Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 8
Á
síðasta ári mældist hag-
vöxtur í Rússlandi 6,4%
og verg landsfram-
leiðsla nam 770 millj-
örðum Bandaríkjadala.
Þá nam bein erlend fjárfesting 26
milljörðum Bandaríkjadala á fyrri
helmingi ársins en á sama tímabili í
fyrra nam bein erlend fjárfesting
10,7 milljörðum dala, og hafði þá
aukist um 4,5 milljarða dala frá
sama tímabili árið 2004, samkvæmt
upplýsingum frá Seðlabanka Rúss-
lands. Fjármálaráðuneyti Rússlands
gerir ráð fyrir 6,6% hagvexti í ár og
hækkaði nýlega spá sína úr 6,5%.
Samkvæmt endurskoðaðri hagspá
fyrir árin 2006–2009, er áætlað að
hagvöxtur verði 5% árið 2007 og
4,9% árin 2008 og 2009. Þó gera
bjartsýnustu spár ráð fyrir 6% hag-
vexti árið 2007, 5,8% hagvexti árið
2008 og 5,9% hagvexti árið 2009.
RIA Novosti-fréttastofan greinir
frá þessu og segir að aðdráttarafl
Rússlands sé nú með mesta móti
hvað fjárfestingar varðar, því ekki
sé um einu afrek hagkerfisins að
ræða.
Samrunar og yfirtökur aukast
Á þessu ári hefur fjöldi samruna og
yfirtaka átt sér stað í Rússlandi.
Tyrkneski bjórframleiðandinn Efes
Breweries tók yfir rekstur Krasny
Vostok-bjórverksmiðjunnar fyrir
390 milljónir dala. Raiffeisen Int-
ernational yfirtók Impexbank fyrir
500 milljónir dala og Deutsche Bank
AG keypti 60% hlutafjár United
Financial Group fyrir 400 milljónir
dala.
Og annað met Rússlands tengist
einmitt þessum yfirtökum. Á fyrstu
sex mánuðum ársins náði hlutdeild
landsins á evrópskum markaði fyrir
samruna og yfirtökur 6,25% en var
4,5% á síðasta ári. Á heildina litið
hefur rússneski samruna og yfirtök-
umarkaðurinn hækkað um 57% að
virði á síðustu tólf mánuðum, sem
þýðir að rússneskar eignir hafa vax-
ið í áliti hjá alþjóðlegum fjárfestum,
að mati RIA Novosti.
Þá sjá sérfræðingar hjá KPMG
International aðra jákvæða hlið á
fjárfestingarmarkaðnum rússneska,
færslu fjárfestinga úr olíu- og gas-
iðnaðinum yfir í aðrar tegundir iðn-
aðar. Gangi áætlanir eftir mun
Rússland slá enn annað metið en
gert er ráð fyrir að virði samruna og
yfirtökumarkaðarins nái 50 millj-
arða dala markinu fyrir árslok.
Stórfyrirtæki opna skrifstofur
Í dag eru erlendir fjárfestar virkir á
nær öllum sviðum í rússneska hag-
kerfinu og þá eru þeir ekki einungis
að fjárfesta í stærstu borgum Rúss-
lands, heldur hafa þeir fært sig til
smærri héraða í auknum mæli. Sem
dæmi má nefna að Cargill, einn
stærsti fjárfestir heims í landbún-
aði, á í viðræðum við yfirvöld í Vo-
lograd-héraði um að koma á fót olíu-
vinnsluverksmiðju. Gangi áætlanir
eftir mun fjárfesting Cargill nema
55 milljónum Bandaríkjadala. Þá
hyggst franska fyrirtækið Accor
Group byggja fjölda hótela í Volga-
héraðinu, Serbíu og Krasnodar-hér-
aði.
En umsvif erlendra fjárfesta sjást
hvað best þegar aukning á viðskipt-
um þeirra er skoðuð. Öfugt við fyrri
ár nemur yfirtaka á rússneskum
eignum um 81% erlendra viðskipta,
meðan afgangurinn er hlutfall sam-
runa og yfirtaka sem Rússar hafa
sjálfir gert innan landamæra sinna.
Þetta hefur, að mati RIA Novosti,
leitt til þess að stór fjárfestingarfyr-
irtæki eru farin að feta í fótspor við-
skiptavina sinna og hyggja á land-
vinninga í Rússlandi. Fyrirtæki sem
hafa opnað skrifstofur í Rússlandi á
síðustu þremur árum eru meðal
annars Credit Suisse First Boston,
Merrill Lynch, Deutsche Bank,
Dresdner Kleinworth og Morgan
Stanley. Þá hyggst Goldman Sachs
jafnvel opna skrifstofu í Rússlandi á
næstunni.
Fjárfestingarmet slegin í Rússlandi
Hagkerfi Rússlands
stóð í blóma á síðasta
ári og ekkert lát
virðist vera á vextinum.
Sigurhanna
Kristinsdóttir skoðaði
erlendar fjárfestingar
þar í landi en áhugi
erlendra fjárfesta á
Rússlandi hefur aukist
talsvert undanfarið.
sigurhanna@mbl.is
Reuters
Uppbygging Kranar í Kreml eru til vitnis um miklar endurbætur og uppbyggingu í Moskvuborg.
