Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN LILJA DAGNÝSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
verður jarðsungin í Fossvogskapellu föstudaginn
7. júlí kl. 13.00.
Birgir Ó. Ríkharðsson, Ásta Gréta Samúelsdóttir,
Bryndís Ósk Haraldsdóttir, Bjarni Bærings Bjarnason,
Ásmundur Sveinsson, Ann Hubner,
Dagný Sveinsdóttir, Michael Cramblit,
Steinn Ó. Sveinsson, Lína Þyrí Jóhannesdóttir,
Emma Kristín Sveinsdóttir, Nathan G. Brunner,
ömmubörn og langömmubörn.
Okkar ástkæra
GRÉTA HEIÐBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Flögu,
Þistilfirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 29. júní síðastliðinn.
Hún verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju föstu-
daginn 7. júlí kl. 14.00.
Reynir Þórisson,
Þóra Lilja Reynisdóttir, Rúnar Óli Aðalsteinsson,
Ríkharður Reynisson, Birna Björnsdóttir,
Brynja Reynisdóttir, Sigtryggur Sigtryggsson,
Ómar Vilberg Reynisson,
Reynir Örn Reynisson, Unnur Jóhannsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA JÓNSDÓTTIR,
Laufási,
Raufarhöfn,
sem lést laugardaginn 1. júlí verður jarðsungin frá
Raufarhafnarkirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14.00.
Þórhildur Guðnadóttir,
Jónas Friðrik Guðnason,
Sigrún Guðnadóttir, Baldur Hólmsteinsson,
Guðný Margrét Guðnadóttir, Jón Grímsson,
Árni Stefán Guðnason, Sigríður Þorsteinsdóttir,
Jón Guðnason, Arnþrúður Hafdís Gunnlaugsdóttir,
Örn Guðnason, Björg Karlsdóttir,
Guðrún Hólmfríður Guðnadóttir, Þórður Theodórsson,
Helgi Friðrik Halldórsson, Karen Helga Viðarsdóttir,
Margrét Helga Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
ÞORVALDUR ÞORVALDSSON
fyrrum kaupmaður,
lést á Dvalarheimili aldraðra Sauðárkróki þriðju-
daginn 4. júlí sl.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn
14. júlí og hefst athöfnin kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Erla Gígja Þorvaldsdóttir, Jónas Þór Pálsson,
Sigurlaug Alda Þorvaldsdóttir, Ólafur Arnarsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og bróðir,
BRAGI JÓNSSON
frá Brekku í Aðaldal,
síðast til heimilis í Akurgerði 39,
sem lést föstudaginn 30. júní verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 11. júlí
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Guðrún Magnúsdóttir,
Ragnar Bragason, Kristín Ólafsdóttir,
Magnús Jón Bragason, Hildur Mary Thorarensen,
Ómar Geir Bragason, Jónína Vilborg Sigmarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og systur.
✝ HallgerðurSjöfn Helgadótt-
ir fæddist á Seyðis-
firði 28. desember
1942. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 26.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingveldur Mar-
grét Bjarnadóttir
frá Stokkseyri, f. 5.
apríl 1915, d. 19.
desember 1986, og
Helgi Steinþór Sig-
urlínus Elíesersson
frá Seyðisfirði, f. 27. apríl 1910, d.
24. september 1986. Systkini Hall-
gerðar Sjafnar eru Bjarndís, f. 14.
desember 1934, Elíeser, f. 29. júní
1936, Helgi Sævar, f. 18. júlí 1946,
og Magnús, f. 13. apríl 1956.
