Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 25

Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 25 ÞEGAR bandaríski herinn birtist hér öðru sinni fyrir rúmlega hálfri öld kom það fólki nokkuð í opna skjöldu að hann var af opinberri hálfu ævinlega nefndur varnarlið. Gamli herinn hafði jafnan verið nefndur setulið eða bara herinn. Þetta var augljóslega sálræn her- kænska. Það átti að innræta þjóðinni smám saman að herinn væri hér til varnar. Þess var stranglega gætt að yf- irvöld notuðu ekki annað orð, til dæmis í útvarpinu. Bílar hersins voru merktir VL. Líklega skilaði sálfræðistríðið þeim árangri að mikill hluti þjóðarinnar vandist þessu orði. Athygli vekur því að í nýlegri könnun virðist að- eins fjórðungur þjóð- arinnar hlynntur því að halda í þennan herstöðv- arsamning og aðeins einn tíundi mjög eindregið. Engan þarf að undra þótt viss kjarni í Sjálfstæð- isflokknum vilji halda dauðahaldi í kan- ann því bandarísk herseta hefur nálgast trúaratriði á þeim bæjum. Að hinu leyt- inu þarf engan heldur að undra þótt þeir sem vilja troða okkur inn í Evrópu- sambandið skammi nú kanann eins og hund og vilji nota tækifærið til að út- vega okkur evrópskan her í staðinn. Það sem vekur helst undrun er að sumir þeirra sem að öðru leyti bregðast skynsamlega við og telja að ekki þurfi neinn erlendan her – í staðinn mætti til dæmis efla lögregluna og óska eftir tryggingum frá nágrannalöndum og stórveldum, – sumir þeirra rökstyðja þetta viðhorf með því að nú séu breyttir tímar, kalda stríðinu sé lokið, Sovétríkin úr sögunni, og því sé óhætt að breyta um stefnu. Með þessu er gefið í skyn að fyrir rúmum 50 árum hafi verið einhver þörf á varnarliði. Við vitum mætavel að svo var ekki. Ekki af því að ráðamenn Sovétríkjanna væru einhver gæðablóð. Öðru nær, þeir voru bölvaðir fantar. Heldur blátt áfram af því að þeir voru samt ekki nein fífl, að minnsta kosti ekki á hern- aðarsviðinu. Þeir hljóta allan tímann að hafa vitað að þeir höfðu ekkert að gera hernaðarlega í Vesturveldin eða Banda- ríkjamenn þótt þeir hefðu sjálfsagt get- að varist af hörku ef á þá yrði ráðist. Auk þess áttu þeir fullt í fangi með að hafa hemil á þeim þjóðum og löndum, sem þeir fengu úthlutað sem áhrifa- svæðum í lok síðari heimsstyrjald- arinnar. Og þeim tókst það reyndar ekki nema í einn mannsaldur. Vesturveldin reyndu heldur aldrei að skerast í leikinn á áhrifasvæði Sov- étríkjanna þrátt fyrir blóðugt ofbeldi í Berlín 1953, Ungverjalandi 1956 og Tékklandi 1968. Það var látið nægja að harma þessa atburði og mótmæla í orði. Hinsvegar urðu þessi sömu grimmd- arverk kærkomið tækifæri til að ráðast á verkalýðsflokka heima fyrir hvar sem var. Eina dæmið um hernaðaríhlutun Sov- étríkjanna utan þessa áhrifasvæðis var í Afganistan árið 1980, sem varð reyndar einn af þeirra banabitum. En Afganist- an var ekki heldur partur af sam- komulagi sigurvegaranna í lok heims- styrjaldarinnar. Við vitum þetta núna en það má vel vera að margir stjórnmálamenn á Vest- urlöndum, þar á meðal Ís- landi, hafi á þeim tíma ekki vitað um þennan hernaðarlega