Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LEIÐTOGAR ríkja heims hafa fordæmt stjórnvöld í Norður-Kóreu fyrir að hafa skotið sjö eldflaugum í tilraunaskyni í fyrrakvöld og gærmorgun. Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna, SÞ, kom saman á neyð- arfundi í gær vegna málsins, að beiðni Japana. Stjórnmálaskýrendur segja að yfirvöld í Norður- Kóreu hafi með tilraunaskotunum viljað fá athygli heimsins að nýju, en sex ríkja viðræður um kjarn- orkuáætlun landsins hafa verið í hnút síðan í fyrra þar sem ráðamenn í Washington og stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki getað komist að samkomu- lagi. Er talið að skotin geti stefnt viðræðunum í hættu. Bent er á að Norður-Kóreumenn skjóti flaugunum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, 4. júlí, og sama kvöld og þeir skjóta geimferjunni Discovery á loft. Hafna tveggja ríkja viðræðum Bandarísk stjórnvöld höfnuðu því alfarið í gær að þau myndu samþykkja beinar viðræður við Norður- Kóreumenn í kjölfarið á tilraunaskotunum en þau hafa áður hafnað tillögu þeirra um tveggja ríkja við- ræður. „[Kjarnorkuáætlunin] er ekki mál á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu og við ætlum ekki að leyfa leiðtoga Norður-Kóreu að breyta því á þann veg, sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta húss- ins á blaðamannafundi í gær. Á meðal flauganna sem Norður-Kóreumenn skutu var langdræg flaug, Taepodong-2, sem talið er að hægt sé að skjóta allt að 6.000 km. Myndi hún ná til Alaska í Bandaríkjunum. Bandarískir emb- ættismenn segja að skotið hafi mistekist, hún hafi fallið niður skömmu eftir að henni var skotið á loft en flaugarnar eru allar sagðar hafa fallið í Japans- haf. Atlantshafsbandalagið, NATO, sagði í yfirlýs- ingu að tilraunirnar væru „alvarleg ógn við þjóðir á svæðinu og alþjóðasamfélagið í heild“ og hvatti til harðra viðbragða alþjóðasamfélagsins. Þýska rík- isstjórnin talaði um „ábyrgðarlausa ögrun“ og Jap- anir hótuðu frekari viðskiptaþvingunum. Ekki minnst á tilraunirnar Í Norður-Kóreska ríkisútvarpinu var ekki minnst á tilraunaskotin í gær en rætt var um að „harðar fyrirbyggjandi stríðsaðgerðir“ ríkisins hefðu tryggt frið í landinu og að þjóðin væri tilbúin til að takst á við ögranir Bandaríkjamanna. Í rík- isreknum fjölmiðlum landsins kemur oft fram að Bandaríkjamenn séu að undirbúa árás á Norður- Kóreu. Öryggisráðið fundaði um tilraunaskot Norður-Kóreu Mótmælendur í Seoul, höfuðborg S-Kóreu, brenna mynd af Kim Jong-il, leiðtoga N-Kóreu. Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is Bagdad. AFP. | Írösk stjórnvöld gáfu í skyn í gær að þau gætu verið tilbúin til að leggja fram málamiðlunartil- lögur í samningaviðræðum sínum við uppreisnarmenn. Að sögn ráðherra í írösku stjórninni hefur hún átt í sam- skiptum við á annan tug hópa upp- reisnarmanna sem hafi, að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum, lýst yfir áhuga á viðræðum. „Við höfum átt í samskiptum við 15 til 20 hópa,“ sagði Akram al-Ha- kim, ráðherra í stjórn Nouri al-Mal- iki forsætisráðherra, í gær. „Það eru sjö hópar sem hafa krafist þess að andstaða þeirra gegn hernámsliðinu verði viðurkennd og við höfum sagt að þeir ættu að gera grein fyrir sér og staðfesta að þeir geri aðeins árás- ir á liðsmenn Bandaríkjahers.