Eiginmaður Hallgerðar Sjafnar
er Kristinn Árnason, bifreiðar-
stjóri og verslunarmaður, frá
Finnstöðum í Eiðaþinghá, f. 4.
júní 1938. Foreldrar hans voru
Stefanía Þ. Guðjónsdóttir frá
Uppsölum í Eiðaþinghá, f. 2. sept-
ember 1904, d. 2. desember 1998,
og Árni Jónsson frá Finnstöðum í
Eiðaþinghá, f. 13. maí 1896, d. 17.
maí 1967. Börn Hallgerðar Sjafn-
ar og Kristins eru: 1) Árni, f. 10.
september 1964,
fulltrúi hjá Íslands-
pósti á Egilsstöðum,
2) stúlka, fædd and-
vana 2.
apríl 1966, 3)
stúlka, f. 3. maí
1967, d. 4. maí 1967,
og 4) Helgi, verk-
stjóri hjá Landflutn-
ingum – Samskipum
á Egilsstöðum, f. 4.
janúar 1972, sam-
býliskona Svava
Þórey Einarsdóttir
frá Fáskrúðsfirði, f.
4.
okt. 1975, og börn þeirra eru
Aðalheiður Sjöfn, f. 25. sept. 1999,
og Kristinn Viktor, f. 12. ágúst
2002.
Hallgerður Sjöfn og Kristinn
hófu sambúð 1962 á Seyðisfirði í
foreldrahúsum hennar og síðan
stofnuðu þau sitt eigið heimili á
Norðurgötu 10. Til Egilsstaða
fluttu þau svo 1969 og hafa búið
þar síðan í Dynskógum 1. Hall-
gerður Sjöfn vann við þjónustu-
og verslunarstörf ásamt því að
vera heimavinnandi húsmóðir.
Hallgerður Sjöfn verður jarð-
sungin frá Egilsstaðakirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Það að sitja við sjúkrarúm móður
sinnar og gera sér grein fyrir því að
líf hennar er að fjara út er eitthvað
sem ekki er hægt að búa sig undir.
Maður heldur að á svona stundu
streymi myndbrot minninga fram,
en svo er ekki. Maður dofnar upp og
stendur við hliðina á sjálfum sér.
Maður nær að átta sig á því hvað er
að gerast og svo lýkur þessu. Lífs-
hlaup okkar saman stóð í tæp 42 ár,
vissulega má ég þakka það, sumir
hafa ekki fengið svona langan tíma.
Samt tókst mér ekki að segja allt
sem ég átti eftir ósagt. Ég átti eftir
að þakka fyrir mig, þakka fyrir at-
lætið og umhyggjuna og síðast en
ekki síst uppeldið því þar átti hún
stóran hlut að málum. Við vorum að
vísu ekki alltaf samstíga en sluppum
án tjóns. Það er merkilegt hvernig
maður nær að breyta sambandi við
foreldri úr því að vera samband milli
sonar og móður í að verða vinátta.
Þannig vil ég trúa að hafi verið milli
okkar. Við vorum að vísu ekki alltaf
sammála og stundum var tekist á en
aldrei alvarlega. Þrjóskan var í gen-
unum og stundum var ekki þægilegt
að gefa eftir, en svo kom smá bros og
það dugði oftast til að við næðum átt-
um.
Áhugamál mömmu var að koma
upp góðu heimili fyrir okkur kallana
í lífi hennar og það tókst henni. Hún
var alltaf að við að halda heimilinu í
lagi og búa okkur gott og fallegt
skjól. Oft áttuðum við kallarnir á
heimilinu okkur ekki á hvað henni
gekk til. Sáum ekki ástæðuna fyrir
því að ekki mátti setja fætur upp í
ljósan sófa eða taka með mat inn í
stofu. Oft fannst okkur húsgögnin
vera færð á milli nokkuð þétt og átt-
um til að gera athugasemdir við það,
á þær var hlustað en ekki talin
ástæða til að fara eftir þeim. Við ein-
faldlega höfðum ekki vit á þessu.
Á þessum dögum sem liðnir eru
síðan hún kvaddi hafa ákveðnar
minningar komið upp í hugann. Það
eru atriði frá árunum á Seyðisfirði,
frá Norðurgötunni og Túngötunni.
