Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 9
HaraldurFreyr Guð-
mundsson og fé-
lagar í Aalesund
tryggðu sér í dag
sæti í norsku úr-
valsdeildinni í
knattspyrnu eftir
eins árs fjarveru
þegar þeir sigr-
uðu Bodö/Glimt á útivelli, 2:0. Har-
aldur, sem er 25 ára Keflvíkingur,
hefur verið í byrjunarliði Aalesund í
öllum leikjum tímabilsins og þótt
einn besti maður liðsins. Ströms-
godset og Aalesund eru komin upp
en Bryne, Bodö/Glimt og Hönefoss
bítast um þriðja sætið sem gefur
rétt á aukaleikjum við þriðja neðsta
lið úrvalsdeildar.
Grétar Rafn Steinsson lék meðAlkmaar er liðið mátti þola tap
fyrir PSV Eindhoven á heimavelli í
hollensku 1. deildar keppninni. Jó-
hannes Karl Guðjónsson kom ekki
við sögu – sat á varamannabekkn-
um.
Þriðji landsliðsmaðurinn, ArnarÞór Viðarsson, sat einnig á
varamannabekknum og kom ekki
inn á hjá Twente, sem vann Excelsi-
or örugglega, 4:1.
Leikmenn Pa-lermo komu
heldur betur á
óvart þegar þeir
skelltu leik-
mönnum AC Mil-
an að velli á San
Siro-leikvang-
inum í Mílanó í
gærkvöldi, 2:0.
Þar með skutust þeir á toppinn upp
að hlið Inter Mílanó, þar sem Inter
varð að sætta sig við jafntefli, 0:0,
gegn Udinese. Inter og Palermo eru
með 15 stig en Roma er í þriðja sæti
á Ítalíu með 13 stig. AC Milan, sem
hóf keppnistímabilið með átta stig í
mínus, er í einu af neðstu sætunum
með fjögur stig.
Palermo vann sinn fimmta sigur í
sjö leikjum. það var Ástralinn Mark
Bresciano sem kom þeim á bragðið
með margi fljótlega eftir leikhlé.
Þessi sókndjarfi miðjumaður þrum-
aði knettinum glæsilega fram hjá
brasilíska markverðinum Dida.
Eftir það hafnaði knötturinn
tvisvar sinnum á tréverkinu á marki
Sikileyjarliðsins – eftir skot frá
Kaka og Andrea Pirlo. Það var
leikmenn Palermo sem bættu marki
við. Það gerði Amauri á 74 mín., eft-
ir að Dida hafði varið skot frá Bres-
ciano.
Carlo Ancelotti, þjálfari AC Mil-an, sagði að lið sitt hafi leikið
vel í fyrri hálfleik. „Við vorum síðan
óheppnir að skora ekki mörk.“
Fólk sport@mbl.is
Aldrei hafa fleiri áhorfendur verið
á Old Trafford en að þessu sinni,
alls 75.828. Leikmenn hafa þó oft
áður leikið betur en að þessu sinni
en frammistaða dugði mjög rúm-
lega til þess að leggja hugmynda-
snauða leikmenn Liverpool sem
náðu sér aldrei á strik.
Vaxandi sjálfstraust í liðinu
„Það er vaxandi sjálfstraust í
mínu liði og það er góðs viti,“ sagði
Sir Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, glaður í
bragði þegar flautað hafði verið til
leiksloka á Old Trafford.
„Sjálfstraustið eykst með hverj-
um leik og margir ungu leikmann-
anna hafa svo sannarlega bætt sig
mikið frá því að keppnistímabilið
hófst,“ sagði Ferguson sem ekki
gat teflt fram Christiano Ronaldo
vegna veikinda. Þá eru Gabriel
Heinze and Mikael Silvestre enn
fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
„Sem betur fer hefur það sannast
hjá okkur að það kemur maður í
manns stað og þeir ungu menn sem
hafa tekið við hlutreki þessara
þriggja hafa staðið sig frábær-
lega,“ sagði Ferguson og bætti við.