vanmátt Sovétríkjanna, enda börðust þeir við að halda honum leyndum. Ann- arsvegar með allt að því geðveikislegu örygg- iskerfi og hinsvegar með hinum árlegu ógnvekj- andi hersýningum 1. maí og 7. nóvember. Samt má ótrúlegt þykja ef banda- ríska leyniþjónustan hef- ur ekki vitað nokkurn veginn að þeim gat ekki stafað nein árásarhætta af Rauða hernum. Það var hinsvegar í þágu hagvaxtar í Bandaríkjunum og víðar að viðhalda hinni ímynduðu stríðs- hættu. Og vissulega urðu aðilar kalda stríðsins vænisjúkir beggja vegna víg- línunnar. Sjálfsagt hefur verið auðvelt að telja óbreyttum íslenskum ráðherrum og al- þingismönnum trú um að mikil hætta stafaði af Rússum, rétt eins og þeir gleyptu við því á lokuðum hálftíma fundi í bandaríska sendiráðinu fyrir þremur árum að sannanir væru fyrir því að Saddam Hussein réði yfir kjarn- orkuvopnum. En þá töldu þeir Davíð og Halldór líka að það væri brýnt hags- munamál vegna herstöðvarinnar á Mið- nesheiði að kokgleypa allt sem Kaninn hélt fram hverju sinni. Nokkuð svipuðu máli gegndi einmitt þegar gengið var í NATÓ 1949 og her- inn samþykktur inn í landið 1951. Óttinn við Rússa hefði varla einn og sér dugað til að meirihluti þingmanna færi að ljá samþykki sitt svo umdeildum ákvörð- unum nokkrum árum eftir stofnun lýð- veldis. Það var annar og mun þyngri straumur sem rak á eftir: sjálft At- vinnulífið með stórum staf. Það er mikið til í því, sem hinn al- þekkti en fámáli bandaríski „Deep Throat“ á að hafa sagt við rannsókn- arblaðamenn Washington Post þegar þeir vildu fá frekari vísbendingar um hvar þeir ættu að leita að sönn- unargögnum í Watergate-málinu fyrir aldarþriðjungi. Hann sagði: „Follow the Money“. Gáið að hvar hagsmunirnir liggja. Íslenskir athafnamenn höfðu komist rækilega á bragðið á hernámsárunum. Aldrei áður hafði litli athafnamaðurinn komist í aðrar eins kræsingar. Fjöldi þessara útsjónarsömu harkara missti drjúgan spón úr aski sínum þegar gamli herinn fór þótt fáeinir fengju svo- litlar sporslur hjá bandaríska flugfélag- inu sem rak Keflavíkurflugvöll frá 1946. Þessar sporslur sýndu þó hvaða fram- tíðarmöguleikar væru í stöðunni, ef þangað kæmi alvöru herstöð. Það var augljós og glæsileg hagnaðarvon fyrir ótalda íslenska verktaka fólgin í draum- sýninni um nýja hersetu. Og þetta fólk sem vildi koma sér áfram, þetta voru upp til hópa kjósendur og stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins. Það væri vanmat á þessum mönnum að reikna ekki með að þeir hefðu viðrað sjón- armið sín við einhverja þá sem áttu inn- angengt hjá forystu flokkanna. Það væri þó ósannlegt að nefna ein- ungis svonefnda athafnamenn sem þrýstihóp til að bregðast vel við mála- leitunum Bandaríkjanna um her- stöðvar. Atvinnuleysi varð töluvert fyrstu árin eftir að gamla herliðið fór þótt það yrði aldrei neitt líkt því sem verið hafði á kreppuárunum fyrir stríð. En nú voru íslenskir verkamenn orðnir betra vanir en áður. Í hálfan áratug hafði atvinnuleysi varla þekkst. Því er ekki heldur að leyna að verkalýðshreyf- ingin sem heild var allan tímann heldur lin í