Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N ú er eitthvað svaka þungt á,“ hrópaði Þiðrik Unason, skipstjóri og sjósportari, þar sem hann barðist við stöng- ina, sem stóð kengbogin út fyrir borðstokkinn á Sverri SH 126 frá Ólafsvík. Félagar hans þrír í hollinu gátu ekki fleygt frá sér sínum stöngum enda verða menn að berjast við sínar ófreskjur sjálfir á sjóstangaveiðimótum eins og því sem stóð yfir í Ólafsvík á vegum Sjósnæ um helgina. Mót með fjörutíu keppendum á ell- efu bátum í rjómablíðu. Hvað vilja menn hafa það betra? Meiri fisk! Þiðrik var nú eldri en tvævetur til sjós svo hann tók þessu með stóískri ró þegar mesti æsingurinn var runninn af honum og fór að spóla línunni inn, hægt og rólega. Fiskurinn tók þungt í en ekki með neinum látum svo hann komst fljótt að þeirri nið- urstöðu að hann hefði sett í aulaþorsk. Fastur liður í tilverunni Báturinn var á reki yfir Hnakkahraunið örfáar mílur út af Ólafsvík, vinsæl neta- bleyða á vetrarvertíðum og líkleg til að gefa góðan þorsk og hressa aðeins upp á vigtarskorið frá deginum á undan sem var í slöku meðallagi. Bátarnir dreifðir um allan sjó, allir að leita eftir meiri fiski. Sjóstangaveiði hefur verið fastur liður í tilverunni hjá um fjögur hundruð manns á landinu en félögin eru átta sem mynda Landsamband sjóstangaveiðifélaga. Þau eru: Sjóak á Akureyri, Sjóís á Ísafirði, Sjónes á Neskaupstað, Sjósigl á Siglufirði, Sjóskip á Akranesi, Sjór í Reykjavík, Sjóve í Vestmannaeyjum og Sjósnæ á Snæfells- nesi sem nú hélt sitt mót í blíðskaparveðri í Ólafsvík með ríflega fjörutíu skráðum þátt- takendum frá öllu landinu eins og fyrr seg- ir. Hollensk fjölskylda, hjón með tvo ung- linga, var skráð sem gestir í mótið en þau höfðu verið á móti erlendis þar sem Óls- arar voru að keppa og þekktust boð Íslend- inganna að koma í þessa keppni. Nýtt félag var stofnað í Grindavík fyrir skömmu, Sjó- grin, og fauk fyrsta mótið þeirra út í hafs- auga helgina á undan í fyrstu haustlægð- inni. Grindvíkingarnir hafa ekki fengið inni í landsambandinu enn og eru því nánast eins og gestir í þessu sporti sem ætti að vera þeim svo eðlislægt. „Kallarðu þetta pundara?“ Þiðrik var enn að baksa við kvikindið sem var á hjá honum. Örvar Marteinsson, skip- stjóri á Sverri SH, bjó sig undir að munda gogginn en rétti hann svo að Þiðriki þegar 20 kílóa skepna, þorskauli, maraði í sjáv- arskorpunni með múkkann allt um kring. Þiðrik var ekki seinn á sér að sveifla goggnum og koma fiskinum inn fyrir þótt hann tæki vel í. Félagar hans fylgdust hugfangnir með, þeir: Helgi Bergsson, sjómaður í Ólafsvík, Ari Bjarnason, tannlæknir í Ólafsvík, og Gísli Andrésson, leiðbeinandi frá Akureyri. Allir voru félagarnir að berjast um verð- laun því Helgi var kominn með átta teg- undir, Ari þyngsta þorskinn og ufsann og Gísli þyngsta karfann. „Þú tekur þyngsta þorskinn frá Ara, því hans var ekki nema 16 kíló í gær þó þyngstur væri,“ sagði Helgi og hló. „Já, helvítið,“ sagði Þiðrik og bað Örvar skipstjóra að finna fyrir sig pundara í tösk- unni sinni. Þiðrik var frá Hofsósi í Sjósigl, félaginu á Siglufirði, en var annars skip- stjóri á Kristbjörgu HU, 200 tonna drag- nótabát. Hann hafði glímt við svona fiska áður þó ekki væri á stöng. „Ef þú lætur ufsametið vera, er mér nokk sama um þorskmetið,“ sagði Ari og glotti svo sást í fallegar tennurnar. Gísli kinkaði kolli og vildi ekki að farið væri að abbast upp á karfametið. „Kallar þú þetta pundara?