Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lillian AnneliseGuðmundsdóttir (fædd Olesen) fædd- ist 2. mars 1934. Foreldrar hennar voru Inger Rigmor og Jeppe Nilsen Ole- sen sem bæði eru látin. Systkini henn- ar eru Ketty Larsen, búsett í Esbjerg, Bjarne, búsettur í Esbjerg, Eigil Mart- in Steen Rossen, bú- settur hér á landi, og Knud Erik Ros- sen, sem er látinn. Lillian var fædd í Middelfart á Fjóni, en fluttist til Esbjerg með foreldrum sínum og ólst þar upp. Lillian fluttist til Íslands tvítug að aldri eftir að hafa kynnst eft- irlifandi eiginmanni sínum, Þor- varði A. Guðmunds- syni, sem þá var við nám í Danmörku. Þau giftust 17. júní 1955. Börn þeirra eru: Súsanna, f. 1956, gift Atla S. Grétarssyni og eiga þau fjögur börn; Björgvin, f. 1957; Guðmundur Aðal- steinn, f. 1960, kvæntur Vilhjálmi J. Guðjónssyni sem á eina dóttur; Aðal- björg, f. 1963, í sam- búð með Sigurði Gíslasyni og eiga þau þrjú börn, og; Bylgja, f. 1968, í sambúð með Sveini Þorsteins- syni og eiga þau sex börn. Lillian Annelise verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma mín, nú ertu horfin okkur héðan af jörðu. Þessu vorum við engan veginn viðbúin. Þar sem pabbi gengur með ólæknandi sjúk- dóm vorum við kannski ekki nógu vakandi yfir þinni líðan. Þú varst nú líka mjög dugleg og þrjósk, þú þurftir ekki aðstoð og gast allt ein. Nema að keyra bíl, það kom bara ekki til greina. Þrátt fyrir það endurnýjaðir þú alltaf ökuskír- teinið þitt og varst alltaf með það í vasanum þegar þú fórst út. Þetta var eitthvað sem þú varst búin að ein- setja þér. Þú skyldir ekki keyra nema sem aðstoðarbílstjóri hjá pabba, hafa stjórn á hraðanum hjá honum, sjá til þess að hann héldi um- ferðarreglurnar og sjá líka til að hann færi nú örugglega stystu leið- ina. Ég veit að mamma óskaði þess innilega að fjölskylda hennar á Ís- landi héldi áfram að hafa samband við ættingjana í Danmörku eftir að hún væri horfin á braut. Nú þegar mömmu nýtur ekki lengur við verð- um við öll að gera það sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sam- heldni innan fjölskyldunnar, en þar lék mamma ævinlega lykilhlutverk- ið. Annaðhvort verðum við hér að bæta okkur í dönskunni eða þau í Danmörku að læra íslensku! Já, mamma mín, það er ótrúlegt og sárt að hugsa um það að við sjáum þig ekki aftur hér á jörðu og þá hugsar maður: Af hverju sagði ég ekki oftar hversu vænt mér þykir um þig og hvað þú gerðir mikið ómetanlegt fyrir okkur systkinin. Ég lofa því að hugsa vel um pabba fyrir þig og það er einlæg trú mín að þið sameinist á ný að lokum, elsku mamma. Ég kveð þig með miklum trega, elsku mamma, Þín dóttir Súsanna. ,,Guð veit betur, Bói minn!“ Þessi huggunarorð Lónu, yfirkokksins okkar í Suður Afríku, þegar tíðindin bárust til okkar, koma upp í huga minn núna þegar ég sest niður og rita þessi minningarorð um elsku- lega móður mína sem varð bráð- kvödd mánudaginn 10. júlí sl. Mamma var ekki allra, sterk og ákveðin eins og hún var. En hvort sem hún vildi eður ei var hún alltaf miðdepillinn í öllu alls staðar þar sem hún kom og sennilega átti hún sér fleiri vini og aðdáendur en hún kærði sig um að vita. Stóra ást hennar í lífinu var pabbi. Hugrökk fylgdi hún hjartanu