Morgunblaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 25
MINNINGAR
✝ Hans Peter Eic-henberger
fæddist í Beinwil am
See í Sviss 21. febr-
úar 1948. Hann nam
viðskipta- og hag-
fræði við Háskólann
í St. Gallen. Eftir
störf í viðskiptalíf-
inu í heimalandi
sínu um tíu ára
skeið flutti hann til
Malasíu, þar sem
hann tók við stöðu
framkvæmdastjóra
í stóru verslunarfyr-
irtæki, Diethelm Malaysia Sdn, í
eigu svissneskra aðila. Það var á
þeim tímum, þegar efnahagsupp-
gangur SA-Asíu var sem örastur.
Peter Eichenberger var til-
nefndur ræðismað-
ur Íslands í Malasíu
1987 og aðalræðis-
maður 2002. Sem
ræðismaður annað-
ist hann mörg störf
og rak fjölda erinda
fyrir Ísland og Ís-
lendinga í Malasíu.
Hann hefur því
þjónað Íslandi í
hartnær 20 ár.
Peter var tvígift-
ur. Eftirlifandi eig-
inkona hans er Ivy
Eichenberger. Pet-
er lætur eftir sig tvö uppkomin
börn, son og dóttur, og stjúpson.
Bálför Peters fór fram í Kuala
Lumpur 17. júlí. Útförin fer fram
síðar í heimabæ hans í Sviss.
Ég kynntist Peter sem þátttak-
andi í viðskiptanefnd á vegum utan-
ríkisráðuneytisins og Útflutnings-
ráðs undir forystu Finns
Ingólfssonar, þáverandi viðskipta-
ráðherra, og Jóns Ásbergssonar,
forstjóra Útflutningsráðs.
Nokkur áhugaverð viðskiptasam-
bönd spruttu upp úr þeim viðræð-
um, sem þar fóru fram, m.a. hug-
myndir um samstarf landanna á
sviði fiskveiða, fiskeldis og sölu
fiskafurða. Peter Eichenberger
fylgdi þessum málum eftir og kom
m.a. tvívegis til Íslands ásamt op-
inberum sendinefndum frá Malasíu.
Áþreifanlegasti árangurinn af þessu
starfi var ferð Guðmundar Krist-
jánssonar (Múggi) með bát og veið-
arfæri til Malasíu, þar sem hann
leiðbeindi sjómönnum um smábáta-
veiðar og meðferð á afla. Þetta
verkefni spannaði þrjú til fjögur ár,
en það var hugsað sem hluti af
stærra verkefni. Í því skipulags-
starfi gegndi Peter lykilhlutverki.
Árið 2004 tók Peter Eichenber-
ger við starfi framkvæmdastjóra
hjá svissnesku fyrirtæki, Hegner
Asia-Connect, sem sérhæfir sig í
þjónustu við hótel og veitingahús. Í
framhaldi af því hóf hann innflutn-
ing á íslenskum fiski, sem hann
kynnti fyrir Malasíumönnum. Á
fyrsta starfsári efndi hann til um-
fangsmikillar kynningar á íslensk-
um afurðum á fimm alþjóðlegum
hótelum með íslenskum matreiðslu-
meistara og kom fréttum um Ísland
og íslenskar sjávarafurðir í sjón-
varp og dagblöð Malasíu. Hann
andaðist frá því verkefni eftir alvar-
leg veikindi og stutta legu.
Peter Eichenberger var eldhugi
til starfa, vann ætíð langan vinnu-
dag og hreif samstarfsfólk sitt með
sér. Hann var áberandi persónu-
leiki, með óvenju sterka nærveru.
Það fór ekki fram hjá neinum, þeg-
ar hann var í hópnum. Eftirminni-
leg er sterk og hljómmikil rödd
hans og smitandi húmor. Hann var
hjálpsamur, heiðarlegur og traust-
ur.
Við öll, sem kynntumst Peter og
nutum þeirra forréttinda að starfa
með honum, hörmum fráfall hans.
Fyrir hönd okkar Renötu, vina
og samstarfsmanna Peters, votta ég
Ivy Eichenberger eiginkonu hans,
börnum og fjölskyldu, innilega sam-
úð okkar.
Örn Erlendsson, ræð-
ismaður Malasíu á Íslandi.
