Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 29

Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 29 MINNINGAR ✝ Sigrún Júl-íusdóttir fæddist á Hofi í Hjaltadal í Skagafirði 5. júní 1907. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laug- ardaginn 24. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gunnlaugur Júlíus Jónsson bóndi á Hofi og víðar í Skaga- firði, f. 15. júlí 1870, d. 24. júní 1957 og Aðalbjörg Sigur- jónsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1884, d. 10. apríl 1964. Systkini Sigrúnar eru Anna Solveig hús- freyja á Neðri-Vindheimum á Þela- mörk, f. 11. júní 1910, látin, Sig- urjóna Jóhanna húsfreyja á Eskifirði, f. 22. desember 1912, Dagmar Aðalheiður húsfreyja og verkakona á Akureyri, f. 14. sept- ember 1914, látin, Pálmi Alfreð vinnumaður á Syðra-Skörðugili, f. 5. júlí 1916, Halldór Jón verkamað- ur, f. 14. ágúst 1918, látinn og Gest- ur bílstjóri, f. 14. janúar 1922, lát- inn. Tvær systur dóu í bernsku sem báðar voru skírðar Svava Kristín. Sigrún giftist 27. ágúst 1940, Sigurjóni M. Jónassyni bónda, f. 27. ágúst 1915, d. 6. september 1993. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Unnbjörg Eygló skrif- stofustúlka, f. 22. janúar 1940. Fyrrverandi eiginmaður hennar er Rafn Haraldsson stýrimaður og eiga þau tvö börn, a) Nínu Þóru hjúkrunarfræðing, f. 18. mars Jónu hjúkrunarfræðing, f. 25. nóv- ember 1968, gift Robert Jacob Klu- vers, þau eiga tvær dætur. 4) Ásdís Sigrún kennari, f. 27. des. 1949, gift Einari Eylert Gíslasyni fv. ráðunaut, f. 5. apríl 1933. Þau eiga fjóra syni: a) Einar Eðvald, ráðu- naut, f. 2. jan. 1971, sambýliskona Sólborg Una Pálsdóttir fornleifa- fræðingur, b) Elvar Eylert, bónda, f. 14. nóvember 1972, kvæntur Sig- ríði Fjólu Viktorsdóttur bókara, þau eiga tvær dætur, c) Eyþór ráðunaut, f. 27. júlí 1976, sambýlis- kona Þórdís Sigurðardóttir tamn- ingamaður, og d) Sigurjón Pálma nema, f. 19. febrúar 1980. Fyrir á Einar dótturina Eygló Breiðfjörð, f. 5. maí 1957, gift Borgari Jens Jónssyni húsasmíðameistara, sam- an eiga þau þrjá syni. Skólaganga Sigrúnar var ekki löng aðeins nokkrar vikur í barna- skóla og byrjaði hún ung að vinna fyrir sér hjá vandalausum, en seinna á lífsleiðinni taldi hún það hafa verið sitt happ og nám í lífinu að hafa unnið á mörgum stöðum og við ólík störf. Hún var mörg ár á Hólum í Hjaltadal og vann þar sem kaupakona, þvottakona, bakari og ráðskona. Hún vann í síld bæði í Hrísey og á Siglufirði. Hún vann á sumarhótelinu á Geysi í Haukadal sumarið 1930, hún var í fiski á Kirkjusandi, kaupakona í Flóan- um, hún vann við eldamennsku og heimilisstörf hjá ýmsum betri hús- mæðrum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Í Reykjavík sótti hún námskeið í matreiðslu, orgelleik og dönsku. Hún vann í Gróðrar- stöðinni á Akureyri eitt sumar og þar lærði hún bæði matjurtarækt og blómarækt. Sigrún verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1964, gift Unnari Rafni Ingvarssyni skjalaverði, þau eiga tvær dætur, og b) Sig- urjón Rúnar skrif- stofustjóra, f. 28. des- ember 1965, kvæntur Maríu Kristínu Sæv- arsdóttur nema, þau eiga tvö börn og einn- ig á María tvö börn frá fyrra hjónabandi. Sambýlismaður Eyglóar er Árni Jó- hannsson trésmiður. 