Höfðum ekki efni á að tapa
„Við vissum það fyrir leikinn að
við hefðum ekki efni á því að tapa
ef við ætlum okkur að vera áfram í
baráttunni við Chelsea,“ sagði
Ferguson sem laut sérstöku lofs-
orði á miðvallarleikmenn sína sem
hann sagði hafa verið framúrskar-
andi.
Ferguson sagði það hafa verið
ánægjulegan áfanga fyrir Scholes
að skora í sínum 500. leik fyrir
Manchester United. „Ég er afskap-
lega ánægður fyrir hönd Scholes og
þeirri staðreynda að hann náði að
skora gegn erkifjendum okkar í
þessum áfangaleik á hans ferli.
„Frammistaða okkar var alveg
viðunandi en þetta var langt frá því
að vera okkar besti leikur á keppn-
istímabilinu,“ sagði Schoels og var
að sjálfsögðu himinlifandi yfir
markinu í 500. leiknum.
„Sigurinn skipti okkur mestu
máli og hrista þá af okkur, alltjent í
bili um leið og okkur lánast að
halda í við Chelsea,“ sagði Paul
Scholes og lét sér hvergi bregða í
leikslok enda marga fjöruna sopið á
knattspyrnuferlinum.
„Það er rosalega sárt að tapa
leikjum, ekki síst gegn Manchester
United. Þeirri staðreynd fáum við
ekki breytt héðan af. Eina sem við
getum gert er að draga lærdóm af
þessum leik,“ sagði Rafael Benítez,
knattspyrnustjóri Livepool, von-
svikinn í leikslok á Old Trafford.
„Við vörðumst vel í fyrri hálfleik
og voru í heildina séð í nokkuð góð-
um málum, en síðan verða mistök
og þá var okkur harðlega refsað.
Við því er ekkert að gera menn
gera alltaf einhver mistök í leikj-
um, hjá því verður ekki komist,“
sagði Benítez niðurlútur.
Hann fór afar varlega í að gang-
rýna menn sína í leikslok en ljóst
að hvorki hann né stjórnendur fé-
lagsins geta verið ánægður um
þessar mundir, hvorki með þennan
tiltekna leik né stöðuna í deildinni
sem er langt undir þeim vænting-
um sem gerðar eru þessa sigursæla
félags.
Liverpool hefur aðeins skorað
eitt mark á útivelli í ensku úrvals-
deildinni á keppnistímabilinu og
það var gert úr vítaspyrnu.
Það þjónar engum tilgangi að
skamma menn eða að gagnrýna þá
harðlega opinberlega. Leikmenn
mínir leggja hart að sér bæði á æf-
ingum og í leikjum og því er ekki
hægt að skammast við þá. Hjá mis-
tökum verður aldrei hægt að kom-
ast, hversu hart sem þú leggur þig
fram við æfingar.
„Við höfum oft átt þokkalega
tækifæri í leikjum okkar á útivelli
en ekki tekist að fá neitt af opnum
færum. Þar liggur vandinn meðal
annars,“ sagði Rafael Benítez,
knattspyrnustjóri Liverpool.
Metfjöldi áhorfenda á Old Trafford, 75.828, sá Man.United leggja Liverpool
Reuters
Gleði Paul Scholes, til hægri, fagnar marki sínu ásamt samherja sínum Darren Fletcher, en þetta var 500. leikur Scholes.
Scholes hélt upp á 500.
leikinn á viðeigandi hátt
MANCHESTER United end-
urheimti í gær efsta sæti ensku úr-
valsdeildarinnar með verðskuld-
uðum sigri á Liverpool á Old
Trafford, 2:0, með mörkum frá
Paul Scholes og Rio Ferdinand, eitt
í hvorum hálfleik. Scholes hélt þar
með upp á 500. leik sinn fyrir félag-
ið á viðeigandi hátt með því að
koma sínu liði yfir þegar langt var
liðið á fyrri hálfleik. Liverpool tap-
aði í fjórða sinn í fyrstu níu umferð-
unum og er í 11. sæti með 11 stig.
