Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 8 $ 9 :;  !   $% $% 4 4 < = >?     $% &% 4 4 @@ A5?    &% $% 4 4 A5?)/ 8  !   &% &!% 4 4 B@=? >(CD(      $% $% 4 4 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði um 0,11% í gær í 5.442 stig. Svo virðist sem neikvætt samband sé á milli veðurfars og veltu á hlutabréfamarkaði, a.m.k. nam veltan í sólskininu á höfuðborg- arsvæðinu í gær ekki nema 375 milljónum króna. Mest viðskipti voru með bréf Straums-Burðaráss, fyrir 130 millj- ónir en gengi þeirra lækkaði um 1,82%. Gengi bréfa Flögu hækkaði um 4,19%, bréfa Actavis um 0,48% og bréfa Bakkavarar um 0,41%. Krónan styrktist í gær um 1,10%. Lítil velta í sólinni ● GUÐMUNDUR Þór- oddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavík- ur, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort farið verði í samstarf við japanska orkufyr- irtækið J Power. Eins og fram kom í viðtali við Benedikt Höskuldsson, sendifulltrúa sendiráðsins í Japan, í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær hefur japanska fyrirtækið sýnt mik- inn áhuga á samstarfi við Íslendinga í verkefnum á Nýja-Sjálandi og fleiri löndum. Guðmundur segir Orkuveit- una vera til viðræðna um mögulega samvinnu um jarðhitaverkefni. „Þeir vita af okkur og við af þeim,“ segir Guðmundur. OR til viðræðu við jap- anskt orkufyrirtæki ● BÍLAFRAMLEIÐANDINN Ford hefur tilkynnti að 123 milljóna dala tap hafi orðið á öðrum ársfjórðungi vegna minnkandi sölu og kostnaðar við uppsagnir starfsfólks. Bill Ford, forstjóri fyrirtækisins, sagði í yfirlýs- ingu að í lok ársins muni fyrirtækið hafa náð þriðjungi markmiða sinna um að loka fjórtán verksmiðjum og segja upp 25.000 starfsmönnum. Á fyrri helmingi ársins hefur fyrirtækið þannig tapað um 1,3 milljörðum dala, en hagnaðist um 2,16 millj- arða á sama tímabili í fyrra. Fyr- irtækið greiddi starfsmönnum í verk- smiðjum sem verið er að loka 171 milljón dala vegna starfsloka. Minnkandi sala hjá Ford ● STJÓRN Straums-Burðaráss ákvað á fundi sínum á miðvikudag að skipa starfskjaranefnd fyrirtæk- isins. Er það til samræmis við breyt- ingar á hlutafélagalögum, sem taka gildi 1. október nk. Nefndinni ber m.a. að samþykkja starfskjarastefnu bankans varðandi laun og aðrar greiðslur til forstjóra og annarra æðstu stjórnenda, svo og stjórn- armanna. Í starfskjarastefnu þarf einnig að koma fram við hvaða að- stæður og innan hvaða ramma sé heimilt að greiða eða umbuna stjórn- endum og stjórnarmönnum til við- bótar grunnlaunum. Í nefndinni eru þrír stjórnarmenn, þeir Hannes Smárason, Eggert Magnússon og Birgir Már Ragnarsson. Straumur skipar starfskjaranefnd                %! %!!( + ,      , E 3 F (-/"  E /" (  F (-/" 3 (F (-/" 6  3 F (-/" > !' ,/" <&F (-/" F  '  /" ) -1 !'  /" & $'  G $/" 5 /" 5( E< / (/" ;H<  E;  (     I6  < "'  /" J /" - +.  < ! F (-/" #6F $ /" BE  $ EF (-/" 8K/  /" .!! !  /" +  /" /     01  L !   $3" 0 2 3 B@=M *  3 "3  !% % % !!% % % % %  !% % % * % % % !%! % * * * % * * 6 . !  . 3 "3   I   I   I  I   I   I I I I I I  I I I I I I I I I N 4O NI 4O NI 4O I N 4O NI 4O NI 4O N 4O I I I I I NI 4O I I I I I I I I I # $ 3  - $ !  '(*($ !% ) -   " "  " " "  "  " "  " " I "   "  " "  "  I I I  I I                    I                      I   +  - *1," "  #"P/!   <$ 3  -       I     I I I  I I EIMSKIP hefur gengið frá kaupum á 20% hlut í Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasalts- ríkjunum í einkaeigu. Þessi hluti kemur til viðbótar 50% hlut sem Eimskip eignaðist fyrr á árinu og hefur félagið því eignast ráðandi hlut í Kursiu Linija eða 70%. Heildarkaupverð 70% hluts í Kur- siu Linija nemur fimm milljónum evra. Í tilkynningu Avion Group, móð- urfélags Eimskips, kemur fram að Eimskip fjármagni kaupin með eigin fé. Þá eigi Eimskip einnig kauprétt á 30% hlut eftir fjögur ár. Þar sem Eimskip á nú 70% hluta- fjár er Kursiu Linija tekið inn í efna- hag og rekstur Eimskips og þar með Avion Group og kemur inn í reikn- inga Eimskips á fjórða ársfjórðungi eða frá 1. ágúst næstkomandi en uppjörstímabil Eimskips er frá 1. nóvember til 31. október. Kursiu Linija var stofnað árið 1995 og er nú með sex skip í rekstri á þremur siglingalínum, milli Eystra- saltsríkjanna og Póllands og Bret- lands og Benelux-landanna, milli Þýskalands og Kaliningrad í Rúss- landi og milli Þýskalands og Litháen og Svíþjóðar. Eimskip eykur hlut sinn í Kursiu Linija Eftir Berg Ebba Benediktsson og Arnór Gísla Ólafsson BEIN fjármunaeign Íslendinga er- lendis nam rúmum 642 milljörðum króna í fyrra og jókst um 396 millj- arða frá árinu áður eða um 161% og er vafalaust til marks um miklar fjárfestingar og uppkaup íslenskra fyrirtækja erlendis í fyrra. Árið 1998 nam fjármunaeign Íslendinga erlendis aðeins 24 milljörðum króna og hefur því nær 27-faldast á aðeins átta árum. Bein fjármunaeign erlendra að- ila á Íslandi jókst um 98% milli ár- anna 2004 og 2005 en áréttað skal- að flokkun á innlendum og erlendum aðilum miðast við lög- heimili en ekki ríkisborgararétt. Athygli vekur að aðilar eða félög í Belgíu, Lúxemborg, Hollandi og Ermarsundseyjunni Guernsey ráða yfir samtals um 76% beinnar fjár- munaeignar erlendra aðila á Ís- landi en líklegt verður að teljast er að stór hluti eigenda fyrirtækjanna séu íslenskir ríkisborgarar en ekki erlendir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum tölum sem Seðla- bankinn birtium fjármunaeign Ís- lendinga erlendis og erlenda fjár- festingu á Íslandi en bein fjárfesting er þegar fjárfestir á 10% eða stærri hlut í fyrirtæki og telst því hafa stjórnunarleg áhrif á reksturinn. Sé hluturinn minni telst hann aftur á móti til verð- bréfaeignar. Fjárfestingar erlendra aðila aldrei verið meiri Fjármunaeign aðila sem búsettir eru í Hollandi jókst úr 379 millj- ónum árið 2004 í rúma 60 milljarða árið 2005 en það skýrist fyrst og fremst af stofnun eignarhalds- félagsins Exista BV þar í landi en félagið á um fimmtung hlutafjár í KB banka og fjórðung í Bakkavör en bæði félögin eru skráð í Kaup- höll Íslands. Í síðustu viku var greint frá því að fjárfesting erlendra aðila hér á landi í fyrra hafi numið 153 millj- örðum króna og hafi aldrei verið meiri. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis var mest í fyrirtækjum á sviði eignarhalds, hugbúnaðar og annarra viðskipta eða um 36% heildarinnar. Erlendir aðilar áttu annars vegar mest fyrirtækjum á sviði hugbúnaði, rannsókna, eign- arhalds o.þ.h. og svo hins vegar í framleiðslufyrirtækjum eða um 33% í hvorum flokki. Bein fjármunaeign í fyrirtæki samanstendur af hlutdeild í bók- færðu eigin fé þess og hreinni lán- astöðu gagnvart því. Fjárfestir sem veitir lán til dótturfyrirtækis í öðru landi eykur fjármunaeign sína á sama hátt og um hlutafjárframlag væri að ræða. Bein fjármunaeign er metin á markaðsvirði en þar sem fá innlend fyrirtæki í erlendri eigu eru skráð á markaði er enn notast við hefðbundna aðferð þ.e. að meta fjármunaeign á bókfærðu verði. Í tölum Seðlabankans er einnig gerð grein fyrir flæði beinna fjár- festinga Íslendinga erlendis en það nam rúmum 442 milljörðum króna í fyrra. Flæðið getur verið á þrjá vegu, þ.e. í formi hlutabréfa- viðskipta, endurfjárfests hagnaðar og lánaviðskipta. Árið 2004 nam flæðið tæpum 181 milljarði og er munurinn milli ára því 145%. Fjármunaeign Íslendinga erlendis jókst um nær 400 milljarða SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa Glitnis banka á 19,96% af 20% hlut Kaupþings banka í Kred- itkortum hf. fyrr á þessu ári. Kred- itkort hafa umboð og heimild til út- gáfu greiðslukorta tengdum MasterCard og Maestro. Sam- keppniseftirlitið segir að um sé að ræða samruna í skilningi sam- keppnislaga en að ekki hafi komið fram önnur atriði sem bendi til þess að samruninn sé líklegur til að valda röskun á samkeppni. Eftir kaupin á Glitnir 51 % alls hlutafjár í Kreditkortum auk for- kaupsréttar að 3,95% hluta sem enn er í eigu KB banka. Samhliða kaup- unum seldi Glitnir Kaupþingi banka 18,45% af 18,50% hlutafjáreign sinni í VISA Íslandi–Greiðslumiðl- un hf. Kreditkort Samkeppniseftirlitið segist telja að við kaup Glitnis á meginhluta Kaupþings banka í Kreditkortum myndist ekki markaðsráðandi staða á skilgreindum mörkuðum eða að slík staða styrkist. Því sjái það ekki ástæðu til að hafast að vegna sam- runans. Ekki aðhafst vegna kaupa Glitnis á hlut í Kreditkortum Kortaviðskipti Kreditkort hafa umboð fyrir MasterCard og Maestro. Morgunblaðið/ÞÖK velt upp í greininni að OMX gæti runnið saman við sameinað fyr- irtæki Euronext og New York Stock Exchange, en sameining síð- arnefndu fyrirtækjanna tveggja bíður samþykkis hluthafa. Hvað varðar hugsanlegan sam- runa við Kauphöll Íslands segir Böcker að samrunaviðræður hafi hafist á ný eftir að óróleiki fór vax- andi á íslenska hlutabréfamark- aðnum fyrr á þessu ári. SÆNSKA fyrirtækið OMX, sem rekur fjölda kauphalla á Norð- urlöndum og í Eystrasaltslönd- unum, hefur ennþá áhuga á sam- runa við Kauphöll Íslands, að því er Financial Times hefur í gær eftir forstjóra OMX, Magnus Böcker. Segist Böcker vel geta hugsað sér að sjá OMX renna inn í al- þjóðlegt kauphallarfyrirtæki sem ræki kauphallir beggja vegna Atl- antshafsins. Er þeim möguleika Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kauphöllin Eigendur OMX sýna Íslandi enn áhuga varðandi samruna. OMX vill enn sam- runa við Kauphöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.