Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þráinn Arin-bjarnarson fæddist í Neðri Rauðsdal á Barða- stönd 24. desember 1924. Hann lést þriðjudaginn 27. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ágústu Sæmundsdóttur, f. 27. ágúst 1891, og Arinbjarnar Guð- bjartssonar, f. 1. júlí 1891, sem þar bjuggu. Þráinn átti fjórar systur sem allar eru látnar en þær voru Hulda, f. 1918, Sigríð- ur, f. 1919, Heiða, f. 1921, og Em- ilía, f. 1927. Móður sína missti hann ungur að árum og leystist þá heimilið upp. Hann ólst upp á ýms- um stöðum, bæði á Rauðasandi og á Tálknafirði. Þráinn kvæntist hinn 15. maí 1948 Ragnheiði Þórlaugu Jóhann- esdóttur frá Ásakoti í Biskups- tungum, f. 29. október 1924, d. 7. mars 2004. Þráinn og Ragnheiður eign- uðust þrjár dætur, þær eru: a) Ágústa Hrefna, f. 20. mars 1947, gift Jónasi Guðmundssyni, f. 17. apríl 1939, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. b) Sigríður Kolbrún, f. 25. ágúst 1948, gift Elíasi Bj. Jóhanns- syni, f. 20. septem- ber 1948, þau eiga þrjú börn og níu barnabörn. c) Margrét Jóhanna, f. 12. október 1953, gift Torfa K. Karlssyni, f. 4. desember 1952, þau eiga þrjú börn. Þráinn fór ungur að vinna fyrir sér, fyrst með sjómennsku og al- mennri verkamannavinnu og síð- ar við gólfteppalagningu og föld- un gólfteppa. Þráinn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Með þessum fáu orðum kveð ég tengdaföður minn Þráin Arinbjarn- arson og er ég þakklátur fyrir kynni mín af honum. Þráinn var öndvegis maður og hægt er að segja að hann hafi verið maður orða sinna. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og var hann alltaf hress og viðræðugóður og hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni. Hann var réttsýnn og vildi öllum vel, þó sérstaklega þeim sem voru minni máttar. Þráinn var vel hagmæltur og orti margar skemmtilegar vísur við ýmis tækifæri og skemmti fjölskyld- an sér oft vel þegar hann kom með fyrripart sem síðan hver og einn botnaði. Ég er þakklátur honum fyr- ir það hvað hann var börnunum mín- um góður og eiga þau margar góðar minningar bæði um hann og ömmu Hædý. Síðustu árin voru Þráni erfið þó sérstaklega eftir að Hædý lést fyrir rúmum tveimur árum. Þráinn átti við erfið veikindi að stríða síð- ustu þrjú árin en aldrei kvartaði hann við nokkurn mann. Hann kom oft til okkar Möggu í mat um helgar og áttum við oft gott spjall saman eftir matinn. Ég þakka þér, Þráinn, fyrir sam- fylgdina. Blessuð sé minning þín. Kveðja, Torfi. Elsku besti afi minn, ég vil með þessum fáu orðum kveðja þig. Eftir erfið veikindi og að missa ömmu þá ertu farinn upp til Guðs eins og börn- in mín segja. Þú varst búinn að vera mikið veikur en aldrei kvartaðir þú, alltaf svo duglegur og vildir ekki íþyngja öðrum með þínum veikind- um. Þú fórst á afmælisdegi yngsta sonar míns eins og hún amma fór á afmælisdegi yngsta syni hans Jóa bróður. Margar ánægjulegar minningar skjóta upp kollinum, meðan ég hugsa um þig og ömmu. