem þú lærir mun veita þér innblástur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þegar þú gerir þitt besta þá er það ekki bara nóg, heldur miklu betra en það sem allir aðrir gera. Með þetta í huga ættir þú að hætta að hafa áhyggjur og njóta í auðmýkt þeirra verðlauna sem dagurinn færir þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fyrr eða seinna mun allt sem þú átt enda með að eiga þig. Ef þú hefur þetta í huga þegar þú ferð næst út í búð muntu spara þér stórar upphæðir. Ef þú geym- ir þetta í hjarta þínu muntu spara þér enn stærri upphæð. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Frábær framatækifæri þýða að þú vinn- ur meira með því að vinna öðruvísi en allir aðrir. Þú hefur efni á að prófa þig áfram og setja þér háleitari takmörk, svo lengi sem þú manst að geyma tromp- ið þitt aðeins lengur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fullkláruðu verki fylgir mikil ánægja. Þú ættir að hafa það í huga og fylgja þín- um bestu hugmyndum strax eftir, sér- staklega ef það eru góðar lausnir á ein- földum hlutum, eins og t.d. hvað á að hafa í matinn í kvöld. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Áhyggjur þínar af því að gera eitthvað rangt munu draga úr heiðarleika frum- legrar hugsunar þinnar. Þú ættir að vera djarfur, mjög djarfur jafnvel. Þú munt gleðjast yfir því síðar að hafa haft þinn hátt á. Stjörnuspá Holiday Mathis Merkilegt nokk, undir tungli vogar, er skemmti- legra að vera örlítið með- virkur eða háður öðrum fremur en sjálf- stæður. Þó sól í krabba sýni styrkleika sinn, hugrekki og sjálfstæði þá er það staðreynd að tungl og sól þarfnast hvors annars. Það er því sérlega skemmtilegt að fagna því með einhverjum sem þarfn- ast þín líka. Tónlist Reykholtskirkja | Hljómsveitin Københavns Yngre Strygere heldur tónleika í Reykholts- kirkju 4. júlí kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir: Carl Nielsen, Rued Langgaard, Svend A. Schultz, Jón Ásgeirsson og Dmit- rij Sjostakovitj. Stjórnandi er Jesper Ryskin. Nánari upplýsingar eru á www.reykholt.is Myndlist 101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir til 22. júlí. Opið fimmtudaga, föstudaga og laugardag frá 14–17. Anima gallerí | Sumarsýning: Opið fim., föst. og laug. kl. 12–17. Til 15. júlí. Aurum | Petra og Hanna Lind leitast eftir að geta skapað heim innan ákveðins rýmis með sem minnstu efni og mögulegt er. Færa heim götunnar inn í formlegt rými búðar. Blanda götulist, myndlist og grafískri hönn- un saman. Notast er við hugmyndaheim teiknimynda og nýtt allt það frelsi sem hon- um fylgir. Til 7. júlí. Bókasafn Mosfellsbæjar | Um er að ræða myndlistarsýningu 13 myndlistarmanna frá 5 Evrópulöndum í Listasal Mosfellsbæjar 1.–8. júlí og vinnusmiðju í Þrúðvangi Álafoss- kvos 1.–10. júlí. Listamennirnir eru með verk að heiman unnin fyrir sýninguna og vinna einnig með íslensku listamönnunum í smiðj- unni. Café Karólína | Sýningin ber titilinn „Hlynur sterkur Hlynur“ (portrett af Hlyni Hallssyni myndlistarmanni) og er þriðja sýningin í röðinni af stjörnumerkjaportrettum unnin sem innsetning í rými. Sýningin stendur til 4. ágúst. Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Reyno- matic-myndir, nærmyndir af náttúrunni, ein- stakar ljósmyndir unnar á striga. Skartgripir fjallkonunnar sem vakið hafa mikla athygli. Opið frá kl. 9–23.30 alla daga út júlímánuð. DaLí gallerí | Sigurður Árni Sigurðsson, myndlistarmaður, sýnir til 9. júlí. Deiglan | Sýning á frummyndum Rúnu K. Tetzschner við ævintýri hennar um Óféta- börnin. Sérlega fíngerðar og litríkar penna- og vatnstússlitamyndir af ófétunum ör- smáu. Þau búa í blómum og fljúga á fiðr- ildum, minna á blómálfa en hafa krækiklær! Listakonan er á staðnum kl. 16–17 og áritar bók sína með skrautskrift. Gallerí Sævars Karls | Reiter sýnir um 20 myndverk sem hann hefur málað undir hug- hrifum frá Íslandsferð fyrir ein og hálfu ári. Þá ferðaðist hann um óbyggðir landsins og má sjá áhrif þess í myndunum sem hann sýnir. Til 5. júlí. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerður er frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi og hafa verk hennar ætíð haft sterka skírskot- un til landsins og til náttúrunnar. Sýningin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Til 26. ágúst. Hallgrímskirkja | Sýning á íkonum frá Balk- anskaga er í Hallgrímskirkju á vegum Mót- ettukórs Hallgrímskirkju. Verkin eru gerð á síðustu 7 árum og sýna þróun í gerð íkona innan Austurkirkjunnar. Sýningin, sem er sölusýning, er opin kl. 9–20 alla daga. Til 9. júlí. Handverk og hönnun | Á sumarsýningu er til sýnis bæði hefðbundinn íslenskur listiðn- aður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hrá- efni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Sýn- ingin stendur til 27. ágúst. Aðgangur er ókeypis. Hrafnista, Hafnarfirði | Ósk Guðmunds- dóttir sýnir handverk og málun í Menning- arsal til 15. ágúst. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning- unni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákonar Magnússonar. Meðal listamanna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dag- verðará, Stórval og Kötu saumakonu. Til 31. júlí. Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson, (iló) Berjalandi, Kjós, með málverkasýningu. Opið í sumar, alla daga kl. 12–20. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafstein Austmann og Kristín Þor- kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einnig eru sýndar vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Í samvinnu við Náttúrufræði- stofu Kópavogs. Til 30. júlí. Safnbúð og kaffistofa Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kjarval – Kraftur heillar þjóðar. Verk í eigu Lands- banka Íslands. Í tilefni af 100 ára afmæli bankans. Til 30. júlí. Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn tvinn- aður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill sýnir verk sem spannar sviðið frá tvívíðum hlut- um í skúlptúra og innsetningar. Í hópnum eru listamennirnir Amy Barillaro, Ann Chuc- hvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker, Tsehai Johnson. Til 31. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og hvern- ig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverka– verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Sýningin endurspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir íslenskir lista- menn, meðal annars listmálarinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós þær nýjustu frá síðastliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna gerir Erró sam- klipp, þar sem hann klippir og límir saman myndir sem hann hefur sankað að sér úr prentmiðlum samtímans. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val verkanna og hefðbundin listasöguleg við- mið látin víkja fyrir samhljómi þeirra. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýningunni sem spannar tímabilið frá alda- mótunum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sigur- jóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánu- daga 14–17. Kaffistofan opin á sama tíma. Sumartónleikar hefjast 11. júlí. Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri Norræna hússins 23. júní til 27. ágúst. Ljós- myndir frá Austur-Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga kl. 9–17. Laugardaga og sunnudaga kl. 12–17. Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Mál- verkasýning Sesselju Tómasdóttur mynd- listarmanns til 17. júlí. Viðfangsefni sín sækir hún í Snæfellsjökul og hugsandi andlit, sem hún vinnur með akríl- og olíumálningu á striga. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í eigu Safns. Sýningin er opin mið.–fös. kl. 14– 18 og lau.–sun. kl. 14–17. Safn er staðsett á Laugavegi 37. Aðgangur er ókeypis. Leið- sögn á laugardögum. www.safn.is Saltfisksetur Íslands | Í Saltfisksetrinu Staðurogstund http://www.mbl.is/sos/  Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.