Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 5 ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólm-geirsson, sem er markahæstur í úrvalsdeild karla með 32/4 mörk, hefur skorað mörk sín þannig – 16 með langskotum, fjögur úr vítaköst- um, fjögur eftir hraðaupphlaup, fjögur eftir gegnumbrot, þrjú úr horni og eitt af línu.    Davíð Þór Georgsson, félagiBjörgvins Þór hjá ÍR, kemur næstur á blaði með 31/18 mörk. Fyr- ir utan 18 mörkin úr vítaköstum, hefur hann skorað 6 með lang- skotum, 5 eftir gegnumbrot, eitt úr horni og eitt af línu.    Fylkismaðurinn Eymar Kruger,sem hefur skorað 30 mörk, hef- ur skorað 20 með langskotum, sex úr vítaköstum, tvö af línu, eitt eftir hraðaupphlaup og eitt eftir gegn- umbrot.    Eymar hef-ur skorað flest mörk með langskotum, 20. Björgvin Þór kemur næstur á blaði með 16 mörk, þá Valdimar Þórsson, HK, með 15 mörk. Patrekur Jó- hannesson, Stjörnunni, hefur skor- að 14 mörk með langskotum. Mark- ús Máni Michaelsson, Val, er með 13 mörk, Árni Þór Sigtryggsson, Haukum, 12 mörk, Fannar Frið- geirsson, Val, hefur skorað 10 mörk með langskotum og einnig Magnús Stefánsson, Akureyri.    Hörður Fannar Sigþórsson, Ak-ureyri, Ingvar Árnason, Val og Volodymir Kysil, Stjörnunni, hafa skorað flest mörk af línu, eða 9 mörk hvor. Sergey Petraitis, HK, er í fjórða sæti með 8 mörk af línu.    Elías Már Halldórsson, Stjörn-unni, hefur skorað flest mörk úr horni, eða ellefu mörk. Þórir B. Gunnarsson, Fram, hefur skorað 8 mörk úr horni og einnig Nikolaj Jankovic, Akureyri. Ragnar Már Helgason, ÍR, og Stefán Stefánsson, Fram, hafa skorað 7 mörk úr horn- um.    Haukar erufljótastir fram. Samúel Ív- ar Árnason hefur skorað flest mörk úr hraðaupp- hlaupum, eða 9. Félagi hans Freyr Brynj- arsson kemur næstur á blaði með 8 mörk. Þá kemur Ragnar Már Helgason, ÍR, með sex mörk eftir hraðaupphlaup.    Gegnumbrot eru ekki sterkustuhliðar leikmanna. Fjórir leik- menn hefa skorað 5 mörk eftir gegn- umbrot – Gísli Jón Þórsson, Hauk- um, Davíð Georgsson, ÍR, Bjarni Óli Guðmundsson, Stjörnunni og Ernir Hrafn Arnarson, Val. Fólk sport@mbl.is Breiðhyltingar léku vörn með einn fyrir framan til að trufla sóknarleik Stjörnunnar – enda sjálfsagt fyrir þá að ganga á lagið þar sem Patrekur Jóhannesson var ekki með vegna veikinda, Ólafur Víðir Ólafsson frá vegna meiðsla og David Kekelia tók út leikbann. Garðbæingar aftur á móti stóðu vörnina á línunni og stæðilegum varnarmönnum þeirra gekk framan af að stöðva sóknarleik gestanna sem þurftu auk þess að komast framhjá Roland Eradze í markinu. Hinu megin stóð mark- vörður ÍR, Þorgils Orri Jónsson, líka vaktina af prýði þegar hann varði meðal annars tvö vítaköst. Fyrir vik- ið komust sóknarmenn lítt áleiðis og staðan um miðjan fyrri hálfleik 5:5. Þá brotnuðu ÍR-ingar og töluvert dró út bitinu í sóknarleik þeirra þeg- ar Roland lokaði markinu í rúmar 12 mínútur, á meðan hans menn skora 7 mörk, var Stjarnan komin í vænlega stöðu. Þjálfari ÍR tók þá leikhlé og las hressilega yfir sínu mönnum sem dugði til hressa þá nógu mikið til að ná að vera ekki meira en 13:8 undir í hálfleik. Skothríð eftir hlé Síðari hálfleikur var öllu fjörugri. Þar sem Stjarnan missti tvo menn útaf rétt fyrir leikhlé þurftu þeir að þrauka rúma mínútu tveimur færri og tókst það, ekki síst þar sem þeir beittu leynivopni þegar leikkerfi opnaði Hermanni Björnssyni þríveg- is greiða leið í gegnum vörn ÍR. Her- bragð ÍR-inga var hins vegar að skjóta á markið og það gekk upp því á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks skoruðu þeir meira en í öllum fyrri svo að munaði einu marki um miðjan seinni hálfleik. Þá fór Roland aftur í málið og varði án afláts, meðal ann- ars fjögur vítaköst á meðan félagar hans komust í sex marka forskot. Þar með var ballið í raun búið, Breið- hyltingar