Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það liggur nokkuð ljóst fyrir hver verður í Adamshlutverkinu í hinni nýju Paradís Fram- sóknarflokksins, en enn er óráðið hver fær Evurulluna. Aðgerðir til aðfækka sílamávi áhöfuðborgar- svæðinu hafa verið hertar í kjölfar þess að umhverf- isráð Reykjavíkur sam- þykkti tillögu þess efnis. Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar, formanns umhverfisráðs, er ekki stefnt að því að skjóta ákveðinn fjölda máva til viðbótar við það sem venjulega hefur verið gert á ári hverju. „Í sjálfu sér er ekki hægt að nefna neinar ákveðnar tölur í þessu samhengi. Markmiðið er einfaldlega að ráðast af auknum krafti í aðgerðir til að fækka máv- inum því að stofninn er orðinn stærri, að minnsta kosti sækir hann meira inn til Reykjavíkur,“ segir Gísli Marteinn. Mávastofninn hefur verið grisj- aður á ári hverju um nokkur þús- und fugla og ætlunin er að fækka enn frekar í stofninum á þessu ári. „Við erum ekki með neitt loka- takmark í þessum efnum, eins og að útrýma mávinum. Mávurinn er hluti af okkar lífríki en borgaryf- irvöld bregðast auðvitað við þegar stofninn hefur stækkað eins mikið og hann hefur gert að undanförnu því þá er hann farinn að raska líf- ríkinu sem við höfum hérna og valda fólki verulegum óþægind- um,“ segir Gísli Marteinn. Kvört- unum vegna máva í hverfum borg- arinnar hefur fjölgað verulega á undanförnum mánuðum. Hvenær lýkur átakinu? „Átakið stendur yfir í sumar og því lýkur við sumarlok en við er- um þegar farin að sjá árangur. Við þurfum að sjá til með það næsta vor hvort við þurfum að taka upp þráðinn aftur,“ segir Gísli Mar- teinn. Mávarnir koma hingað til lands um mánaðamótin febrúar og mars og halda til Miðjarðarhafs- ins og Norðvestur-Afríku á haust- in. „Stundum er farið í aðgerðir í hreiðrum, en það var ekki gert núna, nú er fyrst og fremst verið að skjóta mávinn. Samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu eru að velta þessu vandamáli fyrir sér og hvað sé hægt að gera til lengri tíma til þess að sporna við þessu. Þau hafa meðal annars verið að skoða aðgerðir í hreiðrum og hugsanlegt er að gripið verði til þeirra á næsta ári.“ Gísli Marteinn bendir á að ár- angur aðgerðanna nú, þar sem fuglinn sé skotinn, sé tvíþættur. Það fækki í stofninum í heild auk þess sem fælingarmáttur aðgerð- anna sé ótvíræður þar sem máv- arnir séu skynsemisskepnur og sæki síður á þá staði þar sem skot- ið hefur verið á þá áður. Erfitt sé að meta hve miklu fleiri fugla þurfi að skjóta en í venjulegu ári til að losna við mávinn úr borginni og fælingarmátturinn hafi meðal annarra þátta áhrif á stefnumót- unina í þessum efnum. Hugsan- lega hafi hertar aðgerðir slíkan fælingarmátt að mávarnir fari einfaldlega og þá sé markmiðinu náð í sjálfu sér og óþarft að skjóta fleiri fugla. Mávaveiðarnar ólöglegar Dýraverndarsamband Íslands hefur sent borgarráði Reykjavík- ur bréf og óskað eindregið eftir því að borgarstarfsmenn hætti að skjóta máva innan borgarmark- anna og á almannafæri eins og nú sé gert. Vísar sambandið til vopnalaga nr. 16/1998 en þar segir m.a. í 21. gr. að sá sem fari með eða noti skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Segir enn fremur í lagagreininni að óheimilt sé að bera skotvopn á almannafæri og að ekki megi hleypa af skoti á vegi, yfir veg, úr ökutæki, á al- mannafæri eða annars staðar þar sem hætta geti stafað af, nema nauðsyn krefji. Síðan segir orðrétt: „Ekki hef- ur verið sýnt fram á að það sé nauðsyn á því að grípa til slíkra óyndisúrræða að stunda máva- veiðar á almannafæri og fugla- fræðingar hafa eindregið mót- mælt þessari aðför að mávunum. Formaður Fuglaverndarfélags Ís- lands, Jóhann Óli Hilmarsson, hefur harðlega gagnrýnt þá ákvörðun borgaryfirvalda að fara í hertar aðgerðir gegn sílamávum bara af því þeir valdi ónæði. Krist- inn H. Skarphéðinsson, dýravist- fræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un, tekur undir þá gagnrýni og segir að ekkert hafi verið rann- sakað hversu skaðleg áhrif síla- mávurinn hafi á líf andanna í borginni né heldur hvort hann beri smitsjúkdóma. Auk þess má benda á að fyrir 15 árum fór fram rannsókn á vegum veiðistjóraembættisins á því hvernig fækka mætti sílamávum og var niðurstaðan sú að stofninn væri svo stór að skjóta þyrfti tugi þúsunda um ókomin ár ef fækka ætti í stofninum með þeim hætti og var fallið frá þeirri ákvörðun að reyna að útrýma sílamávum með skotárásum.“ Í bréfinu segir að það athæfi starfsmanna á vegum Reykjavík- urborgar að bera skotvopn á al- mannafæri og hleypa skotum úr þeim án þess að nauðsyn krefji hljóti að teljast gróft brot á ákvæðum vopnalaga. Jafnframt setji óhug að mönnum að slíkt skuli eiga sér stað innan um al- menning í borginni. Fréttaskýring | Grisjun sílamávastofnsins heldur áfram á höfuðborgarsvæðinu Aðgerðir gegn mávi hertar Dýraverndarsamband segir aðgerðir ónauðsynlegar og þar með ólöglegar Ætlunin er að fækka enn frekar í sílamávastofninum  „Við erum ekki með neitt loka- takmark í þessum efnum, eins og að útrýma mávinum. Mávurinn er hluti af okkar lífríki en borg- aryfirvöld bregðast auðvitað við þegar stofninn hefur stækkað eins mikið og hann hefur gert að undanförnu því þá er hann far- inn að raska lífríkinu sem við höfum hérna og valda fólki veru- legum óþægindum,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur. Eftir Jóhann M. Jóhannsson johaj@mbl.is Aukahlutapakki fylgir með í júlí á meðan birgðir endast. Upphækkun, heilsársdekk og 16” álfelgur. Júlípakki: 180.000 kr. STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl, fjórhjóladrif, hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti í sætum (PLUS), hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk loftkæling (PLUS), kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga (LUX), aðgerðastýri (LUX) og leðurinnrétting (LUX). Þrír bílar í einum. 2.590.000 kr. www.subaru.is Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Subaru Forester er mun öflugri en margir stærri jeppar en samt lipur og léttur í akstri líkt og fólksbíll. Forester var valinn dráttarbíll ársins í Hollandi og hentar því vel fyrir fellihýsi og tjaldvagna. Í Rússlandi var hann valinn jepplingur ársins og bíllinn með minnstu bilanatíðnina í Þýskalandi. Á Íslandi er hann ódýrasti sjálfskipti jepplingurinn á markaðnum í dag. Umboðsmenn um land allt Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.