Morgunblaðið - 06.07.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.07.2006, Qupperneq 20
Daglegtlíf júlí 1. Farðu með skýr markmið á útsöluvellina Ekki kaupa bara til þess að kaupa. Hafðu skýr markmið áður en þú ferð á útsöluvellina. Farðu vand- lega yfir leikmannalistann þinn og leikkerfi, þ.e. það sem þig, þína og þitt heimili vantar. Þeim peningum er illa varið sem eytt er í flíkur eða muni sem þú kemur aldrei til með að nota eða njóta en freistast ef til vill til þess að kaupa á útsölum, að- eins vegna þess að þú ert illa und- irbúin/n eða lætur freistast í því andrúmslofti og múgæsingi sem oft myndast á útsöluvöllunum. Það er eins og sumir telji að þar sé sjálfur HM-bikarinn í knattspyrnu í húfi. 2. Komdu þér í gott færi og skoraðu Fótboltaleikur tekur 90 mínútur og það er sennilega ástæða fyrir því. Það tekur tíma að koma sér í góð færi og skora mörk. Það sama á við um verslunarleiðangur. Það þýðir ekkert að ætla sér að gera góð kaup í flýti. En um leið og marktækifæri gefst, þ.e. þú hefur fengið augastað á vöru, máttu ekki bíða of lengi því þá getur varan runnið þér úr greip- um. Og það er alltaf svekkjandi að skjóta fram hjá. Þess vegna skiptir undirbúningurinn, sem áður er get- ið, mjög miklu máli því hann greinir á milli hvort raunveruleg þörf sé fyrir vöruna eða um sé að ræða bráð einkenni kaupæðis, sérstaklega þeg- ar verð hefur snarlækkað. 3. Raðaðu upp mörkunum í fataskápnum Á útsöluleiktímabilum má skora mörg mörk á fataútsölum. Leiktímabilið byrjar nú miklu fyrr á sumrin á Íslandi en það gerði fyrir nokkrum árum. Það ruglar suma leikendur svolítið í ríminu svo það er rétt að árétta að það eru enn tæpir tveir mánuðir eftir af íslenska sumr- inu, vonandi þeir sólríku! Svo endi- lega, fjárfestið í litríkum, léttum og blómlegum sumarfötum og sand- ölum á 30–70% afslætti. Snilldin og skynsemin á útsölu- völlunum felst þó ekki síst í því að kaupa heilsársflíkur úr vönduðum efnum og velja þá sígild snið, efni og liti. Þá er snjallt að kaupa spari- klæðnað, kjóla og skó með góðum afslætti sem og íþróttafatnað því þetta eru iðulega dýr klæði en nauð- synleg. Hafið líka alltaf í huga að flíkurnar passi við þær sem þið eigið í fataskápnum og bæti við mögu- leikum í samsetningum. 4. Tími til þess að fagna með tækifærisgjöfum Við erum sífellt að fagna sigrum leikmanna sem tengjast okkur í þessu lífi, stórum sem smáum. Tækifærisgjafir eru orðnar þokka- lega stór útgjaldaliður hjá flestum. Hagsýnustu leikmennirnir dreifa gjafakaupunum yfir allt árið og nota útsöluvellina grimmt til þess að spara á þessu sviði í rekstrinum og birgja sig upp fyrir gjafavertíðir. Það má oft fá flottar og mjög frambærilegar gjafir á útsöluleik- tímabilinu, því jafnvel þótt verslanir séu oft að rýma fyrir nýjum vörum þá eru tískubylgjurnar í þessum geira hvorki eins miklar né eins áberandi og í fatnaði. Skálar, vasar og styttur eru alltaf híbýlaprýði en oft koma nytjahlutir eins og hand- klæði og matardiskar og glös sér ekki síður vel. Úrvalið er fjölbreytt og því alltaf hægt að finna eitthvað þótt leikkerfi annarra séu mismun- andi. Leikfangaverslanir eru einnig oft með tilboð eða ákveðnar vöru á lækkuðu verði sem og bókaversl- anir. 5. Rafmögnuð spenna á lokamínútunum Raftæki og húsgögn eru heldur ekki jafnárstíðabundin og fatnaður en margar verslanir sem eru með slíkar vörur á boðstólum eru engu að síðar oft með góð tilboð á þessum tíma. Ef þig vantar raftæki, eins og sjónvarp til þess að sjá úrslitaleik- inn á HM