reyndu að klóra í bakkann en Garðbæingar slógu ekki af og gættu þess halda forskotinu. Gátum notað þúsund afsakanir Konráð Olavsson gegndi stöðu þjálfara Stjörnunnar á laugardaginn og tókst að stýra liðinu til sigurs. „Við vorum ákveðnir í að sýna úr hverju við erum gerðir. Við höfðum fyrir leikinn þúsund afsakanir til að gefast upp fyrirfram en ég er mjög stoltur af strákunum því þeir komu hingað og sýndu hvað í þeim býr. Hálft liðið er á öðrum fætinum eða í veikindum en við erum hættir að ein- blína á einstaklingana, erum með okkar leikkerfi og reglur hvernig við vinnum saman sem lið. Þar sem allir eru með það á hreinu skiptir engu máli hvað maðurinn heitir. Menn vissu sín hlutverk og Tite kunni hlut- verk Patreks uppá hár svo að hann gekk inn í það og leysti vel,“ sagði Konráð eftir leikinn en hyggst ekki að taka alfarið að sér þjálfun liðsins. „Við þurftum að stimpla okkur inn í deildina, gerðum það og þetta var langþráður sigur. Ég veit ekki hvað verður, það verður að spyrja aðra en mig. Sjálfur er ég með margar skuldbindingar og það yrði erfitt fyr- ir mig að taka við en ég er ekkert að fara neitt.“ Sem fyrr segir var Rol- and í miklu stuði því flest skotanna sem hann varði voru erfið, önnur voru nokkuð auðveld þegar ÍR-ingar hentu að markinu og vonuðu að hann yrði ekki fyrir. Björn Ó. Guðmunds- son var einnig í ham og Tite Kaland- aze gerði góða hluti en fór örlítið var- lega þegar búið var að berja á honum. Markvarslan okkur um megn Erlendur Ísfeld þjálfari ÍR var ekki ósáttur við sína menn, taldi tap- ið liggja í markvörslunni. „Við höfð- um mikið fyrir okkar leik og ég get ekki verið ósáttur við leikmenn að neinu leyti því þeir lögðu sig alla fram. Þegar markvörður mótherja ver um þrjátíu bolta vinnur maður ekki leik og þó ég geti ekki kvartað yfir markvörslu okkar þá liggur munurinn hér. Þessi leikur þróaðist eins og hann gerði og datt ekki fyrir okkur. Við löguðum nokkra hluti og ég laug að strákunum að Roland myndi ekki verja svona í seinni hálf- leik og þá myndum við taka þá en það gekk ekki eftir. Við minnkum reglulega muninn en náum ekki að klára Roland í markinu hjá þeim. Eina jákvæða sem ég get sagt er að við erum að berjast allan leikinn, sama hversu erfitt það er. Það eru ungir strákar að bera upp leik okkar og við vissum að þetta yrði erfitt, jafnvel að fá ekkert stig eftir fjórar umferðir en er nú fúll yfir að hafa ekki sex stig.“ Það má taka undir orð þjálfarans um að leikmenn hafi lagt á sig en það komu slakir kaflar þegar einbeitingin var ekki alveg í lagi og það reyndist dýrt því mótherjar þeirra gengu strax á lagið, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Leikmenn sýndu þó í síðari hálfleik að þeir eru nógu snöggir til að ná upp hraðanum. Björgvin Hólmgeirsson átti mjög góðan leik og Davíð Georgsson einn- ig, Jón Heiðar Gunnarsson og Ragn- ar Helgason héldu línumanni Stjörn- unnar í skefjum. Morgunblaðið/Ómar Ákveðinn Tite Kalandaze skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna gegn ÍR. Brynjar Steinarsson er varnarlaus. Langþráður sigur Stjörnumanna í höfn ÁN þriggja lykilleikmanna og ný- lega lausir við þjálfara sína gerðu Stjörnumenn sér lítið fyrir og unnu sinn fyrsta deildarleik þegar ÍR sótti þá heim í Garðabæinn í gær. Stjarnan hafði alltaf forystu, nauma stundum og vann 30:25. Þriggja leik bið Stjörnunnar er því lokið en með sigri í leiknum meist- arar meistaranna og nýlega í bik- arkeppninni sýndu Garðbæingar að þyrfti aðeins að brjóta ísinn. ÍR aft- ur á móti vann Hauka í fyrsta leik og hefur síðan beðið lægri hlut. Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is Lögðu ÍR í Garðabænum án Patreks, Ólafs Víðis og David Kekelia                  ' '            !    ( #) # $ %& & $     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.