Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Jakob Sigurðsson og félagar íspænska liðinu Vigo töpuðu enn
og aftur á föstudagskvöldið þegar
þeir tóku á móti Provincia de Pa-
lencia í 2. deildinni. Lokatölur urðu
72:87 og gerði Jakob sex stig, en
hann lék stóran hluta af leiknum.
Liðið hefur nú tapað fimm af sex
leikjum sínum í deildinni.
Jón ArnórStefánsson
gat ekkert leikið
með Valencia
vegna meiðsla
þegar liðið sótti
Fuenlabrada
heim í spænsku
úrvalsdeildinni í
körfuknattleik í
gær. Valencia tapaði leiknum,
78:60. Jón Arnór meiddist í leik fyr-
ir viku og eftir því sem næst verður
komið spilar hann ekki með liði sínu
næstu þrjár vikur af þeim sökum.
Damon Johnson skoraði 3 stigþegar lið hans L’Hospitalet
tók á móti Basket Cai Zaragoza í
spænsku 1. deildinni í körfuknatt-
leik í gær. Damon og samhejar töp-
uðu 73:82.
Hörður Axel Vilhjálmsson skor-aði 5 stig fyrir Dunas Hotels
Gran Canaria þegar liðið tapaði á
útivelli fyrir Real Canoe Natación
Club, 72:94, í spænsku 3.deildinni í
körfuknattleik í gær.
Logi Gunnarsson og félagar íToPo í Finnlandi heimsóttu
Componenta á laugardaginn og töp-
uðu 96:83. Logi átti fínan leik og var
stigahæstur í liðinu ásamt tveimur
öðrum leikmönnum, en hver um sig
gerði 20 stig. Logi hitti úr 6 af 12
þriggja stiga skotum sínum í leikn-
um.
Pavel Ermolinski og félagar hansí Axarquia í 2. deildinni á
Spáni, tapaði fyrir Ourense Balon-
cesto á útivelli um helgina. Lokatöl-
ur urðu 77:59 og gerði Pavel tvö stig
en hann lék í 16 mínútur.
Íslenskakvennalands-
liðið í golfi endaði
í 33. sæti af 42
sveitum á Evr-
ópumóti áhuga-
manna sem lauk
um helgina í Suð-
ur-Afríku. Ís-
lensku stelp-
urnar léku illa á lokadeginum,
Tinna Jóhannsdóttir var á 80 högg-
um eða 8 fyrir pari, Nína Björk
Geirsdóttir var á 81 höggi og Anna
Lísa Jóhannsdóttir á 82. Suður-
Afríka sigraði á tíu höggum undir
pari í heildina rétt eins og Svíar,
sem áttu titil að verja.
Jermaine Williams, bandaríksiframherjinn hjá Keflavík, var
besti leikmaður fyrstu umferða Ice-
land Express deildar karla í körfu
ef mið er tekið af tölfræði umferð-
arinnar. Hann fékk 33 í einkunn á
leikvarpinu. Hlynur Bæringsson úr
Snæfelli varð annar og jafnir þar á
eftir voru Páll Axel Vilbergsson úr
Grindavík og Robert Hodgson hjá
Þór í Þorlákshöfn.
Víkingarnir Matthías Stephensenog Magnea Ólafs urðu sig-
urvegarar í Adidas stigamótinu í
borðtennis, sem fór fram í TBR-
húsinu um helgina. Matthías vann
félaga sinn
Magnús K. Magnússon í spenn-
andi úrslitaviðureign, 3:2. (11:5,
11:8, 7:11, 9:11, 11:6). Magnea vann
KR-inginn Auði T. Aðalbjarn-
ardóttur í úrslitaleik 3:1. (8:11, 11:7,
11:8, 11:7).
Fólk sport@mbl.is
Haukastelpur byrjuðu betur og
héldu frumkvæðinu lengstum í fyrri
hálfleik og Valsstelpur komust að-
eins einu sinni yfir, 5:6, eftir tíu mín-
útna leik. En Haukastelpur náðu
hins vegar aldrei neinum afgerandi
tökum á leiknum og leiddu með
tveimur mörkum í leikhléi, 17:15.
