Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hinn 23. apríl 1940 var hald-in skemmtun í Natchez,smábæ í Mississippi, um 200 kílómetra norðvestur af New Orleans. Skemmtunin var í gamalli bárujárnsskemmu og neglt fyrir gluggana til að koma í veg fyrir að menn svindluðu sér inn. Skemman var um 70 metrar að lengd og á henni einar dyr, fyrir endanum, og eina loftræsingin var vifta sem blés lofti í átt að þeim dyrum. Í nokkur ár hafði verið rekin í henni hryn- klúbburinn, The Rhythm Club, vin- sæll staður til að skvetta úr klauf- unum, en hann var ætlaður svert- ingjum. Skemmst er frá því að segja að það kviknaði í mosaskreytingu sem var um allan skálann að innan. Mosinn sem notaður var, spán- armosi, sem er reyndar ekki mosi, er mjög eldfimur og klúbburinn, sem var troðfullur af fólki, varð alelda á svipstundu. Erfitt var fyrir fólk að komast út vegna troðnings og æsings og ekki bætti úr skák að dyrnar einu opnuðust inn og fyrir vikið komust fáir út. Alls létust 212 í brunanum, 212 negrar, eins og tekið var fram í dagblaðinu Nash- ville Banner daginn eftir. Hljómsveitin sem spilaði þetta kvöld hét Walter Barnes and his Royal Creolians Orchestra, en Bar- nes var vinsæll hljómsveitastjóri á sinni tíð og virtur. Sagan segir að Barnes hafi verið eini rólegi maðurinn í eldhafinu, hann hafi reynt að róa fólk niður, en allt kom fyrir ekki. Hljómsveitin hélt þó áfram að spila þótt hljómsveit- armenn væru banvænir – síðasta lagið sem spilað var hét Marie og það síðasta sem heyrðist frá hljóm- sveitinni var tær trompettónn um leið og þakið hrundi.    Þessi fallega saga og átakanlegaer meðal annars rakin í bók- inni Lost Delta Found sem Vander- bilt-háskóli gefur út, en í þeirri bók er safnað saman áður týndum rannsóknarskjölum þriggja litra fræðimanna. Fræðimennirnir héldu til Mississippi á vegum Fisk- háskóla, háskóla svartra, 1942 meðal annars til að leita laga sem samin hefðu verið um þennan hörmulega atburð, en þar sem stærstur hluti negra var ólæs og óskrifandi á þeim slóðum á þessum tíma var munnleg geymd mjög mikilvæg til að miðla fréttum, frá- sögnum og skoðunum manna á milli. Í kafla sem segir frá brun- anum er meðal annars vitnað í einn þeirra sem komust úr eldinum við illan leik og hann lýsir þessu svo: „[Hljómsveitin kaus] ekki hlutverk hugleysingjans. Þeir voru eins og hugdjarfur skipstjóri og áhöfn hans sem fer í dauðann með skipi sínu.“ Ég geri ráð fyrir að eins sé farið flestum þeim sem þetta lesa og mér – ósjálfrátt kemur upp í hugann hljómsveitin á ólánsfleyinu Titanic sem lék undir harmleiknum og fór síðan niður með skipinu vorið 1912. Sá harmleikur átti sér líka stað í apríl, ólánsdaginn 14. apríl sem blökkumenn nefndu svo því þann dag 1985 féll lausnarinn mikli Abraham Lincoln fyrir morðingja- hendi. Lincoln var að vísu ekki lýst- ur látinn fyrr en morguninn fimm- tánda apríl, en 14., föstudagurinn langi, var ólánsdagurinn. Uppá- haldssálmur Lincolns var „Nearer, My God, to Thee“ eftir ensku skáld- konuna Sarah Flower Adams og var sunginn við útför hans. Eftir andlát og útför Lincolns varð sálm- urinn gríðarlega vinsæll vestan hafs. (Matthías Jochumsson heyrði sálminn sunginn í Chicago-för sinni 1893 og hreifst af, snaraði honum á íslensku sem „Hærra minn Guð til þín“ og birti í tímaritinu Samein- ingunni í Winnipeg sama ár.)    