Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 199. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
21Km
42Km
Km10
Km3
MARAÞON
REYKJAVÍKUR
GL
19.
Með mótor
á bakinu
Björn Ragnarsson hefur haft
áhuga á flugi frá unga aldri | 17
Íþróttir og Fasteignir í dag
Íþróttir | Víkingar slógu bikarmeistarana út Tiger vann Opna
breska meistarmótið Floyd Landis vann Tour de France , Fasteignir |
Innflytjendur í Breiðholti Náttúruleg loftræsing Skjólgróður
KARLMAÐUR á þrítugsaldri lést í mót-
orhjólaslysi á Suðurlandsvegi við Eystri-Rangá á
sjöunda tímanum í gær. Að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli missti maðurinn hjólið sitt út í veg-
kant og lenti á rörstokki vestan megin við brúna.
Við það kastaðist hjólið út af veginum og hafnaði
í ánni. Maðurinn lenti á árbakkanum og var lát-
inn þegar lögreglu og læknalið bar að garði.
Telur lögregla að maðurinn hafi látist sam-
stundis. Engin ummerki sem benda til hraðakst-
urs fundust á slysstað.
Þetta er ellefta banaslysið í umferðinni á árinu
en þar af hafa þrír bifhjólamenn látið lífið.
Tíunda banaslysið varð á laugardaginn er
karlmaður á níræðisaldri lést eftir að hafa orðið
fyrir bíl í nágrenni Hólmavíkur. Ökumaður bif-
reiðarinnar er ekki grunaður um að hafa ekið of
hratt eða um aðra gáleysislega hegðun. | 2
Ljósmynd/Marteinn S Sigurðsson
Tvö banaslys í umferðinni um helgina
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
EHUD Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, sagðist í gær sætta sig við
að friðargæsluliðar frá aðildar-
löndum Evrópusambandsins yrðu
sendir til Líbanons. Hann sagði að
friðargæsluliðið yrði að vera þjálf-
að til bardaga og vera staðsett í
suðurhluta Líbanons. Ekki væri þó
búið að taka lokaákvörðun í mál-
inu.
Fyrr um daginn sagði Olmert á
ríkisstjórnarfundi að átök Ísraela
og Hizbollah í Líbanon ættu eftir
að standa yfir í langan tíma, að því
er AFP-fréttastofan hafði eftir
háttsettum ísraelskum embættis-
manni eftir fundinn. Sagði Olmert
að eyðileggja þyrfti „innviði
hryðjuverkasamtakanna“ og það
myndi taka mjög langan tíma.
Ísraelar væru tilbúnir til að ræða
við líbönsk stjórnvöld en það yrði
þegar rétti tíminn væri kominn.
Þá sagði yfirmaður ísraelska
herliðsins í Norður-Líbanon að
hann byggist við því að átökin
myndu halda áfram í nokkrar vik-
ur og ísraelskir hermenn sem voru
að koma yfir landamærin frá Líb-
anon, eftir bardaga við Hizbollah-
liða, sögðu að þeir veittu mun
meiri mótspyrnu en búist hefði
verið við, erfitt væri að berjast við
þá því þeir hræddust ekkert.
„Hrikaleg“ eyðilegging
Jan Egeland, yfirmaður neyð-
arhjálpar Sameinuðu þjóðanna,
SÞ, fordæmdi í gær árásir Ísraela
á Líbanon og sagði þær mannrétt-
indabrot. Egeland, sem kom til
Beirút, höfuðborgar Líbanons, í
gær, sagði eyðilegginguna „hrika-
lega“ eftir að hafa farið um borg-
ina. Sagði hann „hverja bygg-
inguna á fætur annarri“ hafa verið
jafnaða við jörðu, aðallega á íbúð-
arsvæðum. Hann sagði að neyð-
arhjálp SÞ ætti að berast á svæðið
á næstu dögum, en til þess að það
gæti gerst þyrftu starfsmenn
stofnunarinnar að geta ferðast
hættulaust sem ekki væri raunin
nú.
Réðust á borg þar
sem flóttamenn dvelja
Ísraelar héldu áfram árásum á
Líbanon í gær, á Berút og svæði í
suður- og austurhluta landsins.
Meðal annars gerðu þeir í fyrsta
skipti árásir á hafnarborgina
Sidon þar sem tugþúsundir flótta-
manna höfðu leitað skjóls. Þá létu
tveir Ísraelar lífið og 15 særðust í
flugskeytaárásum Hizbollah á
hafnarborgina Haifa í Ísrael í gær.
Að minnsta kosti 364 Líbanar og
36 Ísraelar hafa látið lífið í átök-
unum síðan þau hófust 12. júlí.
Ísraelar styðja hugmyndir
um friðargæslu í Líbanon
Yfirmaður neyð-
arhjálpar SÞ segir
aðgerðir Ísraela
mannréttindabrot
Reuters
Ísraelskur hermaður situr ofan á skriðdreka í Rosh Hanikra í norðvest-
urhluta Ísraels, nálægt landamærunum við Líbanon, í gær.
Aðstoðar við
flutning Svía
frá Beirút
ÞÓRARINN Guðmundsson, íslensk-
ur læknir sem býr og starfar í Sví-
þjóð, hefur unnið að því und-
anfarna viku að flytja sænska
ríkisborgara sjóleiðina frá Beirút
til Kýpur á vegum sænska utanrík-
isráðuneytisins. Þórarinn var
staddur á Kýpur þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum í gær-
kvöldi en hann flýgur til Svíþjóðar í
dag.
„Þetta hefur gengið nokkuð vel
og sennilega er búið að flytja á sjö-
unda þúsund sænskra ríkisborgara
hingað yfir,“ segir Þórarinn en
hann telur að í heildina hafi um átta
þúsund sænskir ríkisborgarar verið
í Líbanon þegar átökin hófust.
Þórarinn segir að ástandið á fólk-
inu hafi verið þokkalegt við kom-
una til Kýpur og lítið um slasaða.
„Þetta hefur þó verið erfitt
ferðalag fyrir suma. Sérstaklega þá
sem eru að koma frá Suður-
Líbanon og hafa orðið vitni að átök-
um og jafnvel misst ættingja.“
Að sögn Þórarins munu starfs-
menn í Beirút á vegum sænskra yf-
irvalda taka á móti þeim Svíum sem
eftir eru í Líbanon.
„Á síðustu dögum hafa komið
hundrað til tvö hundruð manns á
dag en á meðan fólk kemur verður
þessu haldið áfram.“
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is