andstöðunni við herinn þótt ein- stakir forystumenn gætu verið ein- arðir. En verkafólk var áreiðanlega með annað en árásarhættu bak við eyr- að. Stórefling verktakastarfsemi var ein- mitt það sem gerðist fljótlega eftir að herinn kom. Fjöldi sjálfstæðra iðn- aðarmanna, smiða, múrara, málmiðn- aðarmanna og rafvirkja auk ýmissa spekúlanta bast samtökum í fyrirtæki sem á endanum urðu að Íslenskum að- alverktökum og fengu innan skamms einkaleyfi til framkvæmda fyrir herinn. Þessir iðnaðarmenn höfðu flestir verið rétt sæmilega bjargálna en bráðdug- legir og vinnusamir. Með uppgripunum fyrir herinn urðu margir þeirra ster- kefnaðir á nokkrum árum, og þeim sjálfum næstum að óvörum. Ýmsir þeirra voru ágætismenn og hafa látið að sér kveða á ýmsum sviðum atvinnulífs- ins og margt verið til bóta. Því má vissulega segja að herinn hafi ekki ver- ið hér alveg til einskis. En varnarþörfin var engin. Var þörf á varnarliði? Eftir Árna Björnsson ’Því er ekki heldur aðleyna að verkalýðshreyf- ingin sem heild var allan tímann heldur lin í and- stöðunni við herinn þótt einstakir forystumenn gætu verið einarðir. ‘ Árni Björnsson Höfundur er þjóðháttafræðingur. ,,ÉG ER þeirrar skoðunar að Þjórs- árverin eigi sér ekki einungis stað í hjarta Gnúpverja, ég held að þau eigi sér stað í hjarta ís- lensku þjóðarinnar.“ Þessi orð eru sótt í ræðu Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur, þingkonu Samfylk- ingarinnar, sem hún flutti þegar Kolbrún Halldórs- dóttir mælti fyrsta sinni fyrir þingsályktun sinni um stækkun friðlandsins í Þjórs- árverum í nóvember 2001. Tillaga sama efnis hefur fjórum sinnum eftir það ver- ið flutt á Alþingi, nú síðast af öllum fulltrúum stjórnarand- stöðunnar í umhverfisnefnd ásamt með Kristni H. Gunnarssyni sem á sæti í nefndinni. Í hvert eitt sinn hefur stjórnarmeirihlutinn á þingi komið í veg fyrir afgreiðslu hennar. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi, gerði þetta að sérstöku umtalsefni í þinginu í febrúar 2005 og sagði af því tilefni: ,,Það er Alþingi Íslendinga ekki til sóma hvernig mörg mál sem eru þjóð- þrifamál eru látin daga uppi og sofna í nefndum, mál sem eru í eðli sínu þver- pólitísk og á að vera hægt að ná sátt og samstöðu um.“ Landsfundur Samfylkingarinnar vorið 2005 ályktaði um friðlandið í Þjórsárverum og í janúar 2006 sam- þykkti þingflokkur Samfylkingarinnar að hætta ætti við öll áform um orku- framkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu. Í samræmi við þessar ályktanir flutti ég á síðasta þingi, ásamt Ögmundi Jónassyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni, laga- frumvarp þess efnis að fella úr raf- orkulögum heimild fyrir Norðlingaölduveitu. Það frum- varp fékk ekki framgang á þinginu. Í ljósi þessa eru það afar ánægjuleg tíðindi að Landsvirkjun hyggist nú una niðurstöðu héraðsdóms Reykja- víkur í Þjórsárveramálinu en það þýð- ir að fyrirtækið mun að öllum líkindum leggja til hliðar áform sín um að fara í Norðlingaölduveitu. Nýlegar yfirlýsingar tveggja ráð- herra Framsóknarflokksins um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum eru einnig sérlega ánægjulegar því þær gefa vonir um að flokkurinn hafi látið af þeirri afstöðu sinni að það sé óþarfi að hafast nokkuð að í verndun svæðisins ef ekki standi til að virkja þar á næstunni. Þessari breytingu á afstöðu ber að fagna sérstaklega því með umskiptum ráðherranna bendir flest til að nú hafi skapast góður þing- meirihluti fyrir samþykkt þeirra mik- ilvægu þingmála um Þjórsárver sem eru óafgreidd frá síðasta þingi. Það er því rétt sem fram kemur í leiðara Morgunblaðsins 4. júlí síðast- liðinn að það er ekki eftir neinu að bíða. Þingmálin eru tilbúin, það á bara eftir að samþykkja þau þegar þing kemur saman. Þegar það gerist slær hjarta þingsins í takt við hjarta þjóð- arinnar. Friðlandið í Þjórsárverum Eftir Ingbjörgu Sólrúnu Gísladóttur ’… eru það afar ánægju-leg tíðindi að Landsvirkjun hyggist nú una niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur í Þjórsárveramálinu …‘ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. á það a afði . æti mast ar r á ek- rif- s ru efa m: og gt r- r síð- ustu öld, vaknaði hrifning Þjóð- verja á Ítalíu að nýju. Þá voru það reyndar ekki minnisvarðar „klass- ískrar“ hámenningar sem gagn- tóku hina germönsku hugi, heldur heillandi sólarstrendur, þar sem menn gátu flatmagað, á milli þess sem þeir hámuðu í sig gómaglaðn- ing á borð við pítsur og spaghettí. Það þótti heldur ekki verra, ef strandstaðirnir gátu boðið gestum upp á þýskan bjór og feitar pylsur í bland. Fyrir utan þetta dálæti alþýð- unnar á ítölskum ströndum – sem þýski grínistinn Gerhart Polt reisti á sínum tíma ódauðlegan minnisvarða í kvikmyndinni „Hér er töluð þýska“ – hafa ýmsir þýsk- ir menntamenn seinni tíma fengið mikið dálæti á ítölskum „lífsstíl“. Í þeim hópi eru Ítalir gjarnan taldir vera hlýlegir, frumkvæðir, fjörugir og gæddir auðugu ímynd- unarafli, jafnvel nokkuð listfengir í bland. Og enginn matur er í aug- um þessa hóps jafn gómsætur og ljúffengur og ítalskur matur, eink- um sá sem fram er borinn á dýrum og fínum veitingastöðum í þýskum borgum. Og marga þessara menntamanna dreymir um að eignast fallegan sumarbústað og lítinn garð með villtum jurtum í Toscanahéraðinu, þó að fæstir þeirra geti veitt sér slíkan munað. Telja Ítali óáreiðanlega En þrátt fyrir allt þetta dálæti Þjóðverja á lífsstíl og mat- reiðslukúnstum Ítala fara þeir sjaldnast í launkofa með þá skoð- un sína að Ítalir séu fremur óá- reiðanlegir og lítt á þá að treysta, þegar kemur að „alvörumálum“. Þeir eigi í stöðugum verkföllum og vinnudeilum, séu gjarnir á að láta greipar sópa, ekki síst þegar þýsk- ir eðalvagnar eiga í hlut, og séu þrátt fyrir allan suðrænan þokka varhugaverðir í mörgu tilliti. Allar þessar „klisjur“ lifa góðu lífi í Þýskalandi og endrum og sinnum geysast skriffinnar dag- blaðanna fram á völlinn og gusa þeim hráum yfir lesendur sína. Á sama hátt og margir Þjóð- verjar eru hrifnir af Ítölum fyrir lífsgleði þeirra og hæfni til að njóta, án þess þó að bera mikla virðingu fyrir þeim, má segja að Ítalir beri margir hverjir virðingu fyrir Þjóðverjum, án þess