Morgunblaðið - 06.07.2006, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
X
E
IN
N
A
N
06
07
00
1
ALLT Á ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI
á sumarútsölunni
sem hefst í dag
Láttu drauminn rætast
og sparaðu í leiðinn
LUNDAVEIÐAR að hætti íbúa
skosku eyjunnar St. Kildu voru
sviðsettar í Mánáreyjum nú í byrj-
un lundaveiðitímans. Páll Stein-
grímsson kvikmyndagerðarmaður
í Kvik vinnur að gerð heim-
ildamyndar um ginklofann, eða
stífkrampa, sem geisaði í Vest-
mannaeyjum og olli því að flest
börn sem þar fæddust dóu í frum-
bernsku á öldum áður. Sama
plága herjaði á íbúa eyjunnar St.
Kildu og átti veikin stóran þátt í
að byggð lagðist þar af árið 1930.
Páll, Svavar bróðir hans og
tveir dóttursynir Svavars, fóru út í
Mánáreyjar á dögunum ásamt
Friðþjófi Helgasyni kvikmynda-
tökumanni og ljósmyndara. Þar
settu þeir á svið snöruveiðar á
lunda, eins og St. Kildubúar
stunduðu forðum. Meirihluti
myndarinnar er tekinn upp í Vest-
mannaeyjum. Atriði sem eiga að
gerast á St. Kildu eru öll sviðsett
hér á landi, því St. Kilda er nú al-
friðuð.
„Þeir þekktu ekki lundaháfinn
en notuðu hrosshárssnörur og
settu þær á spírur. Við fengum
Þórunni Maríu Jónsdóttur bún-
ingahönnuð, sem sér um búninga í
myndinni, til að útvega á okkur
St. Kildagalla og þarna lékum við
snöruveiði á lunda,“ sagði Páll.
Snöruveiði áþekk þessari þekktist
í Vestmannaeyjum fyrir löngu, en
var ekki beitt nema á svartfugl,
það er langvíur, hringvíur, stuttn-
efjur og álkur. Páll segir að
snöruveiðar hljóti að hafa verið
erfiðar því þær krefjast þess að
menn komist mjög nálægt fugl-
unum. Þeir Eyjamenn ákváðu því
að taka með sér lundaháf til að
tryggt væri að ferðin yrði ekki
fýluferð.
Heimildamyndin fjallar um gin-
klofann sem var mikill örlagavald-
ur Vestmannaeyinga á fyrri tíð.
Allt fram á miðja 19. öld létust
60–80% ungbarna í Vestmanna-
eyjum af völdum ginklofans, en
annars staðar á landinu dóu um
30% barna úr þessum sjúkdómi.
Ginklofinn var ekki að fullu upp-
rættur í Vestmannaeyjum fyrr en
á 20. öldinni.
Það skipti sköpum fyrir Vest-
mannaeyjar að þangað var sendur
ungur danskur læknir, Peter Ant-
on Schleisner, árið 1847. Var hon-
um m.a. falið að rannsaka ginklof-
ann, en hann hafði ritað grein um
barnafarsótt árinu áður. Schleis-
ner opnaði fæðingarheimili í hús-
inu Landlyst og var það fyrsta
fæðingarheimilið hér á landi.
Schleisner lagði einnig til breyt-
ingar á hreinlæti við fæðingar,
notaði sótthreinsandi smyrsl á
naflastrenginn og benti fólki á að
hengja þvott til þerris í stað þess
að leggja hann á jörðina. Dró þá
mjög úr ungbarnadauðanum. Síð-
ar kom í ljós að sýkillinn, clostrid-
um tetani, sem olli faraldrinum,
lifir í jarðvegi og smitaði þvottinn
og þaðan börnin um naflastreng-
inn.
Léku snöruveið-
ar að hætti St.
Kilda-manna
Þeir félagar klæddust búningum St. Kilda-búa við sviðsetninguna. F.v.:
Sindri Ólafsson, Svavar Steingrímsson og Páll Steingrímsson.
Ljósmynd/Friðþjófur
Vestmannaeyingarnir tóku með sér lundaháf í Mánáreyjar. St. Kilda-búar
þekktu ekki lundaháfinn og notuðu því snörur til lundaveiða.
KONA á níræðisaldri var rænd á
ellefta tímanum í gærmorgun þar
sem hún var á gangi við Njálsgötu
í Reykjavík. Vatt þjófurinn sér
upp að konunni, hrifsaði til sín
veski sem hún bar og hljóp á
brott.
Í kjölfarið fór konan á lög-
reglustöðina við Hverfisgötu. Þar
lýsti hún þjófinum svo vel að hann
náðist skömmu síðar í höfuðborg-
inni.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík féll strax
grunur á ákveðinn karlmann eftir
lýsingu konunnar og var hann
færður til yfirheyrslu – þar sem
hann játaði brot sitt. Maðurinn,
sem er á þrítugsaldri, telst til góð-
kunningja lögreglunnar og á að
baki sakarferil, m.a. vegna fíkni-
efnalagabrota.
