Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.07.2006, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sonur okkar elskulegur, ÁRNI HEIMIR JÓNSSON, Kárastíg 10, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu sunnudaginn 16. júlí, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 13.30. Ólöf E. Árnadóttir, Jón Ólafsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, RAGNHEIÐUR DANÍELSDÓTTIR, Gnoðarvogi 38, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. júlí kl. 15.00. Árni Sigurðsson, Sigurður Árnason, Bryndís Alda Jónsdóttir, Ingunn Árnadóttir, Sighvatur Arnarsson, Helgi Árnason, Sigurlína Jóhannesdóttir, Daníel Árnason, Sigurhanna Sigfúsdóttir, Gylfi Árnason, Guðrún Vala Elísdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ragnar MarinóBjarnason fædd- ist á Brekku á Álfta- nesi 6. júlí 1913. Hann lést fimmtu- daginn 13. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhild- ur Höskuldsdóttir, f. 1879, d. 1953, og Bjarni Bernharðs- son, f. 1880, d. 1923. Systkini Bjarna eru: Óskar, f. 1912, Arn- dís, f. 1915, d. 2005, Bjarni, f. 1916, d. 1990, Róbert, f. 1917, Ólafur, f. 1920, d. 1935, og Guðmundur Bjarni, f. 1922, d. 1926. Ragnar var næstelstur systkinanna. Árið 1946 kvæntist Ragnar Sig- urbjörgu Þórarinsdóttur (Ebbý), f. 23.8. 1915. Áttu þau engin börn en ólu upp eina fósturdóttur, Diönu Ragnarsdóttur, f. 9.10. 1943, maki Þor- steinn Kárason, f. 26.5. 1944. Þau eiga tvær dætur, Sigur- björgu Laufeyju, f. 16.10. 1960, hún á þrjú börn, Díönu, Þorstein og Arnar Inga; og Rögnu Huldrúnu, f. 10.9. 1966, maki, Jeffrey Sokolov, f. 30.8. 1963. Hún á fjögur börn, þau eru Mar- grét, Andrea, Elias og Samantha Ósk. Ragnar stundaði nám í Iðnskól- anum í Reykjavík á árunum 1943– 1945, hann fékk síðan meistara- réttindi í rafvirkjun 1956. Hann vann við rafvirkjun til sjötugs, mest hjá Ofnasmiðjunni. Ragnar verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Ragnar, mínar fyrstu minn- ingar eru úr Háagerðinu hjá ykkur Ebbý þar sem mér fannst alltaf gott að vera. Ég átti margar góðar stundir uppi á verkstæðinu hjá þér, þar sem ég flæktist fyrir þér að reyna að smíða og gera eins þú. Þegar ég fór síðan í framhaldsskóla og átti í hinum mestu erfiðleikum með eðlis- og efna- fræði, þá áttir þú allar glósurnar þín- ar úr Iðnskólanum frá því um 1944 og gast kennt mér það sem engum öðr- um hafði tekist. Allar okkar góðu stundir við eldhúsborðið þar sem þú sagðir mér frá lífi þínu í gamla daga, ferðalögum og fólki, gleymast aldrei. Ég trúi því að maður uppskeri eins og maður sáir. Þín síðustu ár leið varla sá dagur að þú fengir ekki innlit frá einhverjum í okkar litlu fjöl- skyldu. Þó á hann pabbi minn þar vinninginn í góðri umönnun. Megir þú hvíla í friði. Ragna Huldrún. RAGNAR MARINÓ BJARNASON ✝ Magndís Gest-dóttir fæddist á Hafnarhólmi á Sel- strönd í Stranda- sýslu hinn 26. desem- ber 1909. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 15. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Árna- dóttir og Gestur Kristjánsson. Guð- rún og Gestur slitu samvistum þegar Magndís var á fyrsta ári og gekk Ingimundur Guð- mundsson henni í föður stað og ólst hún upp hjá móður sinni og fóstur- föður. Systkini Magndísar eru öll látin en þau hétu: Árni, Guðbjörg, Guðbrandur, Hildur, Ingimunda, Jörundur, Ólöf og Þorvaldur, en Magndís var yngst systkinanna. Árið 1930 fluttist Magndís til Hveravíkur, þar sem hún hóf bú- arsdóttir og Ásgerður B. Bjarna- dóttir. 