Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Það hefur mikið verið talað um
markaþurrð Shevchenko, sem skor-
aði gríðarlega mikið fyrir AC Milan á
Ítalíu áður en hann var keyptur til
Chelsea í sumar fyrir metfé. Hann
hafði aðeins gert eitt mark fyrir fé-
lagið fyrir leikinn í gær, þegar
Chelsea tapaði 2:1 þann 23,. ágúst
fyrir Middlesbrough. En hann var
heitur á laugardaginn, skoraði fallegt
mark eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben
og eitt mark var dæmt af honum
vegna rangstöðu. Síðan átti hann tvö
fín skot sem David James í marki
Portsmouth varð að hafa sig allan við
að verja.
„Hann hefur verið að bæta sig mik-
ið og verður betri með hverjum leikn-
um og það hlaut að koma að því að
hann skoraði. Hann hefur komið sér í
færi en verið „óheppinn“ eða að
markverðirnir hafa varið frábærlega
frá honum. Sú var raunin í fyrri hálf-
leik þegar James varði meistaralega
frá honum í tvígang,“ sagði Jose Mo-
urinho, stjóri Chelsea ánægður með
sinn mann eftir leikinn. „Maður hafði
á tilfinningunni að þetta ætlaði að
verða enn einn leikurinn þar sem
hann væri nærri því að skora en tæk-
ist það ekki. En svo kom þetta fína
mark,“ sagði Mourinho.
Ballack með sitt fyrsta mark
Síðara mark Chelsea kom aðeins
tveimur mínútum eftir að Shevc-
henko skoraði. Ballack gerði það og
fagnaði vel enda fyrsta mark hans
fyrir Chelsea í úrvalsdeildinni. Bal-
lack skallaði í netið eftir fína send-
ingu frá Didier Drogba. Benjani
Mwaruwari minnkaði síðan muninn á
69. mínútu en lengra komust gestirn-
ir ekki.
Hilario var í marki Chelsea þar
sem Carlo Cudicini er ekki búinn að
jafna sig eftir að hann rotaðist í leik
liðsins við Reading um síðustu helgi
og Petr Cech er enn á sjúkrahúsi eftir
að hann höfuðkúpubrotnaði í sama
leik. Mourinho.
Cech vill í markið sem fyrst
Hann sagðist hafa rætt við Cech á
föstudaginn. „Honum fer mikið fram
og það hefði ekki komið á óvart þó
hann hefði lítinn áhuga á fótbolta en
hann er strax farinn að tala um að
komast í markið hjá okkur sem
fyrst,“ sagði Mourinho.
Portsmouth var betra liðið framan
af leik og var stjóri Chelsea sammála
því: „Þetta var erfiður leikur enda
lékum við hörkuleik í vikunni við
Barcelona. Portsmouth er með gott
lið og þeir gerðu okkur lífið erfitt í
upphafi. Við fengum samt færi og
hefðum náð að skora ef David James
hefði ekki verið í markinu hjá þeim.
Hann átti frábæran leik. Á heildina
þá hefðum við átt að gera út um leik-
inn fyrr, en ég kvarta ekki. Sigur er
sigur,“ sagði stjórinn.
Dómarinn ekki góður
Hann kvartaði samt yfir því að
dómarinn skyldi bóka markaskorara
sína fyrir að fagna. „Ég skil ekki
hvers vegna dómarinn bókaði marka-
skorara okkar. Hann dæmdi leik Ars-
enal og Charlton þar sem Robin van
Persie stökk yfir auglýsingaskilti til
að fagna með áhorfendum og það
þótti honum í lagi. Þeir sem skoruðu
fyrir okkur eru báðir nýir leikmenn
og því miklar tilfinningar sem fylgja
því að skora fyrir sitt nýja félag. En
þá sá dómarinn ástæðu til að sýna
þeim gula spjaldið. Mér fannst dóm-
arinn ekki góður í dag og hann
dæmdi á móti okkur allan leikinn, tók
af okkur tvö mörk, sem ég held nú
samt að hafi verið rétt hjá honum,“
sagði Mourinho.