PETER
EICHENBERGER
✝ Ásdís fæddist íAustur-Meðal-
holtum í Gaulverja-
bæjarhreppi 4. júlí
1925. Foreldrar
hennar voru Guðný
Jónsdóttir, f. 14.
apríl 1899, d. 12.
desember 1981, sem
fluttist til Kanada
1926, og Lárus
Guðnason, f. 16. júlí
1895, d. 30. október
1940. Ásdís ólst upp
í Austur-Meðalholt-
um, hjá móðurbróð-
ur sínum Hannesi Jónssyni, f. 24.
nóvember 1892, d. 6. janúar 1989,
og konu hans Guðrúnu Andrés-
dóttur, f. 27. september 1888, d.
10. apríl 1969. Einnig bjó með
þeim fóstra Ásdísar, Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 31. maí 1890, d. 24.
janúar 1969. Ásdís átti tvo albræð-
ur, Jónas Lárusson, f. 27. desem-
ber 1921, sem er búsettur í Kan-
ada, og Magnús Í. Árnason, f. 28
febrúar 1927, d. 10. október 1954,
hann bjó í Kanada. Hún átti fjögur
hálfsystkini sammæðra, Valtý
Árnason, f. 4. mars 1928; Krist-
jönu Signý Pincott, f. 24. mars
1929; Óskar Árnason, f. 6. ágúst
1930; og Esther I. Árnason, f. 17.
mars 1937. Öll búa þau í Kanada.
Einnig átti hún tvö hálfsystkini
samfeðra, Gerði Huldu, f. 10. febr-
úar 1933, d. 5. desember 1998, og
Ólaf f. 22. desember
1930, d. 29. nóvem-
ber 1998.
Ásdís giftist Lár-
usi Óskari Ólafssyni
lyfjafræðingi, f. 22.
okt. 1911, d. 10. apr-
íl 1987. Þau skildu.
Foreldrar hans voru
hjónin Sylvía S.
Guðmundsdóttir og
Ólafur Óskar Lárus-
son læknir. Eignuð-
ust Ásdís og Lárus
synina Ólaf Óskar
Lárusson, f. 10. sept
1951, á hann tvö börn Ásdísi
Hrund, f. 5.júní 1973, sem á tvær
dætur, Steinunni og Maríu, og
Davíð Óskar, f. 16. desember
1982, einnig á hann fósturdóttur,
Svövu, f. 12. nóvember 1970, og á
hún tvo syni, Steinar og Guðjón
Árna. Maki Ólafs er Sigrún Frið-
finnsdóttir. Hannes Lárusson, f .
26. september 1955, dóttir hans er
Sunna Kristín, f. 21. maí 1989, og
fóstursonur, Jóhann Bjarni. Maki
Hannesar er Kristín Magnúsdótt-
ir. Fyrir utan að sinna búi og
börnum, starfaði Ásdís sem sím-
vörður á Kleppsspítala frá árinu
1964 til ársins 1995 er hún lét af
störfum vegna aldurs.
Ásdís verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13. Jarðsett verð-
ur í Gaulverjabæjarkirkjugarði.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar og vinkonu til
margra ára, þakka henni fyrir alla
þá góðmennsku og það örlæti sem
hún sýndi mér og börnum mínum
allt frá fyrstu kynnum. Óteljandi
ánægjustundir áttum við saman í
Drápuhlíðinni, á ferðalögum eða
bara við að elda góðan mat, sem
ekki var svo sjaldan. Hún var mikill
fagurkeri, sælkeri og húmoristi og
átti stafla af uppskriftum um mat-
argerð og annan eins af handavinnu
ýmiss konar. Elsku Ásdís, lífið varð
auðugra eftir að ég kynntist þér.
Steinunn.
Það streyma fram minningar
þegar mér verður hugsað til ömmu
minnar. Drápuhlíðin, þar sem
amma og Stóri-Hannes bjuggu, var
mitt annað heimili þegar ég var að
alast upp og þar fannst mér alltaf
gott að vera. Þar var alltaf einhver
til að spila við mig og það var hægt
að treysta á grjónagraut í eftirmat.
Þar var líka oftast hægt að kría út
brjóstsykur eða smákökur sem
amma, með dyggri hjálp minni, var
dugleg að baka.
Þegar ég var lítil stelpa sagði
amma mér að hún uppnefndi fólk
sem henni líkaði við. Henni hlýtur
að hafa líkað mjög vel við mig því
hún gaf mér óteljandi uppnefni.
Skrýtnasta uppnefnið hlýtur þó að
vera ,,Stimpilklukka“. Uppnefnin
voru ekki bara á fólki heldur var
líka til Spari-matur, sem fjölskyld-
an kannast öll við, og Spari-gott
sem Jónas bróðir hennar sendi
henni alltaf frá Kanada.
