Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 7
FRÉTTIR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
2
7
5
4
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00
Önnur tilboð frá Nissan gilda ekki með þessu tilboði.
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
464 7942
NISSAN PATHFINDER
Nissan Pathfinder SE sjálfskiptur
Verð aðeins 4.590.000 kr.
Verð áður 5.090.000 kr.
Það hefur líklega aldrei verið hagstæðara að kaupa sér alvöru jeppa.
Nissan Pathfinder blandar skemmtilega saman krafti fjallajeppa eins
og þeir gerast bestir og lipurð flottustu götubíla. Útkoman hefur slegið
eftirminnilega í gegn enda er sama hvaða samanburð þú gerir,
Pathfinder hefur vinninginn!
Líttu inn og berðu hetjuna augum!
VERÐLÆKKUN!
500.000 KR.
BORGAÐU MINNA FYRIR MEIRI LÚXUS
SUMARTILBOÐ NISSAN
LOFTORKA í Borgar-
nesi hefur hafið út-
flutning á forsteyptum
einingum. Um er að
ræða forspenntar hol-
plötur, 400 millimetrar
þykkar, sem eru
gjarnan notaðar í
milliloft í stærri bygg-
ingum. Á vefsíðu fyrir-
tækisins kemur fram
að fyrir helgi hafi verið
gengið frá fyrstu send-
ingunni frá verksmiðj-
unni við Engjaás í
Borgarnesi.
Einingar
Loftorku á
markað
Lagt af stað með fyrstu plötusendinguna frá höfuðstöðvum Loftorku í Borgarnesi, sem fer á erlendan markað.
AÐFARANÓTT laugardagsins
lagði lögreglan á Siglufirði hald á
15 grömm af hassi, 8 grömm af
ætluðu amfetamíni og 10 e-pillur.
Þrír menn voru handteknir í
tengslum við málið og gengust
tveir þeirra við því að vera eig-
endur efnanna.
Lögreglan á Siglufirði gerði hús-
leit á tveimur stöðum í bænum í
tengslum við málið og naut hún lið-
sinnis lögreglumanna frá sérsveit
ríkislögreglustjóra og leitarhunds
tollstjórans í Reykjavík. Telst mál-
ið upplýst af hálfu lögreglu.
Fíkniefni fundust
á Siglufirði
MIKIÐ af fólki safnaðist saman í
miðbænum aðfaranótt sunnudags-
ins, enda ágætisveður í bænum. Að
sögn lögreglu fór þó allt friðsam-
lega fram og lítið var um slagsmál
og óspektir. För þriggja ökumanna
var stöðvuð og þeir grunaðir um að
hafa ekið undir áhrifum áfengis.
Lögreglan í Kópavogi og Hafnar-
firði hafði svipaða sögu að segja,
aðfaranótt sunnudagsins var róleg.
Einn var þó tekinn í Kópavogi með
minniháttar magn af amfetamíni í
fórum sínum.
Talsverður
mannfjöldi
í miðbænum
LÖGREGLAN í Keflavík fékk til-
kynningu á fjórða tímanum í fyrri-
nótt um að yfir stæði innbrot í
verslun Bræðranna Ormsson við
Hafnargötu.
Innbrotsþjófurinn var farinn af
staðnum þegar lögreglu bar að
garði en hann hafði spennt upp
hurð og brotið rúðu til þess að
komast inn í verslunina. Engu virð-
ist hafa verið stolið. Þjófurinn er
enn ófundinn og er málið í rann-
sókn.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík
var nokkuð um útköll í fyrrinótt
vegna ölvunar, enda mikið af fólki í
bænum og blíðskaparveður. Einn
gisti fangageymslur vegna ölvunar
og óspekta á almannafæri.
Reyndi að brjótast
inn í verslun
í Keflavík
SAMFYLKINGIN lagði til í borgar-
ráði fyrir helgi að gengið yrði til
viðræðna við ríkisstjórnina um
þátttöku í kostnaði við almennings-
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðslu tillög-
unnar var frest-
að en Dagur B.
Eggertsson, odd-
viti Samfylking-
arinnar, telur
ástæðulaust að
ætla annað en að
samstaða verði
um það í borg-
arstjórn að „hinn
nýi áhugi ríkis-
stjórnarinnar“
verði virkjaður. Annað eins hafi
verið virkjað.
Dagur segir nýjar áherslur Jón-
ínu Bjartmarz umhverfisráðherra á
almenningssamgöngur vera já-
kvæðar, þær hafi m.a. birst í grein í
Morgunblaðinu sl. föstudag. Hing-
að til hafi Reykjavíkurborg sótt það
fyrir daufum eyrum að ríkið kæmi
að rekstri og stofnfjárfestingum í
almenningssamgöngum, þó ekki
væri með öðru en að leggja af
skatta á Strætó. Veittur sé skatta-
afsláttur af almenningssamgöngum
um land allt, auk þess sem ferjur og
ákveðnar flugleiðir séu nið-
urgreiddar.
Í tillögu Samfylkingarinnar í
borgarráði var lagt til að viðræðun-
um við ríkið yrði lokið fyrir 1. októ-
ber á þessu ári.
Rætt verði við
ríkið um almenn-
ingssamgöngur
Dagur B.
Eggertsson