ENSKA dagblaðið The Observer fullyrðir
í gær að enska knattspyrnufélagið West
Ham hafi neitað Eggerti Magnússyni um
að skoða bókhald sitt en hins vegar veitt
hinum íranska Kia Joorabchian heimild
til þess sama. Eins og kunnugt er fara
þeir tveir fyrir hópum fjárfesta sem hafa
hug á að kaupa West Ham. Eggert er
reyndar sagður formaður finnska knatt-
spyrnusambandsins í frétt blaðsins.
Áður hefur komið fram í enskum fjöl-
miðlum að Terry Brown, stjórn-
arformaður West Ham, vilji selja Joorabchian meirihluta í
félaginu en að baki honum stendur ísraelskur auðkýf-
ingur. Brown vilji síðan vera með Eggert og félaga til taks
ef ekki takist samningar við Joorabchian. Hann vill því að-
eins hafa Eggert og félaga á varamannabekknum á meðan
viðræður standa yfir við Joorabchian og þá sem með hon-
um eru.
West Ham vill hafa
Eggert til vara
Eggert Magnússon
GARÐAR Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir Norrköping í
lokaumferð sænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á laugardag-
inn, í stórsigri á Qviding, 5:1. Stefán Þ. Þórðarson skoraði
fyrsta mark Norrköping og lagði eitt upp fyrir Garðar sem
skoraði þrennuna á 19 mínútna kafla í síðari hálfleik. Þeir fé-
lagarnir skoruðu þar með ellefu af þeim þrettán mörkum sem
liðið gerði í síðustu þremur umferðum deildarinnar, Garðar sex
og Stefán fimm.
Stefán varð markahæsti leikmaður Norrköping á tímabilinu
með 12 mörk í deildinni og Garðar kom næstur með 10. Stefán
lék 26 af 30 leikjum liðsins en Garðar aðeins 14 en hann kom til
félagsins frá Val í lok júlí. Stefán varð sjötti markahæsti leik-
maður 1. deildar og Garðar endaði í 9. sæti á markalistanum.
Framlag þeirra dugði þó ekki til að koma Norrköping upp í
úrvalsdeildina. Þrátt fyrir frábæran endasprett hafnaði liðið í
fjórða sæti, þremur stigum á eftir Brommapojkarna, sem spilar
aukaleiki við þriðja neðsta lið úrvalsdeildar um sæti þar. Trelle-
borg og Örebro enduðu í tveimur efstu sætunum og fóru beint
upp.
Garðar og Stefán á
skotskónum í Svíþjóð
ÍVAR Ingimarsson, Brynjar Björn Gunn-
arsson og samherjar þeirra hjá Reading
áttu ekki möguleika gegn léttleikandi liði
Arsenal. Leikmenn Lundúnarliðsins léku
sér af þeim eins og köttur af mús og unnu
stórsigur, 4:0. Thierry Henry skoraði tvö
mörk, Alexander Hleb og Robin van Persie
eitt hvor. Steve Coppell, þjálfari Reading,
sagði að sínir menn hefðu ekkert haft að
gera í leikmenn Arsenal. „Þeir léku frábæra
knattspyrnu – hraða og ógnandi. Við áttum
ekkert svar við leik þeirra.“
Leikmenn Arsenal, sem áttu í erfiðleikum með að skora í
þremur fyrstu leikjum sínum – náðu aðeins tveimur stigum úr
þeim, þrátt fyrir að hafa ráðið ferðinni í þeim öllum, hafa unn-
ið fimm leiki í röð og koma í humátt á eftir toppliðunum Man-
chester United og Chelsea.
Sparksérfræðingar á Englandi segja að framundan sé
spennandi meistarabarátta á milli þessara þriggja liða.
Leikmenn Arsenal
fóru á kostum
Thierry Henry