Morgunblaðið - 06.07.2006, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UMRÆÐAN um nauðsyn nið-
urskurðar á útgjöldum ríkissjóðs
er ekki ný af nálinni. Má heita að
ráðstjórnarmenn hafi verið
brýndir á því í hartnær áratug að
sýna miklu meiri aðgæzlu í eyðslu
og fjárfestingum, en raun hefir á
orðið.
Staðreyndirnar tala sínu máli:
Allan tímann hefir útgjaldahlið
fjárlaga farið fram úr verð-
lagsþróun, en tólfunum hefir þó
kastað við lokauppgjör, þegar
eyðsla umfram heimildir fjárlaga
hefir verið færð til bókar við loka-
uppgjör og aukafjárlög afgreidd.
Þótt varhugaverð verðþensla
sækti á var því í engu sinnt, og að-
varanir á alþingi látnar sem vind
um eyru þjóta.
Enda mennirnir í stanzlausum
atkvæðakaupum ásamt því að
mylja eigur almennings undir
auðjöfrana og einkavinina. Að
vísu skiluðu þau viðvik sér drjúg-
um í flokks- og kosningasjóði, en
engrar fyrirhyggju gætt í neinu
nema að halda völdum – hvað sem
það kostaði.
Af þessu öllu sýpur þjóðin seyð-
ið nú, þegar verðbólgan æðir
áfram á nýjan leik; kjaraskerðing
ríður yfir og þeir verða harðast
úti sem sízt skyldi.
Og viðbrögð ráðstjórnarmanna
alltof sein og áhrifalítil. Raunar
mestan part látalæti og lausatök
hvað samdrátt í ríkisrekstri
áhrærir. Það mun enn á sannast
við afgreiðslu fjárlaga á hausti
komanda.
Dæmigerð fyrir þessa trúðleik-
ara er niðurskurður á vegafram-
kvæmdum á Vestfjörðum og
Norð-Austurlandi. Sem þáttur í
samdrætti eru þær eins og kræki-
ber í helvíti miðað við þann vanda
sem við er að etja. En að því er
gætandi að á þeim svæðum er
fáum atkvæðum hætt hvort sem
er; og eins hitt að forystumenn Ís-
firðinga a.m.k. eru þekktir fyrir
að kyssa á pólitíska vöndinn eftir
nótum.
Það hlýtur þó að vekja vonir í
brjóstum manna, að báðir að-
alstjórnendur í leikhúsinu hafa
hrakizt frá völdum við lítinn orðs-
tír; og hinn síðari með hraksmán.
Til þess eru vítin að varast þau.
Sverrir Hermannsson
Látalæti og lausatök
Höfundur er fv. formaður
Frjálslynda flokksins.
Á SÍÐASTLIÐNUM einum og
hálfum áratug höfum við Íslend-
ingar notið meira góð-
æris í efnahagslegu
tilliti en nokkru sinni
fyrr. Þennan góða ár-
angur má ekki hvað
síst rekja til þess að
frelsi hefur verið inn-
leitt inn í þær greinar
atvinnulífsins sem áð-
ur bjuggu við ríkisaf-
skipti. Það hefur verið
full pólitísk samstaða
um að stíga þessi
skref meðal þeirra
stjórnmálaflokka sem
farið hafa með stjórn
þjóðarskútunnar á þessu tímabili.
Almenningur hefur notið þessara
breytinga í ríkum mæli, enda hef-
ur kaupmáttur launa aukist gríð-
arlega á þessu árabili eins og öll-
um er kunnugt og ekki er
ágreiningur um. Fram að þessu
hafa þær raddir því virkað hjá-
róma sem lagt hafa til að skrefið
yrði stigið til baka og ríkið tæki á
ný til við atvinnustarfsemi sem það
hafði áður horfið frá. Í hugum
flestra hafa hugmyndir í þessa
veru þótt fráleitar og því vart
svara verðar.
Nú ber hins vegar svo við að á
undanförnum vikum hafa ítrekað
komið fram tillögur um að ríkið
fari aftur að höndla með lyf, en hið
opinbera lét af þeirri
starfsemi fyrir rúmum
áratug. Að fyrra
bragði hefðu menn af-
greitt slíkar tillögur á
sama hátt og aðrar í
þessa veru. Þegar
hins vegar tillögur í
þessa átt heyrast frá
forystufólki innan
heilbrigðisþjónust-
unnar verður málið
allt flóknara. Því hef-
ur verið teflt fram
sem rökum að verð á
lyfjum sé allt of hátt á
Íslandi og ekki sé nægjanlega mik-
il samkeppni milli fyrirtækjanna í
þessari grein. Ríkisafskipti, með
tilheyrandi afturhvarfi til fortíðar,
sé töfralausnin.
