Morgunblaðið - 06.07.2006, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Rimini
12. júlí
frá kr. 29.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr.29.990
Netverð á mann, m.v. að 2 - 4 manns saman
í stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og
íslensk fararstjórn.
Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rimini í júlí. Njóttu lífsins í sumar á þessum
vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki aðeins frábær áfangastaður út af fyrir
sig heldur eru ótrúlega spennandi valkostir í næsta nágrenni, vilji menn kynnast
mörgum andlitum Ítalíu í einni ferð. Bókaðu flugsæti og 3 dögum fyrir brottför færðu
að vita hvar þú gistir.
„ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnarinnar er
ekki um að skera vegaframkvæmdir
niður, gagnstætt því sem menn hafa
haldið fram. Þetta er ákvörðun um
að fresta framkvæmdum tímabundið
m.a. meðan rætt er við fulltrúa sveit-
arfélaga, þar sem kastljósinu er að-
allega beint að stærri sveitarfélög-
um.“ Þetta sagði Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra
sem er jafnframt þingmaður Norð-
vesturkjördæmis og fyrrverandi 1.
þingmaður Vestfjarðakjördæmis, að
loknum fundi þingmanna Norðvest-
urkjördæmisins með stjórnendum
Vegagerðarinnar. „Það sem stendur
upp úr eftir fundinn er sú staðreynd
að þær framkvæmdir sem mest hef-
ur verið rætt um og talað hefur verið
um að yrðu fyrir barðinu á ákvörðun
okkar í ríkisstjórninni um að fresta
útboðum, eru ekki komnar á útboðs-
stig. Það kom einnig fram á þessum
fundi að vegna mikillar þenslu í þjóð-
félaginu hefur
ekki verið hægt
að undirbúa
framkvæmdir á
þeim hraða sem
ætlunin var. Allar
verkfræðistofur
eru einfaldlega
yfirfullar. Enn-
fremur kom fram
að útboð hafa
skilað misjöfnum
árangri og ýmis dæmi um að út úr
útboðum hafi komið hærri tölur en
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar,
svo talsverðu munar. Þetta sýnir að
aðstæður til útboða eru ekki góðar
um þessar mundir.“
Einar sagði að viðræður stæðu yf-
ir við sveitarfélögin. Framkvæmda-
magn þeirra væri álíka mikið og rík-
isins og ef takast ætti að kveða niður
verðbólguhættu yrði að koma til
sameiginlegt átak þessara aðila.
Hann sagði að erindi ríkisstjórnar-
innar hefði verið vel tekið hjá sveit-
arfélögunum og því væri ekki ástæða
til að ætla annað en að út úr þessari
vinnu kæmi jákvæð niðurstaða.
Samstaða um framkvæmdir
„Eitt af því sem hefur komið já-
kvætt út úr þessari umræðu fyrir
landsbyggðarfólk er að ekki verður
önnur ályktun dregin af umræðunni
en að nú virðist samstaða um að
verkefni þar sem staða vegamála er
slökust eigi að hafa forgang. Þetta er
mikil breyting frá umræðu undan-
farin ár þar sem við þingmenn kjör-
dæma eins og Norðvesturkjördæm-
is, hafa setið undir stöðugum
skömmum fyrir að draga of mikla
peninga inn í kjördæmið á kostnað
höfuðborgarsvæðisins.“
Einar sagði ekki hvenær farið yrði
í vegaframkvæmdir í Norðvestur- og
Norðausturkjördæmi sem lögð hef-
ur verið áhersla á. Viðræðum væri
ekki lokið. „Undirbúningur útboð-
anna heldur áfram. Strax og menn
telja skynsamlegt og rétt að hefja út-
boðið þá er hægt að fara af stað fyr-
irvaralaust.“
Segir undirbúning vegaframkvæmda halda áfram
Eingöngu um frestun að ræða
Einar K.
Guðfinnsson
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Á BOTNI Skaftárkatla eru hverir
sem hita vatnið í lóninu sem síðan
bræðir ofanáliggjandi íshelluna.
Þegar lónið fyllist af vatni verður
jökulhlaup sem kemur fram í
Skaftá. Slík hlaup eru með sér-
stæðari fyrirbærum í náttúru Ís-
lands að mati Tómasar Jóhann-
essonar, jarðeðlisfræðings hjá
Veðurstofu Íslands.
Tómas segir að þótt hitinn sé
nokkuð jafn, eða um 4°C í lóninu,
séu vísbendingar um að öflug
hræring og hringrás sé á vatninu
undir jöklinum. Meðfram botninum
liggi köld tunga og líklegast sé að
jarðhiti sem kemur upp úr botn-
inum sé staðbundinn á einum eða
fleiri stöðum.