sínu aðeins tvítug að aldri. Hún yfirgaf fjölskyldu sína og heimaland og kom „í rigninguna og rokið á Íslandi með Gullfossi,“ eins og hún sjálf orðaði það. Mamma varð þrátt fyrir fyrstu kynni af landi og þjóð íslenskari en allt sem íslenskt er, en bar samt arf- leifð sína greinanlega í töluðu ís- lensku máli. Pabbi hét t.d. alltaf Varri hjá henni (Varði). Oft hentum við gaman að mismælum hennar og hafði hún sjálf gaman af því enda var hún mikill húmoristi. Leið mömmu og pabba lá vestur til Stykkishólms þar sem þau byggðu fjölskyldunni öryggi og skjól. Pabbi segir sjálfur um uppeldi okkar barnanna: ,,Hún mamma ykkar ól ykkur ein upp! Ég var alltaf í vinnunni.“ Hreinskiptni og einlægni eins og hennar við pabba og okkur börnin er vandfundin í samskiptum fjöl- skyldna. Ef við báðum hana t.d. um eitthvað, var svar hennar alltaf fólg- ið í sömu spurningunni, ,,ertu búin (n) að spyrja hann pabba þinn?“ Þetta var hennar leikur til að tryggja að samræmi væri í svörum hennar og pabba. Við syrgjum stolta móður. Stolta af börnum sínum, eiginmanni og heimili. Hún var gagnrýnin á okkur fjölskylduna og gerði kröfur, en vara skyldi sig sá sem gagnrýndi eitt- hvert okkar í hennar áheyrn. Til marks um uppeldishætti foreldra okkar fór fram atkvæðagreiðsla árið 1976 um það hvort búa skyldi áfram í Stykkishólmi ellegar flytja ,,suður“ eins og sagt var þá eins og nú. Atkvæðin féllu mömmu í óhag. Hún var sú eina sem vildi áframhald- andi búsetu í Hólminum. Leið okkar lá því fyrst í Garðabæ, síðar í Hafn- arfjörð og að lokum hingað til Reykjavíkur. Með tímanum flugum við börnin úr hreiðrinu hvert af öðru í réttri aldursröð eins og tíðkast. Makar okkar barnanna og börn bættust í fjölskylduna. Ömmuhlut- verkinu sinnti hún með prjónaskap, bakstri, kökuuppskriftum og öllu því sem ömmur gera. Söknuður mömmu eftir flutning- inn frá Stykkishólmi dvínaði með ár- unum. Samt saknaði hún ævinlega vina sinna þar. Styrk mömmu verður best lýst í umhyggju hennar fyrir pabba sem fór í hjartauppskurð til Ameríku árið 1981 ásamt Kristjáni lækni, og í lungnauppskurð árið 2000. Síðustu jól fékk svo elsku pabbi enn ein slæm tíðindi, hann greindist með ólæknandi krabbamein. Enn eina ferðina var það mamma sem hvatti hann til dáða og styrkti í einu og öllu, enda hef ég ávallt lýst for- eldrum mínum með þessum orðum, þau eru búin að vera saman í 53 ár og eru enn jafnástfangin og þegar þau kynntust! Missir okkar fjölskyldunnar og vina mömmu er mikill þrátt fyrir að vera dálítið óraunverulegur ennþá. Mestur er þó missir elsku pabba sem hefur ekki bara misst ástina sína heldur jafnframt sálufélaga. Mamma kvaddi eins og hennar var von og vísa. Heima og í örmum pabba. Mánudaginn 10. júlí sl. fór hún að venju á fætur og eins og alla daga var hugur hennar hjá pabba. Án nokkurs fyrirvara mætti hún óhrædd örlögum sínum og kvaddi þetta jarðneska líf. Elsku pabbi, Guð gefi þér styrk til að mæta þeirri framtíð sem nú bíður þín án mömmu. Fari hún í Guðs friði og hafi þökk fyrir allt og allt. Kæru Ketty, Bjarne og Gille, þið saknið líka ykkar traustu og kæru systur. Hugur okkar Villa er hjá ykkur og ykkar fjölskyldum og vin- um í Danmörku. Guðmundur Aðalsteinn. Elsku tengdamamma, það