8 B FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
RÚSSNESKIR 5.000 rúblna
seðlar hafa verið settir í dreif-
ingu aftur en eftir efnahags-
hrunið í Rússlandi árið 1998
þegar rúblan hrundi voru þeir
teknir úr dreifingu. Seðlabanki
Rússlands segir að þörfinni fyr-
ir að hafa seðlana í dreifingu sé
„stjórnað af stjóðsstreymissþörf
og vexti meðaltekna í landinu.“
Seðlabankinn segir seðlana
ekki setta í dreifingu til að
mæta aukinni verðbólgu, sem
var 11% í fyrra og mælist 8,5%
frá upphafi árs. Rússlandi lyfti
nýlega höftum á fjármunaflutn-
ingum og rúblunni er hún varð
skiptanleg að fullu. Áður
þurftu Rússar sem vildu skipta
fjárhæðum á gjaldeyrisreikn-
inga í erlendri mynt að leggja
fjórðung fjárhæðarinnar á
reikning í Seðlabankanum. Þá
var útlendingum sem vildu
færa fjárhæðir til Rússlands
gert að hafa veðtryggingu, en
þetta var gert til að koma í veg
fyrir spákaupmennsku.
5.000 rúblna seðlar
í dreifingu aftur
Unnið er að því að sameinarússnesku álfyrirtækinRusAl og Sual, að því erfram kemur í frétt á
breska fréttavefnum TimesOnline.
Verði samruni fyrirtækjanna að
veruleika verður þar með til
stærsta álfyrir-
tæki í heimi. Þá
segir í fréttinni
að gert sé ráð
fyrir að hið sam-
einaða fyrirtæki
verði skráð í
kauphöllinni í
London.
Í frétt Tim-
esOnline segir að
sameinað fyrir-
tæki RusAl og Sual verði stærra
álfyrirtæki en tvö stærstu álfyr-
irtækin í heiminum í dag, Alcoa og
Alcan. Markaðsvirði sameinaðs
fyrirtækis verði um 10 milljarðar
sterlingspunda, jafnvirði um 1.300
milljarðar íslenskra króna. Þá seg-
ir að talið sé að nú þegar liggi fyrir
drög að samkomulagi um samruna
RusAl og Sual og að samruninn
geti komið til framkvæmda á þessu
hausti.
RusAl er í dag þriðji stærsti ál-
framleiðandi í heimi og framleiðir
um 2,7 milljónir tonna af áli á ári.
Hið bandaríska Alcoa og kanadíska
Alcan framleiða um 3,5 milljónir
tonna hvort um sig. Ársframleiða
sameinaðs fyrirtækis RusAl og
Sual veður yfir 3,7 milljónir tonna.
Í frétt TimesOnline segir að
stjórnendur RusAl og Sual hafi
ekki viljað tjá sig um hugsanlegan
samruna fyrirtækjanna. Þeir hafi
hins vegar viðurkennt að skráning
í kauphöllinni í London sé til skoð-
unar.
Í fréttinni segir að samruni Ru-
sAl og Sual myndi auka líkurnar á
hugsanlegum samruna stóru álfyr-
irtækjanna í Norður-Ameríku.
Stjórnendur þeirra hafi verið að
leitast við að draga eins mikið úr
kostnaði og mögulegt er. Þau þurfi
hins vegar að stækka til að standa
betur að vígi í samkeppninni við
hið væntanlega rússneska fyrir-
tæki og einnig ört vaxandi álfyr-
irtæki í Kína.
Ólígörkum fjölgar í Bretlandi
Samruni RusAl og Sual myndi
væntanlega hafa í för með sér að
tveir rússneskir ólígarkar bætist
við í þann hóp rússneskra auð-
manna sem haslað hafa sér völl í
bresku viðskipta- og þjóðlífi á um-
liðnum árum.
RusAl er í eigu hins 38 ára rúss-
neska Oleg V. Deripaska. Eigur
hans eru metnar á um 7,4 milljarða
sterlingspunda, eða um þúsund
milljarða íslenskra króna.
Samkvæmt rússneska blaðinu
Vedemosti er Deripaska talin álíka
auðugur og Roman Abramovich,
eigandi enska úrvalsdeildarliðsins
Chelsea. Í marsmánuði síðastliðn-
um hélt tímaritið Forbes því fram
að Abramovich væri annar ríkasti
maðurinn í Bretlandi.
Þeir Deripaska og Abramovich
voru eitt sinn félagar í áliðnaðin-
um, þegar álfyrirtæki þeirra
tveggja voru sameinuð. Deripaska
keypti síðar hlut Abramovich í hinu
sameinaða fyrirtæki.
Rússneska álfyrirtækið Sual er í
meirihlutaeigu félaga Derpaska í
rússneskri ólígarkastétt, hins 49
ára Viktors Vekselbergs.
Hann er talinn fjórði ríkasti
maður Rússlands, en eigur hans
eru metnar á um 5,2 milljarða
punda, eða um 700 milljarða ís-
lenskra króna.
Auk þess að vera stór í rúss-
neskum áliðnaði er hann einnig
stór hluthafi í olíufyrirtækinu
TNK-BP, þriðja stærsta olíufyrir-
tæki Rússlands.
Vekselberg ávann sér velvilja
rússneskra stjórnvalda fyrir
nokkru er hann keypti safn af hin-
um þekktu rússnesku Faberge-
eggjum fyrir rúmlega 90 milljónir
Bandaríkjadollara og kom þeim
aftur til Rússlands.
Í frétt TimesOnline segir að ef
sameinað fyrirtæki RusAl og Sual
verður skráð í kauphöllinni í Lond-
on þá gefi það þeim Derpaska og
Vekselberg tækifæri til að færa
auð sinn frá Rússlandi til Bret-
lands.
Samruni álfyrirtækja í Rússlandi
Oleg V. Deripaska
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is