Þær náðu svo mest þriggja marka
forskoti en gestirnir frá Hlíðarenda
neituðu að hleypa þeim lengra frá
sér. Valsstelpur jöfnuðu metin 24:24,
þegar tíu mínútur voru eftir og loka-
kaflinn var síðan æsispennandi. Þeg-
ar fimm mínútur voru eftir var stað-
an jöfn, 26:26, en það var Brynja
Steinen sem skoraði síðasta mark
leiksins með góðu gegnumbroti þeg-
ar ein mínúta var eftir, og þá voru
Valsstelpur einum leikmanni færri.
Haukastelpur fengu gott tækifæri til
þess að jafna þrettán sekúndum síð-
ar en þá gerði áðurnefnd Jolanta sér
lítið fyrir og varði vítakast frá Ram-
une Pekarskyte. Í síðustu sókn leiks-
ins átti Brynja misheppnað skot þeg-
ar fjórtán sekúndur voru eftir, í þann
mund sem dómararnir voru að fara
að dæma leikleysu, og boltinn fór
lengst út af. Einhverra hluta vegna
stöðvuðu dómarar leiksins ekki leik-
klukkuna og Haukastelpur fengu
ekki tækifæri til þess að jafna.
Skrýtið og ósanngjarnt. Eins og við
var að búast ruku allir Haukarar upp
til handa og fóta, blótuðu dómurun-
um í sand og ösku, en Valsararnir
fögnuðu innilega sigrinum og topp-
sætinu.
En á hinn bóginn var sigur Vals-
stelpna síður en svo ósanngjarn því
liðið var oft og tíðum að leika prýði-
legan handbolta. Sóknarleikur liðs-
ins var fjölbreyttur enda er breidd
liðsins afar góð. Þá var vörnin sterk
og grimm, allt að því gróf. En auðvit-
að spila liðin eins fast og dómararnir
leyfa þeim að komast upp með og
Haukastelpur tóku líka á því í vörn-
inni og létu finna fyrir sér. Á tímabili
var leikurinn við það að leysast upp í
slagsmál og áttu dómararnir í hinu
mesta basli með stjórnina. Valsliðið
getur spilað mjög hraðan handbolta
og hann fer liðinu vel og þegar þetta
lið dettur í stuð er það illviðráðan-
legt. Markvarslan var góð og þá sér-
staklega hjá Jolanta og ekki ónýtt að
eiga slíkan varamarkvörð. Síðan var
Ágústa Edda Björnsdóttir virkilega
góð og gamla brýnið Alla Georgijs-
dóttir sýndi að hún er langt í frá
dauð úr öllum æðum.
Leikur Haukastelpna var tilviljun-
arkenndari en hjá Val og einstak-
lingsframtakið oft fullfyrirferðar-
mikið. Leikkerfi áttu það til að ganga
illa upp og þá var það ekki til að bæta
úr skák að landsliðsmarkvörðurinn
Helga Torfadóttir fann sig engan
veginn. Það sem hins vegar gerði það
að verkum að Haukaliðið var yfir
lengstum og nálægt því að ná jafn-
tefli, jafnvel sigri, var góður leikur
nokkurra lykilleikmanna. Ramune
stendur alltaf fyrir sínu og ekki auð-
velt að koma í veg fyrir að hún fái sín
skot. Sandra Stojkovic skoraði tíu
mörk og hér er á ferðinni klók
skytta; hún skýtur nú ekki mjög fast
en skot hennar eru nákvæm og hún
virðist „lesa“ markverði vel.
