Morgunblaðið - 06.07.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.07.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 15 ERLENT *Forsendur miðast við 60 m2 af Borgarhellum án hellulagnar og jafnar mánaðarlegar greiðslur á VISA eða Mastercard í 36 mánuði. MEST áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Bretta og pokatrygging endurgreiðist við skil. 8% umsýslugjald þegar skilað er opnuðum hellubrettum. Þegar fjárfesta á í garðinum er ómetanlegt að sérfróðir fagaðilar séu með í ráðum. Við hjá MEST fylgjum viðskiptavinum okkar alla leið og veitum þeim alhliða þjónustu. Hjá MEST getur þú fengið aðstoð landslagshönnuða við að skipuleggja garðinn þinn. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar í síma 4 400 550 eða á www.mest.is. Hellur & steinar fyrir fegurra umhverfi Vertu á hellu í sumar fyrir 4.092 krónur á mánuði* Malarhöf›a 10, Reykjavík Bæjarflöt 4, Reykjavík Hringhellu 2, Hafnarfir›i Hrísm‡ri 8, Selfossi Leiruvogi 8, Rey›arfir›i Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús milli kl. 17 og 19 í dag Hlíðarhjalli 40 Glæsilegt útsýni Frábærlega staðsett og björt 57,4 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í fallegu fjölb. neðst í suðurhlíðum Kópav. Íbúðin er falleg með parketi á gólfum, fallegu baðherb. með flísum í hólf og gólf, innréttingu, baðkari og þvottahúsi inn af. Björt stofa með útgangi á stórar, opnar, ca 12 fm svalir í suður og eldhús opið við stofu. Húsið var viðgert og málað árið 2005. Verð 15,9 millj. Erling og Inga taka vel á móti gestum í dag milli kl. 17 og 19. Bjalla merkt 0301. Teikningar á staðnum. Opið hús milli kl. 17 og 19 í dag Snorrabraut 85 Falleg íbúð Mikið uppgerð og falleg 2ja herb. ca 60 fm íbúð í kj. í góðu steinhúsi. Stór og björt stofa. Gott svefnherb. Baðherb. endurnýjað á fallegan máta m. glugga. Eldhús endurnýjað fyrir ca 7-8 árum m. hvítri innréttingu og hvít- um tækjum. Gólfefni eru parket og náttúruflísar. Aðgengi er að eigninni frá Auðarstræti. Stutt í Landspítalann og HÍ. Verð 14,9 millj. (273) Hilmar tekur vel á móti gestum í dag milli kl. 17 og 19. Teikningar á staðnum.HÁTT heimsmarkaðsverð á olíu að undanförnu hefur haft afar örvandi áhrif á efnahag margra olíufram- leiðsluríkja og gert þeim kleift að greiða niður erlendar skuldir mun hraðar en ráð var fyrir gert. Þá hef- ur olíuverðið haft umtalsverð áhrif á utanríkisstefnu Kínverja og Rússa á síðustu misserum og litað samskipti þeirra við erlend ríki. Olíuverðið hefur einnig komið við sögu í utanríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta á síðustu mánuðum, en hann lýsti því yfir í vor að draga þyrfti úr þörf lands síns fyrir innflutta olíu. Þessi yf- irlýsing mætti í síðustu viku gagn- rýni frá forstjórum margra stærstu olíuframleiðslufyrirtækja heims, sem sögðu slík skilaboð geta leitt til óstöðugleika í framboði á olíu í framtíðinni. Fyrir utan áhrif Íransdeilunnar á olíuverðið hefur Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt Rússa fyrir að nota gas- og olíu- lindir sínar sem eins konar tæki til kúgunar í samskiptum sínum við Úkraínumenn. Þessi ummæli féllu í afar grýttan jarðveg í Moskvu, en Rússar njóta nú mjög góðs af háu olíuverði. Úkraínumenn lögðu hins vegar vel við hlustir þegar Cheney lét þessi orð falla í frægri ræðu í Vil- nius, höfuðborg Litháens, í maíbyrj- un, en mótmæli gegn verðhækk- unum Rússa á olíu og gasi til Úkraínu í síðustu viku voru sögð jafnvel fjölmennari