Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 30

Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús Ragnars-son fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1944. Hann lést á heim- ili sínu 28. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ragnar B. Magn- ússon og Margrét Jörgensdóttir Kjerulf. Systir Magnúsar er El- ísabet Ragnarsdóttir, f. 1936. Þau bjuggu í Dal við Múlaveg. Magnús og foreldrar hans fluttu úr Laugar- dalnum upp í Hraunbæ árið 1966 og þaðan í Miðtún 30. Hinn 28. október 1972 kvæntist Magnús Guðrúnu H. Þorbjörnsdótt- ur, f. 24. janúar 1948. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Jónsson frá Þúfu í Kjós og Sigríður R. Jónas- dóttir úr Reykjavík. Magnús og Guðrún eiga fimm börn, þau eru: 1) Sigurður Þorbjörn, f. 1968, 2) Ragnar, f. 1970, 3) Bjarni Grétar, f. 1975, maki Kristjana J. Ásbjörnsdóttir, 4) Magnús Rúnar, f. 1979, maki Elsa K. Jónasdóttir, og 5) Margrét Hanna, f. 1984. Ungur að árum gerðist Magnús messagutti á Hekl- unni, síðar keyrði hann vörubíl föður síns í nokkur ár hjá Þrótti. Magnús hóf störf hjá Ölgerð Eg- ils Skallagrímssonar 1. mars 1970 og starfaði þar alla sína tíð. Magn- ús og Guðrún hófu búskap árið 1972 í Barðavogi 42. Árið 1975 fluttu þau í Skipasund 42, æsku- heimili Guðrúnar, og hafa búið þar síðan. Útför Magnúsar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Það er komið kvöld á Spáni. Ég er staddur í klaustrinu San Juan de Or- tega þegar síminn minn hringir. Raggi bróðir tilkynnir mér það að pabbi okkar eigi í mesta lagi viku eft- ir ólifaða. Ég held neyðarfund með ferðafélögum mínum og við leggjum saman á ráðin um hvernig best sé fyrir mig að komast heim til Íslands. Daginn eftir er ég kominn heim og sé pabba í síðasta sinn í lifanda lífi. Þetta kvöld lést hann í faðmi fjöl- skyldunnar á heimili sínu, 62 ára að aldri. Hann hafði greinst með rist- ilkrabbamein í vor og síðar fundust meinvörp við önnur líffæri. Einungis tvö ár eru síðan pabbi hans dó 92 ára að aldri. Áður en að pabbi greindist með krabbameinið hélt ég að hann myndi njóta þeirra forréttinda að verða gamall eins og pabbi sinn og amma. Þegar ég hugsa um pabba þá rifj- ast upp ýmsar minningar. Minningar úr Barðavoginum og Skipasundinu. Ég minnist þess í æsku þegar pabbi hélt á okkur Ragga í kassa fyrir ofan höfuð sér og ruggaði okkur. Líklega var annar okkar þá hræddari en hinn. Ég man líka þegar Bjarni bróðir fæddist. Þá fékk ég að sitja í fram- sætinu í Volkswageninum og fannst ég vera orðinn æði stór. Við bræður spiluðum varla fót- boltaleik á gamla Þróttaravellinum við Sæviðarsund án þess að pabbi væri að horfa á. Alltaf var hann mættur til að horfa á strákana sína. Einnig fórum við oft saman að horfa á meistaraflokk Þróttar keppa. Oft hafði pabbi mjög ákveðnar skoðanir á dómurum og leikmönnum. Þetta átti einnig við þegar við horfðum saman á enska fótboltann heima í stofunni í Skipasundinu. Stundum vorum við allir mættir til að horfa á einhvern stórleikinn á milli Man- chester United og Liverpool og skiptumst við í tvær fylkingar. Pabbi var meistarakokkur. Til vitnis um það eru margar stórveislur sem haldnar voru hér í Skipasundinu þar sem pabbi sá um að elda alla réttina. Gestirnir héldu að einhverjir kokkar úti í bæ hefðu eldað matinn. Aldeilis ekki. Pabbi hafði töfrað fram réttina eins og honum einum var lag- ið. Pabbi hafði mikinn áhuga á tónlist. Hann á mikið og gott safn af tónlist frá gullaldarárum rokksins og hélt hann mikið upp á Elvis Presley. Hann var kóngurinn. Í minningunni skipa ferðalögin stóran sess í huga mínum. Hring- ferðin 1974, allar ferðirnar í Svigna- skarð, Vatnsfjörðinn og ferðirnar með Ölgerðinni. Einnig dagstúrarnir sem voru farnir um helgar á sumrin. Þá var förinni heitið á Þingvelli, austur fyrir fjall eða upp í Borgar- fjörð. Kreppuferðirnar voru líka marg- ar. Kreppa var bústaður afa og ömmu og stóð nálægt Rauðavatni. Fyrir litla pjakka voru Kreppuferð- irnar mikil ævintýri og þóttu lang- ferðir í okkar augum í þá daga. Þarna vorum við komnir upp í sveit. Þetta var ævintýraland fyrir litla krakka. Hlaðan, Kreppan og um- hverfið allt. Í minningunni var alltaf sól