2) Sylvía, f. 1932. d) Bern- harð, f. 1933, kvæntur Kolbrúnu Guðmundsdóttur, d. 18. janúar 2004, börn þeirra eru: Hulda Ingi- björg, Erling Ómar, Guðrún Þóra, Hafdís Dagmar, Hólmfríður Dröfn, Guðmundur, Magndís Bára og Bryndís. 4) Alda, f. 1937, gift Valdi- mar Axelssyni, dætur Sveindís, Sæ- rún Karen og Ragnheiður Kolbrún. 5) Reynir, f. 1945, var í sambúð með Ingibjörgu Eyjólfsdóttur, börn Svala Björk, Sunna Björg og Garð- ar Ingi. 6) Garðar, f. 1947, d. 1986. Fyrri kona Ása Ásmundsdóttir, börn þeirra eru Þórhallur og Ragn- heiður. Seinni kona Margrét Krist- jánsdóttir, sonur Jón Friðrik. Eftir að Magndís fluttist til Keflavíkur vann hún um tíma við fiskvinnslu, einnig starfaði hún við ræstingar, lengst af í versluninni Eddu við Vatnsnestorg. Aðalstarf hennar var þó að annast heimilið, börnin og barnabörnin og síðar komu barnabarnabörnin og barna- barnabarnabörnin sem áttu vísan stað hjá ömmu. Útför Magndísar var gerð frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. júlí – í kyrrþey að ósk hinnar látnu. skap með manni sín- um, Sveini Guð- mundssyni frá Birgisvík, f. 17. janúar 1897, d. 15. desember 1969. Árið 1958 flutt- ust Magndís og Sveinn til Keflavíkur ásamt börnum sínum og bjuggu fyrst í Hábæ á Kirkjuvegin- um en fluttust síðan á Suðurgötu 33 þar sem þau bjuggu í sambýli með Öldu dóttur sinni og manni hennar Valdimar. Síðar festa þau Magndís og Sveinn kaup á húsi á Hafnargötu 66 þar sem Magndís bjó það sem eft- ir var ævinnar. Eftir fráfall Sveins hafa mæðgurnar Magndís og Sylvía dóttir hennar búið á Hafnargöt- unni. Börn Magndísar og Sveins eru: 1) Guðfinnur, f. 1930, d. 1971, kvæntur Lilju Kristinsdóttur, sonur Sveinn og fósturdætur Olga Gunn- „Vertu trúr allt til dauða og Guð mun gefa þér lífsins kórónu.“ Þessi orð komu í hug við lát ætt- móðurinnar og skörungsins, ömmu Möggu. Ég sit í brúnni á skipi úti á hafi. Ryta hefur sest á stefnið til að hvíla sig. Land, haf og himinn baðað í geislum sólar í morgunsárið. Hér er gott að minnast Möggu. Hér er kirkja sköpunarinnar, hér mætast víddir hins efnislega og hins óáþreifanlega svo sterkt. Við kaþólskir trúum að sumt fólk sé blessað á sérstakan hátt, sem þrátt fyrir mótlæti og erfiðleika, fyrir náð og styrk trúarinnar, verður blessun og fyrirmynd. Fyrir mér er Magga ein þeirra. Hennar boðskapur var skýr og einfaldur og margur prest- urinn hefði ekki staðist henni snúning þegar hún komst á flug. Sælla var henni að gefa en þiggja og var ég einn þeirra sem svo ríkulega nutu þeirrar gjafmildi. Á Hafnargötu 66 var rekið sveita- heimili í besta skilningi orðsins, og það í miðjum bænum. Enginn fór svangur frá ömmu Möggu og Sillu, og víst er að næring andans var ekki síðri en magans. Hún var bænheit, hagmælt og rík af réttlætiskennd og lá ekkert á sinni sannfæringu, enginn þurfti að velkj- ast í vafa um hvar hann hafði hana. Síðast heimsótti ég þær mæðgur fyrir fáum vikum. Ég sat við hlið Möggu, á meðan Silla tók til hendinni í eldhúsinu. Fyrir mér var það heilög, djúp og falleg kveðjustund, hún fór með vísu þar sem frelsarinn hennar vinur var yrkisefnið. Hún strauk hönd mína. „Blessaður drengurinn,“ sagði hún hvað eftir annað. Henni líkt. Ég minnist hennar í djúpri þökk og virðingu. Ég er ríkari maður eftir kynni mín við Möggu. Ég verð á hafi úti þegar hún verður