“ Al-Hakim sagði ennfremur að uppreisnarmenn úr röðum súnníta hefðu farið fram á þá eftirgjöf að lögð yrði fram áætlun um brottflutn- ing bandarískra hermanna. Áframhald á blóðugum árásum Ofbeldisaðgerðir uppreisnar- manna í Írak héldu áfram í gær þeg- ar að minnsta kosti 18 féllu í árásum víðsvegar um landið. Þar af féllu sex og 17 slösuðust í bílasprengju í vest- urhluta höfuðborgarinnar Bagdad. Þá lést einn og sjö slösuðust þegar að sprengja sprakk fyrir utan veit- ingastað við Tayaran-torgið í mið- borg Bagdad. Segja viðræður ganga vel Á annan tug féll í Írak í gær 59 ÁRA gömul bandarísk kona hefur eignast tvíbura og er hún talin elsta tvíburamamma í heimi. Börnin, stúlka og drengur, voru tekin með keisaraskurði á sjúkrahúsi í New York en konan, Lauren Cohen, varð þunguð eftir að hafa fengið gjafaegg, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Cohen, sem verður sextug í ágúst, á fyrir tvær dætur, sem eru 18 mán- aða og 27 ára gamlar. Elsta kona í heimi sem vitað er um að hafi eignast barn er talin vera Adriana Iliescu, frá Rúmeníu, sem í fyrra eignaðist dóttur þegar hún var á 67. aldursári. Þá er búist við því að Patricia Rashbrook, sem er breskur ríkisborgari, muni senn eignast barn en hún er 63 ára gömul. Elsta konan til að eignast tvíbura VÆNDISKONUM í Indlandi hefur fjölgað um helming á síð- ustu sex til sjö árum, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Tvær milljónir manna stunduðu vændi árið 1997 en voru orðnar þrjár árið 2003 að því er rannsóknin, sem yfirvöld létu gera, leiðir í ljós. Fram kemur að vændiskonur byrja margar að stunda vændi á aldrinum 12-15 ára, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Rætt var við 9.500 vændis- konur í 31 ríki landsins á 2 ára tímabili. Þá var einnig rætt við lögreglu, blaðamenn og fé- lagsráðgjafa. Fátækt virðist vera helsta ástæðan fyrir því að fólk fer út í vændi og 90% vændiskvenna eru á aldrinum 15-35 ára. „Mikil eftirspurn er eftir ungum stúlkum og meira en 35% vændiskvenna eru yngri en 18 ára þegar þær byrja,“ segir dr. KK Mukherjee, sem stjórnaði rannsókninni. Hann bendir á að hægt sé að stjórna aukningu á vændi með því að leggja áherslu á efnahagsum- bætur á svæðum þar sem vændi er mikið stundað. Vændis- konum fjölgar SAMGÖNGUR hafa víða raskast á Ítalíu síðustu daga vegna verkfalls leigubílstjóra, sem hafa mótmælt harð- lega lögum sem samþykkt voru af ríkisstjórn Romano Prodi forsætisráðherra síðasta föstudag. Hafa lögin það að markmiði að auka samkeppni í leigubílaþjón- ustu í landinu, en mótmælin hafa haft víðtæk áhrif og ollið töfum í flugsamgöngum víðsvegar um Ítalíu. Leigubílstjórarnir á myndinni hér að ofan voru á leið til skrifstofu borgarstjórans í Róm þegar þeir mættu lögregluþjónum gráum fyrir járnum. Hefur Prodi boð- að frekari umbætur í almenningssamgöngum og á sviði lyfjaframleiðslu, en hann lagði sem kunnugt er afar mikla áherslu á efnahagsmál í kosningunum í vor eftir lítinn hagvöxt á síðustu árum Silvio Berlusconi í emb- ætti forsætisráðherra. Reikna stjórnvöld með að mót- mælin muni halda áfram næstu daga og vikur. AP Leigubílstjórar mótmæla á Ítalíu ♦♦♦ Sydney. AFP. | Áströlsk stjórnvöld til- kynntu í gær að þau myndu endur- skoða lög um rekstur fjölmiðla eftir ósæmilega hegðun ungs manns í raunveruleika- sjónvarpsþættin- um „Stóra bróð- ur“, sem notið hefur mikilla vin- sælda syðra. Þátturinn er afar umdeildur og telja margir Ástr- alar að efni hans sé komið langt út fyrir almenn velsæmismörk. Þannig sagði Helen Coonan, ráð- herra samskiptamála í áströlsku stjórninni, að stjórnvöld myndu leggja fram frumvarp sem fæli í sér útvíkkun á núgildandi lögum um sjónvarpsútsendingar svo að þau næðu einnig til útsendinga á netinu. „Þetta atvik hefur greinilega sýnt að það er mikil reiði í samfélaginu,“ sagði Coonan í gær. „Það er ákveð- inn óróleiki í garð slíkra þátta.“ Beraði kynfæri sín Atvikið í þættinum „Stóra bróður“ var með þeim hætti að ungur maður nuddaði kynfærum sínum í andlit stúlku sem var haldið niðri í rúmi af öðrum manni í beinni útsendingu á netinu. Meðan á þessu stóð var þátt- urinn ekki sýndur í sjónvarpinu. Er frumvarpinu ætlað að koma í veg fyrir að slíkt efni sé sent út á netinu, án þess að það lúti sömu kröfum og efni til sjónvarpsútsendinga. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur einnig blandað sér í málið og sagt að taka ætti „Stóra bróður“ af dagskrá. Ástralar vilja endurskoða fjölmiðlalög Andfætlingar fá nóg af „Stóra bróður“ John Howard Jerúsalem, Genf. AP. | Ísraelski her- inn bjó sig í gær undir enn víðtækari hernaðaraðgerðir á Gaza en áður, eftir að heimagerð eldflaug frá her- skáum Palestínumönnum lenti ísr- aelsku borginni Ashkelon í fyrra- kvöld. Enginn fórst í árásinni og litlar skemmdir urðu. Annarri flaug var skotið á Ashkelon í gærkvöldi. Ísraelsstjórn veitti hernum heim- ild til að fara inn á íbúðasvæði á Gaza og fylgja eftir áætlun um að stækka svæði sem óheimilt er að fara inn á en ísraelski herinn vaktar svæðið. Ísraelska ríkisstjórnin skipaði hernum að hefja langvinnar aðgerðir og einbeita sér að „stofnunum og innviðum sem auðveldi hryðjuverk,“ að því er fram kemur í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér eftir fund í gær. Þar segir að „breyta verði leik- reglunum í samskiptunum við pal- estínsku heimastjórnina og Hamas.“ Þá voru átök á milli hersins og Ha- mas-liða á norðurhluta Gaza í gær. Gagnrýnd fyrir afskiptaleysi Sérfræðingur Sameinuðu þjóð- anna, SÞ, í mannréttindamálum, John Dugard, gagnrýndi í gær, Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og SÞ, fyrir að hunsa mannréttindabrot sem hann segir Ísraela fremja á Palestínumönnum. Dugard, sem er lögfræðingur frá Suður-Afríku og hefur rannsakað meint mannréttindabrot Ísraela á Palestínumönnum fyrir SÞ, segir að Bandaríkjamenn og önnur stórveldi geri ekkert til að hafa hemil á Ísr- aelum. „Hegðun Ísraela er siðferð- islega óverjandi,“ segir hann. Hann sagðist hafa „mikla samúð“ með ísr- aelska hermanninum Gilad Shalit, sem herskáir Palestínumenn hafa haft í haldi í eina og hálfa viku, en að viðbrögð Ísraela væru brot á al- þjóðalögum um meðferð á fólki á hernumdum svæðum. Dugard talaði á fundi mannrétt- indaráðs SÞ, sem haldinn var um stöðuna í Ísrael, í Genf í gær. Sendi- herra Ísraels hjá SÞ fordæmdi fund- inn og sagði hann „skipulagða árás“ á land sitt. Ráðið tæki einhliða af- stöðu með Palestínumönnum sem hefðu hafið deiluna með ráninu á hermanninum. Ísraelsher boðar hertar aðgerðir á Gaza Hefur fengið heimild til að fara inn í íbúðabyggðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.