þegar við vorum uppi á Kreppu. Nú er pabbi farinn að hitta for- eldra sína. Á meðan hann lifði fylgd- ist hann vel með börnunum sínum en núna fylgist hann ásamt foreldrum sínum með okkur af himnum. Ég veit að þegar minn tími kemur þá munu þau taka á móti mér opnum örmum eins og þau gerðu ávallt í lifanda lífi. Sigurður Þorbjörn Magnússon. Að kvöldi 28. júní síðastliðins dó pabbi minn aðeins 62 ára að aldri, langt fyrir aldur fram. Fyrir 2 árum síðan dó afi minn, Ragnar B. Magn- ússon, á 92. aldursári, hver hefði haldið þá að pabbi yrði næstur? Ekki ég, maður bjóst alltaf við því að pabbi yrði mjög gamall enda mikið um langlífi í hans fjölskyldu, en svona er lífið, það er stutt á milli hláturs og gráts. Pabbi greindist í mars með illvígan sjúkdóm eftir að hafa lést frekar hratt frá áramótum. Þar sem lítið var hægt að gera var bara hægt að láta pabba líða sem best. Við systkinin vorum mjög dug- leg að heimsækja hann hvort sem hann var uppi á spítala eða heima í Skipasundinu, horfðum með honum á nokkra leiki á HM. Pabbi var mjög áhugasamur um fótboltann, var mik- ill Þróttari enda fæddur og uppalinn í Dalnum, í enska boltanum hélt hann með Southampton og United, hann kom út úr skápnum fyrir nokkrum árum og fór að halda með United, yngri bróður mínum til mik- illar ánægju. Þegar við fórum saman á völlinn þá var hann mjög líflegur á hliðarlínunni, reyndar skilst mér að ég sé ekkert skárri hvað þetta varð- ar. Það verður erfitt að fara á völlinn án pabba en hann mun væntanlega fylgjast með, bara frá öðru sjónar- horni. Pabbi hafði mikla unun af að hlusta á tónlist og þá sérstaklega Elvis Presley, átti hann þónokkrar kassettur, plötur og geisladiska með kónginum sem hann hlustaði mikið á og þá sérstaklega í heyrnartólum, leyfði hann manni oft að heyra góða tóna í þeim þegar hann var í góðum gír. Pabbi vann hjá Ölgerðinni í 36 ár og kynntist þar mörgum skemmtileg- um mönnum og hafði pabbi oft skemmtilegar sögur á sínum snærum um sína góðu vinnufélaga sem voru líka góðir vinir og kunningjar. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru með Ölgerðinni, eins og Flórídaferðin á 9. áratugnum og svo ferðirnar inn- anlands eins og að Álftavatni og á fleiri fallega staði. Pabbi var kannski ekki maður margra orða en átti samt margar hnyttnar setningar sem slógu rækilega í gegn. Ég man fyrir nokkr- um árum síðan er við hjónakornin vorum á árshátíð á Broadway, hittum þar pabba í banastuði og ætluðum að taka með honum leigubíl niður í bæ. Hann fór inn í leigubílinn og inn í aft- ursætið settust 2 stelpur um tvítugt og við sögðum stelpunum að við ætl- uðum að taka þennan bíl. Þá sagði pabbi þessa gullnu setningu: „Ég þekki þau ekki,“ og var þá að meina okkur, karlinn vildi þá ekkert með okkur hafa, enda kominn með 2 stelp- ur í aftursætið sem voru á leið í bæinn líka. Nú er pabbi kominn á góðan stað og hittir þar fyrir foreldra sína og Smára svila sinn og á hann vænt- anlega eftir að eiga góða samræður við þau öll og alla þá sem hann þekk- ir sem hafa farið yfir móðuna miklu. Eitt er þó víst að ég á eftir að hitta pabba þegar þar að kemur, en hvar og hvenær það verður veit nú eng- inn. Með kveðju, Þinn sonur og tengdadóttir, Bjarni og Kristjana. Kveðjustundin er runnin upp mun fyrr en ég hefði viljað og því vil ég minnast föður míns með nokkrum orðum. Við pabbi áttum margar góðar stundir og sameiginleg áhugamál og náðum við því vel saman, enda báðir nokkuð sérvitrir. Faðir minn var mikill áhugamaður um tónlist og átti ófáar plöturnar og geisladiskana. Rokk- kóngurinn Elvis var þó í uppáhaldi hjá pabba og einhvern veginn náði hann að sannfæra mig um að Elvis væri kóng- urinn. Faðir minn hafði einnig tölu- verða bíladellu enda var hann atvinnu- bílstjóri alla sína starfsævi. Hann fór mjög vel með alla þá bíla sem hann átti um ævina og sá til þess að þeir væru stífbónaðir og hreinir. Ein af bestu minningum síðari ára er þó þegar faðir minn varð 60 ára á Kanaríeyjum. Ég flaug út til að hitta þau hjónin, en við mamma höfðum haldið því leyndu fyrir honum að ég myndi koma út til þeirra. Við feðg- arnir lágum í sólbaði stóran part úr degi meðan mamma prjónaði eða fór í