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar, maður var alltaf svo velkominn. Ég sé þig fyrir mér að leggja kapal og gera kross- gátur eða leggja þig aðeins í rauða sófanum ykkar og að skrifa vísur. Það var alltaf gaman í veislum hjá okkur fjölskyldunni þegar þú byrj- aðir á vísu, svo áttu allir hinir að klára, okkar eigin fjölskylduleikur finnst mér. Mikið á maður eftir að sakna þín, elsku besti afi minn, en ég veit að þér líður voða vel núna þegar þú ert kominn til ömmu og ekki svona veik- ur lengur. Kannski eruð þið bara fyr- ir austan núna í litla kotinu ykkar. Elsku mamma og Magga og Gústa, þið eruð búnar að standa ykk- ur eins og hetjur i gegnum þetta allt og vil ég votta ykkur samúð mína. Afi minn, okkur þykir öllum svo vænt um þig og með þessum orðum kveðjum við fjölskyldan þig. Ástarkveðja Hulda Rut. Í dag kveðjum við afa sem búinn er að fá hvíldina sem hann var farinn að þrá eftir löng og ströng veikindi. Á yngri árum okkar eldri systkin- anna tók afi þátt í uppeldi okkar þeg- ar amma passaði okkur á meðan for- eldrar unnu fyrir börnum og búi, þá sótti afi okkur í leikskólann í hádeg- inu á gamla góða „Moskanum“ og skipaði okkur allhöstugt að sitja eins og brúður í aftursætinu en þá voru öryggisbelti ekki komin til sögunnar. Yngstur í þeim systkinahópi er þetta skrifar, nafni afa, minnist hans t.d. á laugardagsmorgnum á ung- lingsárum sínum þegar afi og amma komu í morgunkaffi eftir verslunar- ferð, þá líkaði unglingnum illa að vakna við háværar predikanir afa um svefnvenjur unga fólksins. Í huganum eigum við öll margar góðar minningar tengdar afa, um ferðalög og ýmsar skemmtanir, ekki síst ferðir í „skúrinn“ í sveitinni hennar ömmu. Afi var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, hann var hagyrðingur góður og lengi virkur félagi í kvæðamannafélaginu Ljóði og sögu. Hann hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málefnum og stóð fast á skoðunum sínum. Afi var orðlagður fyrir samviskusemi og dugnað og var snyrtimenni fram í fingurgóma. Að lokum viljum við þakka afa fyr- ir leiðsögn hans í lífinu og biðjum guð að blessa minningu látins heið- ursmanns. Ragnheiður, Guðmundur og Þráinn. Drottni hefur í dag þóknast að kalla heim afa minn, Þráin Arin- bjarnarson, okkur afabörnunum til mikillar sorgar. Afi minn var einstaklega duglegur og vinnusamur maður, nákvæmur og reglusamur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var víðlesinn og fullur fróðleiks, hagmæltur og mikið skáld. Mínar uppáhaldsstund- ir voru að sitja með honum og hlusta á hann fara með hverja vísuna á fæt- ur annarri og reyndi ég að drekka í mig alla þá visku, reynslu og upp- lifun sem vísur hans gáfu hverju sinni. Í Flatey síðla sumars 2003 átt- um við fjölskyldan yndislegar stund- ir með ömmu og afa á Myllustöðum. Þar orti hann mína uppáhaldsvísu og lýsir hún þeirri vellíðan og hamingju sem við upplifðum þar í náttúruperlu Breiðafjarðar. Mig dreymdi að ég sæti við sólbjartan sjó, og sýnin var hreint ekki loppin. Hugurinn fylltist af himneskri ró og hamingjan leið inn í kroppinn. Það fór vel á með okkur afa og oft ræddum við bókmenntir og sögur gamalla tíma. Það voru góðar og gef- andi stundir. Yndi hafði ég af sögum hans af vesturlandsförum, lífinu á Vestfjörðum og öllu því sem áður var. Persónuleiki hans var mikill, hann hafði sterkar og ákveðnar skoðanir en ljúfur var hann og minn besti afi. Minningarnar eru góðar um hann og ömmu í skúrnum fyrir austan í Ásakoti. Þar kom fjölskyld- an oft saman og átti góða tíma. Laugardagskaffi í Keflavík, sunnu- dagskaffi á Tunguveginum, þar sungum við