Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 10

Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reynsluakstur á BMW í bílablaðinu á morgun á morgun Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is BLÓÐBANKINN mun flytja í nýtt húsnæði á Snorrabraut 60 í haust, en með því er ætlunin að bæta úr langvarandi húsnæðisvanda bank- ans. Sveinn Guðmundsson, yfir- læknir Blóðbankans, segir þó ekki víst að þetta nýja húsnæði leysi vandann, enda virðist sem bankinn fái 900 fermetra, en hann þurfi 1.600. Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) skrifaði undir leigusamning á húsnæðinu til 10 ára á þriðjudag, að fenginni heimild frá heilbrigðis- og fjármálaráðuneytum. Engin starf- semi er í húsinu, en þar var Skáta- búðin áður til húsa, sem og líftækni- fyrirtækið Urður Verðandi Skuld. Húsið er þrjár hæðir, samtals um 1.650 fermetrar, og er ráðgert að Blóðbankinn verði á neðstu tveimur hæðunum en framkvæmdanefnd um nýjan spítala á efstu hæðinni. Blóðbankinn hefur verið í núver- andi húsnæði við Barónsstíg frá árinu 1953, en það er um 650 fer- metrar, segir Sveinn. „Spítalinn [LSH] hefur á liðnum árum unnið þarfagreiningu með okkur í Blóð- bankanum um það hvað Blóðbank- inn þyrfti. Á grunni þess voru lagðar fram tillögur um viðbyggingu, sem hefði uppfyllt þær þarfir, upp á um 1.600 fermetra,“ segir Sveinn. Horf- ið var frá hugmyndum um viðbygg- ingu og þess í stað ákveðið að fara þá leið sem nú hefur verið ákveðin. „Við fögnum því að nú er komin ákvörðun um að LSH leigi þetta húsnæði til 10 ára,“ segir Sveinn. „Við leggjum mikla áherslu á það að nú þegar Landspítalinn þarf að for- gangsraða inn í þetta nýja hús þá verði fagleg sjónarmið höfð að leið- arljósi, það er augljóst að Blóðbank- inn er aðeins ein af mörgum deildum spítalans sem þjóna sjúkum sem búa við bága aðstöðu.“ Blóðbankinn vildi 1.200 fermetra málamiðlun Blóðbankinn þarf samkvæmt þarfagreiningu um 1.600 fermetra, en Sveinn segir að þegar rætt hafi verið um hvernig hægt væri að koma starfseminni fyrir í nýja hús- inu hafi verið ljóst að það hafi ekki staðið til boða. Forsvarsmenn bank- ans hafi reynt að ná þeirri mála- miðlun að fá um 1.200 fermetra fyrir sína starfsemi, sem myndi leysa bráðasta vandann. Það rými á neðstu tveimur hæðunum sem Blóð- bankanum eru ætlaðar er um 900 fermetrar, en til viðbótar er á hæð- unum pláss sem fer undir stiga, tæknirými og annað sem ekki nýtist bankanum. Þessir 900 fermetrar eru um 38% stærra húsnæði en Blóð- bankinn hefur til umráða í dag. „Vandamál okkar í dag er að okk- ur virðast ekki standa til boða nema tvær hæðir hússins, þar sem þriðja hæðin á að fara undir framkvæmda- nefnd nýs Landspítala. Þetta setur okkur í talsverðan vanda, þetta gæti því verið lausn sem ekki myndi leysa okkar vanda til fullnustu. Með því er ég ekki að segja að þessi lausn gangi ekki upp, heldur miklu fremur að við verðum að sjá til hvort við náum ekki að leysa þetta á næstu dögum,“ segir Sveinn. Yfirlæknir segir ekki víst að nýtt hús- næði leysi húsnæðisvanda Blóðbankans Þyrfti nánast allt plássið „ÞAÐ hefur verið yndislegt að vera hér á eynni Mön. Heimsóknin hefur verið bæði ánægjuleg og fróðleg,“ segir Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sem viðstödd var þingsetningu á eynni Mön í gær. Með í för eru Krist- inn Björnsson, eiginmaður Sólveigar og Belinda Theri- ault, forstöðumaður alþjóðasviðs Alþingis. Að sögn Sólveigar fer þinghaldið á Mön ávallt fram undir berum himni þegar þingið er sett ár hvert á þjóðhátíðardegi Manar, þann 5. júlí, og segir hún þessa hefð eiga rætur sínar að rekja aftur til víkingaaldar. Aðr- ir þingfundir fara síðan fram inni í þinghúsinu. „Þingið nefnist Tynwald og dregur nafn sitt af Þing- völlum,“ segir Sólveig og tekur fram að merkilegt sé hvernig Manarbúar hafi varðveitt þennan sameiginlega menningararf. Þess ber að geta að þingið á Mön er elsta þingið sem starfað hefur óslitið frá stofnun, en þingið var stofnað árið 979 að frumkvæði norska víkinga sem ríktu á eynni frá 979 til 1266. „Það er líka ánægjulegt að sjá hér íslensk áhrif víða, t.d. eru mörg íslensk orð í málinu. Þannig er hér t.d. þorp sem heitir Laxey og fjall sem heitir Snæfell, ásamt Langanesi,“ segir Sólveig, en meðal þess sem hún skoð- aði á Mön var stærsta