Morgunblaðið - 23.10.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.10.2006, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Flensburg, lið- i ð sem Viggó Sigurðsson þjálfar í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik, færðist upp í þriðja sæti deildarinnar í gær þegar liðið vann Hamburg, 40:35, á heimavelli, Campushalle í Flensburg. Liðið hefur nú 15 stig að loknum 9 leikjum eins og Kiel en lakara markahlutfall. Gummers- bach er efst með 16 stig.    Hagur þýska handknattleiksliðs-ins Wetzlar hefur lítið skánað eftir þjálfaraskiptin á dögunum en þá tók Róbert Sighvatsson við þjálf- un þess við annan mann. Á laug- ardaginn tapaði Wetzlar sínum ní- unda leik á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni þegar það sótti Göppingen heim, 34:29. Wetzlar rekur lestina í deildinni og er eitt liða án stiga.    Fjögur mörk Einars Loga Frið-jónssonar fyrir TV Emsdetten dugði skammt fyrir liðið þegar það fékk Füchse Berlin í heimsókn í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Berlínarliðið vann, 29:30. Andrius Stelmokas, fyrrver- andi samherji Einars Loga hjá KA var markahæstur hjá Berlin með sjö mörk. Füchse Berlin er í efsta sæti með 16 stig eftir átta leiki en Emsdetten er í 12. sæti með 6 stig.    Heiðmar Felixson gerði fimmmörk þegar lið hans tapaði, 30:29, fyrir Post Schwerin á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær. Burgdorf er þrátt fyrir tapið áfram í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig eftir 8 leiki.    LærisveinarDags Sig- urðssonar hjá austurríska meistaraliðinu Bregenz gerðu óvænt jafntefli á heimavelli, 35:35, við spænska liðið Valladolid í H- riðli Meist- aradeildar Evrópu í handknattleik í Austurríki á laugardag. Þetta voru fyrstu stig Bregenz í keppninni.    Guðbjörg Guðmannsdóttir fór ákostum og skoraði 8 mörk fyrir Frederikshavn FOX í uppgjöri efstu liðanna tveggja í næstefstu deild danska handknattleiksins í gær. Þá vann Frederikshavn liðs- menn Skive fH, 38:27. Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði eitt mark fyrir Skive.    Danska handknattleiksliðið Ribesem Hafsteinn Ingason, Tryggvi Haraldsson og Karl Jó- hann Gunnarsson leika með, tapaði fyrir Nordsjælland , 34:23, á útivelli í næst efstu deild. Fólk sport@mbl.is Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Leikurinn var ferlega þunglamaleg- ur og í rauninni leiðinlegur en spenn- andi lokamínútur björguðu því sem bjargað varð í þeim efnum. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum voru Fylkismenn komnir með vænlega stöðu því staðan var 21:18. En þá urðu Haukar fyrir því happi að einn þeirra var rekinn útaf. Ég segi happi því í fyrri hálfleiknum gerðu Haukar tvö mörk þegar þeir voru einum færri og það sama gerðist núna og Haukar jöfnuðu 21:21. Guðmundur Petersen skoraði úr hraðaupphlaupi og Haukar misstu mann útaf í tvær mínútur. En það fór ekki eins og í hin tvö skiptin, að þeir næðu að skora tvívegis, því Brynjar Þór Hreinsson skoraði úr horninu fyrir Fylki. Haukar fóru í sókn sem gekk erfiðlega – ekki í fyrsta sinn í leiknum – en Páll Ólafs- son, þjálfari liðsins, var snjall og bað um leikhlé rétt í þann mund sem dómararnir voru að fara að flauta á leikleysu. Þá voru 24 sekúndur til leiksloka og átta sekúndur þar til Haukar fengju sjöunda manninn inná. Dómararnir voru með höndina á lofti en Haukar náðu að komast inn úr horninu og reynt var að snúa bolt- ann framhjá Hlyni markverði en boltinn fór einnig framhjá markinu. Fylkismenn brunuðu fram og Hauk- ar aftur og voru komnir í tíma þann- ig að heimamenn náðu ekki alvar- legu skoti áður en leiktíminn rann út. Um miðjan fyrri hálfleik virtist sem Fylkismenn ætluðu sér að stiga Haukana af. Þeir gerðu fjögur mörk í röð og Hlynur Morthens varði mjög vel í markinu þannig að Haukar virt- ust í miklum vanda. En þá urðu þeir fyrir þeirri „heppni„“ að missa mann útaf og skoruðu tvívegis eins og áður segir Eftir það skiptust liðin á um að skora fram að hlé. Eins og áður segir var leikurinn þunglamalegur og ekki mikið fyrir augað, en spennandi var hann. Hlyn- ur var frábær í markinu hjá Fylki, Eymar Krüger byrjaði vel en minna fór fyrir honum er á leið. Ívar Grét- arsson átti ágætan leik en Vladimir Duric var allt í öllu í sóknarleik heimamanna, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Hjá Haukum var vörnin ágæt en sóknarleikurinn langt frá því sem hann á að geta verið hjá liðinu. Raunar vantaði Andra Stefan, en hann var í leikbanni en þó hann sé mikilvægur hlekkur í liðinu verður það að leika betur en þetta þegar hann