afabörnin við undirspil afa á munnhörpuna á meðan amma bar fram kaffi og nýbakað, það voru ljúfar stundir og fastur liður alla okkar bernsku. Síðustu ár sóttum við þau heim í Hjallaselið og alltaf var gott að koma við og fá sér kaffi og eina vísu með. Guðlaun fyrir okkar kynni og megi minningin um minn besta afa lifa. Öllum góðum mönnum er skrif þessi kunna að sjá sendi ég kveðju guðs og mína. Þyrm þú, Drottinn minn, dánum, og líkna þeim er lifa og nú syrgja hver eftir sínu hjartalagi. Helena Rannveig Guðjóns- dóttir (Ranka). Elsku besti afi minn, afi Þráinn. Nú er langa veikindastríði þínu lokið og ég finn að vissu leyti létti í mínu hjarta því ég veit að þú hefur það miklu betra núna. En á sama tíma finn ég líka hvað ég sakna þín mikið. Ég á svo margar minningar um þig og þeim mun ég aldrei gleyma. Heima hjá þér og ömmu á Tunguveginum og öll skiptin sem við fengum að fara með ykkur í Ásakot, ég held að ég og bræður mínir eigum okkar bestu bernskuminningar það- an. Ég man enn þá þegar þú sagðir okkur að við yrðum píslarungar ef við kláruðum ekki matinn okkar og ég held að ég hafi aldrei þorað annað en að klára alltaf af disknum mínum þegar þú varst nálægt af hræðslu við að verða píslarungi því ég vissi ekk- ert hvað það var. Ég mun sakna þess að fá ekki vísu frá þér á afmælinu mínu eins og allt- af. Ég man hvað það var gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu í hádeginu þegar ég vann í Seljahlíð á sumrin og spjalla við ykkur um allt og ekkert. Ég man þegar ég kom í heimsókn til þín núna í maí á afmælisdeginum mínum til að sýna þér stúdentshúf- una mína, hvað þú varst ánægður. Þegar þú varst veikur og ég um- gekkst þig meira þá fannst mér ég kynnast þér upp á nýtt. Ég kynntist hlið á þér, afi, sem ég hafði aldrei kynnst áður og mér fannst við verða miklu meiri vinir og þess mun ég sakna mest. Það verður líka erfitt að fá ekki afa lengur heim í kaffi á sunnudögum en þó held ég að jólin og áramótin verði erfiðust. Ég veit að þér líður betur núna og ert loksins með ömmu aftur og ein- hvern tímann mun ég hitta þig aftur. En þangað til vona ég að þú vitir hversu mikið ég elska þig og sakna þín. Heiða Millý. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Nú söknuðurinn mikill er því þú ert ei lengur hér. Og alltaf okkar hugur dvelur hjá þér. En ég veit að einn dag við hittumst á ný. Og að móttaka þín verður hlý. (Ásta Aðalsteinsdóttir) Kveðja Davíð og Matthildur. Þær eru margar góðar minning- arnar sem ég á af þeim einstaka manni Þráni Arinbjarnarsyni. Þráinn var hagyrðingur góður, ef ekki sá besti. Hann hafði það fyrir reglu að koma með fyrripart úr stöku í þorrablót fjölskyldunnar og allir gestir þar fengu það erfiða hlut- verk að botna þann fyrripart og síð- an var botninn lesinn upphátt fyrir þorrablótsgesti, að sjálfsögðu kom Þráinn með sinn botn sem ávallt var lesinn síðastur svo fólk sæi hvernig ætti að botna stökur. Þráinn var fæddur í Neðri Rauðs- dal á Barðaströnd og ólst hann upp við bágan kost, hann lærði það á sín- um uppvaxtarárum að ekkert er gef- ið í þessu lífi og skein það ávallt í gegnum vinnu hans sem hann stund- aði af mikilli kostgæfni og missti nánast aldrei dag úr vinnu allan sinn vinnuferil. Þar sem ég á ættir að rekja úr Breiðafirði snerust umræður okkar í