Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
ÖRFHENTA
skyttan Jóhann
Gunnar Ein-
arsson hefur sótt
sig mjög með
Fram í Meist-
aradeildinni
þrátt fyrir að
vera rétt rúm-
lega tvítugur og
sprakk út gegn
Celje er hann
skoraði fjórtán mörk:
,,Ég er mjög sáttur við seinni
hálfleikinn hjá mér en ég var
kannski slakari í þeim fyrri. Í fyrsta
leiknum gegn Gummersbach þá var
þetta eins og í réttum, maður var
svo spenntur og æstur að við vorum
eins og kindur á hlaupum. Það
gengur náttúrulega ekki upp en
síðan hefur þetta komið hægt og
sígandi. Þannig hefur tímabilið ver-
ið hjá mér í heild, ég byrjaði illa en
vonandi er þetta að koma hjá mér
núna,“ sagði Jóhann að leiknum
loknum.
Hann er nú ekki breiður á velli en
hann reyndist stæðilegum varn-
armönnum Celje háll sem áll: ,,Mað-
ur þarf bara að vera með topp-
stykkið í lagi. Ég er alltaf að reyna
að segja Gumma þjálfara það en
hann reynir að henda mér regulega
inn í lyftingasal. Ég vill meina að
maður þurfi meira en líkamlega
burði eins og útsjónarsemi. Þetta er
hins vegar erfitt í sextíu mínútur.
Munurinn á áhugamannaliði og at-
vinnumannaliði sést í lok leikja, þá
förum við að gefa eftir en þeir geta
endalaust keyrt á öllum hestöflum,“
sagði Jóhann.
Kemur
hægt og
sígandi
Jóhann Gunnar
ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans í þýska
stórliðinu Gummersbach lentu í kröppum dansi
gegn norska liðinu Sandefjord er leikið var í Noregi
á laugardag, en liðin eru í sama riðli og Fram og
Celje í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Leik-
menn Sandefjord veittu mikla mótspyrnu og hefðu
hæglega getað jafnað leikinn undir lokin en lánaðist
ekki. Það var ekki síst stórleikur ungverska lands-
liðsmarkvarðarins Nandor Fazekas sem tryggði
Gummersbach nauman sigur í Jotunhallen í Sand-
efjord. Fazekas fór á kostum og varði 19 skot, mörg
þeirra í opnum færum.
Leikmenn Gummersbach byrjuðu leikinn mun
betur og voru með öruggt forskot allan fyrri hálf-
leikin, m.a. 18:22 í hálfleik. Í síðari hálfleik náðu
leikmenn Sandefjord að bíta frá sér og minnka for-
skot þýska liðsins niður í eitt
mark, nær komust þeir ekki.
Gummersbach slapp þar með
skrekkinn og tveggja marka sig-
ur, 35:37. Liðið er þar með áfram
efst í F-riðli með átta stig að
loknum fjórum leikjum. Celje er í
öðru sæti með sex stig, Sand-
efjord hefur tvö stig og Fram
rekur lestina án stiga.
Frakkinn Daniel Narcisse var
markahæstur hjá Gummersbach með 11 mörk úr
jafnmörgum skottilraunum. Guðjón Valur Sigurðs-
son skoraði fimm mörk úr sjö skotum. Róbert
Gunnarsson gerði eitt mark úr sínu eina markskoti í
leiknum.
Gummersbach í kröppum dansi
Alfreð Gíslason
Eftir Kristján Jónsson
sport@mbl.is
Slóvenska liðið er firnasterkt eins og
við var að búast og þeir voru á undan
allan leikinn. Erfitt er að lenda í
slíkri stöðu gegn liði sem þessu því
þeir gefa ekki mörg færi á sér. Sem
dæmi um agaðan leik Celje þá enda
nánast allar þeirra sóknir á yfirveg-
uðum skottilraunum þar sem tækni-
mistök og sóknarbrot þekkjast varla.
Það er því hægara sagt en gert að
vinna upp mun gegn slíku liði því
Framarar fengu nánast engin ódýr
hraðaupphlaupsmörk. Leikmenn
Fram voru hins vegar afar skyn-
samir og klókir í sínum sóknarað-
gerðum og sá þáttur gekk fullkom-
lega upp.
Óvænt mótlæti
Liðin mættust ytra á dögunum og
þá sigruðu Slóvenarnir með ellefu
marka mun. Mótlætið sem þeir urðu
fyrir á laugardaginn virðist hafa
komið þeim í opna skjöldu, og þá sér-
staklega frammistaða Jóhanns Ein-
arssonar, sem skoraði fjórtán mörk
og sló virkilega í gegn.
Í fyrri hálfleik var munurinn mest-
ur fjögur mörk og þannig stóð í leik-
hléi 12:16. Í þeim síðari náðu gest-
irnir tvívegis fimm marka forskoti en
Frömurum tókst í bæði skiptin að
saxa á forskotið. Með örlítið betri
varnarleik hefðu úrslitin getað orðið
Frömurum í hag en öll líkamleg átök
voru heimamönnum mjög í óhag.