Fyrstu árunum hér á Egilsstöðum
og allt sem á eftir kom, minningar
sem ekki verða rifjaðar upp hér en
eru geymdar í huga manns á meðan
hann starfar. Ég minntist á það hér
að framan að áhugamál hennar hefði
verið að koma okkur upp góðu heim-
ili en hún átti líka annað áhugamál
sem var ættfræði og fróðleikur um
fólk. Ekki til að komast að leynd-
armálum fólks heldur til að vita hver
var hvað og hvar það áttu heima.
Ekki ósjaldan kom maður að henni
með „Búkollu“ í höndunum að leita
eftir myndum af ábúendum jarða á
Austurlandi. Hún lagði svo bókina
frá sér og sagði: „Ég vissi að ég hafði
séð þetta andlit einhvers staðar áð-
ur.“ Stolt var hún af barnabörnun-
um, þeim Aðalheiði Sjöfn og Kristni
Viktori, þau voru eftirlæti hennar og
skipuðu heiðurssæti í hennar lífi.
Þegar Aðalheiður Sjöfn var nokkra
daga gömul kom ég út á Sólvelli og
þá var amma að passa í fyrsta skipti.
Stoltið og væntumþykjan sem lýsti
af henni gleymast seint. Þó missir
okkar sem eldri erum sé mikill þá er
missir þeirra Aðalheiðar Sjafnar og
Kristins Viktors mestur. En við
verðum dugleg að segja þeim frá
„Sjöbbu ömmu“ eins og Kristinn
Viktor kallar hana. Líka að halda ut-
an um hvert annað og passa pabba
sem nú horfir á eftir sambýlingi sín-
um til 45 ára. En nú er mál að hætta,
ég þykist vita að hún sé að fylgjast
með mér og telji tíma mínum betur
varið til tiltektar enn svona skrifa.
Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl-
skyldunnar þakka starfsfólki á gjör-
gæsludeild Landspítalans við Hring-
braut allt sem þau gerðu fyrir
mömmu og okkur hin á meðan hún
háði sitt lokastríð. Þau auðvelduðu
bæði henni og okkur að komast í
gegnum þetta. Ég kveð að sinni. Og
eins og svo oft áður segi ég: „Takk
fyrir mig og við sjáumst.“
Árni.
Elsku mamma mín, ekki hefði ég
getað trúað því að þetta væri í síð-
asta sinn sem ég talaði við þig mið-
vikudaginn 21. júní, þegar ég óskaði
þér góðs gengis í hjartauppskurðin-
um sem þú fórst í 22. júní. Þessi dag-
ur var lengi að líða, við fengum ekki
fréttir af þér fyrr en kl. 19 um kvöld-
ið þar sem aðgerðin hafði tekið mun
lengri tíma en búist var við. Þær
fréttir sem við fengum um að óljóst
væri um bata þinn, komu eins og
reiðarslag fyrir mig og mína. Við
vorum á leið til Hveragerðis í sum-
arbústað og ætluðum að vera tilbúin
að heimsækja þig um leið og hægt
væri. Við vorum öll hálflömuð og
vissum ekki okkar rjúkandi ráð. Til
Hveragerðis vorum við nú komin um
miðjan dag á föstudeginum 23. júní,
þegar pabbi og Árni hringdu og
sögðu að þú hefðir veikst mikið. Við
rukum af stað til að vera hjá þér,
þetta var löng leið og manni fannst
maður ekkert komast áfram. Ég og
Svava mín fengum að koma til þín á
gjörgæsluna, það var erfitt að sjá þig
með allar þessar slöngur tengdar við
þig, elsku mamma mín, þá fyrst
skildi maður hve ástandið var alvar-
legt. Heilsa þín versnaði smám sam-
an næstu daga og svo aðfaranótt
mánudagsins 26. júní var hringt frá
gjörgæslunni og okkur tjáð að heilsu
þinni hefði hrakað.
Þú varst umvafin ástvinum þínum
þegar þú kvaddir.
Upp í hugann koma ótal minning-
ar um það sem við öll gerðum saman
og þá sérstaklega eftir að Aðalheiður
Sjöfn og Kristinn Viktor fæddust.
