Morgunblaðið - 06.07.2006, Page 33

Morgunblaðið - 06.07.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 33 MINNINGAR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Barðavogi 24, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu miðvikudaginn 28. júní, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 7. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð alzheimerssjúklinga (s. 533 1088). Erlingur Dagsson, Þór Ingi Erlingsson, Margrét Sigurðardóttir, Vigdís Erlingsdóttir, Steinar Geirdal, Kristrún Erlingsdóttir Romano, John C. Romano, Jón Sverrir Erlingsson, Kristín Stefánsdóttir, Kjartan Ragnar Erlingsson, Kolbrún Hákonardóttir, Grétar Örn Erlingsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR, Túngötu 14, Patreksfirði, lést fimmtudaginn 29. júní síðastliðinn. Jarðsett verður frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Magnússon. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRUNNAR ÓLAFÍU SIGURJÓNSDÓTTUR. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför LAUFEYJAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Neskaupstað. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall föður okkar, GUNNARS SIGURÐSSONAR fyrrv. flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild E, 2. hæð á hjúkrunarheimilinu Sól- túni 2 fyrir góða aðhlynningu. Borghildur Aðils, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Jakob Gunnarsson. Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÚNAR ÓSKARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á krabbameins- deild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Ágúst I. Sigurðsson, Óskar I. Ágústsson, Arndís Ágústsdóttir, Sigurður Bragason, Lína Sól Sigurðardóttir, Áslaug Árnadóttir, Valdimar Óskarsson. isfirði, faðir okkar var þar vélgæslu- maður við rafstöðina. Hún var á fyrsta ári þegar við fluttum þangað. Hún var átta árum yngri en ég og eina systir mín. Ég man fæðingu hennar og hvað ég var glöð þegar mér var sagt að fædd væri systir, fyrir átti ég bróður. Núna í dag þeg- ar hún er búin að kveðja þetta líf hrannast upp minningar um hana í huga mínum. Ég sé hana sem lítið barn, fallega ljóshærða og ákveðna stelpu. Keyrandi dúkkuvagn á undan sér og vinir hennar, kisa og hund- urinn Kátur á eftir henni. Þetta voru hennar leikfélagar. Ég sé fyrstu skóladaga hennar fyrir mér og henn- ar unglingsár. Hún var skemmtileg- ur og samviskusamur unglingur. Hún var á fimmtánda ári þegar for- eldrar okkar fluttu úr Fjarðaseli út í Seyðisfjarðarkaupstað. Og hún fór fljótt að vinna fyrir sér og vann við ýmis störf. Ung kynnist hún lífsförunauti sín- um, Kristni Árnasyni frá Finnstöð- um í Eiðaþinghá. Þau bjuggu á Seyðisfirði fyrstu ár- in. Fyrst heima hjá foreldrum okkar og síðan stofna þau heimili á Norð- urgötu 10. Þau eignuðust svo soninn Árna og síðan tvær stúlkur, önnur fæddist andvana en hin lést skömmu eftir fæðingu. Þau flytja svo til Eg- ilsstaða árið 1969 og bjuggu á Lagar- ásnum og síðan flytja þau í Dynskóg- ana og hafa búið þar síðan. Þar eignast þau soninn Helga. Sjöfn var mikil húsmóðir og bjó fjölskyldunni snyrtilegt og fallegt heimili. Það var gott að heimsækja Sjöfn og Kidda. Þau voru mjög gest- risin og manni leið vel hjá þeim. Eftir að synir þeirra urðu eldri fór hún að vinna við verslunarstörf og ýmis fleiri störf. Alltaf var hún boðin og búin að hjálpa til og aðstoða mig við mitt heimili og börn. Það var alltaf hægt að treysta á hana og Kidda hvenær sem var. Og þegar erfiðleik- ar komu upp á okkar heimili fylgdist hún vel með og lét hún okkur vita að hugur hennar var hjá okkur. Alltaf sýndi hún börnum mínum umhyggju og hlýju og báru þau mikla virðingu og hlýju til hennar. Nú, þegar að leiðarlokum er kom- ið, þakka ég henni fyrir góðar og fal- legar minningar sem hún hefur gefið mér og minni fjölskyldu, og bið ég al- góðan guð að blessa minningu henn- ar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Kiddi, Árni, Helgi, Svava, Aðalheiður Sjöfn og Kristinn Viktor. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Hugur okkar er hjá ykk- ur. Bjarndís Helgadóttir (Dídí). Elsku Sjöfn mín, elsku systir mín, ekki hvarflaði það að mér að ég ætti eftir að setjast niður til að fara að skrifa minningargrein um þig, að- eins nokkrum dögum eftir að við töl- uðum saman í síma þar sem þú varst að láta okkur vita af því að loksins væri komið að aðgerðinni sem þú hafðir þurft að bíða svo lengi eftir og átti að færa þér betri heilsu. En svona finnst manni lífið vera órétt- látt. Minningarnar um þig streyma fram í huga mér frá því að við erum í foreldrahúsum og ég er polli og þú ert að passa mig heima á Túngötunni á Seyðisfirði, þar sem mamma og pabbi höfðu farið til Reykjavíkur, og ég rúmliggjandi í mislingum og þú að hjúkra mér og reyna að láta mér líða betur. Eða þegar þið Kiddi stofnuðuð ykkar fyrsta heimili á Norðurgötu 10, en þá var hann Árni ykkar kominn til sögunnar og mikið sótti ég til þín þá. Af Norðurgötunni lá leiðin í Egilsstaði þar sem þið Kiddi byggðuð ykkur fagurt heimili í Dynskógum eitt og þar bættist ann- ar sonur í fjölskylduna, hann Helgi, ekki minnkuðu samskipti okkar þó að þið færðuð ykkur í Héraðið, ófáar ferðirnar voru farnar í heimsóknir til þín. Þegar foreldrar okkar voru orðnir sjúklingar var hjálpsemi þín við þau ómetanleg á allan hátt, því alltaf varstu boðin og búin til að létta undir með þeim þegar heilsa þeirra versn- aði. Þegar veikindi komu upp hjá einhverju af systkinum þínum og mökum þeirra eða það þurfti að fara eitthvað að heiman var barnapössun ekki vandamálið hjá þér því bóngóð varstu. Alltaf var gaman að koma til þín og sjá hvað allt var snyrtilegt og hreint á þínu heimili. Það má líka segja að þú varst hreinskilin við mann, ekkert fals til í þér. Oft var líka talað um það í léttum tón að þú hefðir erft frá henni móður okkar hæfilegt magn af Sjónarhólsþrjósk- unni, því ákveðin gastu verið með hlutina ef til þess kom. Gaman var að hlusta á þig rifja upp sögur frá ár- unum þegar fjölskyldan átti heima í Fjarðarseli og ekki var verra ef eitt- hvert annað systkini okkar var kom- ið í hópinn, þá var oft hlegið dátt. Elsku systir, eins og þú hafðir gaman af að fylgjast með lífi og upp- vexti barnabarna þinna er sárt til þess að vita að þú skulir hafa þurft að kveðja þetta líf svona snemma. Þín er sárt saknað af okkur öllum sem næst þér stóðu en minningin um þig mun lifa um ókomna tíð. Ég bið guð um að styrkja Kidda, Árna, Helga, Svövu, Aðalheiði Sjöfn og Kristin Viktor, því missir þeirra er mikill við fráfall þitt. Þinn bróðir, Magnús. Elsku Sjöfn mín, það er vart hægt að hugsa sér hjartahlýrri og hrein- skilnari manneskju en þú varst. Það að þú sért horfin úr þessum heimi er nær óskiljanlegt, þú sem áttir eftir að gera svo margt m.a. að sjá litlu barnabörnin þín vaxa upp. Þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir um 17 árum, er ég og Maggi bróðir þinn fórum að vera saman, þá kom ég með fimm ára dóttur í far- teskinu. Þú tókst henni strax sem einu af þínum systkinabörnum sem og allt þitt fólk og er það alveg ómet- anlegt. Bóngóð og hjálpleg varst þú með afbrigðum. Ég man að þegar við Maggi giftum okkur og skírðum dóttur okkar, þá tókst þú þér frí í vinnunni og komst óumbeðin heim til okkar daginn áður til að setja á tert- ur og hjálpa til. Þú passaðir fyrir okkur stelpurnar þegar við þurftum á því að halda og þótti þeim það nú ekki leiðinlegt, því þær voru eins og prinsessur hjá þér. Þú fylgdist með þeim vaxa upp og varst dugleg við að spyrja frétta af þeim. Þegar pabbi minn dó sýndir þú mér mikinn hlý- hug og stuðning sem ég fæ seint þakkað. Margar góðar stundir höf- um við átt saman og alltaf var jafn gaman að koma til ykkar. Einnig var gaman að fara út að skemmta sér með ykkur og þegar þið systkinin hittust eða stórfjölskyldan þá var nú gaman og oft rifjuðuð þið upp gamla tíma við mikla skemmtun okkar hinna. Elsku Sjöfn, við kveðjum þig með miklum söknuði, takk fyrir allt og allt, megi minning þín lifa og vera ljós í lífi okkar allra. Elsku