Everton að hlið Portsmouth
Everton læddi sér að hlið Portsmo-
uth með því að leggja Sheffield Unit-
ed 2:0 á Goodison Park. Mikel Arteta
gerði fyrra markið með skalla strax á
13. mínútu eftir fyrirgjöf frá Phil Ne-
ville. Síðara markið kom á 32. mínútu
og það gerði James Beattie úr víta-
spyrnu sem dæmd var á Claude Dav-
is fyrir brot á Andy Johnson.
„Mér fannst þetta alls ekki vera
vítaspyrna. Claude Davis er mjög
fljótur og hann komst fram fyrir pilt-
inn sem sá að hann kæmist ekkert
gegn Davis og létt sig detta,“ sagði
Neil Warnock, stjóri Sheffield eftir
leikinn.
Shevchenko í gang
NÝJU mennirnir í liði Chelsea,
Andry Shevchenko og Michael Bal-
lack tryggðu meisturum Chelsea
sigur á Harry Redknapp og piltum
hans í Portsmouth þegar liðin
mættust á Stamford Bridge á laug-
ardaginn. Mörk Chelsea komu með
tveggja mínútna millibili í síðari
hálfleik en gestirnir náðu að
minnka muninn fyrir leikslok.
Þetta var fyrsta mark Þjóðverjans
Ballacks í ensku úrvalsdeildinni, en
markaskorarinn mikli, Shevc-
henko, hafði gert eitt mark fyrir
sitt nýja félag.
Reuters
Loksins Andry Shevchenko fagnar langþráðu marki sínu fyrir Chelsea ásamt Didier Drogba.
Nýju mennirnir hjá meisturunum, Shevchenko og Ballack, gerðu mörk
Chelsea þegar liðið lagði „spútniklið“ Portsmouth á Stamford Bridge
Didier Zokora, miðjumaðurenska knattspyrnuliðsins Tott-
enham Hotspur, er úr leik í bili þar
sem hann hefur greinst með hita-
beltissjúkdóminn
malaríu. Zokora
er 25 ára lands-
liðsmaður Fíla-
beinsstrand-
arinnar og lék
með Genk og
Beveren í Belgíu
en síðan St. Eti-
enne í Frakk-
landi og var
keyptur þaðan til
Tottenham í sumar. Hann hefur
spilað alla átta leiki Tottenham í úr-
valsdeildinni á þessu tímabili, sex
þeirra í byrjunarliði.
Rio Ferdinand, miðvörður Man-chester United, segir að mál sé
komið til að félög og knatt-
spyrnumenn sem staðin verða að því
að leikmenn eða stuðningsmenn sýni
andstæðingum sínum fordóma
vegna kynþáttar verði beittir þung-
um sektum og leikbönnum. Því mið-
ur sé tekið á kynþáttafordómum á
knattspyrnuvöllum í Evrópu með
silkihönskum.
Lauren, landsliðsmaður Kamer-ún, sem leikur með Arsenal,
verður ekki klár í slaginn fyrr en á
nýju ári. Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, segir að Laur-
en verði í fyrsta lagi tilbúinn að leika
í janúar, en hann
hefur verið frá
keppni í nær ár.