vantar. Magnús Sigmundsson varði vel hjá Haukum. Árni Þór Sigtryggsson átti fínan leik í vörninni og það á reyndar við flesta leikmenn Hauka. Slen yfir mannskapnum „Þetta var slakur leikur og alveg örugglega hundleiðinlegt að horfa á hann. Raunar bjargaði það aðeins hversu spennandi hann var,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Fylkis eftir jafnteflið við Hauka. „Ég veit eiginlega ekki hvað var að, en það var þvílíkt slen yfir mann- skapnum og mér sýndist það nú bara vera í báðum liðum,“ sagði Hlynur. Hann sagðist ekki sáttur við eitt stig – eða hvað? „Nei ég er ekki sátt- ur við eitt stig. Við vorum í 21:18 og vorum einum manni fleiri og þá átt- um við auðvitað að klára þetta. En síðan jafna Haukar og komast marki yfir og það vorum síðan við sem náð- um að jafna og kannski getum við verið sáttir við eitt stig þegar allt kemur til alls,“ sagði Hlynur. Skelfilegur sóknarleikur Páll Ólafsson, þjálfari Hauka sagðist ekki vita hvers vegna menn hefðu verið jafn þungir á sér og raun bar vitni. „Það var eins og menn væru með ég veit ekki hvað, jóla- steikina eða eitthvað í maganum. Ég er samt ánægður með vörnina, hún rúllaði fínt en hefur ekki gert það í vetur. Þetta er það jákvæða við leik- inn, en sóknarleikurinn okkar var bara skelfilegur,“ sagði Páll. Spurður um hvort fjarvera Andra væri um að kenna sagði Páll: „Auð- vitað munar um hann en hinir eiga að geta hreyft sig þó hann sé ekki með. Ég kom hingað til að ná í tvö stig og við ætlum okkur að vera með í toppbaráttunni. En þetta virðist spi- last þannig að allir séu að tapa stig- um, en þetta getur verið dýrt þegar upp verður staðið,“ sagði Páll. Þunglamalegt jafn- tefli í Fylkishöllinni Bæði lið voru ósátt við að ná aðeins í eitt stig enda hvert stig dýrmætt í þeirri baráttu sem virðist vera í uppsiglingu í efstu deild karla FYLKIR og Haukar skiptu með sér stigunum þegar liðin áttust við í DHL-deild karla í handknattleik í gær. Trúlega sanngjörn úrslit þeg- ar allt kemur til alls því þó svo Fylkir hafi náð fínni forystu undir lokin, misstu þeir hana niður en náðu síðan að gera síðasta markið og tryggja þar með eitt stig. Árbæ- ingar eru í þriðja sæti með fimm stig líkt og HK og Haukar eru með fjögur stig. Bæði lið hefðu eflaust þegið eitt stig til viðbótar til að vera örlítið hærra í töflunni. Morgunblaðið/Ómar Sjáðu Varnarjaxlinn Arnar Þór Sæþórsson úr Fylki tekur hressilega á móti Haukamanninum Gísla Jóni Þórissyni.                               !    "    # $ %& & $       BJÖRGVIN Þór Hólmgeirs- son, leikmaður ÍR-liðsins, er markahæstur í úrvalsdeild karla í handknattleik, DHL-- deildinni, eftir fjórar um- ferðir. Björgvin Þór hefur skor- að 32 mörk í deildinni – þar af fjögur úr vítaköstum og næstur á blaði kemur félagi hans úr ÍR, Davíð Georgsson, sem hefur skor- að 31/18 mark. Fylkismaðurinn Eymar Kruger er í þriðja sæti með 30/6 mörk. Þá kemur Valdi- mar Þórsson úr HK í fjórða sæti með 28/9 mörk. Valsmaðurinn Markús Máni Michalesson er í fimmta sæti á list- anum – hefur skor- að 26/8 mörk. Akureyringurinn Goran Gusic hefur skorað 25/12 mörk og hefur hann leikið einum leik færri en leikmennirnir sem eru fyrir ofan hann á markalist- anum. Guðmundur Pet- ersen úr Haukum er í sjöunda sæti með 23/14 mörk. Þá kemur Elías Már Halldórsson úr Stjörnunni með 20 mörk. Valsmaðurinn Ernir Arnarson hefur skor- að 19 mörk. Björgvin Þór er markahæstur Valdimar Þórsson FRAM náði jafntefli við Íslandsmeistara ÍBV í 1. deild kvenna í íþróttahúsinu við Safamýri á laugardaginn. Fyrir leik var nokkur spenna í lofti þar sem Einar Jónsson, fyrrverandi Framari, var að mæta í fyrsta sinni í Safamýr- ina með ÍBV-liðið, en hann tók við þjálfun þess í sumar. Leikurinn fór rólega af stað og var jafn allan fyrri hálfleikinn. FRAM var yfir eftir um 10 mínútna leik, 5:4. Það munaði aldrei nema einu marki allan fyrri hálfleikinn og var staðan jöfn í hálfleik, 12:12. Í upphafi síðari hálfleiks komst ÍBV yfir en var þá aldrei langt á undan, og tölur eins og 15:16 og 18:19 voru á töflunni. Fram gekk erf- iðlega að ná forystu þó að nokkrum sinnum hafi verið tækifæri til þess í síðari hálfleik. ÍBV skaut framhjá í síð- ustu sókn sinni, en þá var staðan 21:22 og um 10 til 15 sekúndur til leiksloka. Magnús Jónsson þjálfari tók þá leikhlé og skipulagði síðustu sekúndurnar. Það bar tilætlaðan árangur þar sem Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, laumaði sér inn úr öðru horninu á síð- ustu sekúndu og náði að jafna metin, 22:22. Markmaðurinn jafnaði Sigurbjörg Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.