Morgunblaðið - 06.07.2006, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Marine Harvest óskar eftir starfsmanni í
viðhalds- og tæknideild
fyrir verksmiðjuna í Hjelmeland.
Viðhalds- og tæknideild samanstendur af 7 faglærðum starfsmönnum sem starfa við
rekstur og viðhald á vinnslubúnaði og húsnæði sem tilheyra verksmiðjunni í Hjelme-
land. Staðan gefur góða framtíðarmöguleika og mörg spennandi verkefni í vaxandi
og framsæknu umhverfi. Unnið er á tveimur vöktum.
Helstu verkefni eru:
Rekstur, fyrirbyggjandi viðhald, viðgerðir og endurbætur á vinnslubúnaði.
Rekstur og fyrirbyggjandi viðhald á verksmiðjuhúsnæði.
Finna betri tæknilegar lausnir og koma í framkvæmd umbótum.
Við leitum eftir umsækjendum:
Með menntun innan tæknigreina, helst menntun í:
• vélstjórn, vélvirkjun, rafvirkjun, kælitækni eða sjálfvirkni.
Sem hafa langa reynslu innan fiskiðnaðar og getur það að hluta vegið upp tak-
markaða menntun.
Sem eru ungir og áhugasamir með menntun við hæfi og sjá framtíð í starfi inn-
an sjávarútvegs.
Sem hafa skilning og geta tjáð sig á einu af tungumálunum; ensku, norsku,
sænsku eða dönsku.
Leggjum áherslu á:
Getu til að vinna sjálfstætt og skipulega.
Góða samvinnu og samskipti við samstarfsmenn.
Við bjóðum:
Samkeppnishæf laun með almennu trygginga- og eftirlaunakerfi.
Spennandi starfsumhverfi með alþjóðlegum samskiptum.
Áhugaverð verkefni með möguleikum á persónulegri og faglegri þróun.
Aðstoð með atvinnuleit fyrir maka ef óskað er.
Frekari upplýsingar gefur undirritaður:
Gunnar Örn Kristjánsson, verksmiðjustjóri.
Sími: +47 5175 4118 eða +47 908 36 643
Netfang: gunnar.oern.kristjansson@marineharvest.com
Umsókn með starfsferli og meðmælum er best að senda á ofangreint netfang
eða í pósti til:
Marine Harvest Norway AS, 4130 Hjelmeland, Norway.
www.marineharvest.com
Marine Harvest AS er stærsta fyrirtækið innan
eldis á laxi með 4.000 starfsmenn og ársfram-
leiðslu upp á 300.000 tonn í fimm löndum. Marine
Harvest í Noregi hefur 700 starfsmenn sem vinna
við framleiðslu og sölu á 90.000 tonnum af laxi og
urriða. Marine Harvest í Rogalandi er önnur af
tveimur einingum í Noregi með starfsemi allt frá
seiðaeldi til dreifingar á afurðum til Evrópu og er
framleitt magn 35.000 tonn, starfsmenn eru 250
og velta um 15 milljarðar ísk.
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Lið-a-mót
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
SELD voru 61.788 tonn af fiski á inn-
lendum fiskmörkuðum fyrstu sex
mánuði ársins. Ef ekki er tekin með
sala á loðnu er þetta mesta magn sem
selt hefur verið á því tímabili frá upp-
hafi markaðanna. Meðalverð á fisk-
mörkuðum í júní sl. er hæsta með-
alverð í þeim mánuði sem sést hefur
eða 148,42 kr.
Tengist genginu
Eyjólfur Þór Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandsmarkaðar, seg-
ir að júnímánuður hafi verið óvenju-
legur til að byrja með. Fyrri helming
hans hafi framboð verið afar lítið og
meðalverð yfir 150 krónur. Þetta hafi
síðan jafnað sig með auknu framboði.
Annars sé það alveg ljóst að verð á
fiskmörkuðum tengist gengi krón-
unnar beint. Lækkandi gengi þýði
hærra fiskverð, sem þýðir að fleiri
krónur fást fyrir afurðirnar. Síðan
hafi kvótastaðan sín áhrif, en margir
séu langt komnir með kvóta sinn eða
búnir og framboð á leigumarkaðnum
sé lítið.
Hann segir að salan sé nokkuð jöfn
á síðustu árum, sé loðna tekin út úr
myndinni, en nokkuð var um sölu á
loðnu á fiskmörkuðunum á síðasta
áratug. Það séu um 100.000 tonn að
seljast á ári og breytist magnið í sam-
ræmi við kvótaúthlutun. Reyndar
virðist sem aukning á kvóta skili sér
ekki hlutfallslega inn á fiskmarkaðina
og að yfirfallið fari utan óunnið í gám-
um. Það sé því stefna fiskmarkað-
anna að ná þeim fiski, sem fer utan í
gámunum, inn á fiskmarkaðina.
