Morgunblaðið - 06.07.2006, Page 16
Reykjavík | Þeir voru bara býsna brattir þessir
ungu piltar sem höfðu komið saman á Klambrat-
úni með fótbolta. Þar léku þeir knattspyrnu
drjúga stund, höfðu gaman af þó oft hlypi mönn-
um kapp í kinn í hita leiksins. Fótbolti á hug og
hjörtu ungu strákanna þessa daga, nú þegar dreg-
ið hefur til úrslita í heimsmeistarakeppninni. Og
allir vilja auðvitað vera langbestir.
Morgunblaðið/Sverrir
Glaðbeittir guttar í fótbolta
Kappar
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Merk tré | Skógræktarfélag Eyfirðinga og
Akureyrarbær efna til fræðslugöngu um
Miðbæ og Norðurbrekku í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, þar sem skoðuð verða og kynnt
merk tré. Skógræktarfélag Eyfirðinga hef-
ur, í samvinnu við Akureyrarbæ, gefið út
upplýsingabækling um 32 merk tré á Ak-
ureyri og er fræðslugangan farin í tilefni af
því. Bæklingurinn, sem inniheldur myndir
af trjánum, staðsetningu þeirra, uppruna
og hæðarmælingar, verður kynntur í göng-
unni undir leiðsögn sérfróðra.
Lagt verður upp frá Ráðhústorgi kl. 20
og endað á sama stað með ketilkaffi.
Nálgast má bæklinginn m.a. í þjón-
ustuanddyri Ráðhússins á Geislagötu 9, í
Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Hafn-
arstræti 82, hjá starfsfólki í Lystigarðinum
og einnig á öllum bensínstöðvum í bænum.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Svo virðistsem heiða-gæsavarp
hafi verið óvenju
seint á ferðinni í ár
eins og reyndar á
við um varp hjá
fleiri fuglum, eins
og til dæmis hjá
kríunni.
Nú um liðna
helgi mátti sjá
mjög mikið um
litla unga, ný-
skriðna úr eggjum
sínum á Kringils-
árrana.
Það er óneit-
anlega tilkomu-
mikil sjón að sjá þessar
litlu verur reyna að skríða
út úr eggjum sínum og
virða lífið og tilveruna fyr-
ir sér í fyrsta sinn.
Þessi mynd var tekin
þar á sunnudag og eins og
sjá má er gat komið á ann-
að eggið.
Unginn sem stungið
hefur gogginum út um gat
á skurninu var tekinn til
við að tísta.
Raunar byrja ungarnir
að tísta um leið og þeir
verða fullvaxnir inni í egg-
inu, þótt ekkert sé komið
gatið.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Heiðagæsavarp
seint á ferðinni í ár
Árgangur Laug-arvatnsstúdenta’56 júbíleraði með
ferð um Sviss frá Fried-
richshafen til Genfar í
byrjun júní. Áð var í
fjallaskarði og ostabú
skoðað. Að lokinni skoð-
unarferð voru gestum
færðar áfir við þorst-
anum sem eðlilega sótti
að mannskapnum í yfir
30° hita. Ólafi Hannibals-
syni varð að orði:
Eitthvað drakk ég úti í Sviss,
sem ekki getur þorstann kæft.
Ist das Wasser oder Piss?
Ekki er þetta drykkjarhæft?
Rúnar Kristjánsson á
Skagaströnd segir oftast
meira hugsað hér í veröld
um efnið en andann:
Fáir lífs í heimi hér
hugsa um sálarbjargir.
En forða af því sem ekkert er
eignast vilja margir!
…og ekki er annað
hægt en taka undir hin
fleygu orð skáldsins.
Áfir við
þorsta
pebl@mbl.is
Strandabyggð | Sveitarstjórn Stranda-
byggðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum
aðgerðum stjórnvalda um að fresta öllum
vegaframkvæmdum á Vestfjörðum vegna
þenslu í efnahagslífi landsins. Ályktun
þessa efnis var samþykkt á fundi nú í vik-
unni.
„Er hér vegið að búsetu á svæðinu því
góðar samgöngur eru forsendur fyrir
byggð,“ segir í ályktuninni og einnig að
vegurinn suður Strandir sé ónýtur og
hættulegur allri umferð. Nýlega ultu tvær
flutningabifreiðar í Bitrufirði þar sem veg-
kantar gáfu sig undan þunga þeirra. „Þá er
vegið að samkeppnishæfi fyrirtækja á
Vestfjörðum þar sem flutningskostnaður
er hér hæstur á landinu m.a. vegna fjölda
fjallvega og hálsa.“ Bent er á að þó margt
hafi áunnist síðastliðin ár í vegafram-
kvæmdum á svæðinu, sem beri að þakka
fyrir, sé mikið verk eftir og það sé með öllu
óviðunandi „að fórna fyrirhuguðum fram-
kvæmdum á altari þenslu á svæði þar sem
ríkt hefur samdráttur til fjölda ára“.
Er það von sveitarstjórnar Stranda-
byggðar að ríkisstjórninni beri gæfa til að
viðurkenna sérstöðu Vestfjarða í sam-
göngumálum og hætta við fyrirhuguð
áform, segir í ályktuninni.