Eldri kona rænd
um hábjartan dag
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
framlengdi í gær gæsluvarðhald
yfir tveimur mönnum vegna skot-
árásarinnar á Burknavöllum í
júnímánuði. Þeir hafa báðir kært
þennan úrskurð héraðsdóms til
Hæstaréttar, sem að öllum lík-
indum tekur málið fyrir á næstu
dögum.
Staðfesti Hæstiréttur nið-
urstöðu héraðsdóms munu menn-
irnir tveir sitja í varðhaldi til 29.
ágúst nk.
Ekki þótti tilefni til að krefjast
áframhaldandi gæsluvarðhalds
yfir þriðja manninum sem hand-
tekinn var í tengslum við málið
og er hann af þeim sökum frjáls
ferða sinna.
Talið er að rekja megi tildrög
árásarinnar til ósættis milli ann-
ars þeirra sem sitja í varðhaldi
og tveggja manna sem voru inn-
andyra í íbúðinni á Burknavöllum
þegar skotárásin var gerð.
Lögregla hefur lagt hald á
kylfur, hnúajárn og skotfæri við
rannsókn málsins sem miðað hef-
ur vel. Vopnið sem notað var í
árásinni hefur hins vegar ekki
fundist ennþá, en rannsókn stend-
ur yfir.
Gæsluvarðhald
framlengt vegna
skotárásar
FORSETI Grikklands, Karolos Pa-
poulias, og frú May Papoulia, eigin-
kona hans, komu til Íslands í gær, en
þau verða hér til laugardags í op-
inberri heimsókn í boði forseta Ís-
lands, Ólafs Ragnars Grímssonar.
Heimsóknin hefst í dag með mót-
tökuathöfn á Bessastöðum. Þaðan
halda þau á Þjóðminjasafnið þar sem
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja-
vörður tekur á móti þeim. Forseta-
hjónin munu því næst snæða hádeg-
isverð í Höfða í boði Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar borgarstjóra. Þaðan
liggur leiðin til Grindavíkur þar sem
þau heimsækja fiskvinnslufyrirtæk-
ið Vísi og Saltfisksetur Íslands. Loks
liggur leiðin í heimsókn til Hitaveitu
Suðurnesja og svo í Bláa lónið. Í
kvöld sitja grísku forsetahjónin
kvöldverðarboð íslensku forseta-
hjónanna á Bessastöðum.
Dagskrá morgundagsins hefst
með fundi Grikklandsforseta og
Geirs H. Haarde forsætisráðherra í
Ráðherrabústaðnum. Stofnun Árna
Magnússonar verður heimsótt og því
næst liggur leið forsetahjónanna til
Þingvalla þar sem þau munu snæða
hádegisverð í boði forsætisráðherra.
Annað kvöld heldur sendiherra
Grikklands á Íslandi boð á Nordica
hóteli forsetahjónunum til heiðurs.
Opinber heimsókn Grikk-
landsforseta hefst í dag
„ÓLÍKT dæmigerðum vestrænum
femínistum, vilja rússneskar konur
að kvenleiki þeirra og geta til að
gleðja makann séu vel metin.“ Þetta
kemur fram á rússneskri stefnumóta-
síðu þar sem karlmönnum er ráðlagt
að eiga í samböndu-m við rússneskar
konur en einnig upplýst að rúss-
neskar konur séu orðnar leiðar á hin-
um drykkfellda rússneska karlmanni
og vilji fremur hinn ljúfa bandaríska.
Eftir nokkra leit gætu fundvísir
karlmenn talið að þeir hefðu dottið í
lukkupottinn en ef marka má myndir
af hinni 18 ára gömlu „Olenu91“ þá
mætti halda að ungfrú heimur, Unn-
ur Birna Vilhjálmsdóttir, hefði skráð
sig á síðuna. Myndirnar sem
„Olena91“ hefur á stefnumótasíðunni
af sér eru sem sagt allar af Unni
Birnu.
Í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins í gær vildi Unnur Birna
ekki kannast við að vera hin 18 ára
gamla Olena frá Kiev í Úkraínu né að
nauðsynlegt væri að túlka ensku fyrir
hana. Hún hefði ekki skráð sig á um-
rædda stefnumótasíðu. „Þetta er lík-
lega bara einhver stelpa sem er of
feimin til að setja mynd af sjálfri sér.“
Aðspurð hvort hún persónulega
eða Miss World keppnin gerði eitt-
hvað í tilvikum sem þessum segir
Unnur Birna að meðan ekki sé um
verri hluti en þetta að ræða sé lítil
ástæða til að bregðast sérstaklega
við. „Þetta er bara nokkuð sem fylgir
því að vinna fegurðasamkeppni eins
og þessa. Það er ýmislegt eins og
þetta á netinu og maður venst þessu,“
segir Unnur Birna.
Ljósmynd/Golli
Hver vill ekki líkjast Unni Birnu?
„Of feimin til að setja
mynd af sjálfri sér“