Þau voru þínir dýrlingar, Þú gerðir
allt fyrir þau, við gátum alltaf leitað
til þín þegar okkur vantaði pössun
eða eitthvað annað, þá redduðu
amma og afi á Dynskógunum því. En
ég vildi að þín heitasta ósk hefði ræst
um að eignast stærri húsbíl svo þið
hefðuð getað tekið dúllurnar ykkar
með ykkur í útilegu.
Elsku mamma, ég skal lofa þér að
við pössum upp á að pabba líði sem
allra best á þessum erfiðu tímum
sem framundan eru fyrir okkur öll.
Þín verður sárt saknað, elsku
mamma mín.
Ég vil að lokum senda starfsfólki
gjörgæsludeildar 12b á Landspítal-
anum bestu þakkir fyrir allt.
Þinn sonur
Helgi.
Elskuleg tengdamóðir mín Hall-
gerður Sjöfn Helgadóttir eða Sjöfn
eins og hún ávallt var kölluð í dag-
legu tali hefur kvatt þennan heim.
Það er ólýsanlega sárt að þurfa að
kyngja því, að þú sért farin frá okk-
ur. Missir okkar er mikill og ekki síst
fyrir litlu barnabörnin þín tvö, þau
Aðalheiði Sjöfn sem er svo mikil
ömmustelpa og fyrir Kristin Viktor.
Þessa þrjá daga sem við biðum á
milli vonar og ótta um að þú hefðir
þetta af, töluðum við til þín þar sem
þú varst tengd við ótal tæki og tól og
fannst okkur þú skynja nærveru
okkar. En svo kom reiðarslagið.
Elsku Sjöfn mín, þér á ég svo mik-
ið að þakka, hvernig verður lífið án
þín? Jólin sem við höfum eytt saman
undanfarin ár. Útilegurnar okkar og
spjall yfir kaffibolla heima á Dyn-
skógunum.
Hugur minn reikar aftur til ársins
1997 þegar við Helgi vorum að byrja
saman. Allt frá fyrstu tíð var mér
tekið opnum örmum á fallega heim-
ilinu ykkar Kidda. Mánuðirnir sem
við Helgi bjuggum hjá ykkur var
gott veganesti fyrir ungt fólk á leið í
sambúð, að búa í öruggum höndum
ykkar var ómetanlegt. Mikil gleði
ríkti þegar litla prinsessan okkar
fæddist í september 1999 og svo aft-
ur þegar litli prinsinn fæddist 2002.
Barnabörnin þín voru gullmolar í
þínum augum og eyddir þú miklum
tíma með þeim meðan heilsa þín
leyfði. Þú varst alltaf boðin og búin
að létta undir með okkur, sama hvað
var; bakstur fyrir skírnir barna okk-
ar, afmæli, flutningur á milli húsa
eða hvað sem var. Elsku Sjöfn mín,
ég fékk að halda í hönd þína síðasta
spölinn og fyrir það er ég þakklát.
Ég mun ávallt minnast þín sem
yndislegrar manneskju sem vildir
allt fyrir alla gera.
Núna ertu komin til dætra þinna
tveggja og ég vona að þér líði vel. Við
treystum því að þú takir vel á móti
okkur þegar okkar tími kemur.
Megi algóður guð styrkja okkur í
þessari miklu sorg.
Þín elskandi tengdadóttir
Svava Þórey Einarsdóttir.
Mig langar að minnast elsku syst-
ur minnar, hennar Sjafnar, eins og
hún var alltaf kölluð. Ekki hvarflaði
það að mér að þetta yrði í síðasta
sinn sem hún kæmi til mín í heim-
sókn, þó að ég vissi að þetta væri
mikil og erfið aðgerð sem hún var að
fara í. Hún var svo jákvæð og viss
um það að þetta myndi allt fara vel.
Þetta var mikið áfall fyrir okkur fjöl-
skylduna þegar við sáum að hverju
stefndi.
Við ólumst upp í Fjarðaseli í Seyð-
HALLGERÐUR
SJÖFN
HELGADÓTTIR