Morgunblaðið - 06.07.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fríverslunarsamn-ingur við Kínamyndi gefa Ís-
landi markaðsforskot á
aðrar Evrópuþjóðir en
allar líkur eru á að form-
legar viðræður hefjist í
haust. Hugmyndin að frí-
verslunarsamningi milli
fjölmennasta ríkis heims,
sem er með meira en 1,3
milljarða íbúa, og lítillar
eyju í Atlantshafi,
byggða 300 þúsund
manneskjum, kom fyrst
til tals árið 2004 þegar
Valgerður Sverrisdóttir, þá iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, hitti
Bo Xilai, viðskiptaráðherra Kína.
Samkomulag um formlegan
undirbúning var svo undirritað
af Davíð Oddssyni, þáverandi
forsætisráðherra, og Xilai rúmu
ári síðar og nú hafa hagkvæmn-
isathuganir farið fram.
Hagkvæmnisathuganir ganga
út á að komast að því hvort það
borgi sig fyrir bæði löndin að
gera fríverslunarsamning og í
þessu tilviki skiluðu þær já-
kvæðri niðurstöðu. Guðjón
Hauksson og Inga Dóra A.
Gunnarsdóttir gerðu athugun
hér á landi fyrir utanríkisráðu-
neytið undir handleiðslu Aðal-
steins Leifssonar, lektors við
Háskólann í Reykjavík. Rætt var
við forsvarsmenn 20 helstu fyr-
irtækjanna sem þekkja til mark-
aðarins í Kína.
Guðjón segir að því meiri
reynslu og þekkingu sem fyrir-
tæki hafi af kínverska markaðn-
um, því jákvæðari séu þau gagn-
vart fríverslunarviðræðum.
„Íslensk fyrirtæki hafa sum ver-
ið með viðskipti þarna í mörg ár
og menn eru auðvitað mislangt
komnir. Það er alveg bersýnilegt
að jafnvel litlar tilslakanir í toll-
um myndu hafa gríðarlegan
ávinning í för með sér fyrir fyr-
irtæki, bæði í inn- og útflutn-
ingi,“ segir Guðjón.
Kína er ekki með fríverslunar-
samning við neitt vestrænt ríki
en ríkin sem ásamt Íslandi eru í
EFTA, þ.e. Noregur, Liechten-
stein og Sviss, hafa sýnt áhuga.
Kínverjar vilja þó aðeins eiga
viðræður við íslensk stjórnvöld
en hafa ekki útilokað að EFTA
geti komið inn í ferlið á síðari
stigum. Líklegt þykir að með
þessu hyggist kínversk stjórn-
völd prófa sig áfram á litlum
markaði fyrst um sinn.
Grétar Már Sigurðsson, skrif-
stofustjóri viðskiptaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins, segir að
millistéttin í Kína sé ört vaxandi
og gæti talið 300–400 milljónir
manna þegar fram líða stundir.
„Sóknartækifærin okkar liggja í
útflutningi á sjávarafurðum og í
Kína er mjög sterk neysluhefð á
þeim,“ segir Grétar og bætir við
að sjávarafurðir séu þó langt frá
því að vera eina útflutningsvaran
til Kína. „Við erum að tala um
nokkuð umfangsmikinn samning
enda myndi hann líka ná yfir
þjónustuviðskipti og hugverka-
réttindi.“
Grétar segir Íslendinga vera í
viðskiptum með alls konar vörur
og þjónustu í Kína. „Við kaupum
t.d. skó, föt, prentunarþjónustu
og fleira. Svo hef ég jafnvel
heyrt um listamenn sem láta
framleiða verk sín í Kína. Áður
voru vörur oft fluttar frá Kína til
Íslands í gegnum þriðja land og
þá þurfti að greiða tvöfalda
tolla,“ segir Grétar og bætir við
að ávinningurinn af samningnum
yrði bæði í inn- og útflutningi.
Grétar segir að Kína sé aðeins
með fríverslunarsamninga við
Asíuríki og við Chile en sé einnig
í viðræðum við Ástralíu og Nýja-
Sjáland. „Það er erfiðara, t.d.
fyrir Bandaríkin, að gera samn-
ing við Kína vegna vefnaðarvöru
og skóframleiðslu. Þær iðngrein-
ar hafa minna vægi á Íslandi.
Hönnun getur t.d. verið mikil-
vægari þáttur fyrir okkur heldur
en framleiðsla,“ segir Grétar.
Mikill áhugi á Kína
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Íslensk – kín-
verska viðskiptaráðsins, segir
áhugann á viðskiptum við Kína
hafa stóraukist en nú eiga um 90
fyrirtæki aðild að ráðinu. Andrés
segir að fríverslunarsamningur
myndi auðvelda Íslendingum
enn frekar að flytja vörur beint
frá Kína. „Ég hef ekki heyrt
neinn leggjast gegn þessu þótt
vafalaust séu fyrirtæki í Evrópu
sem eru birgjar fyrir fyrirtæki
hér heima sem sjá þetta sem
ógnun. En ég held að flest fyr-
irtæki í Evrópu átti sig á því að
til þess að vera samkeppnishæf
þurfi þau að koma sér fyrir á
þessum markaði,“ segir Andrés
og bætir við að sífellt algengara
sé að fyrirtæki flytji framleiðslu
sína til Kína og þá sérstaklega ef
hún krefst mikils mannafla.
Jón Svavarsson, framkvæmda-
stjóri Útflutningsráðs, segir að
útflutningur til Kína sé enn til-
tölulega lítill miðað við innflutn-
ing. Íslensk fyrirtæki hafi keypt
vörur og þjónustu frá Kína fyrir
16 milljarða króna á síðasta ári
en aðeins flutt út fyrir 1,7 millj-
arða króna. „Það er býsna stórt
gat sem þarf að fylla til að nálg-
ast eitthvert jafnvægi í þessum
viðskiptum. En þetta myndi gera
okkur kleift að sækja fastar inn á
kínverska markaðinn sem er
óskaplega stór og áhugaverður
um leið og þetta væri mikið skref
í þá átt að við gætum haslað okk-
ur völl í Kína.“
Fréttaskýring | Fríverslunarviðræður við Kína
Markaðsfor-
skot í Evrópu
Vilja aðeins viðræður við Ísland en úti-
loka ekki aðkomu EFTA á seinni stigum
Kínverska millistéttinn stækkar ört.
Innflutningur frá Kína nam
16 milljörðum árið 2005
Íslensk fyrirtæki keyptu vörur
og þjónustu frá Kína fyrir 16
milljarða á árinu 2005 en útflutn-
ingur nam tæplega 1,7 millj-
örðum. Fríverslunarsamningur
milli landanna ætti því að skila
sér í lægra vöruverði til neyt-
enda. Ekki eru til upplýsingar
um hversu miklir peningar hafa
farið í ríkissjóð vegna toll-
innheimtu af vörum frá Kína.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is