almennilega, tölvu eða ör- bylgjuofn, gæti þetta verið rétti tím- inn til þess að láta til skarar skríða. Það sama á einnig við um húsgögn og sófa en oft er slegið af þeim á leiktímabilinu, þótt prósentutalan sé ekki eins há og í fatageiranum. Raftæki og húsgögn hlaupa hins vegar oft á tugum og jafnvel hundr- uðum þúsunda og þá getur munað mikið um 10–30% afslátt. Hér gilda þó alveg sömu lögmál og við kaup á flíkum, en mistökin geta verið dýr- keyptari því um stærri upphæðir er að ræða. Mundu, að þú ert þjálf- arinn í þínu lífi og tekur ákvarð- anirnar.  NEYTENDUR | Góð ráð til þess að gera góð kaup á útsölum Í sókn á útsölum Morgunblaðið/Eyþór Sparikjólar og skartgripir eru á verulegum afslætti. Það eru tæpir tveir mánuðir eftir af sumrinu og sólin hlýtur að fara að skína. Garðhúsgögn á helmingsafslætti gætu því verið góð kaup. Gjafavörur og nytjahlutir fyrir heimilið fást í tölu- verðu úrvali á út- sölum. Útsala, útsala. Orðið hljómar yndislega í eyrum en það þarf stundum dálitla kænsku til þess að gera góð kaup á útsölum. Unnur H. Jóhannsdóttir ákvað að ímynda sér að hún væri í fótbolta þar sem hann er svo vinsæll þessa dagana, spila sóknarbolta á útsöluvöll- unum og beita þar fimm taktískum reglum. Nú fyrir sumarið hefur Slát- urfélag Suðurlands sett skemmtilega nýjung á markað, BBQ Partýrif, sem bæði full- orðnir og börn munu kunna vel að meta. Rifin eru tilvalin sem létt góð- gæti fyrir mat, til að seðja hungrið á svölum sumardegi eða sem aðalréttur í sumarveislunni eða á ferðalaginu. Rifin eru fullelduð svo aðeins þarf að setja þau í ofn eða á grill í nokkrar mínútur og ekki er verra að pensla þau með barbeque-sósu í lok- in. NÝTT BBQ Partýrif á grillið Sykurlaust tyggjó Komið er á markað tyggjó sem kallast V6 Mini Stick. Það er fáanlegt í tveimur bragðtegundum, þ.e. „Fresh Mint “ og „Spe- armint“, og er sykurlaust. Í fréttatilkynningu frá Nóa Síríusi kemur fram að tyggjóið fáist í handhægum umbúðum á stærð við kreditkort. BÖRN eru orðin vön því að það eigi stöð- ugt að vera eitthvað að gerast. Sum- arleyfið verður því þétt dagskrá frá morgni til kvölds því að foreldrar fyllast örvæntingu við tilhugsunina um að þeim sjálfum og börnunum leiðist, hefur danska dagblaðið Jyllands Posten eftir fjöl- skyldusálfræðingi. Sumarfríið á að vera sá tími þar sem fjölskyldan nær að njóta samverustunda og slaka á, en margir foreldrar og börn þeirra óttast svo mikið að láta sér leiðast hver í félagsskap annarra að fríið er gert að þéttskipaðri skemmtidagskrá. Danskir sumarfrískjarnar, íþróttamiðstöðvar og afþreyingarfyrirtæki njóta góðs af þessari þróun. Börn eru svo gott sem vanin á að eitt- hvað örvandi sé stöðugt að gerast, segir John Aasted Halse fjölskyldusálfræðingur. „Þau óttast tilhugsunina um að láta sér leiðast og fjölskyldan er „tívolíseruð“. Halse telur vinsældir afþreyingarmið- stöðvanna þó einnig sýna að fjölskyldurn- ar hafa áhuga á að gera eitthvað saman. „En það er líka birtingarform þess að margir foreldrar telja að forsenda sam- veru með börnunum sé að alltaf sé eitt- hvað að gerast. Og um leið finnst mörgum foreldrum að auðvelt sé að fara í svona frí því á meðan aðrir skemmti börnunum þeirra þá geti þeir slakað á,“ sagði Halse.  BÖRN Fjölskyldur óttast leiða í sumarfríinu Morgunblaðið/Ásdís Börn að leik í fjölskyldugarðinum. Þó að alltaf sé gaman að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni má ekki gleyma að rólegu stundirnar eru líka nauðsynlegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.