Morgunblaðið - 06.07.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 hnattar, 4 flug-
vélar, 7 snáðum, 8 málm-
ur, 9 umfram, 11 harmur,
13 grenja, 14 telur,
15 bút, 17 hönd, 20 stöð-
ugt, 22 reyfið, 23 naddur,
24 falla, 25 smákorns.
Lóðrétt | 1 hosu, 2 stafa-
tegund, 3 hæsi, 4 þæg,
5 glatar, 6 rugga,
10 snaginn, 12 spök,
13 snák, 15 þjófnað,
16 kostnaður, 18 snúin,
19 bjálfar, 20 spotta,
21 hagnýta sér.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 lúsablesi, 8 undum, 9 gests, 10 ugg, 11 Arnar,
13 skaða, 15 stúss, 18 staka, 21 tík, 22 mafía, 23 arður,
24 prófastur.
Lóðrétt: 2 úldin, 3 aumur, 4 leggs, 5 sussa, 6 suma,
7 Esja, 12 als, 14 kot, 15 sómi, 16 útför, 17 starf,
18 skass, 19 auðnu, 20 arra.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert margbrotinn og fjölbreytilegur.
Val þitt í dag mun ráðast af viður-
kenningu þinni á því hve flókinn þú
ert. Það mun leiða til þess að þú finn-
ur lífi þínu fyllingu í stað þess að lifa
eingöngu glæsilegu lífi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú gefur ímyndunarafli þínu lausan
tauminn og bæði týnist og finnst.
Sennilega er þetta tákn þess að þér
finnist raunveruleikinn ekki ýkja
spennandi – þú ættir því að nota
ímyndunaraflið til að hressa upp á
raunveruleikann.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Fólk hefur sínar ástæður til að dá þig.
Þú yrðir hissa, upp með þér og stoltur
ef þú vissir hverjar þessar ástæður
eru. Taktu mið af öllu því rétta sem þú
gerir þegar þú byggir upp sambönd.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þó þér hafi gengið vel að fullkomna
venjur þínar þá er enn hluti af þér
sem þú ert ekki sáttur við. Hvað
myndi gerast ef þú hættir að berjast?
Þú gætir jafnvel lært að meta þennan
óstýriláta hluta persónuleika þíns.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ástæða þess að þér finnst ákveðnar
kringumstæður fyndnar þegar engum
öðrum finnst það, er að þú sérð ákveð-
inn sannleika sem aðrir sjá ekki.
Þennan sannleiksmæli þinn munt þú
nota til að bæta sjálfan þig í dag.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þetta er lukkudagur þinn og þú ættir
að gefa stjórnina frá þér. Fleygðu
draumum þínum upp í loft eins og
lundapysju og sjáðu hvaða stefnu þeir
taka, heimboð til útlanda, vinnings-
miða eða bréf frá himnum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Enginn er óendanlega dáðugur, en þú
gerir þitt besta og ætlast til hins sama
af þeim sem þú þekkir. Þú gætir þurft
að vísa leiðina í dag þegar freisting-
arnar kalla.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Umhverfi þitt kemur upp um alla þína
galla, sérstaklega skipulagsleysið sem
hrjáir þig. Sem betur fer þekkir þú
meyju sem gjarnan vill hjálpa þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú einblínir af þráhyggju á eitt vanda-
mál og það án þess að þreytast á því.
