Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SKATTLAGNING MINNKI
Hátt eldsneytisverð ætti að vera
stjórnvöldum tilefni til að draga úr
ofurskattlagningu á eldsneyti við nú-
verandi aðstæður. Þetta er mat
Runólfs Ólafssonar, framkvæmda-
stjóra Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda.
Ekki tilefni til aðgerða
Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra telur dóm Hæsta-
réttar frá 8. júní sl. í máli LSH gegn
Tómasi Zoëga ekki gefa tilefni til að-
gerða gagnvart þeim stjórnendum
LSH sem að málinu hafa komið.
Greiðslubyrðin þyngist
Sífellt fleiri leita sér aðstoðar hjá
Ráðgjafarstofu um fjármál heim-
ilanna. Er ljóst að greiðslubyrði
fólks er að þyngjast eftir því sem
verðbólgan eykst.
Tilraunaskot fordæmd
Leiðtogar ríkja heims fordæmdu í
gær stjórnvöld í Norður-Kóreu fyrir
að skjóta sjö eldflaugum í tilrauna-
skyni. Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna kom saman til að ræða málið.
Hertar aðgerðir á Gaza
Stjórn Ísraels veitti í gær hernum
heimild til víðtækari aðgerða á Gaza
eftir að herskáir Palestínumenn
skutu flugskeyti á ísraelsku borgina
Ashkelon.
Y f i r l i t
Kynningar - Með Morgunblaðinu í
dag fylgir bæklingurinn Horfðu fram á
veginn frá Umferðarstofu.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 24
Fréttaskýring 8 Viðhorf 26
Úr verinu 12 Minningar 27/33
Erlent 14/15 Hestar 35
Minn staður 16 Myndasögur 36
Höfuðborgin 17 Dagbók 36/39
Akureyri 17 Staður og stund 38
Suðurnes 18 Leikhús 40
Austurland 18 Bíó 42/45
Menning 19, 40 Ljósvakamiðlar 46
Daglegt líf 20/21 Veður 47
Umræðan 22/26 Staksteinar 47
* * *
MS drykkjarvörur í útileguna
MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir
af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í
handhægum umbúðum í næstu verslun.
HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra telur
dóm Hæstaréttar í máli Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (LSH) gegn Tómasi Zoëga ekki gefa til-
efni til aðgerða gegn stjórnendum sem að málinu
komu. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi
Karli Axelssyni, lögmanni Tómasar, og að ráðu-
neytið hafi tekið það til efnislegrar skoðunar hvort
dómurinn gefi tilefni til að beita úrræðum sem veitt
eru í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins, gagnvart viðkomandi stjórnendum spítalans.
„Aðalkröfu stefnanda um ógildingu ákvörðunar-
innar var hafnað þar sem hún hafi verið tekin af
bæru stjórnvaldi. Í þessu felst að ákvörðunin stend-
ur óhögguð nema stjórnendur spítalans taki
ákvörðun um annað, en það er mat ráðuneytisins að
mál skjólstæðings yðar [Tómasar] sé á forræði spít-
alans,“ segir í bréfinu.
Forstjóri LSH og framkvæmdastjóri lækninga
hafa sent læknum á LSH bréf til að upplýsa þá um
afstöðu sína til dóms Hæstaréttar. Þar kemur fram
að í niðurstöðu Hæstaréttar felist að ákvörðun LSH
um tilfærslu Tómasar í starfi standi óhögguð. Nið-
urstaðan feli þó í sér að spítalinn byggði ákvörðun
sína á röngum lagaheimildum en ekki að Tómas eigi
sjálfkrafa tilkall til yfirlæknisstarfsins. Í kjölfar
dómsins hafi verið óskað eftir viðræðum við Tómas
og leitað samkomulags en fljótlega komið í ljós að
hann hefði ekki hug á að starfa sem yfirlæknir á
geðsviði í fullu starfi og hætta rekstri læknastofu.
Í samræmi við stöður annarra yfirlækna
Kemur fram að það hafi, að mati bréfritara, eink-
um verið 2. liður samkomulagsins sem Tómas var
ekki reiðubúinn að ganga að. Sá liður felur í sér að
„létt sé af TZ tilteknum stjórnunarskyldum og starf
hans skipulagt í samráði við sviðsstjóra lækninga
geðsviðs spítalans og framkvæmdastjóra lækn-
inga“ og er í samræmi við stöðu nokkurra annarra
yfirlækna en samkvæmt ákvörðun spítalans hafi
þeir yfirlæknar einir óskerta stjórnunarábyrgð sem
eru í fullu starfi og starfa einungis við spítalann.