Amma unni náttúrunni, en vegna
fötlunar gat hún ekki notið hennar
eins mikið og hún hefði viljað. Hins
vegar var hún óþreytandi við að
benda lítilli stelpu á litadýrðina í
Kömbunum og á haustlitina þegar
sumri tók að halla. Þetta var mér
sérstaklega minnisstætt síðastliðið
haust þegar Steinunn dóttir mín,
fjögurra ára, var upptekin við að
segja mér hvað laufblöðin væru
marglit og falleg.
Árið 1995 fórum við amma tvær
saman í sex vikna ferð til Kanada á
ættarmót og bjuggum við gott yf-
irlæti hjá Jónasi bróður hennar.
Þetta var alveg ógleymanleg ferð
þar sem við hittum öll systkini
ömmu og þeirra afkomendur. Við
ókum yfir Klettafjöllin og það
fannst okkur ömmu alveg stórfeng-
legt. Þessi ferð tengdi okkur saman
og varð uppspretta margra
skemmtilegra samræðna.
Elsku amma mín, ég kveð þig
með söknuð í hjarta.
Ásdís.
Ég var átta ára. Aprílmánuður.
Amma sat glottandi á svipinn í ljós-
bláu Toyotunni sinni á bílastæði
Austurbæjarskóla, ákveðin í að
taka mig í bíltúr þar sem sólargeisl-
arnir voru farnir að bræða snjóinn
af fjöllunum hennar. Hún var í lit-
ríkri prjónaðri peysu úr sinni eigin
smiðju og jafnvel með húfu í stíl,
sem sat aðeins skökk á höfðinu.
Skólataskan var sett í aftursætið og
brunað upp Ártúnsbrekkuna. Hvert
erum við að fara, amma? Það var
óljóst enn. Viltu brjóstsykur?
Amma var alltaf með nammið innan
seilingar, og vakti það ómælda
hamingju. Viltu setja strákana
mína í? Ég opnaði hanskahólfið og
skellti kassettunni með Álftagerð-
isbræðrum í. Amma söng hástöfum
með öllum lögunum. Veistu hvaða
fjall þetta er? Hún vissi nöfnin á öll-
um sjáanlegum fjöllum og miðlaði
óspart visku sinni. Ég man öll nöfn-
in enn. Hún segir mér fyndna sögu
af Stóra-Hannesi. Við amma hlæj-
um saman, amma þó meira en ég.
Við stoppum í sjoppunni á Þingvöll-
um, ég stekk út og kem með tvo ísa í
brauði til baka. Við förum aðra leið í
bæinn, með krókum. Við tökum
bensín á Esso þar sem amma fær
sérþjónustu og afgreiðslumaðurinn
spyr: Átt þú þessa litlu? Við stopp-
um fyrir utan Drápuhlíð 40, kvöld-
matur. Amma eldar gúllas. Við spil-
um á meðan við borðum
eftirréttinn. Amma hjálpar mér að
púsla eina mynd. Hún dregur upp
prjónana og segist ekki vita handa
hverjum peysan sé. Ég vissi að ég
fengi hana í afmælisgjöf í maí. Má
ég prófa að prjóna? Það er svo kósí
og hlýtt, lýsingin appelsínugul og
amma er svo ljúf og krúttleg, vin-
kona mín. Pabbi hringir dyrabjöll-
unni, alveg rétt, það er skóli á
morgun. Amma fær auðvitað koss,
ég kyssi vísifingurinn sem mætir
síðan vísifingrinum hennar. Bless
amma.
Sunna Kristín Hannesdóttir.
Dísa Lár er fallin frá en ef annað
líf er til þá efa ég ekki að hún er
upprisin, kát og hress.
Ásdís Lárusdóttir, æskuvinkona
mín, var glaðlynd, falleg og glæsi-
leg kona. Hún naut lífsins eins og
önnur ungmenni í Flóanum í gamla
daga en skyndilega kipptu forlögin í
taumana. Haldinn var dansleikur
laugardagskvöld eitt þegar við vor-
um tvítugar, Dísa dansaði og
skemmti sér fram eftir nóttu og
ungu mennirnir renndu til hennar
hýru auga. En Dísa dansaði ekki
oftar. Hún veiktist af lömunarveiki
og missti þar af leiðandi mátt í öðr-
um fæti. En öll él styttir upp um
síðir og Dísa lifði með fötlun sína af
æðruleysi og lét hana ekki aftra sér
frá því að lifa ríkulegu lífi.