kvödd hinstu kveðju. Ég sendi Sillu tryggðatröllinu sem hugsaði svo fallega um móður sína, og allri fjölskyldunni mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið þeim blessunar. Rytan sem settist á stefnið hefur sig nú til flugs, hún þurfti hvíld, en safnaði kröftum til að halda áfram sínu flugi. Magga var hvíld sinni fegin og líkt og fuglinn fagri svífur sál hennar á braut, meira að starfa Guðs um geim. Einar Örn Einarsson. Elsku hjartans amma mín er látin. Mig langar að þakka henni fyrir öll árin sem við áttum saman. Það má segja að ég hafi meira og minna alist upp hjá ömmu og Sillu frænku. Allar þær minningar sem ég á um mína æsku og fram til dagsins í dag má segja að ég hafi mótast af henni elsku ömmu minni. Hún var mín fyrirmynd og öll sú viska og sá lærdómur sem hún kenndi mér mun fylgja mér og gera mig að enn betri manneskju. Ég var nú rétt tveggja ára þegar ég byrjaði að hlaupa yfir til þeirra ömmu og Sillu á stígvélum og aðeins hand- klæði vafið utan um mig. Minningin er góð um okkur ömmu í stofunni, ég sofandi í fremri sófanum og hún í bekknum fyrir aftan. Þær voru ófáar næturnar sem ég svaf hjá ömmu og Sillu. Oft fór ég með henni að skúra í Eddunni eftir lokun. Alltaf kom ég til þeirra eftir skóla, settist við borð- stofuborðið, tók upp skólabækurnar og fékk grjónagrautinn með gulu skeiðinni. Allur mysingurinn sem hún sauð handa mér og Hafnarfjarðar- ferðirnar með þeim ömmu og Sillu. Hún hafði svo gaman af þeim ferðum, byrjað á Bónus, svo Rúmfatalagerinn og að lokum endað á Kentucky. Minningin um kynni ykkar Gísla er yndisleg. Fljótlega eftir að við Gísli kynntumst færði hann mér fisk í soðið sem ég færði svo ömmu, og þvílíkur maður væri þar á ferð, hún yrði að fá að hitta hann og það strax og þá varð ekki aftur snúið. Amma sá ekki sólina fyrir honum og var honum ávallt svo góð. Ég á hafsjó af minningum um þig, elsku amma, ég brosi og gleðst yfir þeim því þar er ég rík. Takk fyrir allt og Guð geymi þig. Þín Ragnheiður. Elsku amma mín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Þessi bæn á vel við okkur, þú sagðir oft við mig að þín helsta hreyfing væri göngurnar í um eldhúsið og stofuna með mig við hönd. Síðan settumst við í stigann og þar fékk ég pönnuköku og barnakaffi. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þinn Garðar Franz. Þegar við systur setjumst niður og rifjum upp allar þær ljúfu minningar sem við eigum um ömmu Möggu set- ur okkur hljóðar. Það er margs að minnast. Hún var okkur kær, gekk okkur í móðurstað ef á þurfti að halda þar sem við ólumst upp í næsta húsi. Hún var snillingur bæði til orðs og handa og hugsanlega náum við allar þrjár til samans að komast með tærnar þar sem hún ein hafði hælana. Hún var flinkur kennari og af þolinmæði hafði hún nóg. Hún kenndi okkur það sem henni þótti nauðsynlegast í lífinu, s.s. að lesa og skrifa, að prjóna, að fara með bæn- irnar okkar og umfram allt að bera umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín. Hún hugsaði um það að börnin fengju næði til að þroskast og dafna og alltaf var hægt að finna þetta næði hjá ömmu, teppið og hitapokinn var ekki langt undan. Þar sem amma bjó við erfiðar aðstæður eins og oft var í upphafi 20. aldar kunni hún að fara með verðmæti og var nýtin með eindæmum. Að endurvinna plastpok- ana og sauma upp á nýtt, nýta hveiti- pokana í lök, klippa af allar tölur og rennilása þegar