Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 2

Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 2
2 B FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ  H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 0 5 0 Glitnir efnir til opins kynningarfundar um horfur í efnahagsmálum og hvernig þær snerta fyrirtæki og heimili. Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica í sal A/B. LEIÐIN AÐ JAFNVÆGI Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, kynnir spá Greiningar Glitnis um helstu efnahagsstærðir, s.s. vexti, verðbólgu og laun, í umhverfi íslenskra heimila og fyrirtækja 2006–2010. HVERT STEFNIR KRÓNAN? Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, kynnir spá Greiningar Glitnis um þróun gengis krónunnar á næstu misserum. HVERT STEFNIR ÍBÚÐAVERÐ? Ingvar Arnarson, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, kynnir spá Greiningar Glitnis um þróun íbúðaverðs á næstu misserum. FRAMÞRÓUN Á INNLENDUM FJÁRMÁLAMARKAÐI Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fjallar um framþróun á innlendum fjármálamarkaði og þróun íslenska bankakerfisins. Skráning fer fram á www.glitnir.is og í þjónustuveri bankans í síma 440 4000. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Morgunverðarfundur Glitnis þriðjudaginn 29. ágúst kl. 8.15–10.00. FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI HORFUR Í EFNAHAGSMÁLUM                                                     Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, frétta- stjóri, bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands er nú komin yfir 5.900 stig eftir samfellda hækkun ellefu daga í röð eða allt frá 9. ágúst. Hækkunin í gær nam rúmu 1% og endaði vísital- an daginn í 5.905 stigum. Úrvalsvísi- talan stóð í um 5.300 stigum þegar núverandi hækkunarhrina hófst og hefur því hækkað um nær 11,5%. Hækkunin er að miklu leyti knúin áfram af hækkunum á gengi bréfa viðskiptabankanna sem samanlagt vega mjög þungt í Úrvalsvísitölunni. Össur hástökkvari vikunnar Þannig hækkaði gengi bréfa Kaup- þings banka um 12,4% á einni viku, gengi bréfa Landsbankans um 11% og bréfa Glitnis um 7,8%. Gengi bréfa bæði FL Group og Alfesca hækkaði einnig verulega eða um 10,6% og 10,1%. Hástökkvari vik- unnar var hins vegar Össur en gengi bréfa félagsins hækkaði um 13,7%. Gengi bréfa tveggja félaga, Dags- brúnar og Marels, lækkaði frá miðri síðustu viku eða um 0,4% og 1,9%. „Meginskýring er sú að markað- urinn er mjög jákvæður, sex mánaða uppgjörin voru mun betri en menn höfðu reiknað með, nánast hjá öllum fyrirtækjum. Bankarnir eru að klára fjármögnun og hafa brugðist við þeim athugasemdum sem voru gerð- ar í febrúar og mars, s.s. um kross- eignarhald og fjármögnun,“ segir Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka, og vísar til skýrslna sem hafi sýnt að bankarnir stæðu traustum fótum. Hann segir það sitt mat að menn hafi talið að botninum hafi verið náð og nú gæti aukinnar bjartsýni. „Fjárfestar hafa komið inn á mark- aðinn aftur af fullum krafti. Bæði stærri og smærri fjárfestar og er- lendir líka, grunar mig. En það má líka nefna það að krónan hefur verið mun stöðugri en menn áttu von á og styrkst aftur. Það hjálpar líka mark- aðinum. Það var auðvitað mjög slæmt þegar krónan var í þessari miklu veikingu og menn kannski með hlutabréfakaup sem að hluta til voru fjármögnuð með erlendum lánum.“ Jafet telur horfurnar vera nokkuð góðar. „Já, menn telja þær vera þokkalega góðar. En stemmingin fer líka aðeins eftir því hvað gerist á er- lendum mörkuðum. Það hefur verið ágætur gangur á erlendu mörkuðum líka, þó ekki í líkingu við þann ís- lenska. En það fer saman, þ.e.a.s. ef erlendi markaðurinn fer niður þá hefur íslenski markaðurinn síðustu tvo þrjú misseri líka aðeins farið nið- ur.“ Linnulaus hækkun á gengi hlutabréfa í úrvalsvísitölunni Morgunblaðið/Ásdís Aukin bjartsýni Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka, telur horfur á hlutabréfamarkaði vera þokkalega bjartar. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ll S T U T T NÝTT þjónustufyrirtæki á upp- lýsingatæknimarkaði, Titan ehf., mun hefja rekstur innan fárra vikna, en meðal stofnenda eru Örv- ar Sigurðsson framkvæmdastjóri Equant á Íslandi, Hans Pétur Jóns- son, framkvæmdastjóri sölusviðs Opinna kerfa, og Benedikt Grön- dal, forstöðumaður samskipta- lausna Opinna kerfa, sem koma til liðs við Titan seinna í haust. Segir í fréttatilkynningu að stefnt sé að að- komu öflugra fjárfesta að hinu ný- stofnaða fyrirtæki sem einnig verð- ur í eigu starfsmanna. Til að byrja með mun fyrirtækið einkum einbeita sér að söluráðgjöf og þjónustu á sviði IP-tækninnar. Stefna forsvarsmenn Titans að því að færa út kvíarnar mjög hratt og bjóða upp á alhliða upplýsinga- tækniþjónustu og hefur fyrirtækið tryggt sér viðskiptasamninga sem veita því umboð til að bjóða vörur frá Cisco, HP, Sun og fleiri þekkt- um framleiðendum. Fram kemur í tilkynningunni að Titan muni einnig bjóða þjónustu þeim erlendu fyrirtækjum á Íslandi sem leita til Orange Business Sol- ution (áður Equant) og hefur verið gerður endursölusamningur við Símann því tengdur. Titan stefnir að því að vera með um 50 sérfræðinga á sínum snærum innan tveggja ára. Nýtt upplýsinga- tæknifyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.