er erf- itt að sætta sig við þá staðreynd að þú sért látin, þar sem engin merki voru um að þú værir á förum. En á sama tíma er mikið þakklæti í huga mínum að hafa fengið að kynnast þér. Á sorgarstundu hellast minn- ingarnar yfir og er útilokað að gera þeim skil í stuttu máli. Okkar leiðir lágu saman fyrir um 17 árum er við Súsanna fórum að vera saman. Frá fyrsta degi tókst þú mér opnum örm- um og bar aldrei skugga á vináttu okkar. Það er erfitt að lýsa þér með orðum enda stórbrotin manneskja, húmoristi að dönskum hætti, mikill prakkari, mannþekkjari af guðs náð, hreinskiptin, listakokkur og síðast en ekki síst traustur og góður vinur. Betri ömmu gátu barnabörnin ekki fengið, svo áhugasöm um velferð þeirra. Sorgin er mikil hjá þeim og sakna þau ömmu mikið. Síðustu árin hafa verið mjög erfið hjá þér og Varða vegna veikinda hans og annarra í fjölskyldunni. En einhvern veginn stóðst þú alltaf eins og klettur í öllum áföllunum sem dundu á fjölskyldunni þannig að við fylgdumst kannski ekki nógu vel með þinni líðan. Ég er þakklátur fyrir alla hjálpina sem þú og Varði veittuð okkur Sú- sönnu og börnunum í veikindum Sú- sönnu, án ykkar er ég ekki viss um að ég hefði getað staðist álagið sem var á þeim tíma. Takk, elsku tengda- mamma, fyrir alla hjálpina. Ég á eft- ir að sakna allra stundanna sem við áttum saman á Dalbrautinni, það var alltaf gott að koma til ykkar Varða og fá kaffibolla í erli dagsins. Nú er komið að þeirri kveðjustund sem hvorugt okkar stjórnar og er ég full- ur af þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, Súsönnu og börnin okkar. Elsku Lillian, ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að vera tengdasonur þinn og vinur. Hvíl í friði. Kære Kitty, Bjarne, Eigil og andre i familien i Danmark sender jeg en venlig deltagelse. Elsku Varði, Súsanna, Björgvin, Bói, Abba, Bylgja og ömmubörn megi góður guð styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Þinn tengdasonur Atli S. Grétarsson. Skjótt skipast veður í lofti. Það var 10. júlí kl. 17.30 að hringt er í mig. Það var konan mín, hún var mjög alvarleg, döpur og meyr, sem ekki er líkt henni því hún er mjög kát og glöð að eðlisfari. Ég vissi strax að eitthvað væri að. Hún segir: „Mamma er dáin.“ Konan mín, yngsta dóttir Lillian og Varða, var foreldrum sínum ákaflega náin og í stöðugu sambandi við mömmu sína hvern einasta dag. Allt í einu var mamma hennar búin að kveðja í hinsta sinn okkur öllum að óvörum, hún sem alltaf var svo hraust og sterk. Öllum börnunum hennar, barnabörnum og tengdabörnum þótti vænt um hana á sinn hátt sem við sýnum meðal annars með traust- um fjölskyldutengslum sem og af- skiptum af okkar nánustu vegna þess að okkur er ekki sama um hvert annað. Það er búið að ganga á ýms- um veikindum í fjölskyldunni og allt- af stóð hún sína plikt eins og klettur, traust og trú sínum, bar áhyggjur þeirra fyrir brjósti sér og mátti eng- inn vera óréttlátur í garð annars svo hún heyrði þá tók hún upp hanskann fyrir hann og það gerði hún hvað mig snerti. Réttlætiskenndin, umhyggj- an og samúðin var ævinlega til stað- ar og þannig var það hvað mig og mína varðaði. Hún var vinur vina sinna og vinur í raun. Það sannast alltaf