Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 37

Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 37 DAGBÓK Slegið verður upp spánskri ferðamálaveisluvið Smáralind á föstudag og laugardag.Þá bjóða ferðamálaráð Spánar, Andalús-íu, Kanaríeyja, Lanzarote og Tenerife til kynningar á því besta sem Spánn hefur að bjóða ís- lenskum ferðamönnum. Að auki standa að dag- skránni Íslensk-spánska verslunarráðið, Glóbus og Íslenska golfsambandið. Belén Gonzalez er yfirmaður Ferðamálaskrif- stofu Spánar í Ósló: „Á föstudag tökum við á móti gestum úr ferðageiranum og fulltrúum fjölmiðla og kynnum þau fyrir spennandi áfangastöðum á Spáni. Um leið sækjumst við eftir viðbrögðum og tillögum um hvernig best má höfða til íslenskra ferðamanna til að kynna Spán enn betur fyrir þeim,“ segir Belén. Allir velkomnir á hátíðina „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við kynnum landið fyrir ferðamálafólki á Íslandi en sú ný- breytni verður nú að á laugardag verður haldin mikil hátíð sem opin er almenningi.“ Spánska tjaldið mun rísa við Smáralind og verð- ur opið á laugardag frá 12 til 18 og gestum boðið að upplifa spánskt andrúmsloft hér í Norður-Atlants- hafi. Bragða má á spánskum mat, dansaður verður flamenco, og kynntar spánskar vörur sem seldar eru í íslenskum verslunum. Þá geta gestir spreytt sig í pútti, en Spánn býður upp á marga áhuga- verða golfvelli.“ Fulltrúar frá ýmsum vinsælum ferðamannastöð- um verða til staðar til að veita gestum allar helstu upplýsingar sem þarf til að skipuleggja spennandi ferðalag. Fjöldi Íslendinga heimsækir Spán árlega „Þó að íslenska þjóðin sé ekki stór í íbúum talið ferðast mikill fjöldi Íslendinga til Spánar á hverju ári og við verðum vör við mikinn áhuga á landi, þjóð og menningu Spánar meðal Íslendinga. Áætlað er að yfir 50.000 Íslendingar heimsæki Spán árlega, bæði til að njóta góða veðursins, sól- arinnar og strandanna, en einnig til að spila golf, upplifa náttúruna, menningu borgar og sveita og ekki síst njóta spánskrar matargerðarlistar. Á þeim áfangastöðum sem kynntir verða á Lækjar- torgi má njóta alls þessa, sólbakaðra stranda og spánsks menningarlífs eins og það gerist litríkast.“ Sem fyrr segir mun spánska ferðahátíðin vera í tjaldi við Smáralind á laugardag og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. Nánari upplýsingar um áfangastaðinn Spán má nálgast á slóðinni www.spain.info en þar má meðal annars nálgast viðburðadagatal, alls kyns marg- miðlunarefni um Spán og „sýndarferðir“ (e. virtual tours) um áhugaverða áfangastaði. Einnig má panta gistingu á vefnum og nota rafrænan leiðar- vísi fyrir þá sem ferðast um Spán á bíl. Ferðalög | Spánskur matur, flamenco, og golf meðal þess sem er í boði fyrir gesti Spánsk hátíð við Smáralind  Belén González de Val fæddist í Madríd 1961. Hún lauk bakkal- árgráðu í sögu og landafræði í Madríd 1984 og sérfræði- gráðum í mannland- fræði, hagþróunar- fræði og opinberri stjórnun. Belén hefur starfað við ferða- og menningarmál um langt skeið, var yfirmaður upplýsingadeildar Ferðamálaráðs Spánar 2002–2004 og yfir- maður Spænsku ferðamálaskrifstofunnar í Ósló frá 2004. Belén hefur verið gift síðan 1986 og á þrjú börn. Sókn eða vörn? Norður ♠9 ♥D6 ♦G9542 ♣ÁKG73 Vestur Austur ♠G654 ♠K1032 ♥9752 ♥G10 ♦K1073 ♦D8 ♣8 ♣109542 Suður ♠ÁD87 ♥ÁK843 ♦Á6 ♣D6 Suður spilar sex grönd og fær út lauf. Spilið er frá tvímenningi eldri spil- ara í Veróna og vannst víða með tækni- lega góðri spilamennsku. Sagnhafi tók á laufdrottningu í fyrsta slag og spilaði hjarta fjórum sinnum. Vestur lenti inni á hjartaníu og skipti þá gjarnan yfir í tígul – nía, drottning og ás. Þegar suður tók nú fimma hjartað varð austur að fara nið- ur á K10 í spaða, því ekki mátti hann henda laufi. Sagnhafi spilaði þá lauf- unum og vestur varð að halda í tígul- kóng og fækka við sig um tvo spaða. Spaðasvíning skilaði sagnhafa ellefta slagnum og sá tólfti kom á spaðahund, enda spaðinn fallinn. Tvöföld þvingun í áföngum. En vestur getur hnekkt slemmunni með því að spila spaða en ekki tígli inni á hjartaníu. Við það rofnar nauðsyn- legur samgangur fyrir þvingunina og vörnin getur valdað spaðann. Paul Hackett (faðir bræðranna geð- þekku, Justins og Jasons) fann þá vörn, einn fárra manna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 O-O 6. Rf3 e5 7. O-O Ra6 8. Be3 Rg4 9. Bg5 De8 10. h3 h6 11. Bc1 exd4 12. Rxd4 Rf6 13. Bf3 Rh7 14. h4 h5 15. He1 Rc5 16. Bf4 Re6 17. Rxe6 fxe6 18. Dd2 e5 19. Bg3 Be6 20. Hac1 Df7 21. Rd5 Rf6 22. c5 c6 23. Rxf6+ Bxf6 24. b3 d5 25. exd5 Bxd5 26. Bxd5 cxd5 27. Bxe5 Bxh4 28. g3 Be7 29. Bd6 Hae8 30. Bxe7 Hxe7 31. Hxe7 Dxe7 32. Dxd5+ Kh7 33. Dd6 Df7 34. Hc2 Df3 35. Hd2 Hf7 36. Dd5 Df6 37. Dd4 Df5 38. He2 Hd7 39. De3 Hf7 40. Hd2 Df6 41. b4 He7 42. Dd4 Df3 43. Da1 Hf7 44. Dd1 Df5 45. Dc2 Dg4 46. Dc3 Df5 47. Dc4 Df6 48. b5 He7 49. Kg2 Hc7 50. Hd4 De7 51. Hd5 De6 Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Vágur í Færeyjum. Omar Salama (2214) frá Egyptalandi hafði hvítt gegn heima- manninum Sjurdur Thorsteinsson (2067). 