Stærstu kaupendur á fiskmörkuð-
unum eru þeir sem vinna ferskan fisk
til útflutnings, en fleiri og fleiri fyr-
irtæki eru farin á snúa sér að þeirri
vinnslu. Stærstu kaupendurnir á
fyrri helminga þessa árs eru Topp-
fiskur, Frostfiskur, Nesfiskur, Ný-
fiskur, Hafgæði og Vísir.
Aukning í magni,
verðmætum og meðalverði
Í júní voru seld 8.164 tonn sem er í
meðallagi ef tekin er sala í mánuðin-
um undanfarin 10 ár, en 6,8% meira
en í júní 2005. Vegna hins háa með-
alverðs var verðmæti aflans það
næstmesta sem sést hefur í júnímán-
uði eða 1.212 milljónir. Mesta verð-
mæti í júnímánuði var árið 2001,
1.332 milljónir, meðalverðið þá var
137,03. Til samanburðar voru seld
7.641 tonn í júní 2005 fyrir 857 millj-
ónir, meðalverð var 112,12. Þetta er
eins og áður sagði 6,8% aukning á
magni, 41,4% hækkun í verðmætum
og 32,4% hækkun á meðalverði milli
ára.
Eins og áður sagði voru seld 61.788
tonn fyrstu 6 mánuði þessa árs fyrir
7.972 milljónir, meðalverð 129,01. Sex
fyrstu mánuðina 2005 voru seld
59.693 tonn fyrir 6.537 milljónir, með-
alverð 109,51. Þetta er 3,5% aukning í
magni, 21,9% aukning í verðmætum
og 17,8% hækkun á meðalverði.
Mesta sala á fyrri hluta árs
frá upphafi fiskmarkaða
!
!"#$
"
#$Meðalverðið tæpar 150 krónur
á kíló í júní
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
NÚ eru veidd tæplega 280.000
tonn af kolmunna samkvæmt
upplýsingum frá Fiskistofu.
Það er tæplega 80% leyfilegs
heildarafla, sem er 352.600
tonn. Flest bendir því til að kol-
munnakvótinn náist í ár.
Erlend skip hafa landað hér
tæplega 40.000 tonnum af kol-
munna í ár og hafa íslenzku
skipin landað öllum sínum afla
hérlendis. Verksmiðjurnar
hafa því tekið á móti ríflega
300.000 tonnum. Mestu hefur
verið landað hjá Síldarvinnsl-
unni í Neskaupstað, ríflega
71.000 tonnum. Eskja á Eski-
firði kemur næst með um
61.500 tonn. Síldarvinnslan á
Seyðifirði hefur tekið á móti
44.300 tonnum, HB Grandi á
Vopnafirði er með 33.200 tonn.
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
með 32.800 tonn og Vinnslu-
stöðin í Vestmannaeyjum er
með 29.000 tonn. Aðrar verk-
smiðjur eru með minna.
Sigurður VE með
mest af síldinni
Veiðar á norsk-íslenzku síld-
inni ganga hægar, en um síð-
ustu helgi fékk fyrsta íslenzka
skipið síld á Svalbarðasvæðinu.
Aflinn er nú orðinn um 25.000
tonn, sem er aðeins 16% af
leyfilegum heildarafla íslenzku
skipanna, en hann er 154.000
tonn. Mestu af síldinni hefur
verið landað hjá Ísfélaginu á
Krossanesi, um 7.400 tonn, en
6.300 tonnum hefur verið land-
að í Neskaupstað. Sigurður VE
er afkastamesta skipið sem
komið er með um 5.600 tonn
samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu Fiskistofu.
Um 80%
kolmunna-
kvótans
veidd
VEIÐUM á grásleppu er nú lokið
eða að ljúka í öllum löndunum, sem
veiðarnar stunda. Allt útlit er fyrir
að heildarframboð af hrognum verði
minna en í fyrra. Engu að síður hafa
grásleppukarlar fengið lægra verð
fyrir tunnuna núna en í fyrra.
Veiðin hér við land virðist ætla að
skila um 7.800 tunnum. Veiðunum er
að langmestu leyti lokið, en enn er
þó veitt við Breiðafjörð. Þetta verð-
ur þá heldur minna en á síðasta ári.
Nýfundnalendingar eru þessa
dagana að ljúka við grásleppuvertíð-
ina. Hinn 29. júní var veiðin komin í
7.650 tunnur. Gert er ráð fyrir að
heildarafrakstur vertíðarinnar verði
8.000–8.500 tunnur. Verði það nið-
urstaðan, er veiðin minni en í fyrra
sem nemur 2.000 tunnum.
Norðmenn hafa lokið veiðum en
þær skiluðu um 3.000 tunnum. Veið-
ar við Grænland standa enn yfir en
gert er ráð fyrir því að þær skili um
10.000 tunnum, sem er litlu minna
en í fyrra.
Morgunblaðið/RAX
Minni veiði á grásleppu
Innihaldið
skiptir máli