2) Júlía Sjöfn skrif- stofustúlka, f. 20. júlí 1942. Fyrr- verandi eiginmaður hennar er Ein- ar Benediktsson bifvélavirki og eiga þau tvo drengi, a) Sigurjón bakara, f. 12. janúar 1967, kvæntur Guðlaugu Þóru Reynisdóttur stuðningsfulltrúa, þau eiga tvær dætur og b) Jóhann Inga kennara, f. 2. júní 1970, kvæntur Ingibjörgu Gyðu Júlíusdóttur hjúkrunarfræð- ingi, þau eiga tvær dætur. Seinni maður Júlíu er Sigurður Jónsson, trésmiður og eiga þau dótturina Sigrúnu Ásdísi nema, f. 29. maí 1978, sambýlismaður Óskar Bragason rafvirki, þau eiga eina dóttur og Sigrún á tvo syni frá fyrri sambúð. 3) Jónas Hreinn verkamaður, f. 30. október 1944, kvæntur Valgerði Kristjánsdóttur verslunarstjóra og eiga þau tvö börn, a) Kristján Bjarka rithöfund, f. 23. nóvember 1967, kvæntur Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur blaðamanni og rithöfundi, þau eiga einn son, og b) Rannveigu Það var árið 1968 sem kynni okkar Ásdísar Sigrúnar hófust og þá hitti ég Sigrúnu fyrst og tókust fljótt með okkur hin besta vinátta sem staðið hefur óslitið síðan. Áður hafði ég kynnst bónda henn- ar, hinum landskunna Dúdda á Skörðugili, vegna okkar sameigin- legu áhugamála á hrossum. Alla tíð dáðist ég að þessari kviku og árvökulu konu. Hún fylgdist með öllu úti og inni sem snerti heimilið og ef henni þótti heyskapurinn ganga hægt hjá mér eftir að ég tók við búskapnum, fékk ég að heyra hennar skoðun á því. Bú- skaparáhuginn var mikill en þó hafði hún sér áhugamál, en það var garð- rækt og allt sem laut að gerð skrúð- garðsins og ræktun fagurra blóma og trjáa. Hún var sífellt að fegra garðinn og færa til plöntur og auka við þær, til að sjá út hvernig þær röðuðust best saman. Hvar sem Sigrún vann sem ung og ógift kona vakti hún athygli fyrir dugnað, hagsýni og verklag. Nokkur ár var hún að störfum á Hólum í Hjaltadal, bæði sem kaupakona og einnig var hún tvö ár ráðskona hjá skólapiltum í tíð Páls Zóphóníassonar skólastjóra. Aldrei hitti ég svo Pál Agnar Pálsson yfirdýralækni að hann spyrði ekki um Sigrúnu, en hann var samtímis henni á Hólum, dáðist hann mjög mikið að verkum hennar og dugnaði og bað mig ávallt fyrir góðar kveðjur til hennar. Mesti hvalreki í lífi tengdaföður míns var er hann náði í Hóla-ráðskon- una, þegar hann var nemandi þar og kom með hana með sér heim í Hátún að búfræðinámi loknu. Árið eftir keyptu þau jörðina Syðra-Skörðugil sem þá hafði verið í eyði í nokkurn tíma, en þar þurfti að endurbyggja öll hús áður en hægt var að flytjast þar inn. Efni ungu hjónanna voru mjög lítil og búið smátt í fyrstu en með hagsýni og dugnaði hafðist þetta allt, þar átti hagsýni hinnar ungu húsmóður ekki síst þátt í að þetta tókst, en hún var eins og áður er sagt óvanalega lagin að spila úr litlu og svo gerði hún allan mat mjög góðan úr því hráefni sem aflaðist heima og hún lék höndum um. Það var ekki alltaf létt verk að búa með Dúdda á Skörðugili, hann var mikill gleðigjafi og gestir sóttu mjög að heimilinu, en þar voru alltaf mynd- arlegar veitingar til reiðu fyrir gesti sem bornar voru fram af miklum myndarskap hvort sem var að nótt eða degi. Þá var Dúddi mjög eftirsóttur í ýmis störf og snúninga fyrir nágrann- ana og sveitarfélagið. Ekki var neitað að gera greiða ef þess var nokkur kostur, en þá var húsmóðirin eftir heima með áhyggjur af öllum bú- störfunum, en í þá tíð voru kýrnar handmjólkaðar og engar vélar til hey- skapar né annarra verka við