göngur. Svo á kvöldin voru stór- steikur á borðum að hætti pabba. Þegar ég var á uppvaxtarárunum var faðir minn duglegur að fara með mig á Þróttaravöllinn að sparka í bolta eða horfa á bræður mína spila. Einnig tefldum við skák þess á milli. Hann var mjög duglegur að kíkja á völlinn með okkur og styðja okkur systkinin í þeim íþróttum sem við lögðum stund á. Á sumrin fórum við fjölskyldan í útilegur og skoðuðum landið og voru þetta afar notalegar stundir. Á sumrin var einnig gaman að fá að fara með pabba í vinnuna og fékk ég oft að koma með honum eftir hádegismatinn, sem hann borðaði stundum heima. Það var svo sumarið 1995 sem ég vann í sumarvinnu hjá Ölgerðinni þar sem pabbi vann við góðan orðstír í tæp 40 ár. Alla tíð lagði pabbi mikla áherslu á það að öll börnin sín myndu mennta sig vel og veitti hann okkur góðan stuðning við það. Hann var duglegur við að keyra okkur í skóla og vinnu þegar á þurfti að halda. Pabbi hafði einnig mikinn áhuga á enskri knattspyrnu og studdi Man- chester United og Southampton. Það var alltaf hækkað vel í sjónvarpinu og hurðinni í stofunni var lokað svo engin truflun yrði á meðan útsend- ingu stóð. Pabbi lifði sig svo sann- arlega inn í leikina. Það var svo í byrjun árs 2006 sem pabbi greindist með slæman sjúk- dóm sem hann barðist hetjulega við til síðasta dags. Hann þurfti að leggj- ast inn á spítala nokkrum sinnum til að fara í aðgerðir og blóðgjafir. Hjúkrunarkonurnar töluðu mikið um hvað hann kvartaði lítið við þær og hvað hann var jákvæður allan tímann. En pabbi missti aldrei húm- orinn meðan á þessum erfiðu veik- indum stóð og sagði hann nokkra gullmolana þegar vel lá á honum. Magnús Rúnar Magnússon. MAGNÚS RAGNARSSON  Fleiri minningargreinar um Magnús Ragnarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Jón Þorbjörnsson, Vilhjálmur Kvaran og Ásta Björg Þorbjörnsdóttir. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA EIRÍKSDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, áður Framnesvegi 16, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 26. júní, verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 14.00. Hreinn Líndal Haraldsson, Eiríka Haraldsdóttir, Aldís Haraldsdóttir, Sólveig Haraldsdóttir, Arnbjörn Óskarsson, Sveinbjörg Haraldsdóttir, Haraldur L. Haraldsson, Ólöf Thorlacius, Ágúst Líndal Haraldsson, Valgerður Sigurjónsdóttir, barnabörn og banabarnabörn. Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR LUDWIG, andaðist þriðjudaginn 4. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Thomas M. Ludwig, Margrét Ludwig, Björgvin Jósefsson, Brandur Thor Ludwig, Anna M. Rögnvaldsdóttir, Clara Regína Ludwig og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, systir, mág- kona og tengdadóttir, DÓRA KONDRUP þýðandi, Vegamótastíg 9, Reykjavík, lést á heimili sínu að kvöldi þriðjudagsins 4. júlí. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 10. júlí kl. 13.00. Trausti Þór Sverrisson, Jóhann Meunier, Júlía Margrét Traustadóttir, Ólafur Sverrir Traustason, Jóhanna Kondrup, Sigurlinni Sigurlinnason, Bryndís Kondrup, Sigurður Bergsteinsson, Ásrún Kondrup, Ófeigur Freysson, Sverrir Júlíusson, Guðrún Dagný Ágústsdóttir. Elskuleg móðir, dóttir og systir, HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR, Sólheimum 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 4. júlí síðastliðinn. Guðrún Hilmarsdóttir, Gréta Magnúsdóttir, Benedikta Jónsdóttir, Ágústína Jónsdóttir, Perla María Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN INGVARSSON, Hjallaseli 31, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtu- daginn 29. júní verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju, föstudaginn 7. júlí kl. 15.00. Ragna Bergmann, Valur Ragnar Jóhannsson, Sædís Sigurðardóttir, Katrín Gróa Jóhannsdóttir, Trausti Friðfinnsson, Jóhanna Huld Jóhannsdóttir, Albert Ingason, Guðrún Edda Jóhannsdóttir, Birgir Ingibergsson, Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir, Ólafur Eyjólfsson, Örn Ingvar Jóhannsson, Hrefna Hermannsdóttir, William Ragnar Jóhannson, Eiríkur Þorsteinsson, Berglind Björnsdóttir, Guðmundur Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.