en kröfugöngur „appelsínugulu byltingarinnar“ svo- kölluðu. Greiða niður skuldir Á efnahagssviðinu hefur elds- neytisverðið eins og fyrr segir haft víðtæk áhrif á efnahag olíufram- leiðsluríkja. Þannig tilkynntu stjórnvöld í Alsír í síðustu viku að þau hefðu samið við Svía um að greiða niður skuld að jafnvirði 6,9 milljarða ísl. króna mun fyrr en ráð var fyrir gert. Stjórnvöld í Alsír höfðu þá gert átta slíka samninga í röð frá miðjum maí, en olíuverðið er talið gegna lykilhlutverki í bættri fjár- hagsstöðu landsins. Lán Svía var hluti af lántökum Alsírbúa hjá Par- ísarklúbbnum svokallaða, hóp lán- veitenda frá 19 af ríkustu þjóðum heims, en þeir hafa næst á eftir Rússum verið helstu lántakendur klúbbsins. Rússar tilkynntu í júnílok að þeir hygðust greiða niður allar sínar skuldir hjá klúbbnum fyrir 21. ágúst og er búist við að stjórnvöld í Alsír muni fylgja í kjölfar þeirra. Því er spáð að hagvöxtur í Rúss- landi í ár verði um 6,5 prósent og vöruðu talsmenn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF) stjórnvöld í Moskvu nýlega við því að verja hagnaðinum af olíusölu til að lækka skatta og hækka laun opinberra starfsmanna, í því skyni að halda verðbólgunni niðri. Bætir skuldastöðu Nígeríu Olíuverðið hefur einnig komið við sögu í Afríku því að mikil eftirspurn eftir „svarta gullinu“ hefur leitt til mikillar aukningar í gjaldeyrisforða Nígeríu og jafnframt gert stjórn- inni í Lagos kleift að greiða niður eftirstandandi skuldir sínar við Par- ísarklúbbinn, sem í fyrra afskrifaði um 60 prósent af um 2.250 milljarða króna láni Nígeríumanna. Nígería er fjölmennasta ríki Afr- íku og jafnframt helsti olíuframleið- andi álfunnar. Kínverjar gera sér grein fyrir þessu og í síðustu viku sneri Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, heim til Peking eftir opinbera heimsókn til sjö Afríkuríkja. Viðskipti Kínverja í Afríku jukust um 35 prósent í fyrra frá árinu áður og námu alls um 3.000 milljörðum króna. Verulegur hluti þessara við- skipta er með olíu og hafa ýmis mannréttindasamtök sakað Kín- verja um að sniðganga mannrétt- indi í því ferli að tryggja öruggan aðgang að jarðefnaeldsneyti í þess- ari fátækustu álfu heims. Olíuverðið grynnkar á erlendum skuldum „Svarta gullið“ kemur víða við Reuters Starfsmenn olíuleitarfyrirtækis athuga flæði úr olíulind í vesturhluta Úganda. Olíuleit í Afríku hefur að und- anförnu borið meiri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir og er búist við frekari olíuvinnslu í álfunni í framtíðinni. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Berlín. AFP. | Fátt er jafn sárt fyrir knattspyrnuáhugamenn og að sjá lands- lið sitt tapa með mörkum á lokaandartökum síðari hluta framlengingar í undanúrslitum Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Þetta fengu Þjóð- verjar að reyna í fyrrakvöld en ekki áttu allir jafn auðvelt með að sætta sig við 2-0 tapið gegn Ítölum. Þannig réðust 25 aðdáendur þýska liðsins inn á ítalskan veitingastað í bænum Quedlinburg og brutu þar allt og brömluðu í gremju sinni yfir úr- slitum leiksins. Í bænum Stendal var svipað uppi á teningnum en þar réðust 40 fótboltabullur á ítalska ísbúð og ollu þar skemmdum. Þá eyðilagði hópur Þjóðverja blómaskreytingar í anddyri ítalsks veit- ingastaðar í Magdeburg, en að sögn lögregluyfirvalda í Þýskalandi þurfti víða að stilla til friðar í fyrrakvöld. Réðust á ítalska veitingastaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.