bústörf- in, því þurfti mikið að vinna utandyra við að leysa húsbóndann af, auk starfa í eldhúsinu og að barnauppeldi. Þau Sigrún og Sigurjón eignuðust fjögur börn, öll mjög mannvænleg og dugleg, auðvitað kom uppeldið á þeim mest í hennar hlut, sem hún leysti eins og annað með stakri prýði. Er ég kynntist Sigrúnu var hún komin hátt á sjötugsaldurinn og þau hjón vildu fara að draga sig í hlé frá búskap. Því æxlaðist það þannig að þau hjón komu að máli við okkur Ás- dísi að koma norður og taka við jörð- inni. Við urðum við óskum þeirra og fluttum hingað vorið 1974 og næstu tuttugu árin bjuggum við í sambýli. Þetta var ánægjulegt tímabil í ævi minni og mikla reynslu og þekkingu fékk ég í þessu sambýli, sem aldrei bar skugga á. Eftir það átti Sigrún allgóða daga þegar áhyggjurnar af búskapnum hurfu að mestu og þá fékk hún tíma til að njóta þess að sýsla í garðinum sínum á sumrin og sjá um heimilið fyrir bónda sinn og bróður, Pálma, sem hafði flutt til þeirra 40 árum áð- ur. Einnig greip hún þá oft til prjóna og útsaums sem hún hafði mikið yndi af, enn er ótalinn hennar mikli áhugi á góðum bókum, en fróðleiksfýsn hennar var mikil og var hún vel lesin og fróð. Það var mikið gæfuspor að flytja norður og kynnast þessu yndislega fólki, ekki síst að njóta aðstoðar þeirra hjóna við uppeldi sona okkar Ásdísar, en drengirnir sóttu mikið í að vera með afa og ömmu í leik og starfi. Innilegar þakkir frá mér og minni fjölskyldu fyrir frábær kynni og vin- áttu alla tíð meðan leiðir okkar lágu saman. Einar E. Gíslason. Skagafjörður fóstraði mig flest sumur fram yfir fermingu. Faðir minn stýrði síldarplani á Siglufirði og móðir mín dvaldi með okkur systk- inin hjá foreldrum sínum á Sauðár- króki. Þetta var skemmtilegt og áhyggjulaust tímabil, sem kryddaði líf okkar vestfirskra krakka. Þegar ég var svo á 7. aldursári brugðu foreldr- ar mínir sér í vikulangt ferðalag og einhvern veginn æxlaðist það svo að mér var komið fyrir um vikutíma frammi á Syðra Skörðugili, hjá Sig- urjóni Jónassyni frænda mínum, Dúdda, og konu hans Sigrúnu Júl- íusdóttur. Eftir það var ekki til baka snúið. Þetta sumar hófst ævintýrið mikla; árviss sumardvöl hjá fólki sem tók mér eins og ég væri þeirra eigin son- ur. Þetta var á árunum þegar krakk- ar úr þéttbýli nutu þess að komast í sveit. Mér fannst ég þó eiga það best allra. Ég var ekki bara í sveit. Ég var í sveit á Syðra Skörðugili. Þetta voru forréttindi sem þeir einir geta skilið sem þekktu Skörðugilsheimilið, sem þá líkt og nú, var þekkt af rausnar- skap og gestrisni. Fyrir lítinn strák vestan frá Bol- ungarvík var Skörðugilsheimilið líkt og hreinasta undraveröld. Dag hvern kynntist ég einhverju nýju. Ég lærði ný orð, kynntist daglegum vinnu- brögðum erilsams sveitaheimilis og tileinkaði mér, eins og mér var framast unnt, hætti þess manns sem ég leit hvað mest upp til; Dúdda á Skörðugili. Dagdraumarnir snerust þessi sumur um að verða eins og hann; glaðbeittur bóndi á skagfirskri jörð með kynstur hesta í kringum mig – og allt fullt af gestum hvern dag. Því þannig var það nefnilega. Í Skörðugil kom ótölulegur fjöldi fólks og naut þeirrar ótrúlegu gestrisni sem var eðlislæg húsráðendunum. Frændi minn þurfti aldrei að spyrja hvernig á stæði heima fyrir. Gestir voru ætíð velkomnir og það ekki síður þó að þeir kæmu í stórum hópum. Í