Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 B 7  Þegar lán til íbúðakaupa ertekið er fleira en vaxtakjörog lánsupphæðin sjálf semhuga þarf að, því alls kyns kostnaður tengist slíku láni, m.a. ef gera þarf breytingar á því síðar meir. Blaðamanni lék forvitni á að vita hver þessi kostnaður væri í dag og hvort hann hafi eitthvað breyst á liðnu ári og leitaði hann því til viðskiptabank- anna þriggja, Glitnis, KB banka og Landsbanka Íslands, Sparisjóða- bankans, SPRON og Íbúðalánasjóðs. Leitað var eftir kostnaði við lántöku (lántökugjald), veðleyfi, veðflutning, skuldskeytingu (nafnabreytingu) og uppgreiðslu (uppgreiðslugjald), bæði nú og fyrir ári. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa aðeins verið gerðar breytingar á kostnaði þessara liða hjá KB banka, Landsbanka og Íbúðalánasjóði á und- anförnu ári. KB banki hefur hækkað kostnað við veðleyfi úr 3.500 kr. í 7.000 kr. Þá ber að geta þess að kostnaður við veð- flutning og skuldskeytingu getur numið 40.000 kr. ef um flókin mál er að ræða en yfirleitt er kostnaðurinn 25.000 kr. Hjá Landsbankanum hefur verðskrá bankans hvað þessa liði varðar verið breytt talsvert en þar fengust þær upplýsingar að breyting- arnar hefðu verið gerðar með það að markmiði að verð fyrir þjónustu end- urspegli þann kostnað sem bankinn verði fyrir við að veita þjónustuna. Í þeim tilfellum sem hér um ræði sé verið að færa þóknunina nær raun- verulegum kostnaði en þar hafi verið um mikla nákvæmnisvinnu að ræða, viðtöl við viðskiptavini, öflun gagna, s.s. veðbókarvottorða, greiðslumats, verðmat á skjalagerð, skráningu, eft- irlit með þinglýsingu og varðveislu skjala. Oft sé um skilyrt veðleyfi að ræða þar sem vinna þurfi eftir þeim skilyrðum. Ef um skuldskeytingu (nafnabreytingu) sé að ræða þurfi að meta stöðu hins nýja viðskiptamanns, bæði m.t.t. til greiðslugetu og ann- arra viðskipta hans við bankann. Þá hafi þessir liðir verið óbreyttir sl. 3 ár, en þá hafi verið hækkun upp á 500 krónur. Fram að þeim tíma hafi gjaldið verið óbreytt í mörg ár. Lægri vextir og uppgreiðsluþóknun Uppgreiðslugjald var tekið upp hjá Íbúðalánasjóði í nóvember 2005 og 2.000 kr. greiðsla vegna veðleyfis og veðflutnings var tekin upp í byrjun árs. Hvað uppgreiðslugjaldið varðar geta lántakendur valið hvort þeir taka lán með hærri vöxtum en jafn- framt geta þeir þá greitt aukalega af því eða greitt lánið upp hvenær sem er án kostnaðar, eða þeir tækju lán með lægri vöxtum en yrðu þá að greiða uppgreiðsluþóknun ef þeir borga inn á lánið eða greiða það upp. Uppgreiðsluþóknunin er jöfn nú- virtum mismun á greiðsluröð lánsins, núvirtu með vöxtum nýrra íbúðalána sjóðsins eins og þau eru við upp- greiðslu annars vegar og lánsfjár- hæðinni eins og hún stendur á greiðsludegi hins vegar en þó aðeins ef vextir hafa lækkað frá því að upp- greidda lánið er tekið. Þetta þýðir að ef vextir nýrra íbúðalána sjóðsins eru jafnir eða hærri en vextir þess láns sem verið er að greiða upp þá er upp- greiðsluþóknunin engin. Upp- greiðsluþóknunin verður því ekki virk nema vextir nýrra íbúðalána sjóðsins hafi lækkað frá því að upp- greidda lánið var tekið. Til viðbótar þessu er ráðherra heimilt að setja á almennt upp- greiðslugjald ef eiginfjárstaða sjóðs- ins rýrnar þannig að afkomu hans og rekstri stafar hætta af. Þessi heimild verður ekki virk nema þessar aðstæð- ur skapist og stjórn Íbúðalánasjóðs geri tillögu þar að lútandi til ráð- herra. Þar sem hér er um heimildar- ákvæði að ræða er ráðherra ekki skyldugur til að setja reglugerð sem setur þetta almenna uppgreiðslu- gjald á, heldur getur ákveðið að fara aðrar leiðir. Þó kostnaður vegna veðflutnings og skuldskeytingar sé hæstur hjá KB banka verður að taka tillit til þess að í flestum tilfellum er lántökugjald hvað lægst hjá þeim banka. Í tilfelli láns að fjárhæð 13 milljónir króna er lántökugjald bankans jafnhátt lán- tökugjaldi annarra aðila, svo dæmi séu nefnd. Sé um hærra lán að ræða er lántökugjaldið alltaf lægra hjá KB banka en sé um lægra lán að ræða getur það í einstaka tilfellum verið það sama eða örlítið hærra en hjá hin- um aðilunum. Þetta er vegna þess að lántökugjald KB banka er samsett af tveimur liðum, annars vegar er um fasta upphæð að ræða, 65.000 kr., og hins vegar um breytilega upphæð að ræða sem fer þó eftir upphæð lánsins. Hinir aðilarnir taka allir 1% lánsfjár- hæðarinnar í lántökugjald.  "       )**+ " )**+ =& # %  L * ": L *: #  !ML *    N $  "# 1 ! * %  -"!! !#&! . :#! ! ,&. ! ! % 49 :#!:%&!3*O 64.! 464.! -!&.! N # ! !* ! N N7: ! * A  !*.3#&   N!  * :  :#!#* . N1 ! * /0  : ! :  !* 3 ! P#         4 N , -.*** -.*** *)+/ ) 0123     , -.+** -.+** -.+** )        , +.+** 4.*** 4.*** *) ) 5 67     4 , -.+** -.+** *)+ ) N N   67   !#  !#  !# , ).*** ).***   ,N     ;! "# !  $  . 8.*** )+.*** )+.*** ) N Kostnaður vegna íbúðalána mismunandi Morgunblaðið/Kristinn Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.