„Var að okkar mati eðlilegt, í ljósi meginstefnu
spítalans, að Tómas bæri ekki fullar stjórnunar-
skyldur væri hann ekki í fullu starfi. Við teljum að
sú stefna spítalans að yfirlæknar séu í fullu starfi og
sinni ekki rekstri einkastofu meðfram starfi hjá
LSH sé réttmæt í ljósi þeirrar miklu ábyrgðar sem
hvílir á yfirlæknum.“
Í ályktun fundar stjórnarnefndar LSH frá í gær
er vísað til máls Tómasar og héraðsdóms í máli
Stefáns Matthíassonar yfirlæknis gegn LSH.
Í ályktuninni segir að í dómunum sé ekki gengið
gegn stefnu spítalans í ráðningarmálum en þeir
sýni hins vegar að meðferð starfsmannamála hjá
hinu opinbera geti verið erfið úrlausnar. Lög um
opinbera starfsmenn séu flókin og því vandmeð-
farin. Þar kemur einnig fram að stjórnarnefndin
harmi hvernig mál þessi hafi þróast og ítreki stuðn-
ing við stefnu spítalans um starfsskyldur yfirmanna
LSH sem framfylgt hafi verið undanfarin ár. | 11
Dómur Hæstaréttar í máli Tómasar Zoëga ekki tilefni til aðgerða að mati ráðherra
Telja dóma ekki ganga gegn
stefnu LSH í ráðningarmálum
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
GRÉTAR Már Sigurðsson hefur
verið skipaður ráðuneytisstjóri í
utanríkisráðuneytinu og tekur
hann við stöðunni frá og með 21.
júlí nk.
Grétar hefur verið skrifstofu-
stjóri á viðskiptaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins. Til stóð að
hann tæki við embætti sendi-
herra Íslands í Kína en þau
áform breytast nú, að sögn Grét-
ars.
Gunnar Snorri Gunnarsson
hefur gegnt embætti ráðuneyt-
isstjóra í utanríkisráðuneytinu
undanfarin fjögur ár og flyst
hann til starfa erlendis fyrir ut-
anríkisþjónustuna í haust. Ekki
liggur þó fyrir hvert hann fer.
Tilkynnt var
um fleiri
mannabreyting-
ar í gær en þeir
Þorsteinn Ing-
ólfsson og Jör-
undur Valtýs-
son koma til
starfa á skrif-
stofu utanríkis-
ráðherra.
Þorsteinn
hefur undanfarin ár setið í stjórn
Alþjóðabankans fyrir hönd Norð-
urlandanna og Eystrasaltsríkj-
anna en Jörundur hefur starfað
sem deildarstjóri í forsætisráðu-
neytinu undanfarin tvö ár og hef-
ur hann nú þegar hafið störf.
Grétar Már Sig-
urðsson skipaður
ráðuneytisstjóri
Grétar Már
Sigurðsson
ÞEIR létu rigninguna ekki á sig fá þessir snyrtilega
klæddu herramenn sem spásseruðu um Bankastrætið í
rigningarsuddanum sem ríkti í Reykjavík í gær.
Ef til vill fannst þeim félögum skondið að sjá sólarvörn
auglýsta í verslunarglugganum sem þeir gengu framhjá,
en telja má sólardaga sumarsins á annarri hendi.
Morgunblaðið/Ómar
Íslandsvinir rýna í búðarglugga
LÖGREGLAN í Keflavík lagði hald á
170 grömm af ætluðu hassi aðfaranótt
þriðjudagsins síðasta.
Tildrög málsins eru þau að lögregl-
unni barst tilkynning um grunsam-
legar mannaferðir í móa fyrir ofan
Bolafót í Njarðvík um miðnætti sl.
mánudagskvöld. Við nánari athugun
kom í ljós að undir steini í móanum
voru falin 170 grömm af ætluðu hassi.
Aðgerðir lögreglu í kjölfar fíkni-
efnafundarins til að finna eiganda efn-
isins hafa enn ekki skilað árangri, en
rannsókn málsins heldur áfram. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
er talið ljóst að efni í þessu magni sé
ætlað til sölu, en þess má geta að
grammið af hassi selst á götunni á um
2.500 kr.
Vill lögreglan í Keflavík í tilefni
þessa fíkniefnafundar hvetja almenn-
ing til að tilkynna um grunsamlegar
mannaferðir.
Lögðu hald á 170 grömm
af ætluðu hassi úti í móa
Fíkniefnin
falin undir
steini