endurminningunni finnst mér ævin- lega hafa verið gestir við matar- og kaffiborðið á Skörðugili umfram okk- ur heimilisfólkið – og þeir frekar fleiri en færri. Húsbóndinn hrókur alls fagnaðar, glaðværð ríkti og umræður gátu orðið hressilegar ef þannig bar undir. Ferskeytlurnar flugu, söngur- inn ómaði og lífið var dásamlegt. Oft bar bíl að garði óvænt og án fyrirvara og gestir drifnir inn til að njóta góð- gerða. Það varð því eflaust sjálfsagt mál að dag hvern var bakað á Skörðu- gili, ein eða fleiri sort og veitti örugg- lega ekki af. Þó að ég hafi víða ratað hef ég heldur aldrei kynnst slíkum myndarskap. Hvert veisluborð til há- tíðarbrigða, hefur alltaf bliknað í mín- um huga í samanburði við það sem Sigrún Júlíusdóttir reiddi fram hversdags og daglega í eldhúsinu sínu á Skörðugili. Við heimilisfólk settumst svo að krásunum sem ekk- ert væri sjálfsagðara. – Það var því ekki að undra, þó hún móðir mín kvartaði yfir kröfuhörku minni til góðgerða, þegar ég sneri vestur að hausti eftir sumardvöl á Skörðugili. Verkaskiptingin á Syðra Skörðu- gili var skýr og sjálfsögð eins og jafn- an var háttur á heimilum á þessum tímum. Dúddi réð fyrir búskapnum, naut stuðnings barna sinna og tryggðatröllsins Pálma Júlíussonar mágs síns. Innanstokks réði Sigrún, þessi hægláta, lágvaxna kona sem lét sig ekkert muna um. Verk sín leysti hún af hendi án nokkurs fyrirgangs og algjörlega áreynslulaust, að því er manni virtist. Hún hafði líka hlotið reynslu í starfi á Bændaskólanum á Hólum og ýmsa hef ég hitt sem minntust hennar frá þeim árum og kunnu að segja af dugnaði hennar. Þar kynntust þau frændi minn og þau kynni urðu mesta lífslán þeirra beggja. Þó að Sigrún væri ekki fyrirferð- armikil í daglegu fasi vissi ég vel að hún gat verið ákveðin og hafði sínar meiningar. Hún sagði okkur til með sínum hætti; jafnt sumarstráknum, sem bónda sínum. Öll bárum við virð- ingu fyrir skoðunum hennar og áliti og því voru orð hennar sem lög, að minnsta kosti í mínum huga. Ég fann líka að þar fór vel gerð og réttsýn kona sem vildi að hlutirnir gengju fyrir sig rétt og vel. Sigrún var mér frá fyrsta degi ein- staklega góð. Hún gerði sér grein fyr- ir að lítill strákur þurfti stundum á nærfærni að halda, þegar hugurinn hvarflaði til foreldranna og systkina eða vinanna. Það var eins og hún skynjaði slíkar hugrenningar í litlum kolli. Vingjarnlegt bros, eða ljúf stroka um vangann læknaði þá sem á örskotsstund heimþrána sem kannski hafði læðst inn í hugann. Og heim- sókn að höfðalaginu mínu, þar sem ég var að svífa inn í draumaheiminn á dívaninum mínum, að áliðnu sumar- kveldi, í herberginu sem Pálmi bróðir hennar leyfði mér af góðmennsku sinni að deila með sér, nægði til þess að létta áhyggjum af barnshuganum. Hún skynjaði líka vel þarfir hvers og eins. Bókhneigður strákur fékk því skjól hjá henni til þess að taka frá stund og stund til lestrar. Eitt af mín- um föstu verkefnum var að fara að loknum mjöltum, með mjólkina í brúsum sem ég ók í hjólbörum upp á Braut, eins og við Skörðugilsmenn kölluðum þjóðveginn fram Langholt- ið. Þar biðu mín síðan tómir mjólk- urbrúsar – og Tíminn sem ég las af mikilli fíkn þessi sumur. Þá játningu verður samt að gera, að þær miklu hetjur Framsóknarflokksins sem þá létu mest að sér kveða á síðum blaðs- ins, máttu ævinlega lúta í gras fyrir kempum