52. Hxh5+! og svartur gafst upp enda verður hann drottningu undir eftir 52... gxh5 53. Dxe6. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. John Arni Nilssen (2356) 6½ vinning af 9 mögulegum. 2. John Rodgaard (2344) 6 v. 3.-5. Helgi Dam Ziska (2306), Bjorn Brinck-Claussen (2359), Simon Bekker-Jensen (2393) 5½ v. 6. Lenka Ptácníková (2183) 5 v. 7. Hans Kristian Simonsen (2295) 4½ v. 8. Per Andreasen (2303) 3 v. 9. Omar Salama (2214) 2 v. 10. Sjurdur Thorsteinsson (2067) 1½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Auglýsingar inni í þáttum UNDANFARIÐ hefur borið á því að auglýsingum sé troðið inn í miðja þætti á Stöð 2. Ég hef kvartað við Stöð 2 vegna þessa og svörin sem ég fékk voru þau að þetta væri gert í stað þess að hækka afnotagjöldin. Mér finnst þetta vera hin mesta frekja og yfirgangur, mér finnst þetta óþolandi og ekki eiga heima í áskriftarsjónvarpi. Ég leyfi mér líka að efast um að þetta sé alls kostar rétt, þetta gæti alveg eins bara verið gert til að auka hagnað stöðvarinnar, við áskrif- endur erum ekki í nokkurri stöðu til að meta það. Ég skora á Stöðvar 2 fólk að hætta þessu og til vara skora ég á aðra áskrifendur að kvarta. Ég fyrir mitt leyti hef ákveðið að hætta áskrift ef þessu linnir ekki, því þá getur maður alveg eins látið sig hafa þessar auglýsingar á Skjá einum og Sirkus án þess að þurfa að greiða fyrir það sérstaklega. Reiður áskrifandi. Skemmtileg síða á netinu ÉG rakst á mjög skemmtilega síðu um daginn á netinu. Reyndar ekkert svo skemmtileg fyrir utan það að einkennismerki fyrirtækisins sem var með síðuna kveikti í mér, þetta hef ég nú séð einhvers staðar áður hugsaði ég. Jú, einmitt. Íslands- banki. Merkin tvö eru nú bara nokk- uð lík. Eða eiginlega bara næstum því alveg eins, sömu litir, sömu form. Hvor ætli hafi verið á undan? Var Ís- landsbanki ekki stofnaður 1990? Big Sky Brewing Company var sett á fót 1995. Ef ég hefði klagað í Íslands- banka fyrir komu Glitnis hefði þessi Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is uppgötvun mín kannski verið aðeins merkilegri. Gengur bara betur næst. Árni Theodór Long. Eftirsjá í fréttamanni AÐ sögn Mbl. 29. júní sl. hefur Benedikt Sigurðsson yfirgefið RÚV og tekið til starfa sem upplýsinga- fulltrúi hjá KB banka. Að mínu áliti er Benedikt einn af bestu fréttamönnum sem RÚV hef- ur haft á að skipa undanfarin ár. Ég sakna Benedikts, sem frábærs fréttamanns. Staða hans verður vandskipuð en maður kemur í manns stað og RÚV hefur vonandi marga frábæra fréttamenn til að fylla í hans starf. Ég óska Benedikt velfarnaðar í nýju starfi. Svanur Jóhannsson. DEMANTSBRÚÐKAUP | Í dag, 6. júlí, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjón- in Þorgerður Jónsdóttir frá Neðri Svertingsstöðum í Miðfirði og Jón Friðriksson frá Stóra Ósi, einnig í Miðfirði, nú til heimilis í Holtsbúð 87 í Garðabæ. Þau eru að heiman í dag. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 6. júlí, ersjötug Erna Ármannsdóttir, Hjarðarhaga 19, Reykjavík. Hún mun verja deginum með dætrum sínum og barnabarni. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 85 ÁRA afmæli. Í dag, 6. júlí, er 85ára Sigríður V. Bjarnadóttir húsmóðir. Sigríður er nú til heimilis á Hjúkrunarheimilinu á Höfn í Horna- firði. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is Innihaldið skiptir máli Til leigu um 2000 fm húsnæði í verslanamiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri. Húsnæðið hýsti áður verslun Byko og er laust til afhend- ingar fljótlega. Á Glerártorgi eru fjölbreyttar sérverslanir og næg bílastæði. Glerártorg er helsti verslunarkjarni á Norðausturlandi. Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ, Strandgötu 29, Akureyri. Sími 464-9955. Til leigu á Akureyri Glerártorg Strandgötu 29 Akureyri S: 464 9955 • F: 464 9901 www.byggd.is Laugavegi 68 / sími 551 7015 Útsala

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.