Kiddi, Árni, Helgi, Svava Þórey, Aðalheiður Sjöfn og Kristinn Viktor, mínar innilegustu samúðar- kveðjur og guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín mágkona, Þórunn. Elsku Sjöfn mín, þegar ég fékk fréttirnar um að þú værir dáin brast eitthvað inni í mér. Allar minning- arnar í gegnum árin skutust fram og þær voru ófáar. Það var mjög gaman að geta kynnst svona góðri og hjartahlýrri manneskju eins og þér. Þegar ég var fimm ára fluttum við mamma inn til fósturpabba míns, bróður þíns. Ég gekk inn í stóra fjölskyldu þar sem allir tóku mér rosalega vel, sérstak- lega þú. Þú leist á mig sem bróð- urdóttur þína frá fyrsta degi. Öll fjöl- skyldan leit í rauninni strax á mig sem eina af henni og verð ég æv- inlega þakklát fyrir það. Ég man eft- ir ófáum skiptum þar sem þú varst að dúllast eitthvað með mig, mér fannst líka svo gaman að skottast í kringum þig. Aldrei gerðirðu upp á milli okkar systranna þó að Elfa væri blóðskyld þér en ég ekki. Þú hugsaðir alltaf einstaklega vel um okkur systurnar þegar við vorum í pössun hjá þér og dekraðir við okkur eins og þér einni var lagið. Sunnu- dagsrúnturinn endaði oftast í eld- húsinu hjá ykkur hjónunum og alltaf áttirðu súkkulaði og annað gotterí í skál. Þegar ég hugsa til baka virðist þú alltaf hafa tekið þátt í stórum stund- um í lífi mínu og þótt þú sért farin vil ég að þú takir enn þá þátt í þeim. Þegar að Elfa Magga litla systir mín fæddist varst það þú sem tilkynntir mér það. Það var líka í pössun hjá þér, í eitt skipti rétt fyrir jólin, sem ég komst að því að jólasveinninn væri líklega ekki til. Þú áttir líka stóran þátt í að kenna mér að hjóla ásamt Helga syni þínum og fóstur- pabba mínum. Ég get ennþá heyrt röddina þína og hlátur þinn í huga mér. Mig langar svo til að segja þér hversu þakklát ég er fyrir að þú komst inn í líf mitt og hversu þakklát ég er fyrir allar frænkurnar og frændurna sem ég eignaðist um leið og pabba. Megi minningin um þig lifa að ei- lífu og lýsa þeim sem stóðu þér næst um ókomna tíð. Takk fyrir allt, frænka, það var heiður að fá að kynnast þér. Hvíldu í friði, þín frænka, Eydís. Elsku Sjöfn mín, þegar ég fékk þær fréttir að þú værir dáin átti ég erfitt með að trúa því og þótti mér það óraunverulegt, mér leið eins og þetta væri slæmur draumur sem ég myndi vakna upp af. Í huga mínum fannst mér eins og þú værir enn á lífi og þú værir við bestu heilsu. Svo átt- aði ég mig að þetta væri raunveru- leikinn og að ég myndi aldrei sjá þig aftur og hryggði það hjarta mitt. Minningarnar komu upp og stóð ein sérstaklega upp úr. Sú minning var þegar ég og Eydís fengum pössun hjá þér og Kidda meðan mamma og pabbi fóru burt eina helgi til Reykja- víkur. Það var skemmtilegur tími og varst þú ávallt að dekra við okkur Eydísi. Þú varst alltaf svo góð við okkur og passaðir að okkur skorti ekki neitt. Þú hitaðir stundum kakó og gafst mér, þá var spjallað saman og þótti mér alltaf skemmtilegt að tala við þig. Ég man líka að þegar ég var lítil og kom í heimsókn þótti mér skemmtilegast að segja þér gaman- sögur af pabba og borða bökunar- súkkulaðið sem þú dróst alltaf fram. Það var hlegið af sögunum og hafðir þú gaman af. Þú varst svo góð mann- eskja og hjartahlý, og góðmennskan var svo mikil að henni fær ekki orð- um lýst. Ég mun alltaf finna söknuð í hjarta mínu og finnast eitthvað vanta, en þakklát er ég guði fyrir að leyfa mér að kynnast þér og þakklát er ég einnig fyrir allar góðu minning- arnar. Ég er stolt af þér og finnst mér heiður að hafa fengið að kynnast þér og sannkölluð hetja varstu þegar þú barðist fyrir lífi þínu en því miður tapaðirðu þeirri baráttu. Takk, elsku frænka mín, fyrir allt saman og megi guð geyma þig. Hvíldu í friði, þín frænka, Elfa.  Fleiri minningargreinar um Hall- gerði Sjöfn Helgadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Helga Kjartansdóttir, Vallý. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið, amma mín, ég elska þig. Aðalheiður Sjöfn. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.