Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 17
ERLENT
Heilsuvörur á 15% afslætti í júlí
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið virka daga frá kl. 10-18
Lokað á laugardögum í júlí
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
06
Original HeilsukOddi 61cm
-15% verð kr. 8.075,-
millenium HeilsukOddi 64cm
-15% verð kr. 7.990,-
classic HeilsukOddi 55cm
-15% verð kr. 7.565,-
cOmfOrt HeilsukOddi 70cm
-15% verð kr. 7.820,-
ferðasett kOddi Og dýna í tösku
-15% verð kr. 29.900,-
Original ferðakOddi í tösku
-15% verð kr. 3.968,-
sessa 40x42x5 cm
-15% verð kr. 6.301,-
BakstOð 36x36x7 cm
-15% verð kr. 5.987,-
Hálskragi
-15% verð kr. 4.847,-
svefngríma
-15% verð kr. 1.713,-
Bakstuðningur 68x40x7 cm
-15% verð kr. 7.900,-
alHiða-HeilsukOddi 50cm
-15% verð kr. 5.367,-
BÚDDAMUNKAR báðu fyrir heilsu Bhumibol Adulya-
dej Taílandskonungs í Suthet-musterinu í Bangkok í
gær. Bhumibol konungur er 78 ára gamall, en hann
hefur árum saman þjáðst vegna þrengingar í mænu-
göngum, eða sjúkdóms sem gengur undir nafninu
mænuþröng. Því hugðust skurðlæknar freista þess í
gær að losa um þrýsting í göngunum, en Bhumibol hef-
ur setið lengst allra núlifandi krýndra þjóðhöfðingja í
heiminum, eða samfellt í yfir 60 ár. Konungurinn nýtur
mikilla vinsælda í Taílandi og hyllti mikill mannfjöldi
hann fyrir utan sjúkrahúsið þar sem aðgerðin verður
framkvæmd.
AP
Biðja fyrir konungi Taílands
MEIRA en helming vefsíðna sem til-
kynnt er um að innihaldi barnaklám
má rekja til Bandaríkjanna, að því er
fram kemur í nýrri skýrslu Internet
Watch Foundation, IWF, breskrar
stofnunar sem sérhæfir sig í eftirliti
með vefsíðum. Ástæðan fyrir fjölda
slíkra vefsíðna í Bandaríkjunum er
fyrst og fremst sú að þar er mest
netumferð í heiminum, að því er
fram kemur á vef breska ríkisút-
varpsins, BBC.
Þannig fundu eftirlitsaðilar IWF
um 2.500 vefsíður sem hýstar voru í
Bandaríkjunum sem innihéldu ólög-
legar myndir af börnum. Á fyrstu
sex mánuðum þessa árs tilkynnti
IWF um 14.000 tilvik þar sem grun-
ur lék á að um slíkar síður væri að
ræða, sem er 24 prósent aukning frá
árinu á undan. Um 5.000 þessara
síða innihéldu barnaklám og voru
730 hýstar í Rússlandi.
Skýrsla IWF vekur spurningar
um eftirlit með ólöglegum vefsíðum,
en í henni kemur meðal annars fram
að sumar síður sem innihalda barna-
klám hafi verið aðgengilegar í allt að
fimm ár, þrátt fyrir að tilkynnt hafi
verið um þær til yfirvalda.
Frumvarp gegn barnaklámi
Þar er einnig tiltekið dæmi af síðu
með barnaklámi sem tilkynnt hefur
verið um 96 sinnum frá árinu 1999.
Aðstandendur síðunnar hafa hins
vegar komið í veg fyrir að henni væri
lokað með því að skipta um hýsing-
araðila í Bandaríkjunum og Rúss-
landi á tveggja daga fresti.
Alberto Gonzales, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, tilkynnti í apr-
íl frumvarp sem á að skylda hýsing-
araðila til að tilkynna um vefsíður
með barnaklámi, en að auki hafa
nokkrar stærstu fjölmiðlasamsteyp-
ur landsins tekið höndum saman
gegn slíkum síðum.
Um 5.000 síður
með barnaklám
Mogadishu. AP. | Eþíópískar hersveit-
ir fóru til bæjarins Badoia í Sómalíu í
gær og settu þar upp búðir, nálægt
heimili bráðabirgðaforseta landsins.
Talsmaður stjórnvalda í Eþíópíu
sagði að tilgangurinn væri að verja
bráðabirgðastjórn Sómalíu gegn ísl-
amistum sem höfðu náð smábæ ná-
lægt Badoia á sitt vald.
Vonast er til að aðgerðir Eþíópíu-
manna greiði fyrir friðarviðræðum
sem vonast er til að hefjist á morgun.
Sumir óttast hins vegar að bardagar
blossi upp milli uppreisnarmanna og
eþíópískra hersveita. Íslamistar
sögðust í gær ætla að færa herlið sitt
frá Badoia og að ekki stæði til að ráð-
ast á bæinn.
Suðurhluti Sómalíu er að mestu á
valdi íslamista.
Eþíópískt herlið
sent til Sómalíu