vatnshjól í heimi sem einmitt er í Laxey, þar sem það var notað á árum áður til að ná vatni upp úr námum, en að sögn Sólveigar var námuvinnsla mikil þarna á árum áður og unnu námuverkamenn oft við mjög erfið skilyrði. Færði Manarbúum hraungrýti frá Þingvöllum Íslensku erindrekarnir eru ekki einu fulltrúar gömlu víkingaþjóðanna, því að sögn Sólveigar voru meðal gesta við þingsetninguna forsetar skoska og norska þingsins, ásamt þingmönnum frá Bretlandi og Wales. Á Man- arþingi sitja 24 þingmenn í neðri deild og 10 í efri deild. Að sögn Sólveigar er hefð fyrir því að gestir við þing- setninguna komi færandi hendi með stein frá heimalandi sínu sem bætt er í vörðu sem reist hefur verið skammt frá þingstaðnum gamla. Segist Sólveig að sjálfsögðu hafa fært Manarbúum hraungrýti frá Þingvöllum. Að kvöldi þingsetningar hélt ríkisstjóri Manar, sem er fulltrúi Bretadrotningar, móttökuveislu og í gærkvöldi sátu gestir kvöldverðarboð hjá forseta Tynwald. Viðstödd setningu Tynwald á Mön Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ásamt Tony Brown, forseta neðri deildar þinsins á Mön. Hefð er fyrir því að gestir klæðist þjóðbúningi heimalands síns við þingsetninguna. SYSTURFÉLAG Icelandair, Ice- landair Technical Services (ITS), hefur nýlega gengið frá samningi við bandaríska flugfélagið Delta um við- haldsþjónustu vegna Boeing 767 flugvéla Icelandair. Samningurinn tekur til viðhalds á því sem næst öll- um íhlutum Boeing 767 flugvélanna og mun Delta jafnframt ábyrgjast að leggja til nýja íhluti fyrir þá sem fara í viðgerð á hverjum tíma. ITS mun einnig fá aðgang að varahlutalager Delta, þar með töldum stórum birgðastöðvum í Bandaríkjunum og Evrópu. Samningurinn tók gildi 1. júlí. „Við erum í markvissri vinnu við að lækka allan kostnað, og þar með talinn viðhaldskostnað. Eitt af því er endurskoðun á samningum sem við höfum við ýmsa aðila vegna kaupa á varahlutum og viðgerða,“ segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri ITS. „Þessi nýi samningur er fyrsti af- raksturinn af þeirri vinnu. Þetta miðar að því að fækka þeim aðilum sem við eigum mikil viðskipti við og efla að sama skapi tengslin við þá,“ segir Jens. Mikill sparnaður Jens fullyrðir að mikill sparnaður hljótist af samningnum. „Við áætlum að samningurinn spari okkur um 700 þúsund dollara [um 53 milljónir ís- lenskra króna] á ári. Samningur sem þessi er byggður á aðferðafræði sem er ekki síst til komin vegna lág- gjaldaflugfélaganna. Það er mjög ánægjulegt að þetta sé farið að skila árangri og þetta er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í að ná hagstæð- ari samningum við þá aðila sem við höfum verið að skipta við.“ Icelandair rekur að jafnaði þrjár til fjórar Boeing 767 vélar og áætlar Jens að 20% allrar viðhaldsþjónustu ITS fari í þær. Talið er að samning- urinn við Delta muni auka mjög rekstraröryggi Boeing 767 vélanna. Greiðar fraktflutningar eru á milli Keflavíkur og JFK flugvallar í New York þar sem einn helsta vara- hlutalager Delta er að finna. Þar að auki hefur ITS nú fengið aðgang að víðtæku leiðarkerfi Delta vegna flugvéla Icelandair sem staðsettar eru fjarri Íslandi. Samningur um viðhald á þotum Icelandair Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Flugvirkjar framkvæma skoðun á Boeing 767-300-vél Icelandair. AÐILDARBREYTING á úthlutun byggingaréttar á lóð fyrir verslana- miðstöð við Stekkjabrekkur við Vesturlandsveg hefur engin áhrif á kvaðir deiluskipulags um heimild Mata ehf. til að reka matvöruverslun á lóðinni, að sögn Guðmundar Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Smára- garðs ehf. Hann segir að bygging verslanamiðstöðvarinnar sé ein framkvæmd og því hafi aðilum þótt rétt að stofna sérstakt félag, Stekkjarbrekkur ehf., um fram- kvæmdina. Þessi breyting hafi engin áhrif á skilmála deiliskipulags lóðar- innar. Byggingarréttinum var upphaf- lega úthlutað til Smáragarðs ehf., Smáratorgs ehf. og Mötu ehf. og var markmið borgaryfirvalda með út- hlutuninni til Mötu ehf. að stuðla að samkeppni á matvörumarkaði. Ákvæði um það eru í deiliskipulag- inu. Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni. Guðmundur vildi ekki á þessu stigi tjá sig um áætluð verklok. Upphaflegir skilmálar um Stekkjarbrekkur gilda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.