Fyrir alla þá sem telja að ríkið
eigi almennt ekki að stunda at-
vinnustarfsemi, hljóta tillögur í
þessa átt að teljast vafasamar í
meira lagi og fyrir þá sem þekkja
betur til málaflokksins beinlínis fá-
ránlegar. Staðreyndin er nefnilega
sú að verslun með lyf er ein mjög
fárra starfgreina sem býr við bein
opinber verðlagsafskipti, þar sem
hámarksverð lyfja er háð opinberri
ákvörðun. Ríkið hefur þegar náð
prýðis árangri við að ná niður
lyfjaverði, sbr. samkomulag þess
við heildsölufyrirtækin frá 2004
sem tryggir að verð á frumlyfjum í
heildsölu verður hið sama og á hin-
um Norðurlöndunum í september
nk. Verð á frumlyfjum er raunar
þegar orðið lægra en í Danmörku.
Aðkoma hins opinbera að verð-
lagningu lyfja er því meiri en í
flestum öðrum greinum.
Í þess ljósi hafa tillögur um
stofnun nýrrar Lyfjaverslunar rík-
isins því á sér yfirbragð hins full-
komna fáránleika. Verða því allir
þeir sem hafa meiri trú á frjálsu
framtaki en ríkisafskiptum að
koma í veg fyrir að tillögur þessar
verði að veruleika.
Lyfjaverslun ríkisins árið 2006
Andrés Magnússon skrifar um
hugmyndir um aðkomu ríkisins
af lyfjaverði og -innflutningi ’Í þess ljósi hafa tillögurum stofnun nýrrar Lyfja-
verslunar ríkisins því á
sér yfirbragð hins full-
komna fáránleika. ‘
Andrés Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags íslenskra stórkaupmanna.
Í TENGSLUM við nýframkomna
skýrslu bandaríska sendiráðsins um
mansal á Íslandi hefur Palermó-
samningurinn verið nefndur til sög-
unnar, en hann krefur aðildarríkin
um aðgerðir svo koma megi í veg
fyrir alþjóðlega skipulagða glæpa-
starfsemi. Sérstök bókun er við
samninginn sem fjallar um mansal
og samkvæmt henni skuldbinda að-
ildarríkin sig til að vinna á mark-
vissan hátt gegn mansali, ekki síst
kvenna og barna, m.a. til kynlífs-
þrælkunar. Palermósamningurinn
var samþykktur á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna 15. nóvember
2000 og þ. 13. desember sama ár
var hann undirritaður fyrir Íslands
hönd. Fljótlega eftir það, eða í
mars 2001, spurði ég þáverandi
dómsmálaráðherra, Sólveigu Pét-
ursdóttur, hvort ekki stæði til að
fullgilda hann og festa í íslensk lög.
Hún svaraði því til að ekkert stæði
í vegi fyrir því að samningurinn
yrði fullgiltur og að verið væri að
kanna hvaða lagabreytingar þyrfti
að gera til að svo mætti verða. Síð-
an hef ég margsinnis minnt á
samninginn í þingræð-
um og ævinlega fengið
þau svör að þess sé
skammt að bíða að
samningurinn verði
fullgiltur. Í lok febrúar
sl. kom út skýrsla
starfshóps sem kynnti
sér mismunandi löggjöf
um vændi o.fl. á Norð-
urlöndunum og víðar.
Starfshópurinn starfaði
á vegum dóms-
málaráðuneytisins. Í
skýrslunni kemur fram
að enn sé verið að fara
yfir hvort, og þá hvaða, lagabreyt-
inga sé þörf til að fullgilda megi
Palermósamninginn.
Evrópuráðið grípur
til aðgerða
Á grundvelli Palermósamnings-
ins hefur Evrópuráðið útbúið sér-
stakan samning gegn mansali.
