Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 44

Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is KOLBEINN Ketilsson óperusöngvari söng hlut- verk Tristans í óperunni Tristan og Ísold eftir Wagner í tónleikauppfærslu í Champs-Elysée- leikhúsinu í París á laugardagskvöld. Franska þjóðarhljómsveitin lék undir stjórn hljómsveit- arstjórans Kurts Masur, en í hlutverki Ísoldar var stórstjarnan Deborah Voigt. Boðið um að syngja á tónleikunum kom með sólarhringsfyrirvara. „Ég hugsaði mig ekki um heldur kíkti í nóturnar, pakkaði kjólfötunum og hoppaði upp í næstu flugvél til Parísar og var kominn á hótel um miðnættið,“ sagði Kolbeinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Kolbeinn hafði lært hlutverkið fyrir flutning í Bastilluóperunni í París í fyrra, en ekkert varð úr því að hann syngi það þá. Hlutverk Tristans þykir mesta hlutverk óperubókmenntanna fyrir tenórsöngvara og það er mikil ögrun fyrir söngvara að glíma við það. Af hlutverkum á borð við Tristan varð til hug- takið hetjutenór, en það á við um tenórsöngvara sem syngja allra dramatísku óperuhlutverkin, eins og finna má í mörgum verkum Wagners. Fá- ir Íslendingar hafa orðið hetjutenórar. „Viðtökurnar voru góðar og allt gekk þetta vel,“ sagði Kolbeinn, en skipuleggjendur tón- leikanna voru líka himinlifandi og buðu honum strax að koma aftur að syngja með hljómsveit- inni. „Ég hlakka svo sannarlega til.“ | 20 Morgunblaðið/Jim Smart Kolbeinn Ketilsson söng undir stjórn Kurts Mas- ur í uppfærslu Champs-Elysée-leikhússins. Íslenskur Tristan í París SIGRÚN Klara Hannesdóttir landsbókavörður telur að helst þurfi að þrefalda þá fjárhæð sem notuð hafi verið til ritakaupa við Landsbóka- safnið á árinu, sem var um 36 milljónir króna. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við HÍ og fulltrúi í stjórn safnsins, er sammála því að þörf sé á fleiri bókum til að efla HÍ sem rannsóknastofnun, en tekur fram að skoða þurfi málið út frá þeirri stefnu sem mörkuð hafi verið við skólann. Sig- rún og Rögnvaldur taka því undir það með Guðna Elíssyni, sem ritaði grein í Lesbók Morg- unblaðsins sl. laugardag, að ef Háskóli Íslands ætlar sér að verða í hópi hundrað bestu háskóla heims þurfi að auka framlög til ritakaupa við Landsbókasafnið. | 20 Þrefalda þarf fram- lag til ritakaupa VARP kríu og sílamávs á Miðnesheiði er allt úr skorðum í sumar, annað sumarið í röð. Þetta er mat Gunnars Þórs Hallgrímssonar líffræðings. Telur hann líklegast að skorti á æti sé um að kenna. Á Miðnesheiði er eitt stærsta síla- mávavarp í heimi. Sílamáva verður víða vart um þessar mundir, bæði í byggð og óbyggðum. Spurð- ur hvort mávarnir séu inni í landi á hött- um eftir ungum mófugla vísar Gunnar því á bug. Sílamávi hefur fjölgað hérlendis á síðustu ára- tugum, en það hve mávarnir eru orðnir sýni- legir t.d. í Reykjavík undanfarin tvö ár gefur að mati Gunnars ekki rétta mynd af stækkun stofnsins. Segir hann mávana einfaldlega hafa flutt sig til og þeir sæki meira í þéttbýlið en áð- ur, sem skýrist m.a. af fæðuskorti. | 11 Varp úr skorðum vegna fæðuskorts MILLI áranna 1992 og 2004 fjölgaði öryrkjum sem höfðu of- fitu sem fyrstu sjúkdómsgrein- ingu í örorkumati um 200%; úr 37 í 111. Árið 1992 voru 29 konur og átta karlar metnir öryrkjar vegna offitu en árið 2004 voru konurnar orðnar 82 og karlarnir 29 talsins. Aukning milli ára nemur 182% hjá konum og 263% hjá karlmönnum. Þess ber þó að geta að á árunum fjölgaði ör- yrkjum almennt talsvert mikið; kvenkyns öryrkjum fjölgaði um 63% og karlkyns um 53%. Þetta kemur fram í fræðigreininni „Al- gengi offitugreiningar hjá ör- yrkjum á Íslandi 1992–2004“ Í fræðigreininni í Lækna- blaðinu er bent á þá staðreynd að offita getur bæði verið orsök og afleiðing örorku. Sænsk rann- sókn bendir til þess að offita hjá miðaldra karlmönnum hafi í för með sér aukna hættu á örorku og til eru bandarískar rannsókn- ir sem sýna fram á að fólk sem á við margvíslega fötlun eða skerðingu að etja er í mun meiri áhættuhópi varðandi offitu en aðrir hópar. Höfundar fræðigreinarinnar „Algengi offitugreiningar hjá ör- yrkjum á Íslandi 1992–2004“ eru Sigurður Thorlacius, dósent við HÍ, Sigurjón B. Stefánsson, sér- fræðingur hjá TR, og Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræð- ingur