flest þau skipti er við hittumst um líf- ið þar á árum áður og þar var Þráinn á heimavelli, og hafði ég mikla unun að hlusta á það sem hann sagði um lífið í gamla daga. Þegar síðan ég og mín fjölskylda buðum þeim Þráni og Hædý út í Flatey sá ég hvað gamli kunni vel að meta það þegar við gengum saman um þorpið að skoða húsin og ræða málin, hann hitti meira að segja gamlan kunningja sinn Harald Bergmann og fóru þeir félagarnir á skak og fengu nokkra fiska. Hann lýsir svo ferðasögunni í gestabók Myllustaða af mikilli snilld og fuku þar nokkrar mjög svo eftir- minnilegar stökur sem ekki verða hafðar hér eftir en öllum er velkomið að lesa þær á Myllustöðum í Flatey. Það er mikil eftirsjá að þeim merka manni Þráni Arinbjarnarsyni sem var að miklu leyti mín fyrir- mynd, hann reyndi að kenna mér að kveðast á en aldrei náði ég því al- mennilega. Ég ætla að halda áfram að læra að verða góður hagyrðingur eins og hann var, til að halda minn- ingu hans á lofti. Þrjóskur, hagyrðingur góður traustur maður í allan stað hann lauk við lífsins róður Guð launi honum það. Horfinn er á braut ekkert eftir að ræða heilsan loksins þraut farinn til himinhæða. Ingólfur Karlsson. ÞRÁINN ARINBJARNARSON Mig langar að minn- ast móður minnar Halldóru Árnadóttur frá Sóleyjar- tungu, Lillu í Sól eins og allflestir köll- uðu hana. Hún hefði orðið 90 ára í 6. júlí en mamma dó hinn 1. maí síðast- liðinn. Síðustu tvö árin dvaldi hún á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi við góða aðhlynningu. Það er svo margt sem hægt væri að segja um mömmu, hún var mjög dugleg kona og léttleiki fylgdi henni alla tíð. Hún var ekki svo ýkja gömul þegar ✝ Halldóra Guð-munda Árna- dóttir fæddist í Skarðsbúð á Akra- nesi 6. júlí 1916. Hún lést á Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi 1. maí síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Akraneskirkju 9. maí. pabbi dó, 54 ára, en hún stóð alltaf eins og klett- ur. Við vorum eins og vinkonur frekar en mæðgur enda sagði hún einu sinni við mig: „Já, en ég er bara 18 árum eldri en þú.“ Það var allt- af gott að koma til henn- ar. Síðustu árin sem hún bjó á Garðabrautinni var það hennar yndi að spila, einkum rommý, og mikið var hún glöð ef hún vann mig. Ég vil að endingu þakka henni fyrir allt og bið Guð að blessa minningu hennar. Einnig viljum við systkinin þakka öllum þeim sem minntust hennar hinn 9. maí er hún var kvödd í Akraneskirkju. Elsku mamma, 6. júlí átti að vera þinn dagur en svona er lífið. Minningin um þig mun lifa. Þín dóttir, Arndís Guðmundsdóttir. HALLDÓRA GUÐMUNDA ÁRNADÓTTIR Með þessu ljóði kveðjum við afa, Guð blessi minningu hans. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Elísabet og Hrefna Lind. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Þrá- in Arinbjarnarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Magnús Halldórsson, Jóhann Björn Elíasson. Bróðir okkar, mágur og frændi, STEFÁN JÓNSSON bókbindari frá Kringlu í Miðdölum, lést í Seljahlíð, Hjallaseli 55 í Reykjavík þriðjudaginn 4. júlí. Skarphéðinn Jónsson, Fanney Benediktsdóttir, Elísa Jónsdóttir og systkinabörn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS JÓNSSON, Brekkubæ 16, 110 Reykjavík, lést þriðjudaginn 4. júlí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.