Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 9

Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 B 9  Ó líkt öðrum, hefðbundn- ari seðlabönkum, eins t.d. þeim íslenska, er bandaríska seðlabanka- kerfið hálfopinbert bankakerfi sem samanstendur af tólf svæðisbundnum seðlabönkum, sem eru í eigu einkarekinna banka. Stjórn bankakerfisins er tilnefnd af forseta Bandaríkjanna og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings og er formaður stjórnarinnar skipaður með sama hætti til fjögurra ára í senn. Inngripum stjórnmálamanna í rekstur bankakerfisins lýkur með skipan stjórnarmannanna, enda þarf stjórnin hvorki að bera ákvarðanir sínar undir önnur stjórnvöld, né er staðfestingar þeirra þörf til að ákvarðanir bankastjórnarinnar öðl- ist gildi. Forsetinn getur, undir sér- stökum kringumstæðum vikið stjórnarmönnum úr embætti, en lík- ur á því eru sáralitlar. Greiddur arður Stjórnin er ekki fjármögnuð af bandaríska ríkinu þannig að stjórn- málamenn hafa ekki fjárhagslegt vald yfir seðlabankakerfinu. Mikill afgangur er af rekstri bankakerfis- ins á hverju ári, auk þess sem það á miklar eignir í ríkisskuldabréfum, og er stofnunin því fjárhagslega sjálf- stæð. Svæðisbankarnir tólf, sem og einkabankarnir sem eiga þá, eru undir eftirliti stjórnarinnar, en telj- ast ekki opinberar stofnanir í skiln- ingi laga. Gefin eru út hlutabréf í svæðis- bönkunum, sem áður segir, en eign slíkra bréfa fylgja önnur réttindi og skyldur en eign venjulegra hluta- bréfa. Svæðisbankarnir eru ekki reknir með hagnað að markmiði og má hvorki láta hlutabréf í þeim ganga kaupum og sölum né veðsetja þau. Á hverju ári er greiddur 6% arð- ur úr bönkunum til einkabankanna, en litið er á það sem bætur fyrir það eigið fé einkabankanna sem geymt er, vaxtalaust, í svæðisbönkunum. Nokkrum sinnum var reynt að koma á bandarískum seðlabanka og var fyrsta tilraunin til þess gerð árið 1791 þrátt fyrir andstöðu landsföð- urins Thomas Jeffersons. Þessi fyrsti seðlabanki, First Bank of the United States, var ekki langlífur en starfsleyfi hans rann út árið 1811 og var ekki endurnýjað. Annar seðla- banki, Second Bank of the United States, var stofnaður árið 1816, en var síðar leystur upp. Á árabilinu 1837 til 1862 var eng- inn seðlabanki í Bandaríkjunum, og er það tímabil kallað Fríbankatíma- bilið. Árið 1863 var sett á stofn kerfi þjóðbanka sem höfðu einkaleyfi á út- gáfu bandarískra dollara og urðu þeir á endanum ríflega 1.600 talsins. Röð efnahagsáfalla og niðursveiflna dró úr tiltrú almennings á þessu kerfi og urðu kröfur um miðstýrt seðlabankakerfi æ háværari þar til núverandi kerfi var komið á með lagasetningu árið 1913. Endurhverf viðskipti Auk útgáfu peningaseðla er seðla- bankakerfinu ætlað að stýra magni peninga á umferð og þannig hafa stjórn á verðbólgu. Til þess hefur það tvö meginverkfæri, annars veg- ar endurhverf viðskipti (repur) og hins vegar bein skuldabréfaviðskipti. Repur eru í eðli sínu tryggð skammtímalán frá seðlabankakerf- inu. Bankinn lánar ákveðnum við- skiptabönkum fé og tekur við trygg- ingu í formi skuldabréfa. Lánið getur verið allt frá einum sólarhring til 65 daga, en algengast er að þau séu milli sólarhrings og tveggja vikna löng. Skammtímaáhrif slíkra lána eru aukið magn peninga í um- ferð, en þegar lánið er endurgreitt heldur seðlabankakerfið eftir vöxt- unum af láninu þannig að langtíma- áhrif lánanna eru smávægilegur samdráttur peningamagns í umferð. Öfugar repur virka, eins og nafnið gefur til kynna, á hinn veginn. Þar tekur bankinn lán hjá viðskiptabönk- unum