teiknimyndanna, þeim Tarzan og Skugga, sem heilluðu mig mjög á þessum árum; svo mjög raun- ar að oftar en ekki treysti ég mér ekki til að bíða, en las um helstu afrek þeirra þarna uppi við brúsapallinn. Þegar ég var að byrja sveitadvölina á Skörðugili voru ár hinna hræðilegu dráttarvélaslysa víða í sveitum. Ég vissi það ekki þá, en komst að því síð- ar að Guðrún Bjarnadóttir amma mín á Sauðárkóki hefði gert sér ferð fram eftir, sest að hljóðskrafi með Sigrúnu á Skörðugili og þær bundist fastmæl- um um að ég fengi ekki að aka traktor þar til um annað yrði samið þeirra í millum. Mér var ekki sagt frá þessu þá, enda vissu þær sem var að slíkt hefði sært mitt unga karlmannsstolt. Heimilisfólkið vissi þó bersýnilega af þessu. Og þess vegna var það svo að þegar mér sýndist liggja beint við að ég stigi upp á dráttarvél, dúkkaði æv- inlega upp annað verkefni brýnna. Kannski að reka fé úr túninu eða eitt- hvað það annað sem frekar lá á. Það var ekki fyrr en ég var kominn til nokkurs þroska að mér leyfðist að aka dráttarvél einn; löngu eftir að jafnaldrar mínir á öðrum bæjum höfðu fengið það verkefni. Þarna var á ferð umhyggja Sigrúnar á Skörðu- gili, sem um leið var vafin þeirri nær- gætni sem var henni svo eiginleg. Mér fannst mikið til þess koma að verða sem einn fjölskyldumeðlima á Skörðugili. Þegar fermingarmynd af mér var komin upp á stofuvegg á Skörðugili við hlið sams konar mynda af börnunum, fann ég til mikils stolts og ánægju. Meiri sóma og heiður fannst mér ekki hægt að sýna nokkr- um manni. Það var örugglega ekki á hvers manns færi að standa fyrir svo er- ilsömu og gestkvæmu heimili sem á Syðra Skörðugili, ala upp fjögur börn og taka þátt í uppbyggingu myndar- legs bús. Þau Sigrún og Dúddi hófust af sjálfum sér. Þau höfðu ekki mikið á milli handanna þegar þau hófu bú- skap sinn. En lífsstarf þeirra varð mikið og árangursríkt. Þau voru í rauninni ákaflega ólíkir einstakling- ar. En í mínum huga voru þau þó allt- af þannig að ég gat aldrei ímyndað mér þau hvort án annars. Þannig bættu þau hvort annað upp og voru svo einstök hjón að þau munu aldrei líða mér úr minni. Þeim Sigrúnu og Dúdda á ég mikið upp að unna. Eftir fráfall Dúdda og eftir að Sigrún var farin út á Krók á dvalar- og hjúkrunarheimili heim- sótti ég hana, í nær hvert eitt sinn sem ég fór norður. Hljóðlát stund með þessari góðu vinu minni varð mér ætíð mikils virði. Við ræddum gamla tíma og þó að árin settu á hana mark sitt, eins og gengur, fannst mér vænt um þessar stundir. Það verður því öðruvísi að koma nú í Skagafjörð og geta ekki heimsótt hana í framtíð- inni. Lífshlaup Sigrúnar á Skörðugili var orðið langt. Hún var trúuð og líkt og bóndi hennar, algjörlega án efa- semda um annað líf. Hún hlakkaði því til endurfunda við Dúdda sinn. Blessuð sé minning velgjörðar- konu minnar Sigrúnar Júlíusdóttur. Einar K. Guðfinnsson. SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNLEIFUR JÓNSSON klæðskeri, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt þriðjudagsins 4. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Hjördís Brynleifsdóttir, Einar Jóhannsson, Jón Magnús Brynleifsson, Hanna Fjóla Eriksdóttir, Guðmundur Stefán Brynleifsson, Guðlaug Brynleifsdóttir, Marteinn Magnússon, Brynja Brynleifsdóttir, Ragnheiður Þorvarðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.