„Þarna virðist vera öflugt hita-
streymi sem heldur hreyfingu á
öllu vatninu og blandar hitanum
um það allt eins og í vel hrærðum
potti,“ segir Tómas.
„Menn hafa ekki mælt hitann í
lóninu áður og erfitt er að gera
sér grein fyrir hvað á sér stað
þarna undir 300 metra þykkum
jöklinum. Þannig að okkur þykir
mjög merkilegt að fá að gægjast
inn í þennan heim með þessum
hætti.“
Sambærilegt lón og finna má í
Skaftárkötlum er í Grímsvötnum
sem og víðar í íslenskum jöklum,
en Grímsvatnalónið er raunar mun
stærra. Hitinn þar var mældur fyr-
ir nokkrum árum af vísindamönn-
um við Háskóla Íslands og reyndist
þá nærri 0°C.
„Það skiptir miklu máli fyrir
skilning okkar á jökulhlaupum,
sem eiga sér stað úr þessum lón-
um, hvað vatnið er heitt,“ útskýrir
Tómas.
„Menn hafa hingað til ekki verið
vissir um við hverju var að búast
en höfðu samt sem áður gert ráð
fyrir því að jarðhitavatnið undir
hellunni væri yfir fjórum gráðum.“
Hefur það með varmaburð
vatnsins í lóninu að gera, sem á
sér tæpast stað nema hitinn fari
yfir fjórar gráður, en við fjórar
gráður verður vatn eðlisþyngst, en
léttist hitni það frekar.
„Hiti vatnsins skiptir máli um
hvernig jökulhlaup vaxa,“ segir
Tómas og bendir á að eftir því sem
vatnið sé heitara í lóninu bræði
jökulhlaupið meira úr ísgöngunum
sem það ryðst eftir. Hitinn hefur
því áhrif á kraft hlaupsins, sem og
hversu hratt það vex, en síðasta
Skaftárhlaup, sem varð fyrir ári
síðan, óx t.d. mjög hratt.
„Eins og í
vel hrærðum
potti“
UNDIR íshellunni í vestari Skaft-
árkatli í Vatnajökli er um þessar
mundir 100 m djúpt lón, um einn
kílómetri að þvermáli. Hitastig í
mestum hluta lónsins er rúmar 4°C
og áhrifa jarðhitakerfis undir jökl-
inum gætir í efnasamsetningu vatns-
ins. Sýni úr lóninu eru nú í greiningu
á örverufræðilegum rannsóknastof-
um á Íslandi og í Bandaríkjunum og
mun fljótlega koma í ljós hvers kon-
ar örverur þrífast í þessu umhverfi.
Þetta eru fyrstu niðurstöður rann-
sóknarverkefnis sem miðar að ít-
arlegri könnun á Skaftárkötlum og
umhverfi þeirra. Niðurstöðurnar
munu að sögn vísindamanna auka
skilning okkar á jökulhlaupum en
hvergi annars staðar í heiminum eru
betri aðstæður til að rannsaka þessi
einstöku náttúrufyrirbrigði.
Tólf vísinda- og tæknimenn frá
Vatnamælingum Orkustofnunar,
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands,
Veðurstofu Íslands og bandarískum
vísindastofnunum dvöldu dagana 7.–
15. júní í búðum við suðurjaðar vest-
ari Skaftárketils. Stjórnendur ein-
stakra verkþátta í rannsóknunum
eru Þorsteinn Þorsteinsson, jökla-
fræðingur á Orkustofnun, Tómas Jó-
hannesson, jarðeðlisfræðingur á
Veðurstofu Íslands, Andri Stef-
ánsson, jarðefnafræðingur við Há-
skóla Íslands, og Viggó Marteins-
son, örverufræðingur á
Umhverfisstofnun.
Áhugi vísindamanna á stöðuvötn-
unum undir Vatnajökli fer sívaxandi
og tengist m.a. áætlunum um sýna-
töku úr Vostok-vatninu undir Suð-
urskautsjöklinum á komandi árum
og hugmyndum um að frumstætt líf
gæti þrifist í lónum undir ísþekju á
Mars.
Lónið smám saman að fyllast
Stöðuvatnið undir vestari Skaft-
árkatli hljóp síðast í júlílok árið 2005
og er nú smám saman að fyllast á ný
vegna stöðugrar bráðnunar íss af
völdum jarðhitasvæðisins undir jökl-
inum. Í rannsóknarferðinni tókst að
bora gegnum 300 m þykka íshelluna
með nýjum bræðslubor Vatnamæl-
inga. Eitt 400 ml sýni náðist frá
botni lónsins með sýnataka sem hin-
ir bandarísku þátttakendur létu
smíða sérstaklega fyrir verkefnið.
Þegar sýnið var tæmt úr hólknum
fannst talsverður brennisteins-
fnykur. Jarðefnafræðileg greining
sýnisins er þegar hafin og að sögn
Þorsteins Þorsteinssonar verkefn-
isstjóra er gert ráð fyrir að nið-
urstöðurnar muni auka þekkingu á
eðli jarðhitakerfanna undir Skaft-
árkötlum. Þá er með eftirvæntingu
beðið eftir niðurstöðu örveru-
fræðilegu rannsóknarinnar, hvernig
örverur þrífast í vatninu undir 300 m
þykkum jökli, þar sem einskis sólar-
ljóss nýtur.
Þegar búið var að bora í gegnum
íshelluna og taka sýni var settur nið-
ur í lónið skynjari, sem nú skráir
hita og þrýsting á klukkustund-
arfresti og sendir gögn um kapal til
skráningartækis á yfirborði. Einnig
var komið fyrir síritandi GPS-tæki
sem skráir hækkun íshellunnar fram
að næsta hlaupi í katlinum. Gögnin
verða auk upplýsinga um jökul-
afkomu og ísskrið, sem aflað er með
mælingum á safnsvæði ketilsins og
innan hans, notuð til að setja upp lík-
an af vatnssöfnun í katlinum og jök-
ulhlaupum úr honum, segir í frétt á
vef Orkustofnunar.
Ýmsar tafir urðu á borun vegna
holrýma og gjóskulaga í íshellunni,
auk þess sem bilanir ollu nokkrum
vandræðum. En í fjórðu tilraun
tókst að bora í gegnum helluna á 17
klukkustundum og mæla dýpt lóns-
ins undir jöklinum. Þorsteinn segir
að mæling lóðrétts hitasniðs niður í
gegnum lónið hafi tekist mjög vel.
„Það var mikilvægur áfangi í
verkefninu, því hiti vatnsins við upp-
haf jökulhlaupa úr Skaftárkötlum
hefur fram til þessa verið óþekktur.“
Síðar í sumar verða gögnin sótt og
þá mun taka við bið eftir næsta jök-
ulhlaupi úr katlinum. „Síðasta hlaup
var í fyrrasumar og að öllu eðlilegu
búumst við ekki við næsta hlaupi
fyrr en næsta sumar, en þangað til
getum við vonandi rýnt í niðurstöður
mælinganna,“ segir Þorsteinn.
Hitastigið í stöðuvatninu í Skaftárkötlum yfir 4°C samkvæmt fyrstu rannsóknarniðurstöðum
100 m djúpt lón
undir 300 m
þykkri íshellu
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Uppsetning masturs. Mastur með skráningartækjum sett upp að borun lok-
inni. Jökulhamrar í sprungum á jaðri ketilsins í baksýn.
Bræðsluborun í gangi. Snjór er bræddur í karinu, sem sést t.v. og leiddur
inn í hitara og háþrýstidælu, sem sprautar vatninu um slöngu og síðan út
um málmspjót, sem bræðir sig gegnum jökulísinn.
VÍSINDAMENN eru sannfærðir
um að í stöðuvatninu í Skaft-
árkötlum sé líf að finna, spurn-
ingin er hins vegar hvers konar
örverur þrífast við þær óvenju-
legu aðstæður sem þar eru.
Viggó Marteinsson, örveru-
fræðingur hjá Umhverfisstofnun,
segir að líklega búi í vatninu bæði
kuldakærar og hitakærar örver-
ur.
„Við vitum hitastig vatnsins og
út frá því má áætla að kuldakær-
ar örverur séu þar en einnig vit-
um við að úr botninum streymir
heitt vatn þannig að það má líka
reikna með hitakærum örverum,“
segir Viggó.
Rannsóknin á lóninu í Skaft-
árkötlum er að sögn Viggós ein-
stök.
„Þarna undir þykkri íshellunni
myndast afar óvenjulegar að-
stæður sem eru mjög sérstakar í
náttúrunni. Það er svo líka enn
sjaldgæfara að opna glugga að
þessum heimi eins og gert var
með bornum.“
Viggó segir að nú séu sýni úr
vatninu í rannsókn með örveru-
fræðilegum aðferðum og að nið-
urstaðna sé að vænta í haust.
Óvenjulegar
aðstæður
fyrir lífverur