og eru skammtímaáhrifin því minnkað magn peninga í umferð, en eftir að seðlabankinn endurgreiðir lánið með vöxtum hefur magn pen- inga í umferð aukist lítillega. Bein skuldabréfaviðskipti fara hins vegar þannig fram að seðla- bankakerfið annaðhvort kaupir skuldabréf af ákveðnum viðskipta- bönkum og greiðir fyrir með ný- prentuðum seðlum og eykur þannig magn peninga í umferð, eða að seðla- bankakerfið selur ríkisskuldabréf og minnkar þannig magn peninga í um- ferð. Stýrivextir seðlabankakerfisins eru sem sagt vextir þeir sem greidd- ir, eða innheimtir, eru af endur- hverfu viðskiptunum og hefur kerfið með þeim hætti áhrif á magn pen- inga í umferð. Þá getur seðlabanka- kerfið skyldað þá banka sem eiga hluti í svæðisbönkunum til að geyma ákveðið magn eigin fjár í fjárhirslum svæðisbankanna og með því að breyta þeirri upphæð getur kerfið haft áhrif á magn peninga í umferð. Áðurnefndur arður sem greiddur er til hluthafa svæðisbankanna er hugs- aður sem bætur fyrir tapaðan vaxta- hagnað af þessu geymda fé. Bankinn og kreppan Seðlabankakerfið á sér gagnrýnend- ur sem og stuðningsmenn. Stuðn- ingsmennirnir benda á hversu vel seðlabankakerfið, undir stjórn þá- verandi stjórnarformanns, Alans Greenspan, tók á hlutabréfahruninu árið 1987, sem kennt var við Svarta mánudaginn. Þá þótti bankinn hafa stýrt vexti hagkerfisins á tíunda ára- tugnum mjög vel. Á hinn bóginn hefur bankakerfið sjálft verið gagnrýnt, sem og stjórn- arformenn þess. Þannig segja sumir trúverðugleika seðlabankakerfisins hanga um of á því sem þeir kalla of- dýrkun á stjórnarformönnum eins og Greenspan, sem þeir segja óholla fyrir efnahagslífið. Þá hefur ógagnsæi ákvarðana stjórnarinnar sætt gagnrýni, en fundargerðir hennar líta ekki dagsins ljós fyrr en fimm ár eru liðin og því getur verið erfitt fyrir markaðsaðila að skilja ástæður fyrir stýrivaxtaákvörðunum stjórnarinnar. Þá hafa frjálslyndir hagfræðingar, kenndir við Chicago- og Austurríkis skóla hagfræðinnar, gagnrýnt tilvist ríkisrekinna seðlabanka yfir höfuð. Austurríski skólinn telur til að mynda að seðlabankakerfið hafi beinlínis stuðlað að kreppunni miklu árið 1929 með of hröðum vexti pen- ingamagns í umferð. Chicago-skól- inn gengur ekki svo langt, en nób- elsverðlaunahafinn Milton Friedman segir seðlabankakerfið hafa gert áhrif kreppunnar verri með því að draga úr magni peninga í umferð á því augnabliki þegar þörf var á meira fjármagni í efnahagslíf- inu. Engin sátt hefur náðst í þessari deilu ennþá, en athygli vakti þegar núverandi stjórnarformaður seðla- bankakerfisins, „Ben Bernanke, sagði opinberlega: Varðandi krepp- una miklu. Þið hafið rétt fyrir ykkur, hún var okkur að kenna. Okkur þyk- ir fyrir því.“ „Kreppan var okkur að kenna …“ Reuters Dýrkaður? Gagnrýnendur bandaríska seðlabankans hafa fundið að því sem þeir kalla persónudýrkun á stjórnarformönnum hans, eins og Alan Greenspan. Reuters Arftakinn Ben Bernanke tók við af Alan Greenspan sem stjórn- arformaður bandaríska seðla- bankakerfisins eftir að sá síð- arnefndi lét af störfum fyrr á árinu. Fáar stofnanir hafa jafn mikil og víðtæk áhrif á efnahagskerfi heimsins og bandaríski seðlabankinn. Bjarni Ólafsson fræddist um eðli kerfisins. bjarni@mbl.is Bergstaðastræti 37 · 101 Reykjavík · www.holt.is T V Í R É T T A Ð í hádeginu á aðeins kr.2.400 Nýr hádegisverðarmatseðill á þriðjudögum Borðapantanir í síma 552 5700 og holt@holt.is G Æ Ð A Þ J Ó N U S T A E R O K K A R F A G G I S T I N G · F U N D U R · V E I S L A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.