„Hann hefur lagt
hart að sér við
æfingar og er all-
ur að koma til,“
sagði Wenger,
sem spurður
hvort Lauren
kæmi aftur í liðið
– hvort Emannuel Eboue væri ekki
hægri bakvörður númer eitt. „Það á
enginn fasta stöðu í liðinu. Sá leik-
maður sem leikur næsta leik – er
hægri bakvörður númer eitt.“
Arsene Wenger var í sjöundahimni eftir sigurleikinn gegn
Reading og sagði að leikmenn sínir
hefðu leikið stórgóða knattspyrnu
og hefðu átt að skora fleiri mörk en
fjögur, 4:0. „Við höfum sett stefnuna
á að verða Englandsmeistarar og
leikmenn mínir eru ákveðnir í að
halda áfram á sömu braut,“ sagði
Wenger og sparksérfræðingar í
Englandi áttu varla orð til að lýsa
leik Arsenal, þar sem leikmenn liðs-
ins tóku öll völd og sýndu oft á tíðum
stórkostlega knattspyrnu. Stuðn-
ingsmenn Arsenal voru í miklu stuði
á leiknum og sungu; „Hafið þið séð
Chelsea leika eins og okkar menn
gerðu?“
Wenger, sem varð 57 ára ásunnudaginn, sagðist ekki
geta beðið um betri afmælisgjöf frá
leikmönnum sínum en knattspyrn-
una sem þeir sýndu honum. „Við er-
um komnir á góða siglingu – lékum
vel og skoruðum frábær mörk. Það
var stórkostlegt
að sjá knöttinn
hafna í netinu hjá
Reading eftir að-
eins eina mínútu.
Eftir það vissi ég
að eftirleikurinn
yrði auðveldur,“
sagði Wenger,
sem sagði eftir
leikinn að hann
ætlaði sér að halda upp á daginn
með því að horfa á meiri knatt-
spyrnu – til dæmis leik Real Madrid
og Barcelona. Einnig þætti um
mörkin sem hafa verið skoruð í Evr-
ópu um helgina. „Ég verð í stöðugri
veislu fram eftir kvöldi,“ sagði Wen-
ger, sem hugsar aðeins um eitt, eins
og sparksérfræðingar segja – knatt-
spyrnu!
Fólk sport@mbl.is
BOLTON er áfram í þriðja sætinu
eftir sigur á Blackburn á útivelli,
1:0, þar sem Jussi Jaaskelainen
markvörður Bolton varði tvær víta-
spyrnur. Bolton er sem fyrr tveim-
ur stigum á eftir Manchester Unit-
ed og Liverpool og þremur stigum
á undan Arsenal.
Spánverjinn Ivan Campo tryggði
Bolton sigurinn í Blackburn en
hann skoraði sigurmarkið á 62.
mínútu. Eftir það voru dæmdar
tvær vítaspyrnur á Bolton en Ja-
askelainen varði báðar, fyrst frá
Benni McCarthy og síðan frá Jason
Roberts. Blackburn átti 25 mark-
skot, þar af 17 sem hittu á markið
hjá Jaaskelainen, en Bolton átti 8
markskot.
West Ham United mátti þola enn
einn ósigurinn í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í gær þegar liðið
tapaði, 1:0, fyrir Tottenham á
White Hart Lane. West Ham situr
sem fastast í næst neðsta sæti deild-
arinnar og hefur ekki unnið leik í
tvo mánuði. Egyptinn Ahmed Mido
sem skoraði mark Tottenham
Hotspur á lokasekúndum fyrri hálf-
leiks.
Varði tvær
vítaspyrnur
ASTON Villa er enn eina liðið í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
sem ekki hefur tapað leik það sem
af er deildinni. Villa tók á móti
Heiðari Helgusyni og félögum í
Fulham á laugardaginn og náðu
heimamenn á Villa Park forystu á
25. mínútu með marki Gareth
Barry úr vítaspyrnu sem dæmd var
á Liam Rosenior fyrir að fella Stili-
an Petrov. Moritz Volz jafnaði fyrir
Fulham á síðustu mínútu fyrri hálf-
leiks og við það sat.
Heiðar Helguson var á vara-
mannabekk Fulham allan leikinn
en aðeins var gerð ein breyting hjá
Fulham, Colins John kom inn fyrir
Brian McBrida á 72. mínútu.
Villa er með 15 stig en liðið hefur
gert flest jafntefli allra liða í deild-
inni, sex talsins. Watford kemur
þar á eftir með fimm jafntefli.
Villa enn
taplaust