Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 1
mánudagur 23. 10. 2006
íþróttir mbl.isíþróttir
Vængbrotið lið Stjörnunnar rak af sér slyðruorðið >> 5
VIGGÓ Í ÞÝSKALANDI
VERÐUR LENGUR VIÐ STJÓRNVÖLINN HJÁ ÞÝSKA
LIÐINU FLENSBURG EN TIL STÓÐ Í UPPHAFI >> 6
Morgunblaðið/Golli
Marksækin Margrét Lára Viðarsdóttir, hin marksækns knattspyrnukona frá Vestmannaeyjum, sést hér í landsleik gegn Svíum á Laugardalsvellinum.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ég fór út til Þýskalands á þriðjudag-
inn og hafði aðeins verið á þremur æf-
ingum fyrir leikinn. Ég átti þess
vegna ekkert von á að vera í liðinu,
hvað þá í byrjunarliðinu eins og raun
varð á. Allt hefur til þessa farið fram
úr mínum björtustu vonum,“ sagði
Margrét Lára þegar Morgunblaðið
náði tali af henni í gærkvöld.
Leikurinn var í 1. umferð bikar-
keppninnar en Margrét Lára er að-
eins lögleg með Duisburg í bikar-
keppninni fram að áramótum en þá
fær hún einnig leikheimild í deilda-
keppninni.
„Það kom skemmtilega á óvart að
fá tækifæri í byrjunarliðinu og tel
mig hafi nýtt tækifærið vel,“ sagði
Margrét sem óskaði eftir að vera
skipt út af þegar rúmar tíu mínútur
voru til leiksloka. „Þá fann ég til í
bakinu auk þess sem ég var orðin
þreytt þar sem hraðinn sem mikið
meiri hér heldur en í boltanum heima.
Ég er ekki í vafa um að þetta var
hraðasti knattspyrnuleikur sem ég
hef tekið þátt í um ævina,“ segir Mar-
grét sem lýsir markinu svo; „Ég fékk
háa sendingu inn á markteigshornið
hægra megin, tók knöttinn niður,
hann skoppaði einu sinni áður en ég
skaut honum rakleitt í markið. Þetta
var skemmtilegt. Hér er það þannig
að maður fær engan tíma með bolt-
ann, það verður bara að spyrna
knettinum í fyrsta,“ sagði Margrét
Lára.
„Það er í raun og veru ekki hægt að
bera knattspyrnuna hér í Þýskalandi
saman við knattspyrnuna heima þótt
að á Íslandi sé margir góðir leikmenn
sem geta vel gert það gott hér. Hér
fer nær allur leikurinn fram með
einni og tveimur snertingum. Ég á
mikið verk fyrir höndum að koma
mér inn í þá knattspyrnu sem hér er
leikin þótt mér hafi tekist vel upp í
dag,“ sagði Margrét Lára og er svo
sannarlega með báða fætur á jörðinni
þrátt fyrir að vel hafi gengið í fyrsta
leik.
„Þessi tæpa vika síðan ég kom
hingað út hefur verið mjög erfið og
það er mikil vinna framundan,“ sagði
Margrét sem horfir bjartsýnum aug-
um fram á veginn.
„Við erum með afar gott lið og því
komu þessi úrslit ekki á óvart þar
sem ýmislegt hefur gengið leikmönn-
um Potsdam í mót upp á síðkastið,
meðal annars féllu þeir út úr Evrópu-
keppninni á fimmtudagskvöldið. Mitt
lið hefur verið á mikill uppleið upp á
síðkastið og þess vegna kom sigurinn
okkur alls ekki á óvart þótt hann hafi
ef til vill komið öðrum í opna skjöldu,“
sagði Margrét Lára sem bíður spennt
eftir næsta bikarleik sem er ráðgerð-
ur 18. nóvember. „Ég vonast til að fá
tækifæri þá. Annars er það ekkert
sjálfgefið þar sem liðið hefur leikið
vel upp á síðkastið og þar af leiðandi
eru breytingar ekki gerðar nema af
ýtrustu nauðsyn. En ég vissi það líka
þegar ég gerði samninginn við Duis-
burg að ég fengi ekkert upp í hend-
urnar enda var það ein ástæða þess
að ég fór hingað til Þýskalands, það
að fá meiri keppni og geta þannig
bætt mig sem knattspyrnumaður,“
sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
„Þessi dagur hefur verið
sannkallaður draumur“
„ÞESSI dagur hefur verið sannkallaður draumur,“ sagði Margrét Lára
Viðarsdóttir, knattspyrnukona hjá þýska liðinu Duisburg. Hún fékk sann-
kallaða draumabyrjun með liðinu í gær þegar hún skoraði þriðja mark liðs-
ins í 3:1 sigri liðsins á Þýskalands- og Evrópumeisturum, Potsdam, auk
þess að leggja upp fyrsta mark liðsins. Það sem meira er þá fór leikurinn
fram í Potsdam, en forráðamenn liðsins sóttust stíft eftir kröftum Mar-
grétar Lára en urðu undir í kapphlaupinu við Duisburg.