Morgunblaðið - 06.07.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.07.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 23 UMRÆÐAN Í GREIN í Morgunblaðinu 8. júní benti ég á nauðsyn þess að halda trúnað við þann sem segir mér eitt- hvað sem hann vill ekki að fari lengra. Þetta á auðvitað ekki bara við um kynferðislega mis- notkun heldur um öll samskipti manna á meðal. Án trúnaðar getur ekkert þjóðfélag staðist. Ég nefni hér aðeins trúnað læknis við sjúklinga, trúnað bankastarfsmanna við viðskiptavini eða trún- að lögmanna við þá sem leita ráða hjá þeim. Hitt er svo annað mál að trúnaður hefur sín takmörk. Það getur komið fyrir að sá sem fær upp- lýsingar í trúnaði sé lagalega eða sið- ferðislega skyldur til að veita annarri persónu eða stofnun þessar upplýs- ingar til að hægt sé að koma í veg fyrir glæp eða aðra ógæfu. Sá sem býr yfir leyndarmáli er ævinlega einn um að fella þá ákvörðun hvort rjúfa skuli trúnaðinn eða ekki. Ofan- greindir greinarhöfundar varpa nú fram þeirri háskalegu kenningu að til séu góð og vond leyndarmál. Hver á að fella dóm um það hvað er gott leyndarmál og hvað ekki? Greinarhöfundar benda á að sá sem misnotar barn taki oft af því lof- orð um að segja ekki frá. Börnin ættu að vita að þetta er ekki leynd- armál. Það mega allir segja frá því sem hefur komið fyrir þá sjálfa og það má enginn banna þeim að gera það. Það er reginmunur á þessu og því sem vinur minn trúir mér fyrir að hafi komið fyrir hann sjálf- an en sem snertir mig ekki beint. Ég verð að játa að ég skil greinarhöfunda ekki þegar þeir segja að samkvæmt þeirra mati gildi önnur lögmál um trúnað barna en fullorðinna. Hvaða lögmál eru það? Eru börn ekki nógu þroskuð til að sýna trúnað eða til að sýna megi þeim trúnað? Greinarhöf- undar benda á tilkynningarskyldu samkvæmt 17. grein barnavernd- arlaga. Þeim yfirsést að hér er rætt um þær upplýsingar sem tilteknir starfsmenn fá í starfi sínu. Hér er ekki talað um það sem vinkonur segja hvor annarri. Og svo er það grein 16. Hér er talað um að hverjum sem hefur ástæðu til halda að barn verði fyrir ofbeldi beri að tilkynna það. En höfundar segja síðan rétti- lega að börn og unglingar hafi ekki þroska til að skilja tilkynning- arskylduna. En þýðir það endilega að hún sé þá ævinlega fyrir hendi? Í meginatriðum held ég að grein- arhöfundar séu á sama máli og ég. Við viljum öll koma í veg fyrir mis- notkun í hverri mynd sem hún birt- ist. En ég legg áherslu á að við eigum að ala börnin upp til að vera fullgildir meðlimir í lýðræðisþjóðfélagi. Þar með telst að við eigum að efla sjálfs- traust barnanna, segja þeim að þau ein ráði yfir líkama sínum og að of- beldi megi ekki nota nema í neyð- artilfellum og þá aðeins samkvæmt lögum. Þegar ég skrifaði fyrstu grein mína sagði ég að umræðan væri komin á hættulega braut á Íslandi. Ég hafði ekki hugmynd um það þá hversu rétt þetta væri. Nú rakst ég á frétt í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum um að tilteknir menn ætla að hlaupa 100 km hinn 8. júlí næstkom- andi til að safna fé fyrir samtökin „Blátt áfram“. Auglýsing um hlaupið er á heimasíðu Blátt áfram. Nú er vissulega ekkert nema gott um þetta að segja ef menn loka augunum ger- samlega fyrir því hvað þessum mönnum gengur til. Þeir segjast stunda íþróttir í anda svokallaðrar Boot camp-aðferðar. Nú er auðvelt að afla sér upplýsinga um Boot camp- eða leðurstígvélaaðferðina eins og kalla mætti hana á íslensku. Boot camp er notað á ensku um