máltækið eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það voru sterk tengsl á milli okkar og vorum við oft með líkar skoðanir, einnig sameiginlegt áhuga- mál, gróðurinn. Hún var alltaf góð við mig, dóttur sína og börnin okkar og sýndi það á sinn hátt. Hún var listagóður kokkur og rauðkálið sem hún gerði er alltaf haft við hátíðlegar stundir í fjölskyldunni og verður alltaf og allur matur sem hún gerði var lostæti. Bakari var hún af al- kunnri snilld og var allur bakstur hennar eftirsóttur og fékk yngsta dóttir hennar þetta í arf. Handverks- kona var hún af bestu gerð, lopa- peysurnar, húfurnar, vettlingarnir og sokkarnir svo ekki sé minnst á listaverkið sem hún gerði, útsaum- inn „Drottinn blessi heimilið“ sem tengdapabbi rammaði inn og prýðir heimili mitt. Vart er hægt að gefa börnum sínum betra veganesti en trú, kærleika og vegsemd, mun á réttu og röngu og að virða náung- ann. Enda hefur þeim öllum farnast vel með það sem þau hafa tekið sér fyrir hendur og uppskriftin að því er góðir foreldrar. Elsku tengdamamma, megi algóð- ur Guð varðveita og blessa minningu þína og ég þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem ég og mín fjölskylda áttum með þér. Megi al- góður guð Jesú Kristur styðja og styrkja elsku tengdapabba í sinni sorg af sínum mikla missi sem og okkur öll hin. Þau hjónin voru alltaf afar náin og góðir vinir í sinni sam- búð og studdu alltaf hvort annað í gegnum súrt og sætt. Elsku Lillian, þú skilur eftir þig stórt skarð sem aðeins verður fyllt í fyllingu tímans og þá af börnum, barnabörnum og öðrum afkomend- um þínum sem þú varst alltaf stolt af. Guð blessi minningu þína, tengdamamma, mamma og amma, og vari hún að eilífu. Ó, Drottinn veit þú okkur þína guðs bless- un og tak þú opnum örmum þínum á móti guðsbarni þínu. Veit þú náð og blessun í Jesú nafni þínu. Í blindgötu lífsins leiðir þú mig og kærleika í lífi mínu gæðir. Um götur og stræti leiðir þú mig og lífs míns ætíð gætir. Amen. Sveinn Þorsteinsson. Elsku amma. Það var skrýtið að koma til afa í síðustu viku og sjá hann sitja einan við gluggann ykkar og sjá stólinn þinn ekki á sínum stað. Fyrir okkur barnabörnin, sem erum að upplifa dauðann í fyrsta skipti, var þetta óraunverulegt, skrýtið að þú skyldir ekki vera þarna til að heilsa upp á okkur eins og vanalega. En svona er víst lífið, við höfum auðvitað kynnst erfiðum tímum áð- ur, eins og í veikindum mömmu, en það var allt öðruvísi, við fengum aldrei að sjá mömmu okkar þegar hún var sem veikust. Það var því mjög erfitt fyrir okkur að sjá þig í kistulagningunni, þetta var raun- verulegt, þú varst farin frá okkur og afi sem alltaf, alltaf er svo glaður, situr einn eftir og við sjáum að hann er aðeins hálfur maður. Þú fylgdir okkur í gegnum fyrstu árin, allt frá fyrstu skrefum Þor- varðar yngri í Munaðarnesi, sást til að Anna Lilja og Gréta Sjöfn sökn- uðu mömmu sinnar ekki jafn mikið í veikindum hennar og Sigríði frá því að þú fyrst komst að því að þú hafðir eignast nýtt ömmubarn. Nú verðum við að fóta okkur sjálf, fóta okkur með afa og fjölskyldunni, án þín. Við hugsum til þín með hlýju í hjarta og ást og vitum að þér líður vel, þú sért stolt af ömmubörnunum þínum og vakir yfir okkur