flíkin var ekki lengur nothæf. Þetta gerði hún og okkur fannst þetta ætti að vera svona. Hennar stolt var að allir fengju nýtt í rúm fyrir jólin og það átti að vera hvítt léreftsdamask og helst með blúndumilliverki og fengist ekki nógu gott efni í Keflavík var ekið eftir því í Hafnarfjörð í Skemmuna góðu í brekkunni. Og línskáparnir í fjöl- skyldunni fylltust smátt og smátt af hvítum handsaumuðum rúmfötum í stór sem smá rúm. Jólin voru hennar tími og hún byrjaði að kaupa jólagjaf- irnar í janúarlok svo það væri öruggt að allt fólkið hennar fengi nú góða og gagnlega pakka á jólunum. Þegar við skoðum nánar hvað amma hefur haft fyrir stafni er ým- islegt sem kemur í ljós. Hún var lista- maður af guðs náð. Hún var söngelsk og hagmælt. Hún var hönnuður og kjólameistari. Hún var snillingur í því að baka og gera góðan mat. Það varð allt að einhverju og það margfaldaðist í höndunum á henni. Hún átti þátt í að vinna búninga fyrir Leikfélag Keflavíkur. Hún saumaði frábærar flíkur s.s. jakka, kápur og kjóla sem m.a. eru til sýnis á Byggðasafni Reykjanesbæjar, á Popp-sýningunni í Duushúsum. Nú bíður okkar verkefni en það er að koma ljóðum hennar í prentun og þar er verk að vinna, fyrir fleiri en einn og fleiri en tvo. Minningin um ömmu lifir. Þínar ömmustelpur Sveindís, Karen og Kolbrún. Elsku amma „Dæda“. Mér finnst ég svolítið sjálfselsk þegar ég græt þig, amma mín, ég veit að þér líður miklu betur núna og þú myndir ekki vilja að fólk gréti þig en það er bara svo skrítið að amma Magga sé farin. Það eru svo ótal margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég sest hérna niður og skrifa þessa minning- argrein. Sem barn eyddi ég miklum tíma hjá þér og Sillu og þar var alltaf best að vera, enda þjónustan eins og á fimm stjörnu hóteli. Ég vildi að Em- ilía Magndís hefði getað kynnst þér betur, þó að hún eigi yndislega ömmu og langömmu þá er engin amma í ver- öldinni eins og amma Magga. Þú varst alltaf hress og kát og aldr- ei sá maður þig reiða, amma, en þó varstu nú alltaf með munninn fyrir neðan nefið og varst ekkert að skafa utan af hlutunum. Þú varst mér alltaf svo góð, amma mín. Ég man þegar ég var barn og mamma og pabbi voru að reyna láta mig hætta á pela, enda komin hátt á fimmta ár, þá átti amma alltaf pela, og fannst henni það bara mannvonska að taka pelann af barninu. „Pabbi þinn ætti nú að hætta að reykja áður en hann fer að ætlast til þess að barnið hætti með pela.“ Svona varst þú allt- af, amma, sagðir alltaf það sem þér fannst. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér hinum megin. Afi Sveinn, Guffi og Gæi hafa allir verið að bíða eftir þér og ég er ekki frá því að Guð sjálfur hafi tekið á móti þér, enda ekki á hverjum degi sem kona eins og þú kemur í himnaríki, þú varst alveg ein- stök, elsku amma mín. Takk fyrir allt, elsku amma. Drottningin af Saba, Sylvía. MAGNDÍS GESTSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Magndísi Gestsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hera; Alda; Tinna Björg. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, AGNES INGIMUNDARDÓTTIR, Dvergholti 3, Hafnarfirði, lést á Landspítala-háskólasjúkrahúsi við Hring- braut fimmtudaginn 20. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Unnur Ingimundardóttir, Ómar Örn Ingimundarson, Garðar Pétursson, Magnús Ingimundarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.