grunnþjálfun hermanna þar sem ungliðar eru „slípaðir“ eins og sagt er, þ.e. þrek þeirra er þjálfað á óvæg- inn og oft ómannúðlegan hátt, en ekki síður eru þeir brotnir niður and- lega til að gera úr þeim „góða her- menn“, menn sem hlýða hvaða skip- un sem er. Sérstaklega er þetta fyrirbrigði vel þekkt í Bandaríkj- unum og þá ekki síst hinir nafntog- uðu „Marines“. Á Íslandi er til hópur sem kallar sig Boot Camp og á sér heimasíðu á netinu. Þegar farið er inn á hana verður ljóst að þessi hópur telur sig í ætt við viðlíka hópa í Bandaríkj- unum, Suður-Afríku, Bretlandi og annars staðar. Hugmyndaheimur þessa fólks er þveröfugur við allt sem ætti að tengjast mann- úðarsamtökum eins og Blátt áfram. Til að sannfæra sig um þetta þarf ekki annað en að lesa umsagnir þeirra sem hafa farið á námskeið hjá Boot camp. Sem dæmi má nefna að einn þeirra segist ekki geta unað því að þjálfa einn og enginn að öskra á hann. Ég vona að fólkið í Blátt áfram hafi sett auglýsingu um 100 km hlaupið á heimasíðu sína í hugs- unarleysi. Ég get ekki trúað því að Blátt áfram noti nafn sitt til að aug- lýsa menntun í hernaði. Þó að tekið sé fram að ekki séu notuð vopn er það hreinn fyrirsláttur. Þjálfun í hernaði miðast alltaf við að búa menn undir vopnaburð. Sumir verða ekki hermenn heldur lífverðir, örygg- isverðir eða því um líkt. Menn verða að gera sér ljóst að þar sem hernaður á sér stað blómstrar vændi, nauðg- anir og misnotkun. Samtök eins og Blátt áfram mega ekki taka þátt í að vegsama hervæðingu. Góð og vond leyndarmál Reynir Vilhjálmsson svarar grein Þorbjargar Sveinsdóttur og Rögnu Guðbrandsdóttur ’Samtök eins og Bláttáfram mega ekki taka þátt í að vegsama her- væðingu.‘ Reynir Vilhjálmsson Höfundur er framhaldsskólakennari. SENN lýkur HM 2006, einum stærsta íþróttaviðburði ársins. Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu er að þessu sinni haldin í Þýskalandi og umfjöllun um þennan viðburð hefur verið afar áberandi í fjölmiðlum og keppnin sett sitt mark á stræti Reykjavíkur. Alls staðar þar sem fólk gengur um sjást auglýsingar sem tengjast mótinu með beinum eða óbeinum hætti. Einnig hafa mörg veitingahús borg- arinnar sett upp risaskjái og auglýst bjór og mat á tilboði í tilefni af bolt- anum. Sem sagt, heimsmeist- arakeppnin er alls staðar. Í Þýska- landi hefur þetta mót haft áhrif á allt og alla. Því hefur meira að segja verið haldið fram að keppnishaldið hafi góð áhrif á þýsku þjóðina, að keppnin hafi leitt af sér aukna gleði og bjartsýni. Þegar talað er um HM gleymist stundum að taka fram að um er að ræða heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu. Stór hluti heims- byggðarinnar er að fylgjast með körlum frá 32 þjóðum sem keppast um að verða heimsmeistarar karla í þessari vinsælustu íþrótt samtím- ans. Nokkrar milljónir knatt- spyrnuunnenda ferðuðust til Þýska- lands til þess að fylgjast með og meirihlutinn eru karlmenn. Þjóð- verjar hafa lagt mikla áherslu á að þetta eigi að vera fjöl- skylduhátíð. Myndir teknar af áhorf- endapöllum þar sem pabbar standa stoltir með sonum sínum styðja þessa ímynd, en þó eru tæplega all- ir fylgifiskar HM 2006 fjölskylduvænir. Til þess að sinna þessum fjölmörgum gestum hafa Þjóð- verjar skipulagt og eflt ýmsa þjónustu. Ein slík „þjónusta“ er vændi. Vændi var gert löglegt í Þýskalandi árið 2002 og því er það ekki lögbrot að kaupa vændi og að selja aðgang að líkama sínum. Vændishúsaeigendur í Þýskalandi töldu nauðsynlegt að undirbúa sig sérstaklega