Dísa ólst upp við mikinn kærleika
og umhyggju hjá móðurfólki sínu í
Austur-Meðalholtum í Flóa. Þegar
Dísa flutti til Reykjavíkur hélt hún
heimili í Drápuhlíð 40 með sonum
sínum og Hannesi fóstra sínum
þegar eiginkona hans og systir voru
fallnar frá. Dísa starfaði þá sem
símastúlka á Kleppsspítala og naut
sín vel í því starfi þar sem hún var
nærgætin og skilningsrík við þá
sem þangað þurftu að leita.
Dísa giftist Lárusi Ólafssyni en
þau skildu. Synir Dísu eru Ólafur
og Hannes, báðir hafa þeir fetað
braut myndlistarinnar við góðan
orðstír. Móðir þeirra hvatti þá til
dáða enda var hún mikill fagurkeri.
Allt sem hún átti var ekta. Hún
hafði mikið yndi af skartgripum og
blómum og fyllti hún gluggana sína
af margs konar plöntum.
Ferðalög voru henni ástríða og
vílaði hún ekki fyrir sér að þeysa
um sveitir á Suðurlandi með litlum
fyrirvara til að dást að fegurð nátt-
úrunnar og landsins. Þá var hún
frjáls. Gamli bærinn í Meðalholtum
var henni hugleikinn og dreymdi
hana um að endurbyggja hann. Hún
lét ekki þar við sitja heldur sótti
hún um styrki og ýtti úr vör fram-
kvæmdum við æskuheimilið sitt
sem veittu athafnagleði hennar út-
rás í mörg ár.
Dýrlegar veislur sem hún hélt
vinum sínum eru mörgum eftir-
minnilegar. Þar var ekkert til spar-
að, glæsilegar veitingar á borðum
og oft glatt á hjalla.
Ég kveð Dísu vinkona mína með
þakklæti fyrir góðar stundir sem
við áttum. Guð blessi hana og af-
komendur hennar. Óla, Hannesi og
fjölskyldum þeirra votta ég dýpstu
samúð mína.
Hulda Brynjúlfsdóttir.
Á dögunum lést Ásdís Lárusdótt-
ir á hjúkrunarheimilinu á Vífils-
stöðum.
Hannes sonur hennar kynnti
okkur fyrir alllöngu.
Ég hef aðeins óljósar fregnir af
veikindum hennar síðustu árin. Ég
hitti Ásdísi fyrst fyrir tæpum ald-
arfjórðungi, mig minnir það hafi
verið þegar við urðum fyrst sam-
ferða austur í Flóa á bílnum henn-
ar, sem var nýlegur japanskur smá-
bíll, rauður. Þetta var um það leyti
sem húnvar að hefjast handa við
merkilegt verkefni ásamt sonum
sínum og tengdadóttur. Ásdís var
bílstjórinn. Þegar farþegarnir voru
sonur hennar og vinur hans var hún
bílstjóri af því tagi sem ótvírætt
ræður för þegar hann heldur um
stýrið. Einhver orðaskipti áttu sér
stað af þessu tilefni milli móður og
sonar. Það var eftirminnilegt að
fylgjast með þessum samskiptum.
Þeir sem þekkja son Ásdísar,
Hannes Lárusson myndlistarmann,
vita að hann getur verið skorinorð-
ur og ákveðinn. En það gat mamma
hans sem sagt líka verið.
Leiðin lá í Flóann, nánar tiltekið
að Austur-Meðalholtum, þar sem
æskuheimili Ásdísar stóð og þar
sem synir hennar, Hannes og Ólaf-
ur, ólust upp fyrstu árin.
Í augum ungs manns á milli tví-
tugs og þrítugs er fólk um sextugt
óneitanlega farið að reskjast nokk-
uð. En Ásdís hafði í rauninni ekki
slíkt roskið yfirbragð. Hún var fal-
leg kona, ákveðin í fasi, skjót til
svars og litrík í orðavali. Hún var
greinilega fagurkeri, enda átti ég
síðar eftir að sjá hvernig gripi hún
hafði í kringum sig í kjallaranum í
Hlíðunum. Þar voru fallegir gripir,
þar á meðal myndir og styttur af
páfuglum. Mér þótti það skemmti-
legt, þegar ég áttaði mig á því að
Ásdís var sérstaklega hrifin af pá-
fuglum sem breiða út litríkt stélið.