þó að vera ýkja hrifnir af þeim. Í samtölum við Ítali sem eru bú- settir hér í Þýskalandi kemur oft fram að þeir virða Þjóðverja fyrir dugnað þeirra og áreiðanleika. Hins vegar finnst þeim Þjóð- verjar oft vera bæði þrjóskir og andlausir, auk þess sem þeir kunni ekki að klæða sig, elda góðan mat né njóta lífsins með öðrum hætti. Þegar þessir útbreiddu „for- dómar“ þjóðanna um hvor aðra eru teknir með í reikninginn má vera ljóst að margvíslegar tilfinn- ingar kraumuðu undir yfirborð- inu, þegar landslið þeirra beggja áttust við á leikvanginum í Dort- mund á þriðjudagskvöldið. Á sama hátt og mörgum Þjóð- verjum hefur að líkindum undir niðri þótt það nokkuð súrt í brotið að tapa fyrir hinum léttvægu „lífs- kúnstnerum“ úr suðrinu, hafa margir Ítalir án efa fundið fyrir snert af þórðargleði yfir því, að þeim skyldi enn einu sinni takast að leggja hina traustu og tápmiklu germönsku kappa að velli. g suðræn kæti Reuters kvöld. Höfundur fæst við ritstörf og almannatengsl í Þýskalandi. hefði hann hafið sinn þjálfaraferil með ósigri. Það sama hefði verið uppi á ten- ingnum þegar hann byrjaði að þjálfa Juven- tus. Á landsliðsþjálfaraferli hans hefur ítalska landsliðið einungis tapað tvisvar, gegn Íslandi og Slóveníu. Pizzur til heiðurs hetjunum Í Þýskalandi mun verða boðið upp á pizzuna „Del Piero-Grosso“ eða „Grosso-Del Piero“ til heiðurs markaskorurunum. Þjóðverjar höfðu sett út á það að ítalska landsliðið hefði ekki áhyggjur af spilling- armálinu í ítölsku 1. deildinni, en landsliðs- markvörðurinn Buffon og fyrirliðinn Can- navaro voru yfirheyrðir vegna þess máls áður en Heimsmeistaramótið hófst. Sem betur fer reynir landsliðið að einbeita sér að því að koma heim með Heimsmeistarabik- arinn og reynir ítalska þjóðin að gleyma því á meðan á Heimsmeistarmótinu stendur að allavega Juventus, Milan og Fiorentina eigi á hættu að leika ekki í 1. deild á næsta leik- tímabili. Þetta er í 6. skipti sem Ítalía leikur til úr- slita í Heimsmeistarakeppninni en síðast urðu Ítalir heimsmeistarar árið 1982. Hér höldum við áfram að þjást vegna hitabylgju og spennings fyrir því hvernig leikurinn mun fara sunnudaginn 9. júlí 2006. En það er ekki bara hérna sunnan Alpa- fjalla sem spennan er að gera út af við fólk. Faðir minn hélt að hann fengi hjartaáfall yfir spenningnum við að horfa á leik Þýska- lands Ítalíu. Vonandi halda sem flestir Íslendingar með Ítölum í úrslitaleiknum. FORZA ITALIA!!!! Lippi, þjálfari ítalska lands- ist hafa sofið í tvo og hálfan ftir að hafa horft á upptöku af r leikslok. Marcello Lippi er o, sem er við Versilia- una í Toscana, og hefur það n biðji vini sína í Viareggio um nn hans í gang þá daga sem og hafa þeir gert það fyrir þessari Heimsmeistarakeppni. um og Ítölum mun líklega minni 1. vináttuleikur Marcel- m landsliðsþjálfara þegar 2:0 fyrir Íslendingum á Laug- um 18. ágúst 2004. Mörkin fyr- oruðu Eiður Smári Guðjohnsen u í fyrri hálfleik og Gylfi Ein- nútum síðar. Svar Marcellos ssum ósigri var að yfirleitt Reuters liðsins í fyrrakvöld. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.