fyrir gíf- urlega eftirspurn og voru því heilu vændishúsin reist. Rétt hjá knatt- spyrnuhöllinni í Berlín er að finna nýtt vændishús (eða „þjónustu- miðstöð“) þar sem hægt er að sinna 650 vændiskúnnum í senn. Sums staðar eru búið að leggja risastór svæði á stærð við fótboltavelli undir tugi trékofa þar sem karlar geta verslað sér kynlíf, ásamt sturtu, að- gang að bílastæði og allt er gert til þess að tryggja friðhelgi kúnnanna. Þó að vændi sé löglegt í Þýska- landi þá er mansal það ekki. CATW (Coalition against the trafficking of women) telur að að minnsta kosti 40.000 konur hafi verið fluttar alls staðar að af fátækum svæðum í heiminum í þeim tilgangi að sinna þeirri miklu eftirspurn sem aðilar í kynlífsiðnaðnum þar í landi hafa átt von á í tengslum við þetta mikla íþróttamót. Í raun er engan veginn hægt að vita hversu margar konur hafa verið fluttar til Þýskalands í þessum tilgangi. Það er heldur eng- in leið að vita hvaða vændiskona hefur verið flutt nauðug til Þýska- lands og hver ekki. Af þeim hundruðum milljóna sem fylgjast með heimsmeistarakeppn- inni í ár er ungt fólk stór hluti. Karl- menn á öllum aldri fylgjast með af miklum áhuga og án efa er draumur margra, sérstaklega hinna yngri, að geta einn daginn tekið þátt í HM eða fylgst með af áhorfendapöll- unum í framtíðinni. Knatt- spyrnuhreyfingar leggja mikinn metnað í það að vera jákvætt mót- andi afl í lífi ungra knattspyrnuiðk- enda. Eins og venjulega fylgjast mjög margir karlmenn með HM, einnig þeir sem tilheyra yngri kyn- slóðinni, og þeir horfa mjög til fót- boltans eftir fyrirmyndum. Fyr- irmyndirnar eru ekki bara knattspyrnuhetjurnar heldur einnig þeir sem sækja eða hafa möguleika á að fylgjast með slíku móti. Er það hluti af heimsmeistarareynslunni að kaupa vændi og leiða það af sér með beinum eða óbeinum hætti að þús- undir stúlkna og kvenna lifi í ánauð í kynlífsiðnaði? Hvað verður um framboðið ef eftirspurnin er engin? Er það kannski okkar viðfangsefni – sem karla – að reyna að draga úr eftirspurn karla í vændi, t.d. með því að kenna sonum okkar að þannig komi manneskja ekki fram við aðra manneskju og að ekki sé eðlilegt að manneskjur gangi kaupum og sölu? Það er án efa minnihluti karla sem kaupir sér vændi á viðburðum sem HM. En hvað finnst þeim sem kaupa sér ekki vændi á þessum mótum um slíkt athæfi? Þess vegna er vert að velta fyrir sér hvort það sé ekki viðeigandi að karlmenn, sem hafa ekki áhuga á því að íþrótt sem þeir unna tengist vændi og mansali, taki skýra afstöðu í þessum efnum. Knattspyrna er ekki bara íþrótt, heldur er hún mikið og vaxandi fé- lagslegt afl sem hefur áhrif á líf fólks um allan heim. Varla getur það talist í anda íþróttanna að sumir gleðjist á meðan aðrir kveljist. Gef- ur það ekki tilefni til þess að unn- endur þessarar íþróttar kveðji þessa hátíð með því að senda skýr skilaboð um að hún eigi ekki sam- leið með vændi og mansali? Slík grimmd á ekki heima á nokkrum velli. Ekkert mansal á okkar velli Arnar Gíslason og Hjálmar G. Sigmarsson fjalla um vændi og mansal í tengslum við HM 2006 ’Varla getur það talist íanda íþróttanna að sumir gleðjist á meðan aðrir kveljist. Gefur það ekki tilefni til þess að unn- endur þessarar íþróttar kveðji þessa hátíð með því að senda skýr skila- boð um að hún eigi ekki samleið með vændi og mansali?‘ Hjálmar G. Sigmarsson Höfundar eru í karlahópi Femínistafélagsins. Arnar Gíslason NÝTT! Söluaðilar um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.