Ekkert virtist standa í vegi fyrir
þessari konu. Þess vegna varð ung-
ur maður dálítið undrandi þegar
hann tók eftir því að þessi sköru-
lega kona var fötluð. Ásdís gekk við
stafi eða hækjur eftir atvikum. Hún
fékk lömunarveikina þegar hún var
ung og var eftir það að nokkru leyti
lömuð. Slík voru áhrifin af Ásdísi að
maður gleymdi þessari fötlun sam-
stundis, sá hana ekki.
Þegar Ásdís flutti til Reykjavíkur
úr Flóanum á sjöunda áratugnum
vann hún sem símadama og ól jafn-
framt upp syni sína í einhvers kon-
ar samvinnu með Hannesi, móður-
bróður sínum, og Guðrúnu konu
hans.
Símastarfinu sinnti hún það sem
eftir var starfsævinnar. Á meðan
grotnuðu Austur-Meðalholt smám
saman niður. Uns að því kom, í
kringum 1985, að hún, synir hennar
og Kristín tengdadóttir hennar hóf-
ust handa við að gera bæinn aftur
upp. Þetta verkefni átti hug Ásdís-
ar allan og hún var driffjöður í
verkinu. Þau spöruðu ekkert til í
þessari vinnu. Hörður Ágústsson,
myndlistarmaður og fræðimaður á
sviði íslenskrar húsagerðarlistar,
var hafður með í ráðum.
Stundum fengu óvandabundnir
menn að fljóta með austur í Flóa og
taka til hendinni með þeim. Þá
fengu þeir að kynnast landinu og
sögu þjóðar þess á vettvangi ef svo
má segja, í brasi með grjót og torf,
þar sem ekkert heyrðist nema
fuglasöngur, dumbungshljóð í
grjóti, hviss í brýni sem strokið var
við ljá, og auðvitað talið í næsta
manni. Sumir töluðu reyndar mikið.
Þær umræður snerust reyndar ekki
um þjóðlegan fróðleik, heldur mest
um listina. Stundum vildi teygjast
úr þessum törnum yfir nokkra daga
og þá fékk maður að kynnast því
hve góð húsakynni torfbæirnir eru í
raun og veru. Síðan hef ég verið
aðdáandi íslensku bæjanna gömlu.
Nú þegar Ásdís er öll verður
manni hugsað til þess hve manns-
ævin getur verið margvísleg. Ævi
Ásdísar var óvenjuleg. Fyrri hluta
ævinnar átti hún heima í íslenskum
bæ í Flóanum. Hún fékk lömunar-
veikina sem ung kona, en eignaðist
síðar tvo syni með Lárusi Ólafssyni
lyfjafræðingi. Sambúð þeirra var
stutt. Síðar bjó hún samvinnubúi á
æskuheimili sínu með móðurbróður
sínum og konu hans í torfbænum.
Seinni hlutann átti hún heima í
kjallara í Hlíðunum og vann á síma.
Þar ól hún drengina áfram upp.
Þegar eftirlaunaaldurinn fór að
nálgast tók þessi símadama sig til
ásamt fólki sínu og fór að gera
æskuheimili sitt, torfbæinn, upp.
Þá var notað verklag sem flestum
þætti fremur eðlilegt að setja í sam-
band við fornleifafræði eða for-
vörslu þjóðminja, en að tengja slíkt
við eina eldri konu í Hlíðunum.
Þarna stóð Ásdís vissulega ekki ein
að verki en hún var elst í hópnum
og móðir og tengdamóðir hinna,
auk þess sem hún vissi auðvitað
best hvernig hlutirnir voru áður.
Þessi hópur tók með miklum brag á
þessu verkefni. Um Austur-Meðal-
holt má nú lesa í frábæru riti Harð-
ar Ágústssonar, Íslensk byggingar-
list, þar sem finna má góðar myndir
af þessum húsakynnum, eftir að
hún og hennar fólk gerðu þau upp.
Um þessi hús má reyndar einnig
fræðast á vefnum, á síðunni is-
lenskibaerinn.com. Á næstunni
verður svo opnuð myndarleg sýn-
ingaraðstaða í Austur-Meðalholt-
um, þar sem almenningi gefst kost-
ur á að fræðast um íslenska
byggingararfleifð, íslenska bæinn.
Og skoða hann sjálfan. Vonandi
verður þar falleg mynd af Ásdísi
uppi á vegg.
Þorbergur Þórsson.
ÁSDÍS
LÁRUSDÓTTIR