Mótmæla
frestun vega-
framkvæmda
STARFSMENN Spalar, sem á og rekur
Hvalfjarðargöng, fá oft til sín í gjaldskýlið
erlenda ferðamenn í leit að Gullfossi og
Geysi. Það sem verra er, þetta eru ferða-
menn á leið frá Reykjavík og eru því ekki
á réttri leið. Ástæðan er sú að þegar
ferðalangarnir aka frá Reykjavík beygja
þeir ekki inn á Suðurlandsveg þar sem
sárlega vantar að merkja greinilega við
gatnamót Vesturlandsvegar og Suður-
landsvegar hvaða leið liggur að þessum
fjölsóttu ferðamannastöðum á Suðurlandi.
Ferðamálafrömuðir og starfsmenn
Spalar hafa margoft bent Vegagerðinni á
þetta vandamál en við þeim ábendingum
hefur ekki verið brugðist, segir á vef
Skessuhorns. Það verður oft hlutskipti
starfsmanna fyrirtækisins að snúa við
villuráfandi ferðamönnum sem finnst ólík-
legt að Gullfoss sé að finna undir Hval-
firði.
Leita Gullfoss
og Geysis
♦♦♦
Mývatnssveit | Tuttug-
asta starfsár Sumartón-
leika við Mývatn hófst á
laugardagskvöldið með
fjölbreyttri dagskrá ís-
lenskra sönglaga.
Flytjendur voru
Svava Kristín Ingólfs-
dóttir mezzósópran, Jó-
hanna Ósk Valsdóttir
alt, Magnús Ragnars-
son, tenór og Bjartur
Logi Guðnason bassi.
Þau sungu hvert í sínu
lagi og líka saman.
Einnig léku Magnús og
Bjartur á kirkjuorgelið
og píanó en Jóhanna
Ósk á fiðlu í nokkrum
verkanna. Flutt voru
bæði fornir íslenskir
söngvar svo og seinni
tíma verk og nútíma-
verk sem ekki hafa fyrr
heyrst í Reykjahlíðar-
kirkju.
Listafólkinu var vel fagnað af
fjölmörgum þakklátum áheyrend-
um. Sumartónleikarnir hafa fyrir
löngu fest sig í sessi með Mývetn-
ingum og eru ómissandi hluti af
ánægjulegu sumri og fram undan er
fjölbreytt dagskrá um hverja helgi
út sólmánuðinn. Tilhlökkunarefni
fyrir heimamenn og gesti sveitar-
innar. Það er í sjálfu sér þrekvirki
og einstakt afrek út af fyrir sig, að
halda úti jafn fjölbreyttri og vand-
aðri sumardagskrá í 20 ár í ekki
stærra samfélagi.
Okkur Mývetningum hefur boðist
í gegn um tíðina, að hlýða á frábæra
listamenn einstaklinga og hópa sem
engin von er til að hefðu heiðrað
okkur með list sinni ef ekki væri
fyrir tilvist sumartónleikanna. Fyrir
það á Margrét Bóasdóttir, listrænn
framkvæmdastjóri tónleikanna, frá
upphafi, miklar þakkir skildar.
Morgunblaðið/BFH
Tilhlökkunarefni fyrir
heimamenn og gesti
Góð gönguleið | Eftir að bílaumferð lagðist
að mestu niður um veginn í Almannaskarði
hefur þessi leið verið vinsæl gönguleið sem
reynir vel á þol og þrek. Þegar kemur upp á
brún skarðsins er tilvalið að halda áfram
niður Skarðsdalinn að Almannaskarðs-
göngunum að norðan og ganga svo sömu
leið til baka því umferð gangandi fólks um
göngin er bönnuð, segir á vef Hornafjarðar.
Algengt er að gangan upp á brún Almanna-
skarðs, sem er í 170 metra hæð, taki frá 12
til 20 mínútur.
Fagna ferjuhöfn | Byggðaráð Rangárþings
eystra hefur sent frá sér ályktun þar sem
fagnað er ákvörðun Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra um ferjuhöfn í Bakka-
fjöru. Hún var kynnt á ríkisstjórnarfundi í
síðustu viku og felur í sér að ferjuhöfnin
verði framtíðartenging milli lands og Eyja.
„Þessi ákvörðun felur í sér möguleika á
samvinnu milli íbúa Rangárþings eystra og
Vestmannaeyja og má búast við stækkun
þjónustu- og atvinnusvæðis þessara byggð-
arlaga eftir að ferjuhöfnin verður tekin í
notkun,“ segir í ályktun Byggðaráðs.
Tillögur samgönguráðherra gera ráð fyr-
ir að lokið verði við nauðsynlegar rann-
sóknir og undirbúning svo framkvæmdir
geti hafist svo fljótt sem auðið er. Gera má
ráð fyrir að heildar framkvæmdatími við
ferjuhöfn og tengd mannvirki verði tvö til
tvö og hálft ár frá því að lokahönnun og um-
hverfismat liggur fyrir. Áætlaður smíðatími
nýrrar ferju er 15–18 mánuðir. Miðað við
þessar tímaáætlanir verður hægt að taka
höfnina í notkun árið 2010.