“ kallaði Örv- ar og lyfti litlum ryðguðum pundara sem hann hafði fundið í tösku Örvars aftur á. „Þetta er fyrir silunga,“ bætti hann við og hló að kollega sínum. „Sjálfstæðisflugan, hún klikkar ekki,“ sagði Þiðrik þegar hann hampaði blárri flugunni glaðbeittur eftir að hafa sótt hana ofan í maga á aulanum. „Fluguna hnýtti ég til sjálfur úr gömlum ónýtum skúringarkústi sem var orðinn svo slitinn að hann nýttist ekki lengur til síns brúks. Plasthárin gera sitt gagn,“ bætti Þiðrik við og renndi slóðanum með þremur krókum, tveimur O-krókum af nýjustu gerð með síldarbitum og svo sjálfstæð- isflugunni góðu, fyrir borð aftur. „Verst er að ég tek ekki bara af þér þorskmetið, Ari minn. Ég tek líka frá þér verðlaunin fyrir þyngsta fiskinn,“ sagði Þiðrik og sveiflaði stönginni upp og niður. „Nú, já. Láttu bara ufsametið í friði. Ég get alveg verið sáttur við að halda því,“ sagði Ari. Hann var nýliðinn í hópnum og greinilega ekki kominn með hinn harða baráttuanda sjóstangaveiðimannsins eins og margir eru þekktir fyrir. Nammidagur í dag Helgi var trúnaðarmaðurinn um borð og skar úr ef upp komu vafaatriði. Hann hafði mikla reynslu til sjós en hafði stundað stöngina í fjögur ár. Fékk algjöra bakteríu. „Ég fór á öll mót fyrsta árið og tók þetta sport með stæl. Síðan hef ég dregið úr mótum innanlands en fer nú á æ fleiri mót erlendis,“ sagði hann og sveiflaði fjögurra kílóa þorski inn fyrir. „Ég var í Noregi fyrir skömmu á fimm daga móti. Þetta var Evrópukeppni, svo- kallað tegunda ganga út á að f fiskum en ekki við og sveiflaði „Ég var með þorsk, ýsu, lýsu bít, alls sjö. Þa morgun náði é sprettunni og m sást. Ég veit ek nægja. Hefði þ sel,“ sagði Hel og bætti við að mannaeyjum, „Hvað er að ekki hausana e hann eftir að h sinna. „Nei, þa spurðu tannlæ Hlustaðu á m Keppnin gengu flesta fiska, fles hverri tegund e fjórum einstak sem afli þriggja „Ég ætla að aði Örvar. Hon hálfdeyfðarleg setti stefnuna á milli Rifsarabr kann ekki skýr fæddur og upp ekki búið í Ólaf kunna örnefnin tíu fingur eins „Ég kann sk gift úr Skagafi um áður varð t uðið á einum h mikið á þessum höfuðið á konu gott við blettin arsambandið v Félagarnir um borð í Sverri SH ánægðir með aflann í lok m ufsann, Gísli, sem fékk stærsta karfann, Helgi fékk stærsta Sjálfstæðisflug næstum sigrin Fjörutíu keppendur tóku þátt í sjóstanga- veiðimóti í rjómablíðu í Ólafsvík um helgina á vegum Sjósnæ. Kristinn Benediktsson fylgdi þeim nokkrum eftir, orðhvötum sjómönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Áhöfnin á Friðriki Bergmann SH raðaði sér í verðlaunasæ vinstri er Guðni Gíslason, sem fékk stærsta skötuselinn, þá Sævar Sigurðsson sem varð efstur í mótinu, Þorsteinn Jóh kvenna mestum afla, var á öðrum báti. Á myndinni til hæg ÖRYGGI Á NORÐURSLÓÐUM Esben Barth Eide, varnarmála-ráðherra Noregs, og BjörnBjarnason dómsmálaráð- herra setja fram áhugaverð sjónar- mið um öryggismál á norðurslóðum í samtölum við brezka blaðið The Daily Telegraph, en greint var frá ummæl- um þeirra í Morgunblaðinu í gær. Barth Eide segir að hann telji ekki að neinn vilji ráðast á Ísland. Hins vegar muni mikilvægi norðurslóða fara vaxandi með tilliti til öryggis- mála vegna aukinna gas- og olíuflutn- inga um svæðið. Í Telegraph kemur fram að bæði Rússar og Norðmenn hyggi á aukna olíu- og gasflutninga til Norður-Ameríku, sem þýði að mik- ilvægi Íslands í öryggismálum fari vaxandi á ný. Barth Eide sér fyrir sér að Atlants- hafsbandalagið geti þurft að taka þátt í eftirlitsflugi, ratsjáreftirliti og loftvörnum vegna þessara flutninga. Björn Bjarnason tekur undir þetta í samtali við brezka blaðið. Hann seg- ir að ástandið á Norður-Atlantshafi muni taka breytingum og það sé skammsýni af Bandaríkjamönnum að átta sig ekki á því. Svo geti því farið að Bandaríkjamenn muni aftur þurfa aðstöðu á Íslandi. Björn segir hins vegar að það hvernig hinn pólitíski framgangsmáti hafi verið er þeir til- kynntu brottför sína, geti haft áhrif á það hvernig viðtökurnar verði. Þróun skipaflutninga um Norður- Atlantshaf, nálægt ströndum Ís- lands, snerta íslenzka hagsmuni með margvíslegum hætti. Ýmsir hafa orðið til að velta upp þeim möguleika að Ísland gæti orðið miðstöð flutninga um hina svokölluðu Norður-Íshafsleið, sem talin er geta orðið raunhæfur kostur með hlýnandi loftslagi og minni hafís, svo og nú- tímaflutningaskipum, sem eru búin til siglinga í ís. Sá möguleiki hefur verið nefndur að Íslendingar gætu rekið umskipunarhafnir fyrir þessa flutninga og hagnazt þannig á þeim efnahagslega. Ýmsir kostir eru ókannaðir í þeirri stöðu. Hins vegar getur líka mikil áhætta falizt í því fyrir Ísland að aðalflutn- ingaleiðir milli heimsálfa færist nær landinu, ekki sízt ef þar verður í vax- andi mæli um olíu- og gasflutninga að ræða. Afleiðingarnar af umhverfis- slysi á norðurslóðum fyrir íslenzkt efnahagslíf gætu orðið mjög afdrifa- ríkar. Öryggismálin og umhverfismálin tvinnast að sjálfsögðu saman; hryðju- verkaárás á olíuskip myndi ógna jafnt öryggi sem umhverfi á norður- slóðum. Það er þess vegna full ástæða fyrir Íslendinga til að gefa þróuninni í flutningum um Norður-Atlantshaf og Íshafið nákvæmar gætur. Hvort sú þróun útheimtir að bandarískt varnarlið komi einhvern tímann aftur til Íslands er fullkom- lega ótímabært að fullyrða. Eins og Björn Bjarnason gefur í skyn, yrði það þá að vera á þeim forsendum að það væri í þágu öryggishagsmuna jafnt Íslands sem Bandaríkjanna. ANDSTÆÐ SJÓNARMIÐ UM ERFÐATÆKNI Brezki vísindamaðurinn Chris Pol-lock setur í viðtali við Morgun- blaðið í gær fram sjónarmið, sem mörgum hér á landi þykir vafalaust róttækt. Hér á Íslandi, eins og í flestum Evr- ópulöndum, eru neytendur upp til hópa frábitnir erfðabreyttum matvæl- um og margir hafa áhyggjur af því að erfðabreyttar lífverur muni hafa ófyr- irsjáanleg, neikvæð áhrif á náttúruna og umhverfi okkar. Pollock, sem er grasafræðingur og formaður ráðgjafanefndar brezku rík- isstjórnarinnar um sleppingu erfða- breyttra lífvera í umhverfið, telur hins vegar að ekkert bendi til að erfða- tækni sé betri eða verri en önnur tækni, sem sé eða hafi verið notuð í landbúnaði. Aðrar breytingar í land- búnaði hafi valdið miklu meiri breyt- ingum á villtri náttúru. Hann nefnir t.d. breyttan sáðtíma akra, sem þýði að fuglar hafi ekki lengur aðgang að fæðu í ökrum yfir veturinn. Hann gæti sjálfsagt líka nefnt dæmi af framræslu votlendis á Íslandi, sem hefur haft gíf- urleg áhrif á gróður- og fuglalíf. Pollock segir að neytendur hafi að sjálfsögðu rétt á að hafna erfðabreytt- um matvælum, en hefur efasemdir um að stjórnvöld hafi slíkan rétt, nema fyrir hendi séu vísindalegar niður- stöður, sem bendi til að þau hafi skað- leg áhrif. „Bóndi sem notar ekki skor- dýraeitur og stundar lífræna ræktun býr núna við hlið bónda sem notar slíkt eitur og þeir komast báðir af. Ég sé ekki neina ástæðu fyrir hvers vegna bóndi sem stundar erfðabreytta ræktun ætti ekki að geta komið við hliðina á þeim líka,“ segir Pollock. Þeir, sem eru andvígir erfðabreytt- um matvælum, benda á að það séu svo litlar rannsóknir til um huganleg áhrif erfðabreytinganna á lífríkið að ekki megi taka áhættuna. Pollock heldur í raun hinu gagnstæða fram; að þegar engar rannsóknir sýni fram á hætt- una, eigi að leyfa ræktun erfða- breyttra matvæla. Þetta er að sumu leyti hliðstæð um- ræða við þau skoðanaskipti, sem fram hafa farið hér á landi um það hvort leyfa eigi innflutning á erfðaefni eða fósturvísum til að auka mjólkurfram- leiðslu íslenzka kúakynsins. Margir halda því fram að slíkar breytingar væru ljóslega í þágu landbúnaðarins, sem gæti með þessu móti orðið mun hagkvæmari. Aðrir benda á að frekari rannsóknir þurfi til að sýna fram á að ekki sé hætta á að slíkum innflutningi fylgi sjúkdómar, sem stefni landbún- aðinum í hættu. Í umgengni við náttúru okkar og líf- ríki hljótum við alltaf að viðhafa ýtr- ustu varkárni. Á einhverjum punkti getur þó komið að því, að nægilega margar vísindarannsóknir hafi verið framkvæmdar til að sýna að áhyggjur manna af t.d. erfðabreyttum matvæl- um hafi verið ástæðulausar. Margt af því, sem var einu sinni talið hættulegt, er nú talið skaðlaust, rétt eins og margt af því, sem menn höfðu einu sinni engar áhyggjur af, er nú álitið hættulegt vegna niðurstaðna vísinda- rannsókna. En það er afar vafasamt að þeim punkti hafi verið náð. Og þangað til er réttast að lífríkið njóti vafans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.