Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 38
ágætir en ekkert í líkingu við White Stripes sem mér finnst vera ein af bestu starfandi hljómsveitum heims. Hinir ofmetnu Kaizer Chiefs spiluðu á eftir Placebo á Arena og sóttu þá tónleika þónokkrir. Ég ætlaði að vera dugleg og fylgjast með þeim en eftir eitt og hálft lag var mér nóg boðið svo að ég stakk af og fór á Balkan Beat Box á Ball- rom, en sú sveit spilar afar hress- andi tónlist frá Búlgaríu, Palestínu og Spáni. Ballroom-tjaldið hefur þann góða kost að vera alltaf með frumlega góða tónlist eins og djass eða heimstónlist, sem er ægilega gott að hlusta á þegar síbyljan hef- ur náð að suða sig of langt inn í eyrun. Hátíðinni lauk svo á Roger Wa- ters – Dark Side of the Moon. Margir höfðu látið sig hverfa þegar hér var komið við sögu, enda klukk- an orðin margt og flestir þurftu að mæta til vinnu í gærmorgun. Tón- leikar Waters voru stórgóðir fyrir þá sem eru hrifnir af Pink Floyd. Sumir tónleikagesta virtust vera í afar annarlegu ástandi þar sem þeir sungu með og böðuðu út handleggj- unum í ánægju sinni. Þegar þessu öllu var lokið tók ég saman allt mitt hafurtask og hélt heim á leið. Ég ákvað að fara út um austurútgang svæðisins en þar voru gríðarlegar raðir í strætisvagna og leigubíla. Ég gafst upp eftir hálf- tíma bið og stytti mér leið í gegnum fjölmiðlasvæðið, pantaði þar leigubíl með tveimur dönsk- um blaðakonum og komst svo í lest hingað til Kaup- mannahafnar þar sem beið mín sturta og hreint rúm. Já, stundum þarf ekki mik- ið til þess að líða vel og eftir hátíð eins og þessa er sturta gulls ígildi. Þrátt fyrir hið hefðbundna ryk og drullu tókst þessi vika með ágætum. Að sögn skipuleggjenda Hró- arskelduhátíðarinnar gekk allt vonum framar, þrátt fyrir að þurft hefði að aflýsa þrennum tónleikum. Lítið var um óhöpp og slys, rán og glæpir voru í al- geru lágmarki. Fólk virtist skemmta sér vel og almenn gleði ríkti alla dagana. Af þeim fjórum skiptum sem ég hef farið á Hró- arskelduhátíðina þótti mér þessi vera sú skemmtilegasta, bæði vegna tónlistarinnar og fólksins sem eyddi dögunum með mér, en líka vegna umhverfisins og stemn- ingarinnar sem enginn getur ímyndað sér sem ekki hefur komið á Hróarskeldu. Hróarskelduhátíðinni varslitið á hefðbundinn háttá sunnudaginn. Þá erhægt að kaupa sér sér- stakan passa sem gildir bara fyrir sunnudaginn. Fólk kemur þá oft með fjölskylduna með sér eða bara til þess að kíkja á tónleika og spóka sig í góða veðrinu. Íbúar Hróars- keldu fá sunnudagspassann ókeyp- is, svona eins konar sárabót fyrir hávaðann og lætin sem ganga yfir bæjarfélagið þessa viku. Ég byrjaði á því að kíkja á Artic Monkeys á Arena, þar sem Damien Jr. Gong Marley hafði aflýst sínum tónleikum, þar var allt troðfullt og varla hægt að hreyfa sig, jafnvel þótt ég stæði langt fyrir utan tjald- ið. Eftir að hafa reynt að finna mér góðan stað ákvað ég frekar að skreppa yfir á Orange og finna mér góðan stað til þess að sjá Strokes. Hitinn á sunnudaginn var engu minni en dagana á undan svo að ég settist á pallana vel birg af djús og vatni og smurði á mig sólarvörn í hundraðasta skipti. Strokes komu mér á óvart því þeir spiluðu frá- bæra tónleika. Mér datt ekki í hug að þeir væru svona fín tónleika- sveit. Þeir voru reyndar ekkert hrikalega frumlegir en allt hljómaði mjög vel hjá þeim. Tónleikar Franz Ferdinand, eða hinna nýju Strokes – eins og ég kýs að kalla þá – voru strax á eftir og voru þeir mun betur sóttir enda njóta þeir mikilla vinsælda nú. Norðurlandabúar virð- ast vera afar hrifnir af hressandi popp-rokki því einnig var fullt á Placebo á Arena á svipuðum tíma en færri fóru að sjá Coldcut á Metro- pol. Þótt Placebo sé fínasta hljóm- sveit er það mikil synd því að Coldcut er sérstaklega vönduð raftónlist- arsveit sem hefur haft meiri áhrif á popptónlist en margan grunar. Goldfrapp aflýstu sínum tónleikum vegna veikinda og olli það miklum vonbrigðum, þar er nefnilega á ferðinni skemmtileg hljómsveit sem hefur náð að þróa sinn eigin hljóm í hafsjó flatrar popptónlistar, mér þótti afar leitt að missa af henni. Hljómsveitin The Raconteurs, með Jack White úr White Stripes í fararbroddi, spilaði á Odeon við góðar undirtektir. Skiptar skoðanir eru á tónlist þeirra, mér finnst þeir Tónlist | Strokes, Franz Ferdinand og Roger Waters á lokakvöldi Hróarskelduhátíðarinnar í fyrrakvöld Sturtan gulls ígildi eftir hátíðina  Julian Casa- blancas úr The Strokes mund- ar ímyndað skotvopn. Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur  Hróarskelduhátíðinni í ár lauk á Roger Waters – Dark Side of the Moon. „Tónleikar Waters voru stórgóðir fyrir þá sem eru hrifnir af Pink Floyd. Sumir tónleikagesta virtust vera í afar annarlegu ástandi þar sem þeir sungu með og böðuðu út handleggjunum í ánægju sinni,“ segir Helga Þórey Jónsdóttir m.a. í umfjöllun sinni.  Alex Kapranos, söngvari hljómsveitarinnar Franz Ferdinand, þenur raddböndin hér af innlifun, en hljómsveitin lék á Hróarskeldu í fyrrakvöld. Reuters 38 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8 - 10:10 B.I. 12.ÁRA. Click kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára Just My Luck kl. 6 RV kl. 6 Click kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Click LÚXUS kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Just My Luck kl. 5.40, 8 og 10.20 RV kl. 3.40, 5.50 og 8 X-Men 3 kl. 10.10 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 4 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 3.40 Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG! Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...? ...Myndir þú breyta heiminum með henni ...eða gera eitthvað allt annað? ROBIN WILLIAMS Frábær unglinga gamanmynd með Lindsey Lohan í fantaformi! HÚN VAR HEPPNASTA STELPAN Í BÆNUM ÞANGAÐ TIL DRAU- MAPRINSINN EYÐILAGÐI ALLT! 1 fjölskylda - 8 hjól ENGAR BREMSUR eee Topp5.is - VJV Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins. Sími - 564 0000Sími - 462 3500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.