Framliðið er frekar ungt og margir
lykilmanna liðsins lágvaxnir og
grannir. Í liði Celje rekur hins vegar
hvert nautið annað og skyttum
þeirra gekk vel að skjóta yfir vörn
Framara. Björgvin Gústafsson var
hreint ekki öfundsverður af hlutverki
sínu í marki Fram en hann skilaði
sínu og varði oft á tíðum vel í stöð-
unni maður á móti manni.
Jóhann í banastuði
Í sókninni var Jóhann í banastuði
og nýtti snerpu sína vel með gegn-
umbrotum. Hægri vængurinn var
óvenju daufur hjá Fram og hinn knái
Sigfús Sigfússon átti erfitt uppdrátt-
ar á miðjunni. Línumaðurinn Har-
aldur Þorvarðarson var hins vegar í
essinu sínu og naut þess að slást við
tröllvaxna varnarmenn Celje.
Í liði Celje Lasko er valinn maður
í hverju rúmi og sá þekktasti er
Rússinn Edvard Koksarov sem al-
mennt er talinn einhver besti vinstri
hornamaður heimsins. Þorra Gunn-
arssyni gekk vel að halda aftur af
honum og Björgvin varði frá honum
vítakast.
Slíkt gerist ekki á hverjum degi og
Koksarov var greinilega orðinn pirr-
aður og verður líklega ekki kallaður
Íslandsvinur á næstunni. Vagninn
dró hins vegar ungur Hvít-Rússi, Si-
arhei Harbok, sem er frábær skytta
og var keyptur til liðsins þegar stór-
skyttan Sergei Rutenka gerðist sam-
herji Ólafs Stefánssonar hjá Ciudad
Real.
Morgunblaðið/Ómar
Fyrirliðinn Guðjón Finnur Drengsson, fyrirliði Framliðsins, sækir að tveimur leikmönnum Celje Lasko.
ÍSLANDSMEISTARAR Framara í handknattleik karla létu leikmenn slóv-
enska stórliðsins Celje Lasko finna til tevatnsins er liðin mættust í riðlakeppni
Meistaradeildar Evrópu í Framheimilinu á laugardag. Framarar mega vel við
una þrátt fyrir þriggja marka tap, 33:30, enda hefur Celje tvívegis staðið uppi
sem sigurvegari í keppninni þannig að Framarar voru ekki að mæta neinum
aukvisum.
Góður leikur Fram dugði
skammt gegn Celje
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
VIGGÓ Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari
Íslands í handknattleik, verður lengur við stjórn-
völinn hjá þýska liðinu Flensburg en til stóð í upp-
hafi. Ákveðið var í gær að hann yrði fram að vetr-
arfríinu sem gefið verður vegna
heimsmeistaramótsins sem fram fer í Þýskalandi.
„Ég verð einum mánuði lengur en upphaflega
var rætt um. Það þýðir að ég verð hér fram að ára-
mótum, en síðustu leikirnir fyrir vetrarfrí eru 23.,
26. og 30. desember,“ sagði Viggó í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Þegar Viggó tók við þjálfun liðsins í haust var
það gert vegna veikinda Svíans Kents-Harry And-
Viggó verður leng
BJÖRGVIN
Gústavsson varði
tuttugu skot í
marki Fram og
segir að liðið geti
unnið Sandefjord
á heimavelli:
,,Þetta er alveg
mennskir menn
hjá Celje þó þeir
séu kannski að-
eins skotfastari
en maður á að venjast í deildinni
hér heima. Það er ekkert sem mað-
ur á ekki að ráða við. Ef maður
kortleggur hvar þeir vilja helst
skjóta þá á maður að klára sig gegn
þeim,“ sagði Björgvin eftir leikinn
við Celje.
„Ákvarðanatakan í þessu liði er
hins vegar mjög góð og þeir eru svo
agaðir að þeir reyna aldrei erfið
skot. Maður fær alltaf góð skot á
sig og það er öðruvísi en hér heima.
Í síðustu leikjum hefur okkar
vandamál verið að við klárum sókn-
irnar okkar ekki nægilega vel. Það
breyttist í dag og það var mjög já-
kvætt. Við ættum klárlega að geta
unnið Sandefjord en markatala í
innbyrðis viðureignum mun þá
gilda varðandi áframhaldið.“
Planið er
að vinna
Sandefjord
Björgvin
Gústafsson
FRAMARAR skoruðu sjö marka
sinna gegn Celje Lesko með lang-
skotum og önnur sjö komu af lín-
unni. Jóhann G. Einarsson skoraði
síðan sjö mörk úr vítaköstum. Fjög-
ur mörk Fram komu eftir gegn-
umbrot, þrjú úr hornunum og tvö
eftir hraðaupphlaup.
Svona skor-
aði Fram