í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur í fram- tíðinni. Elsku amma, við söknum þín svo mikið, Þín ömmubörn, Þorvarður Atli, Sigríður Ósk, Anna Lilja og Gréta Sjöfn. Dagur var kominn að kvöldi hinn 10. júlí. Síminn hringdi og okkur barst fregnin um að Lillian vinkona okkar hefði orðið bráðkvödd. Okkur setti hljóð og tár læddust niður kinnarnar. Hugurinn reikaði til baka. Við komum til Stykkishólms árið 1970 eftir áralanga dvöl erlendis. Fljótlega kynntumst við góðu fólki, þar á meðal Lillian og Varða, og upp frá því þróaðist vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á. Börnin okkar voru á líkum aldri og urðu einnig góðir vinir. Lillian var dönsk og gædd þeirri léttu lund og góða skopskyni, sem einkennir Dani. Hún bjó í Esbjerg, þegar hún og rauðhærður skipa- smiður frá Stykkishólmi felldu hugi saman. Saman hafa þau gengið ævi- stíginn og saman hafa þau þolað súrt og sætt. Lillian varð góður Íslendingur og manni sínum frábær eiginkona og frábær móðir barnanna fimm. Skipasmiðurinn rauðhærði er löngu orðinn hvíthærður. Hann hef- ur lengi barist við erfiðan sjúkdóm. Lillian hefur staðið við hlið hans og stutt hann með ráðum og dáð. Og nú hefur hún verið hrifin á brott. Henni fylgja okkar bestu óskir á nýjum leiðum. Við biðjum himnaföðurinn að veita Varða og börnunum styrk. Grétar Fells yrkir um látna vin- konu, og viljum við gera orð hans að okkar: Í návist þinni var náðarsjóður. Í návist þinni var heimurinn góður. Þetta er mín kveðja og þakkaróður. Inger Hallsdóttir, Kristján Baldvinsson. Í dag er ég dapur, af hryggum hug minnist ég Lilian. Þú og Varði hafið í gegnum allt mitt líf verið bestu vinir mömmu og pabba, og nú ert þú, Lili- an, horfin til austurs. Ég á margar og eingöngu góðar minningar frá ykkar heimili og lífi, enda var það í gegnum alla ævina mitt annað heimili, þið staðgenglar minna eigin foreldra, og það voruð þið sannarlega alltaf. Ykkar börn voru fyrir mér systkini. Þótt árin séu mörg liðin frá ég var þar síðast, þá vissi ég alltaf af ykkur. Í mínum huga var jafn mikilvægt að þið samþykktuð mína yndislegu konu og að fá samþykki mömmu og pabba. Ég var stoltur af því sem sálfræð- ingur á Jótlandi að skilja jóskuna, sem þú ólst upp við, Lilian, að skynja fegurð þíns flata föðurlands, að sjá Norðursjó. Á sama hátt gat maður skynjað hið jóska í þér, hlédrægnina, ásamt hárbeittri kímnigáfu í bland við djúpa hlýju og virðingu fyrir samferðamönnunum. Ég þakka þér, Lilian, fyrir allan kærleikann sem þú og Varði alltaf veittuð mér, allt atlætið. Elsku Varði, börn og barnabörn, ykkar missir er mikill, ég samhrygg- ist ykkur öllum og græt með ykkur. Gangið á Guðs vegum, Guð blessi áframhaldandi för þín, Lilian. Kveðja frá Ásdísi Hörpu. Elías Kristjánsson, Holstebro, Danmörku. LILLIAN ANNELISE GUÐMUNDSDÓTTIR Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN SIGHVATSSON bóndi á Höfða í Dýrafirði, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðviku- daginn 19. júlí, verður jarðsunginn frá Mýrakirkju laugardaginn 22. júlí kl. 11.00. Sighvatur J. Þórarinsson, Kristín Á. Arnórsdóttir, Þóra M. Þórarinsdóttir, Gunnar Sigurjónsson, barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.