Lýðheilsustöðvar. gögnum um þróun vandamálsins víðs vegar í heiminum, ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem offitu- sjúklingum fjölgar ört og aukn- ingin mælist mest í hópi þeirra sem haldnir eru sjúklegri offitu. Vaxandi heilsu- farsvandamál Offita er vaxandi heilsufars- vandamál á Íslandi, eins og víða annars staðar. Sjúkdómurinn er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, slit- gigt í burðarliðum auk fleiri kvilla. Í Bandaríkjunum hafa 9% af heildarútgjöldum heilbrigðis- kerfisins verið rakin til offitu en við það bætist kostnaður sem einstaklingar og atvinnulífið hafa af heilsufarsvandamálinu. sem birt er í nýjasta hefti Læknablaðsins. Mikil aukning umfram aðra sem kljást við offitu Samkvæmt könnun Manneld- isráðs á árunum 1990–2002 jókst hlutfall karla með offitu um 5,9% milli áranna og hlutfall kvenna um 3,8%. Það er því um gríð- arlega hlutfallslega aukningu að ræða á þeim sem greindir eru öryrkjar vegna offitu, jafnvel þótt fjöldi þeirra sem glíma við offituvandamál hafi farið vax- andi undanfarin ár. Fræðimenn telja sennilegt að þessi mikla fjölgun öryrkja vegna offitu sé merki um að veruleg og sjúkleg offita hafi aukist umfram væga offitu. Á sú skýring sér stoð í Sjúkleg offita að aukast Öryrkjum vegna offitu fjölgaði um 74 á rúmum áratug Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ELÍN Reed kom fyrst kvenna í mark í hlaupinu Lappland Ultra sem fór fram á föstudaginn og aðfaranótt laugardags en það er 100 kílómetra langt. Elín hljóp á 10 klukkustundum og 39 mín- útum en hún tók þátt ásamt þremur öðrum Íslendingum úr hlaupahópnum Laugaskokki frá Reykjavík, þeim Gunnari Rich- ter, Ellerti Sigurðssyni og Pétri Frantzsyni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Elín að brautin hefði verið erfiðari en hún hefði búist við en landslagið hins vegar afar glæsilegt og dýralíf framandi. því einungis ein önnur kona skil- aði sér í mark, 4 klst á eftir El- ínu. Aðspurð segir hún und- irbúning fyrir hlaupið hafa staðið yfir í hálft ár, en á þeim tíma hljóp Elín að meðaltali 95 km á viku. | 4 Henni hefði því ekki leiðst á leiðinni. Á leiðinni voru drykkjarstöðvar en Elín segist þó aldrei hafa stoppað þótt hún hafi hægt á sér og drukkið vökva og maulað smávægilegar veitingar. „Það er mjög hættu- legt að stoppa á leiðinni. Maður stirðnar ofsalega hratt upp, sér- staklega þegar maður er búinn með 60–70 kílómetra.“ Af þeim 52 sem lögðu af stað í hlaupið tókst aðeins 32 að kom- ast í mark og luku allir Íslend- ingarnir keppni. Elín varð í 7. sæti yfir heildina og hafði nokkra yfirburði í kvennaflokki, Sigraði í 100 kíló- metra löngu hlaupi Elín Reed VÍGLUNDUR Þorsteinsson, stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna, segir að á næstu dögum verði hugur óháðra hluthafa í Straumi – Burðarási kannaður og athugað hvort menn verði sammála um að bjóða fram sjálfstæðan frambjóð- anda til stjórnarkjörs sem fer fram á hlutahafafundi 19. júlí. Engin tilboð bárust í um 5% hlut Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Straumi, en tilboðsfrestur rann út í gær. Sagði Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, að nú lægi fyrir stjórninni að taka afstöðu á hlutahafafundinum þann 19. júlí. |12 Mun kanna hug óháðra hluthafa LOKA þurfti Vesturlandsvegi í um klukku- tíma í gærkvöldi vegna umferðarslyss sem varð við gatnamót Vesturlandsvegar og Vík- urvegar. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík varð slysið með þeim hætti að fólksbíl sem var ekið áleiðis til Reykjavíkur var ekið upp á umferðareyju fólkið hafa sloppið ótrúlega vel miðað við að- stæður á slysstað. Ökumaður jeppans og annar þeirra sem var í fólksbílnum voru út- skrifaðir seint í gærkvöldi, en þriðji ein- staklingurinn þurfti að fara í aðgerð vegna beinbrota og dvaldi því á sjúkrahúsinu í nótt. þar sem hann valt og í kjölfarið hafnaði hann á gagnstæðri akrein þar sem hann varð fyrir jeppa sem ekið var út úr bænum. Tveir voru í bílnum sem valt en einn í hinum bílnum. Var fólkið flutt á Landspítala – háskóla- sjúkrahús til rannsóknar og aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum frá lækni virðist Morgunblaðið/ÞÖK Þrír slösuðust í umferðarslysi við Vesturlandsveg ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.