Hann hefur einnig verið undirrit-
aður fyrir Íslands hönd, það var
gert 16. maí 2005. Í þeim samningi
er lögð áhersla á aðgerðir til vernd-
ar fórnarlömbum mansals svo
tryggja megi mannréttindi þeirra
þegar og ef þau finnast í löndum
aðildarríkjanna. Einnig eru í hon-
um ákvæði sem krefja stjórnvöld
landanna um að grípa
til aðgerða sem gætu
dregið úr eftirspurn
eftir fólki, sem selt
hefur verið milli
landa, m.a. í þeim til-
gangi að stunda
vændi. Í áðurnefndri
skýrslu starfshóps
dómsmálaráðuneyt-
isins frá í febrúar
kemur fram það sama
og sagt er um Pa-
lermósamninginn; að
verið sé að athuga
hvort hann kalli á
lagabreytingar. Af þessu sem hér
hefur verið rakið verður ekki betur
séð en að stjórnvöld séu áhugalaus
um þá samninga sem hér um ræðir
og um leið þau alvarlegu mál sem
þeim er ætlað að taka á.
Nútíma þrælahald
Á hverju ári er verslað með
hundruð þúsunda kvenna og barna
um allan heim í þágu ört vaxandi
kynlífsiðnaðar. Áætlað hefur verið
að tekjur glæpahringja af mansali
séu orðnar sambærilegar við tekjur
af ólöglegri sölu vopna og eitur-
lyfja, sem fram að þessu hafa verið
peningamyllur alþjóðlegra glæpa-
samtaka. Reyndar er talið að þess-
ar þrjár greinar þrífist orðið hver
með annarri og séu meira eða
minna tengdar. Þar sem ólögleg
vopn er að finna, leynast gjarnan
eiturlyf og nú í auknum mæli sala á
fólki til kynlífsþrælkunar. Samfara
mansali eru framin alvarleg mann-
réttindabrot, sem aðildarríki áð-
urnefndra samninga eru sammála
um að leggja beri harðar refsingar
við, en einnig eru í samningunum
ákvæði um að grípa þurfi til að-
gerða til þess að vernda og aðstoða
fórnarlömb slíkra glæpa.
Fórnarlambavernd
Það er hlutverk stjórnarandstöð-
unnar að veita ríkisstjórninni að-
hald. Það hef ég reynt að gera eftir
fremsta megni í málum er varða
vændi og mansal, en því miður án
nægilegs árangurs. Í október 2004
mælti ég fyrir frumvarpi til laga
um fórnarlamba- og vitnavernd,
sem byggir að hluta á Palermó-
samningnum. Frumvarpið skyldar
íslensk stjórnvöld til að tryggja ör-
yggi fórnarlamba mansals og virða
mannréttindi þeirra í hvívetna. Það
gerir ráð fyrir að þeir sem þiggja
slíka vernd taki þátt í áætlun um
félagslegan stuðning þann tíma sem
verndin stendur og að þeim standi
til boða félagsleg, sálræn og lög-
fræðileg aðstoð, læknishjálp og
þjónusta túlka, sem og starfs-
þjálfun og aðstoð við atvinnuleit.
Loks er gert ráð fyrir að þeim
standi til boða aðstoð við að sækja
um ótímabundið dvalar- og atvinnu-
leyfi þegar fórnarlamba- og vitna-
verndinni lýkur. Frumvarp þetta
dagaði uppi í allsherjarnefnd Al-
þingis, eins og svo mörg önnur
frumvörp stjórnarandstöðunnar.
En undanfarið hef ég unnið að end-
urbótum á frumvarpinu og mun
leggja það fram í nýjum búningi í
haust. Stjórnvöldum gefst þá tæki-
færi til að reka af sér slyðruorðið
og standa við þá samninga sem þau
hafa undirgengist, svo koma megi
til bjargar fórnarlömbum þeirra
glæpamanna sem selja konur og
börn milli landa til kynlífsþrælk-
unar.
Stjórnvöld áhugalaus um Palermósamninginn
Kolbrún Halldórsdóttir fjallar
um mansal á Íslandi, frumvarp
þar að lútandi og Palermó-
samninginn
’Á hverju ári er verslaðmeð hundruð þúsunda
kvenna og barna um all-
an heim í þágu ört vax-
andi kynlífsiðnaðar. ‘
Kolbrún
Halldórsdóttir
Höfundur er þingmaður Vinstri
grænna.