Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 41

Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 41 þeim sem sömdu slíka söngva, slíka blúsa, var Blind Lemon Jefferson.    Framan af tónlistarferlinumframfleytti Blind Lemon Jefferson sér með því að syngja á götum úti, í samkvæmum og á skemmtunum blökkumanna, jafnan við annan mann. Einn af þeim sem spiluðu með honum á þeim tíma var Huddie William Ledbetter sem þekktur varð sem Lead Belly eða Leadbelly. Hann spilaði með Jeffer- son í Dallas og eitt laganna sem hann sagðist hafa lært af honum var „The Titanic“, fyrsta lagið sem hann lærði að spila á tólfstrengja gítar. Lead Belly tók The Titanic í tveimur útgáfum, en hann breytti textanum ef hann var að syngja fyrir hvíta. Texti annarrar útgáf- unnar hefst svo: „It was midnight on the sea, Band playin’ „Nearer My Got to Thee“. Cryin’ „Fare thee, Titanic, fare the well“.“ Það var hluti af þjóðtrú banda- rískra negra að hnefaleikakappinn Jack Johnson hefði verið meðal þeirra sem ætluðu að fara með Tit- anic frá Liverpool til New York en honum hefði verið neitað um pláss á fyrsta farrými þar sem hann var svartur. Leadbelly segir frá þessu í útgáfunni sem hvítir fengu helst ekki að heyra: „Jack Johnson wanted to ge on boa’d; Captain Smith hollered, „I ain’ haulin’ no coal.“ Cryin’, „Fare thee, Titanic, fare thee well“.“ Fyrir vikið, sagði sagan, fórst enginn svartur maður með Titanic og þegar Johnson heyrði um skips- skaðann dansaði hann og söng: „Black man oughta shout for joy. Never lost a girl or either a boy. Cryin’, „Fare thee, Titanic, fare thee well.“ arnim.blog.is Þögn er önnur plata Láru en hún sendi frá sér plötuna Standing Still árið 2003. Tónlistin er lágstemmd og persónuleg og er hljóðfæraleikurinn afar smekklegur. Lagasmíðarnar eru einfaldar en ágætar. Útsetn- ingar laganna eru hreinlegar og smekklega út- færðar. Það sem platan líður einna helst fyrir er það hve hljómur hennar er einsleitur. Lögin líða í gegn án þess að þau sitji eftir, ég átti í stökustu vandræðum með að muna eftir sum- um þeirra þrátt fyrir að hlusta á þau aftur og aftur. Hugmyndirnar eru þó góðar, sem dæmi má nefna lagið Insane sem byrjar frábærlega í anda Portishead, þar sem blíð rödd Láru nýtur sín stórkostlega og verður fal- lega tregafull, en svo breytist út- setningin og lagið verður allt annað. Mér finnst þau hefðu mátt stíga skrefið til fulls og leyfa upphaflegu stemningunni að lifa. Þetta gildir eiginlega um alla plötuna. Mjög mik- ið af góðum hugmyndum sem fá ekki að njóta sín og vegna þess verður yf- irbragðið stundum væmið, frekar en þroskað og þokkafullt. Eins og áður sagði er hljóðfæra- leikur plötunnar afskaplega vand- aður og góður. Að öðrum ólöstuðum ber þar hæst hljómborðs- og org- elleik Daða Birgissonar. Hann er flinkur og smekkvís. Þögn hefur alla burði til þess að vera frábær plata og er það á sinn hátt, en hún er hvorki spennandi né frumleg. Tilraunir til frumleika kafna í æfðu andrúmslofti tækni og hreinleika. Sumir tónlistarmenn senda frá sér sálarlausar plötur ár eftir ár, það gildir ekki um Láru, því hún hefur heilmikla sál og heillandi tjáningu. Textarnir eru kannski ekki þeir bestu sem ég hef heyrt en þeir eru einlægir og það þykir mér af- skaplega mikilvægt. Þegar listamað- ur hefur fundið sína rödd er hálfur sigurinn unninn og á meðan Lára heldur áfram að skapa tónlist ætti henni að farnast vel í þeim efnum. Einlægt og snyrtilegt TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur Láru Rúnarsdóttur, Þögn. Lög og textar eru eftir hana sjálfa. Börk- ur Hrafn Birgisson spilar á gítar og syng- ur bakraddir, Daði Birgisson spilar á hljómborð, hammond, rhodes og syngur bakraddir, Kristinn Snær Agnarsson spil- ar á trommur, Pétur Sigurðsson á bassa, Sigurður Flosason á saxófón og Damien Rice spilar á kassagítar og syngur í Why. Útsett af Láru, Daða og Berki Hrafni. Hljóðblandað í Stúdíó Silence af Daða. Masterað í Írak af Bjarna Braga Kjartans- syni. Teikningar, hönnun og uppsetning á útliti disksins var í höndum Hörpu Dagg- ar Kjartansdóttur. Dennis gefur út. Lára – Þögn  Helga Þórey Jónsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. MARGT var um manninn við opnun sumarsýningar Listasafns ASÍ við Freyjugötu síðastliðinn laugardag. Sýningin samanstendur af vatns- litaverkum fimm listamanna sem spanna þrjár kynslóðir íslenskrar listsögu, þeirra Daða Guðbjörns- sonar, Eiríks Smith, Hafsteins Aust- manns, Kristínar Þorkelsdóttur og Svavars Guðnasonar. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa fengist við vatnslitamálun um áratuga skeið og náð umtalsverðum árangri á því sviði, en vatnsliturinn er afar vand- meðfarinn miðill. Morgunblaðið/ Jim Smart Þór G. Axelsson, listamaðurinn Daði Guðbjörnsson, Sigurjón B. Daðason og Nanna Ólafsdóttir voru við opnunina. Vatnslita- verk á Lista- safni ASÍ Fyrsta plata Snorra Snorrasonarsem sigraði í síðustu Idol- stjörnuleit kemur út í dag, en platan heitir Allt sem ég á. Snorri samdi sjálfur mikið af efninu á plötunni, en þar má einnig finna nýjar útgáfur erlendra laga með íslenskum textum, meðal annars eftir Stef- án Hilmarsson og Andreu Gylfa- dóttur. Þá eru einnig nokkur lög á plötunni sem Snorri söng í Idolinu. Tvö lög eru nú þegar komin í spilun á útvarpsstöðvum, en það eru lögin Farin burt og Allt sem ég á. Mikill fjöldi tónlistarmanna kem- ur við sögu á plötunni. Auk Vignis Snæs Vigfússonar sem leikur á gítar spilar Þórir Úlfarsson á hljómborð og píanó, Benedikt Brynleifsson lemur húðir, KK spilar á munn- hörpu, Margrét Eir syngur bak- raddir og Eiður Arnarsson er á bassa. Það eru svo þeir Andrzej Kleina, Zbigniew Dubik, Guð- mundur Kristmundsson og Sigurð- ur Bjarki Gunnarsson sem spila á strengjahljóðfæri. Fólk folk@mbl.is Uppselt er á tónleika Nicks Caveí Reykjavík, en síðustu mið- arnir seldust upp á laugardaginn. Nick Cave kemur fram í Laugar- dalshöll hinn 16. september ásamt hljómsveit sem skipuð er Bad Seeds meðlimunum Martyn P. Casey, Jim Scavunos og Warren Ellis. Nick Cave er á meðal virtustu tónlistar- manna samtímans og á að baki tíma- mótaverk bæði einn síns liðs og með hljómsveitunum Birthday Party og The Bad Seeds. Hann hélt tvenna tónleika hér á landi fyrir fjórum ár- um. Það er Hr. Örlygur sem stendur fyrir tónleikum Nicks Cave á Íslandi í samvinnu við Icelandair og Rás 2. FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is S.U.S. XFM DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KVIKMYNDIR.IS ÁRA. ÁRA. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI NÝJASTA MEISTARA- VERKIÐ FRÁ PIXAR SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM. FRÁ FRAMLEIÐEN- DUM „THE INCREDI- BLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ. STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI eee Kvikmyndir.is NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA eeee V.J.V, Topp5.is FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 3:30 - 6 - 8:15 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 3:30 - 5:30 CARS M/- ENSKU TAL. kl. 3:30 - 6 - 8 - 10:30 DIGITAL SÝN. MI : 3 kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 8:30 B.I. 14.ÁRA. FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA. FAST AND THE FURIOUS 3 LÚXUS VIP kl. 4:15 - 8 - 10:20 BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 3 - 5:30 - 8 CARS M/- ENSKU TAL. kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 THE LAKE HOUSE kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 SLITHER kl. 10:30 B.I. 16.ÁRA. SHE´S THE MAN kl. 3 - 5:45 - 8 THE POSEIDON ADVENTURE kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. 01.07.2006 8 4 8 5 0 7 8 3 3 2 3 15 16 25 34 26 28.06.2006 12 17 21 23 25 39 1333 37 HöfundurHarry Pot- ter-bókanna, J.K. Rowling, hefur sætt harðri gagnrýni aðdáenda bók- anna eftir að hún upplýsti að ein aðalsöguhetja bókanna myndi láta lífið í síðustu bókinni um galdrastrákinn og vini hans. Mikillar reiði hefur gætt í garð höfundarins á vef- og bloggsíðum aðdáenda Potters eftir að hún upp- lýsti um áform sín í síðustu viku og hafa þeir jafnvel sakað hana um tilfinningaleysi gagnvart börnum og kallað hana galdrakvendi með pyntingahneigð. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.