Ef þú heldur áfram á sömu braut
færðu orð á þig fyrir geggjaða snilli-
gáfu. Þú munt líka njóta mikillar vel-
gengni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert bara sendiboðinn, ekki skila-
boðin. Þannig að ef þú klúðrar ein-
hverju þá er það frekar samskipta-
vandamál fremur en eitthvað sem þú
hefur gert af þér. Vertu góður við
sjálfan þig. Þú skilar þínu starfi vel.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ef þú knýrð dyra nógu lengi þá verð-
ur opnað fyrir þér fyrr en síðar. Það
gæti verið eitthvað athugavert við
hurðina sem opnast strax og þú bank-
ar. Hugleiddu hvort ekki sé til auð-
veldari leið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú býrð yfir öllum þeim orðaforða
sem þú þarft til að koma skilaboð-
unum á framfæri. Tóninn í máli þínu
skiptir öllu máli og því ættir þú að
bíða þangað til þú ert sannfærður um
mál þitt áður en þú leggur til atlögu.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Júpíter, hinn stóri í
stjörnumerkjunum, mun
ákveða að stíga fram á við
á sinn rausnarlega og skemmtilega hátt –
og mögulega gerir þú það líka. Júpíter á
leið í gegnum sporðdreka gefur til kynna
stórkostleg en dulbúin tækifæri. En þú
munt sjá tækifærin og þekkja þau á ómót-
stæðilegu aðdráttarafli þeirra.
Tónlist
Borgarbókasafn – aðalsafn | Kl. 16–18:
Hljómsveitin Loftvarnir vinnur við skapandi
sumarstarf hjá Hinu húsinu. Þessir þrír
ungu strákar spila hljóðbækur, smásögur
og annað talað orð og semja tónlist undir
til áhrifaauka.
Café Paris | DJ Lucky spilar gæða Funk
Soul og Reggae alla fimmtudaga í sumar.
Reykholtskirkja | Aðrir tónleikar af sjö í
orgeltónleikaröð sumarsins sem haldnir
eru á vegum Reykholtskirkju og FÍO
laugardaginn 8. júlí kl. 17. Lenka Mátéováa
leikur á orgel og Peter Maté á píanó.
Myndlist
101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir
til 22. júlí. Opið fim., föst. og laug. kl. 14–17.
Anima gallerí | Sumarsýning: Opið fim.,
föst. og laug. kl. 12–17. Til 15. júlí.
Aurum | Petra og Hanna Lind leitast eftir
að geta skapað heim innan ákveðins rýmis
með minnstu mögulegu efni. Til 7. júlí.
Bókasafn Mosfellsbæjar | Um er að ræða
myndlistarsýningu 13 myndlistarmanna frá
5 Evrópulöndum í Listasal Mosfellsbæjar
1.–8 júlí og vinnusmiðju í Þrúðvangi Ála-
fosskvos 1.–10.júlí.
Café Karólína | Sýningin ber titilinn
„Hlynur sterkur Hlynur“ (portret af Hlyni
Hallssyni myndlistarmanni) og er þriðja
sýningin í röðinni af stjörnumerkjaport-
rettum unnin sem innsetning í rými. Til 4.
ágúst.
Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson –
Reynomatic myndir, nærmyndir af náttúr-
unni, einstakar ljósmyndir unnar á striga.
Opið frá kl. 9–23.30 alla daga út júlímánuð.
DaLí gallerí | Sigurður Árni Sigurðsson
myndlistarmaður sýnir til 9. júlí.
Deiglan | Sýning á frummyndum Rúnu K.
Tetzschner við ævintýri hennar um Óféta-
börnin. Sérlega fíngerðar og litríkar penna-
og vatnstússlitamyndir af ófétunum ör-
smáu.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir
sýnir í forkirkju. Ásgerður er frumkvöðull
nútímaveflistar á Íslandi og hafa verk
hennar ætíð haft sterka skírskotun til
landsins og til náttúrunnar. Til 26. ágúst.
Sýning á íkonum frá Balkanskaga á vegum
Mótettukórs Hallgrímskirkju. Opið kl. 9–20
alla daga. Til 9. júlí.
Tómas Guðni Eggertsson, organisti á
Snæfellsnesi, leikur á hádegistónleikum kl.
12.
Handverk og Hönnun | Á sumarsýningu er
til sýnis bæði hefðbundinn íslenskur list-
iðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu
hráefni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru
hlutir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og
silfri. Til 27. ágúst. Aðgangur er ókeypis.
Hrafnista Hafnarfirði | Ósk Guðmunds-
dóttir sýnir handverk og málun í Menn-
ingarsal til 15. ágúst.
Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í
borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning-
unni eru einstakt úrval næfistaverka í eigu
hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og
Jóns Hákonar Magnússonar. Til 31. júlí.
Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson, (iló) Berja-
landi, Kjós, með málverkasýningu. Opið í
sumar, alla daga kl. 12–20.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines.
Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur
Smith, Hafstein Austmann og Kristín Þor-
kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einn-
ig eru sýndar vatnslitamyndir eftir Svavar
Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17.
Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn er alltaf opinn.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning,
Louisa Matthíasdóttir. Umfangsmesta sýn-
ing sem haldin hefur verið á verkum Louisu
og rekur allan hennar listamannsferil í sex
áratugi. Til 20. ágúst.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits-
sýning á verkum Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Í samvinnu við Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs. Til 30. júlí. Safn-
búð og kaffistofa
Kjarval – Kraftur heillar þjóðar. Verk í eigu
Landsbanka Íslands. Í tilefni af 100 ára af-
mæli bankans. Til 30. júlí.
Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn
tvinnaður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill
sýnir verk sem spannar sviðið frá tvívíðum
hlutum í skúlptúra og innsetningar. Til 31.
júlí.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré,
leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og
hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum
efnum. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn-
ing á listaverkum sem voru valin vegna út-
hlutunar listaverkaverðlaunanna Carnegie
Art Award árið 2006. Sýningin endur-
speglar brot af því helsta í norrænni sam-
tímalist. Til 20. ágúst.
Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum
tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð-
astliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna
gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir
og límir saman myndir sem hann hefur
sankað að sér úr prentmiðlum samtímans.
Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem
fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val
verkanna og hefðbundin listasöguleg við-
mið látin víkja fyrir samhljómi þeirra.
Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga
verk á sýningunni sem spannar tímabilið
frá aldamótunum 1900 til upphafs 21.
aldarinnar. Til 17. sept.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
völdum skúlptúrum og portettum Sigur-
jóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánu-
daga kl. 14–17. Kaffistofan er opin á sama
tíma. Tónleikar á þriðjudagskvöldum. Sjá
nánar á www.lso.is
Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri til
27. ágúst. Ljósmyndir frá Austur-Græn-
landi eftir danska ljósmyndarann Ole G.
Jensen. Opið virka daga kl. 9–17. Lau. og
sun. kl. 12–17.
Nýlistasafnið | 47 félagar Myndhöggvara-
félags Reykjavíkur sýna postulínsverk af
ýmsum stærðum og gerðum. Clare Charn-
ley og Bryndís Ragnarsdóttir flytja gjörn-
inginn „Tala“ á myndbandi og gjörningur
La Loko sýnir „Pylsur án landamæra“.
Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Mál-
verkasýning Sesselju Tómasdóttur mynd-
listarmanns til 17. júlí.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til
28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í
Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna
nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í
eigu Safns. Opið mið.–föst. kl. 14–18 og
laug.–sun. kl. 14–17. Aðgangur er ókeypis.
www.safn.is
Saltfisksetur Íslands | Í Saltfisksetrinu
stendur yfir sýning í máli og myndum um
fiskveiðar Portúgala á norðurslóðum.
Þetta er bæði skemmtileg og fræðandi
sýning sem vert er að sjá. Til 10. júlí.
Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr-
anna Sigurðar Guðmundssonar og Krist-
jáns Guðmundsonar.Opið daglega frá kl.
14–21 í sumar.
Sýning Ragnars Jónassonar og Sólveigar
Einarsdóttur í Gallerí Vesturvegg, Skaft-
felli. Á sýningunni má sjá bráðnandi ís úr
plastefni og málverk einungis unnin úr
málningu. Til 6. júlí. www.skaftfell.is
Suðsuðvestur | Heimir Björgúlfsson sýnir
nýtt vídeóverk og collage unna úr ljós-
myndum til 16. júlí. www.sudsudvestur.is
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos/
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða