Morgunblaðið - 24.07.2006, Side 16
Daglegtlíf
Yamaha píanó.
Yamaha píanó og flyglar
með og án SILENT búnaðar.
Veldu gæði – veldu Yamaha!
Samick píanó.
Mest seldu píanó á Íslandi!
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 357.000 kr.
Goodway píanó.
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 238.000 kr.
15 mán. Vaxtalausar greiðslur.
Estonia flyglar.
Handsmíðuð gæðahljóðfæri.
Steinway & Sons
Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.
Til sýnis í verslun okkar.
H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð
Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350
!"# $% &' ()*+"#
,-# .$/ $0 1112+232#
Það eru um 5–6% sem fákrabbamein í ristil eðaendaþarm (KRE) einhverntímann á ævinni. Nýgengi
sjúkdómsins hefur farið vaxandi und-
anfarna áratugi, meira hjá körlum en
konum en sjúkdómurinn er heldur al-
gengari á meðal karla. Það hafa orðið
miklar framfarir í meðferð KRE,
bæði skurð- og lyflækningum, sem
þýðir að fleiri læknast af sjúkdómn-
um og þeir sem ekki læknast lifa
lengur, einkum vegna framfara í
lyfjameðferð. Sjúkdómurinn líkist því
oftar hægfara eða langvinnum sjúk-
dómum en þeirri hefðbundnu mynd
sem við höfum af krabbameini,“ segir
Tryggvi B. Stefánsson skurðlæknir.
,,Það getur tekið upp í tíu ár frá því
að krabbamein byrjar að myndast í
sepa og þangað til það gefur einkenni
en á þeim tíma er ekki hægt að
greina það nema með ristilsspeglun
eða röntgenmyndatöku. Algengustu
einkennin eru breyttar hægðavenjur,
blóð í hægðum, verkir og almenn ein-
kenni eins og blóðskortur, þreyta og
megrun en þessi einkenni koma yfir-
leitt ekki fram fyrr en sjúkdómurinn
hefur búið um sig í ristlinum og er
jafnvel farinn að dreifa úr sér til eitla,
lifrar eða lungna. Horfur sjúklingsins
og kostnaður af meðferð fer mikið
eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn
uppgötvast.“
Tryggvi segir að samkvæmt grein í
European Journal of Cancer Preven-
tion í júní 2002, sem m.a. er skrifuð af
Laufeyju Tryggvadóttur, hjúkrunar-
fræðingi og M.Sc. í faraldsfræðum,
benda rannóknir til að á árabilinu
2000–2020 verði 50% aukning í fjölda
KRE-tilfella á Íslandi en aukningin
sé mest í elstu aldurshópunum. ,,Það
er hægt að greina og finna forstig
sjúkdómsins, sepana í ristlinum, en ef
þeir eru fjarlægðir má koma í veg
fyrir sjúkdóminn.“
Mikilvægt að fá
vísindalegar upplýsingar
Það eru einkum þrír hópar sem
beita sér fyrir því að hafin verði skim-
un á KRE að sögn Tryggva. Í fyrsta
lagi sjúklingar og aðstandendur
þeirra sem fengið hafa sjúkdóminn, í
öðru lagi fagfólk sem greinir og með-
höndlar hann og í þriðja lagi vísinda-
menn sem vilja rannsaka hegðun
sjúkdómsins og leita nýrra meðferða-
leiða.
,,Það er ákveðin hætta á að ristil-
speglun sem skimunaraðferð verði
innleidd án nægilegrar vísindalegrar
undirstöðu. Ég starfa með hópi nor-
ræna sérfræðinga, NordICC (Nordic
Initative on Colorectal Cancer), sem
allir hafa mikla reyslu af meðhöndlun
og meðferð KRE og forvörnum gegn
krabbameinum. Við teljum nauðsyn-
legt að gera samnorræna slembi-
rannsókn til þess að fá upplýsingar
um áhrif skimunar bæði á dánartíðni
og nýgengi og kanna um leið mögu-
leg neikvæð áhrif skimunarinnar á al-
menning en skimun er í sumum lönd-
unum hafin að einhverju marki.
Tilgangurinn með því að taka upp
ristilspeglun sem skimunaraðferð
væri að reyna að útrýma sjúkdómn-
um en fræðilega er mögulegt að út-
rýma þeim krabbameinum sem verða
til í sepum. Þau krabbamein sem
fyndust myndu þá líka flest vera líka
á fyrri stigum og meiri líkur á því að
lækna þau.
Það bendir margt til þess að skim-
un með ristilspeglun sé góð forvarn-
araðgerð, sem gæti bæði komið í veg
fyrir þjáningar og sparað fé, svo að
jafnvel er hægt að tala um nýja teg-
und af meðferð. Samstarf á milli
stjórnmálamanna og vísindamanna
er því nauðsynlegt.“
Spilað á óttann
– En má líta á umræðuna og kröfur
um skimun sem hluta af ákveðinni
sjúkdómsvæðingu sem töluvert hefur
verið rætt um á Vesturlöndum?
,,Umræðan um sjúkdómsvæðingu
er mjög nauðsynleg en það er mikil-
vægt að hugtakið sé vel skilgreint.
Fyrir mér á sjúkdómsvæðing við
þegar sett eru sjúkdómsheiti á al-
geng einkenni sem eru ósértæk og
allir fá einhvern tímann á ævinni. Það
getur verið hárfín lína milli þess sem
við myndum kalla eðlilegar upplýs-
ingar til almennings og sjúkdóm-
svæðingu. Varðandi krabbamein þá
óttast það flestir og stundum er verið
að spila á þann ótta og fólk hvatt til
þess að fara í rannsóknir og leita af
sér allan grun og auðvitað eyðir fólk
peningum í það. Þetta sjáum við í
dag.
Það er töluvert gert af því að aug-
lýsa hættuna á því að fá krabbamein í
ristilinn og frægt fólk hefur verið
virkjað til þess að hvetja almenning
til þess að láta spegla á sér ristilinn.
Sífellt fleiri einkennalausir ein-
staklingar leita því núna til lækna og
vilja fá ristilinn speglaðan. En þessi
tegund af skimun er stjórnlaus og
það er ekki hægt að meta árangur af
henni eins og nauðsynlegt er áður en
ákvörðun er tekin í opinbera heil-
brigðiskerfinu. Við viljum þess vegna
gera áðurnefnda samnorræna rann-
sókn, til þess að fá vísindalegur nið-
urstöður um hvort að ristilspeglun
geti lækkað dánartíðni og nýgengi en
nú er talið að hægt sé að lækka ný-
gengi sjúkdómsins um allt að 80%
með slíkri skimun.“
HEILSA | Skimun á krabbameini í ristli og endaþarmi
Nauðsynlegt að fá
upplýsingar í rannsókn
Það eru um 115 Íslendingar sem fá krabbamein í ristil eða endaþarm (KRE) á
hverju ári. Víða á Vesturlöndum eru raddir orðnar háværar um að skima eigi eftir
sjúkdómnum í forvarnarskyni líkt og leghálskrabbameini. Unnur H. Jóhannsdóttir
ræddi við Tryggva B. Stefánsson skurðlækni um sjúkdóminn og hvaða forsendur
þurfi að liggja til grundvallar slíkri ákvörðun í hinu opinbera heilbrigðiskerfi.
Tryggvi B. Stefánsson skurð-
læknir segir skimun með rist-
ilspeglun hjá ákveðnum aldurs-
hópi geta reynst góða
forvarnaraðgerð.
Sepi í ristli. Það getur tekið
allt að tíu ár frá því að sepi
verður til og þar til krabba-
mein sem vekur sjúkdóms-
einkenni myndast. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
BANDARÍSKIR vísindamenn
hafa snúið á hvolf áður viður-
kenndum kenningum um
starfsemi fyrsta gensins sem
vitað er til að hafi áhrif á lík-
amsklukkuna. Uppgötvun vís-
indamannanna kann, að sögn
netmiðils BBC, að fela í sér að
endurhugsa þurfi lyf sem
hönnuð hafa verið til að vinna
á flugþreytu og svefnleysi.
Hingað til hefur verið talið
að genastökkbreytan tau
hægði á líkamsklukkunni og
orsakaði 85% virknitap, en
þessi rannsókn bendir til að
genastarfsemin verði í raun
hraðari.
Rannsóknin fór fram við
Huntsman-krabbameins-
stofnunina við háskólann í Ut-
ah og Michigan-háskóla og
byggir m.a. á tölvuhermi
stærðfræðingsins dr. Daniel
Forgers sem sýnir hraðari
stökkbreytni hjá hömstrum
með „styttri“ sólarhring.
Rannsókn á frumum rotta og
músa sem gerð var í kjölfarið
undir stjórn dr. David Virshup
styður þessa kenningu, en þar
sýndi sig að stökkbreyttu gen-
in unnu hraðar úr próteini sem
leikur stórt hlutverk í stillingu
líkamsklukkunnar. Mikið
rannsóknarstarf er þó enn
óunnið. „Lykillinn á lækningu
við vanda á borð við þunglyndi
og svefnleysi – kvilla sem
dægurloturytminn hefur áhrif
á – er að geta spáð fyrir um
hvernig stjórna megi líkams-
klukkunni. Ef vinnumódelið er
rangt, þá munu lyfin hafa
kolöfug áhrif,“ sagði Virshup.
Kenningar
um líkams-
klukkuna
dregnar í efa
SVEFN
júlí