Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 19 MINNSTAÐUR AKUREYRI 20% Sætúni 4 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. ÍSLANDS MÁLNING Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum Sími 517 1500 4 Húsin í Innbænum | Stefán Hall- grímsson hefur opnað sýningu á vatnslitamyndum í Læknastofum Akureyrar, Hofsbót 4. Alls eru þar til sýnis 20 myndir, en að auki er þar að finna möppu með teikningum af húsum í Innbænum. Stefán byrjaði að mála fyrir fimm árum, „ég vissi ekki að ég gæti þetta,“ segir hann, en hann sótti vatnslitanámskeið á Reykjalundi og komst þá að hinu gagnstæða; að hann gæti málað. Stefán kveðst dunda sér við mynd- list yfir vetrarmánuðina, en að sumrinu á garðurinn hug hans allan. Sýningin stendur yfir fram á haust, eða til mánaðamóta ágúst og sept- ember.    „VIÐ viljum gjarnan skoða það gaumgæfilega hvað er að gerast í þessum landshluta,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir starfandi bæjar- stjóri á Akureyri. Á fundi bæjarráðs í gær var fjallað um erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en það hafði óskað eft- ir upplýsingum um stærstu fram- kvæmdir á vegum Akureyrarbæjar. Fram kemur í bókun ráðsins að ljóst sé að framkvæmdir á vegum bæjar- ins haldist í hendur við ört vaxandi bæjarfélag og þá nauðsynlegu og öfl- ugu grunngerð sem íbúar í nútíma- samfélagi gera. „Bæjarráð tekur undir þau skila- boð ríkisstjórnarinnar að það þurfi allir að leggjast á eitt til að sporna við þensluáhrifum og því vill bæjarráð sýna aðhald í verki. Bæjarráð leggur áherslu á að aðgerðir til að draga úr þenslu í hagkerfinu eru nauðsynleg- ar en verða að beinast að þeim svæð- um sem búa við þenslu,“ segir í bók- un bæjarráðs Akureyrar. Sigrún Björk segir að niðurskurður á fram- kvæmdum ríkisins, sem nú hefur verið gripið til svo sporna megi við þenslu, bitni hart á Norðlendingum, sem og einnig Vestfirðingum. Lang- mesti niðurskurðurinn sé á þessum landsvæðum. Hún bendir á að ástæð- ur þenslu í hagkerfinu sé fráleitt að finna á Norðurlandi, „við finnum ekki fyrir þessum þensluáhrifum hér í þessum landshluta,“ segir hún. Ákvörðun um frestun bráð- nauðsynlegra framkvæmda verði endurskoðuð Sigrún Björk telur nauðsynlegt að nú þegar ríkið frestar framkvæmd- um verði hlutirnir metnir í heild og sú ákvörðun að fresta bráðnauðsyn- legum aðgerðum, samgöngubótum sem og endurbótum á fangelsi verði endurskoðuð. Þær framkvæmdir sem fyrirhugað var að fara í nú í sumar eða ár á Ak- ureyri eru m.a. endurbætur á fang- elsinu sem kosta um 200 milljónir króna og eins lagfæringar á Akur- eyrarflugvelli, malbikun og endur- nýjun flughlaðs. Áætlaður kostnaður vegna þess nemur um 55 milljónum króna. Að auki var fyrirhugð vega- gerð, einkum á norðausturhorni landsins. Framkvæmdir fyrir um einn milljarð á ári Í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum hjá Aðalsjóði sem nema um það bil einum milljarði króna á ári. Fara þarf yfir fram- kvæmdaáætlun á þessu ári og á árinu 2007 og meta hvaða verkefnum kæmi til greina að fresta. Í bókun bæjarráðs er þess getið að við opnun tilboða í menningarhús ný- verið var ákveðið að taka frávikstil- boði sem mun lengja verktímann um fjóra mánuði og þegar hefur verið tekin ákvörðun af Fasteignum Ak- ureyrarbæjar um frestun viðhalds- verkefna hjá Oddeyrarskóla. Bæjarstjórar hittast í ágúst Sigrún Björk segir að verið sé að fara yfir málin í heild hvað fram- kvæmdir á vegum bæjarins varðar og þá vilji menn einnig sjá viðbrögð fulltrúa stærstu sveitarfélaganna á suðvesturhorni landsins. Bæjar- stjórar munu að sögn Sigrúnar Bjarkar hittast á fundi um miðjan ágúst, fara yfir stöðu mála og ráða ráðum sínum. Bæjarráð vill að allir leggist á eitt við að sporna gegn þensluáhrifum Aðgerðir verða að beinast að svæðum sem búa við þenslu Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Eyjafjarðarsveit | Bræðurnir í Garði í Eyjafjarðarsveit, þeir Að- alsteinn og Garðar Hallgrímssynir hafa byrjað framkvæmdir við bygg- ingu á einu stærsta fjósi landsins. Gert er ráð fyrir 136 básum fyrir mjólkandi kýr og 105 básum fyrir geldneyti og geldar kýr eða samtals 241 bás. Þá er gert ráð fyrir stíum fyrir allt að 68 gripi í uppeldi, þann- ig að alls verða yfir 300 gripir í fjós- inu. Í því verða tveir mjaltaþjónar. Alls er byggingin um 2.050 fer- metrar. Þeir bræður sýna mikinn stórhug með þessum framkvæmdum og finnst þetta mjög spennandi verk- efni. „Við förum út í þetta í fyrsta lagi af því gamla fjósið er orðið gamalt, úrelt og of lítið fyrir tvær fjöl- skyldur, en í nýja fjósinu verður öll nýjasta tækni sem er mjög vinnu- sparandi og vinnan verður miklu léttari á öllum sviðum,“ segir Að- alsteinn og leggur áherslu á að svo stórt sé byggt vegna þess að tvær fjölskyldur komi að búrekstrinum. „Svo finnst mér slæmt hvað margir hafa hætt og búskapurinn dregist saman í þessu leyfi ég mér að segja blómlegasta landbúnaðarhéraði landsins og við viljum reyna að sporna við þeirri þróun af fremsta megni. Þá ætti stærðarhag- kvæmnin að gera okkur betur í stakk búna að takast á við innflutn- ing og lækkandi verð á afurðum,“ bætir hann við. Stefnt er að því að taka bygginguna í notkun fyrir jól. Framleiðslugeta slíkrar einingar gæti orðið um ein milljón lítrar mjólkur á ári. Byggja eitt stærsta fjós landsins Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Stórhuga Bræðurnir í Garði í Eyjafjarðarsveit, Aðalsteinn og Garðar Hall- grímssynir, eru byrjaðir á að reisa eitt stærsta fjós landsins á jörð sinni. Nýtt útboð | Ekkert tilboð barst fyrir auglýstan opnunartíma útboðs í smíði fjölnotahúss í Hrísey. Eftir að útboðstíminn var liðinn hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á verkinu. Í ljósi aðstæðna beinir bæjarráð því til Fasteigna Akureyrarbæjar að verkið verði boðið út að nýju sem fyrst. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.