Á Titanic var átta manna hljóm-sveit undir stjórn Englend- ingsins Wallaces Hartleys. Skipið sigldi á ísjaka að kvöldi 14. apríl 1912 og hóf þegar að sökkva. Upp úr miðnætti aðfaranótt fimmtánda apríl kom hljómsveitin sér fyrir í stássstofu fyrsta farrýmis og byrj- aði að spila til að reyna að róa fólk. Síðar færði hljómsveitin sig framarlega á bátadekkið og spilaði á meðan skipið sökk. Ýmsar sögur hafa verið uppi um hvaða lag hljómsveitin lék er hún hvarf í djúpið en mestra vinsælda naut snemma sú að það hefði verið sálm- urinn „Hærra minn Guð til þín“. Fræðimennirnir frá Fisk-háskóla héldu til Mississippi að leita að söngvum um brunann í Natchez og af slíkum söngvum er líka til nóg. Það var líka til gríðarmikið af söngvum um Titanic-slysið. Einn af Natchez brennur ’Stærstur hluti negravar ólæs og óskrifandi í Mississippi í upphafi fimmta áratugarins og munnleg geymd mjög mikilvæg til að miðla fréttum, frásögnum og skoðunum manna á milli.‘ Varla þarf að taka fram um hvað fjallað er í laginu „The Band Played ’Nearer My God to Thee‘ as the Ship Went Down“ eftir þá Mark Beam og Harold Jones: „And the band was bravely playing, / The song of the Cross and Crown: / ’Near-er My God to Thee,‘ / As the ship went down“. Lagið var gefið út 1912. AF LISTUM Árni Matthíasson SÝNING á nýlegum málverkum bandarísku myndlistarkonunnar Joan Backes var opnuð í Safni við Laugarveg 37 á laugardaginn og var listakonan viðstödd opnunina. Sýn- ingin ber heitið „Beneath the Sur- face“ en þungamiðja verka Backes er fínleg vinna með tré. Morgunblaðið/Jim Smart Sarah Brownsberger og Hafþór Yngvason ásamt Joan Backes í miðið. Opnun í Safni FRÁ FRAMLEIÐENDUM „THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eeee V.J.V, Topp5.is HVERNIG ÁTTU AÐ HALDA Í ÞANN SEM ÞÚ HEFUR ALDREI HITT. FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. KVIKMYNDIR.IS eee S.V. MBL.eeeeVJV, Topp5.is S.U.S. XFM FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 - 10:30 CARS M/ENSKU TALI kl. 6 - 8:30 - 11 BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 6 - 8:30 KEEPING MUM kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6:10 - 8:20 B.I. 14.ÁRA. SLITHER kl. 11 B.I. 16.ÁRA. MI : 3 kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. LAKEHOUSE kl. 8 - 10 BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 5:40 CARS M/ENSKU TALI kl. 5:40 - 8 KEEPING MUM kl. 10:20 B.I. 12 ÁRA FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8 - 10:10 B.I. 12.Á CLICK kl. 8 - 10:10 B.I. 10. SAMBÍÓ KEFLAVÍKSAMBÍÓ AKUREYRI K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA LOGI Ólafsson, fyrrv. landsliðsþjálf- ari Íslands í knattspyrnu, hefur tekið að sér þjálfun hins nýja fótboltaliðs KF Nörd. Sýningar á veruleikaþætti um þjálfun liðsins hefjast á Sýn 31. ágúst. Liðið er skipað sannkölluðum nördum, sem engan áhuga eða reynslu hafa af fótbolta, en hafa varið þeim mun fleiri stundum fyrir framan tölvuskjáinn. Standa vonir til að með stífri þjálfun undir leiðsögn atvinnu- manna megi gera úr nördunum fimmtán liðtæka knattspyrnumenn. Aðspurður sagðist Logi lítast ágætlega á hópinn: „Ég held hann falli vel undir þá skilgreiningu sem lögð er til grundvallar. Þetta er lík- lega eitthvert erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér sem knatt- spyrnuþjálfari, en um leið mjög spennandi og skemmtilegt.“ Þátttakendur hittu þjálfara sinn í fyrsta skipti í gær: „Við tókum eina æfingu í morgun og könnuðum getu strákanna. Svo lék liðið á móti 3. flokki kvenna frá Val og beið mikinn ósigur.“ Fyrir höndum eru þrír mánuðir af ströngum æfingum sem lýkur með leik gegn Íslandsmeisturunum í knattspyrnu á Laugardalsvelli í sept- ember. Logi hljómar hæfilega bjartsýnn á frammistöðu liðsins: „Fyrsti dag- urinn lofaði góðu og það eru hér inn á milli kúnstugir menn sem létta stemninguna í hópnum.“ Sjónvarp | Tökur hafnar á raunveruleikaþættinum KF Nörd Logi þjálfar nördana Þrátt fyrir að hafa marga fjöruna sopið sem knattspyrnuþjálfari segir Logi að þjálfun FK Nörds sé líklega erfiðasta verkefnið sem hann hafi tekið að sér. Hér er Logi við tökur á fyrstu æfingu liðsins í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.