Í heildina séð buðu leikmenn
Hauka og Vals upp á þrælgóðan,
skemmtilegan, hraðan, spennandi og
mjög svo harðan leik þar sem dóm-
gæslan var því miður ekki í sama
gæðaflokki þótt hún hafi alls ekki
verið alslæm. En við búum við það
hér á Íslandi að mörg óreynd dóm-
arapör fá nú í vetur mikla ábyrgð og
þau hljóta að læra mikið í svona leik,
eða það skulum við rétt vona.
„Þetta var alvöruslagur“
Ágústa Edda Björnsdóttir, leik-
maður Vals, átti mjög góðan leik en
hún var nánast í keng þegar blaða-
maður Morgunblaðsins náði af henni
tali skömmu eftir leik en hún hlaut
þungt högg á síðuna seint í síðari
hálfleik. „Þetta var alvöruslagur eins
og eiginlega alltaf þegar við mætum
Haukum. Það er ávallt barist af mik-
illi hörku og ekkert gefið eftir. Við
enda bjuggum okkur undir harðan
leik en vissum samt ekki alveg hvar
við stóðum. Hálft liðið hjá okkur er
búið að liggja í flensu og því vissum
við að þetta yrði sérstaklega erfitt.
Hins vegar gleymdu allir leikmenn
flensunni þegar í leikinn var komið;
gáfu allt sem þeir áttu, fórnuðu sér
hreinlega enda fáum við vikufrí
núna, og uppskárum góðan sigur.
Það var mikil harka í þessum leik og
Haukavörnin hefur nú verið þekkt
fyrir að berja hraustlega frá sér í
gegnum tíðina en við gáfum þeim
ekkert eftir í þeim efnunum og dóm-
aragreyin höfðu í nógu að snúast. En
þetta var virkilega mikilvægur sigur
hjá okkur eftir frekar lélega byrjun á
mótinu,“ sagði Ágústa Edda.
„Komið út í tóm slagsmál“
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leik-
maður Hauka, var ekki ánægð með
niðurstöðuna eins og gefur að skilja:
„Það var barist hart í þessum leik og
þetta var á tímabili komið út í tóm
slagsmál og læti, en á það ekki að
vera þannig?“ spyr Hanna og hlær.
Hún bætti þessu við: „Við spiluðum
ágæta vörn í fyrri hálfleik og í það
heila gekk þetta ekkert illa hjá okk-
ur. Það sem hins vegar gerði gæfu-
muninn var að við fengum enga
markvörslu en þær voru hins vegar
með mjög góða markvörslu. Það er
bara of mikið að lenda í slíku og gerir
allt svo miklu erfiðara. Síðan vorum
við reyndar alltof oft seinar til baka
úr sókninni, skokkuðum til baka,
snerum jafnvel á sex metrunum og
það er bara ekki þannig sem á að
gera þetta. Síðan var auðvitað mjög
svekkjandi að fá ekki tækifæri á að
jafna, ég skil ekki af hverju dómar-
arnir stöðvuðu ekki leikklukkuna,
þetta er bara eins og þegar boltinn
fer upp í stúku, þá á að stöðva tím-
ann,“ sagði Hanna Guðrún Stefáns-
dóttir.
Morgunblaðið/Ómar
Ég skal Brynja Steinsen er hér komin framhjá varnarmönnum Stjörnunnar og ef marka má svipinn ætlar hún sér að skora.
Jolanta kom
Valsliðinu
í toppsætið
VALSSTELPUR unnu góðan úti-
sigur á Haukastelpum í gærkvöldi í
hörðum, skemmtilegum og spenn-
andi leik. Lokatölur á Ásvöllum
urðu 26:27 þar sem varamarkvörð-
ur Vals, Jolanta Slapikiene, átti frá-
bæra innkomu í síðari hálfleik og
gerði í raun gæfumuninn fyrir lið
sitt. Eftir þennan sigur vermir Val-
ur toppsæti deildarinnar með níu
stig eftir sex leiki en Haukar eru í
sjötta sæti með sex stig eftir fimm
leiki.
Eftir Svan Má Snorrason
Morgunblaðið/Ómar
Lögð á ráðin Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals leggur stúlkunum línurnar.