Morgunblaðið - 02.11.2006, Síða 14
Reuters
Líkberar Karlar bera lík Mohammed al-Masri,
liðsmanns vopnaðrar hreyfingar, á Gaza í gær.
Beit Hanun. AFP. | Átta Palestínumenn og ísr-
aelskur hermaður létu lífið í árás Ísraelshers á
Gaza-svæðinu í gær. Leiðtogar Palestínumanna
hafa fordæmt aðgerðina og sökuðu Mahmoud Ab-
bas, forseta Palestínu, og Ismail Haniya forsætis-
ráðherra Ísraelsmenn um að hafa framið „fjölda-
morð“. Sjúkraliðar sögðu 40 til viðbótar hafa
særst en sjónarvottar telja að allt að 60 ísraelskir
skriðdrekar og brynvarin ökutæki hafi verið notuð
í aðgerðinni, sem hafði það að markmiði að um-
kringja bæinn Beit Hanun á Gaza-svæðinu.
„Fjöldamorðið er fyrsta afleiðing þess að Lie-
berman gekk til liðs við ísraelsku stjórnina,“ sagði
Haniya á neyðarfundi palestínsku stjórnarinnar í
gær. Vísaði forsætisráðherrann þar með til þess
að harðlínumaðurinn Avigdor Lieberman varð
ráðherra í Ísraelsstjórn á mánudag, en hann er
sagður hafa lagt til, að stjórnin taki upp sömu að-
ferðir og rússneski herinn hefur gert í Tétsníu.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, varaði
við því á mánudag að Ísraelsher kynni að blása til
sóknar á Gaza, en Bandaríkjastjórn lýsti aðgerð-
um hersins á svæðum Palestínumanna sem
„sjálfsvörn“. Þá sagði í tilkynningu frá skrifstofu
Olmerts, að aðgerðirnar myndu auka þrýstinginn
á Hamas og „aðra hryðjuverkastarfsemi“, í því
skyni að koma í veg fyrir að þau safni liði og haldi
eldflaugaárásum á Ísraelsmenn áfram.
Átta féllu og tugir særðust
í árás Ísraelshers á Gaza
Leiðtogar Hamas og Fatah saka herinn um að hafa framið fjöldamorð
Í HNOTSKURN
»A.m.k. 270 Palestínumenn hafa látið líf-ið í árásum á Gaza eftir að ísraelska
hermanninum Gilad Shalit var rænt í júní.
»Jarðýtur jöfnuðu þrjú hús í bænum viðjörðu en herþyrlur voru notaðar til
stuðnings skriðdrekum og árásarliði Ísr-
aelshers.
14 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Teheran. AP. | Stjórnvöld í Íran eru
reiðubúin til að umbuna ferðaskrif-
stofum á Vesturlöndum sérstaklega
fyrir að flytja fleiri ferðamenn til
landsins. Fréttastofan IRNA hefur
eftir Mohammed Sharif Malakza-
deh, embættismanni í ferðamála-
ráðuneytinu, að 20 dollarar yrðu
greiddir fyrir hvern evrópskan eða
bandarískan ferðamann sem kæmi
til Írans. Verða greiddir tíu dollarar
fyrir ferðamenn annars staðar að.
Þetta frumkvæði íranskra stjórn-
valda er álitið liður í tilraunum
þeirra til að sýna fram á að þau
standi ekki í neinum útistöðum við
bandarískan almenning; einungis
við bandaríska ráðamenn. Fyrr á
þessu ári stakk Mahmoud Ahmad-
inejad, forseti Írans, upp á því að
tekið yrði upp beint flug milli
Bandaríkjanna og Írans á ný til að
liðka fyrir ferðamannaiðnaðinum,
en allt slíkt flug var aflagt fyrir 25
árum, eftir byltingu Khomeinis
erkiklerks.
Bandaríkin og Íran hafa ekki haft
formlegt stjórnmálasamband frá
því að vígamenn tóku bandaríska
sendiráðið í Teheran á sitt vald
1979.
Vilja fleiri
ferðamenn
Íranar bjóða ferða-
skrifstofum borgun
Peking. AFP. | Blindur kínverskur að-
gerðasinni, sem hafði verið dæmdur
í fjögurra ára fangelsi fyrir gagnrýni
á stjórnina, vann
óvænt áfrýjun í
máli sínu, að því
er eiginkona hans
skýrði frá í gær.
Mál mannsins,
sem heitir Chen
Guangcheng, hef-
ur vakið heimsat-
hygli en hann er
sjálfmenntaður
lögfræðingur sem
hefur rakið mál sitt fyrir dómi sjálf-
ur.
Yfirvöld höfðu afskipti af honum í
fyrra eftir að hann sakaði kommún-
istastjórnina um að þvinga þúsundir
kvenna til að fara í ófrjósemisað-
gerðir og fara í fóstureyðingar þegar
átta mánuðir eru liðnir á meðgöng-
unni, í því skyni að tryggja að lög um
eitt barn á fjölskyldu séu virt.
Sagður meðal 100 áhrifamestu
Mál Chen hefur eins og fyrr segir
vakið mikla athygli og í ár valdi
bandaríska tímaritið TIME hann á
meðal hundrað áhrifamestu einstak-
linga í heiminum, vegna baráttu
hans fyrir mannréttindum í Kína.
Óvænt
útkoma
í Kína
Chen
Helsinki. AFP. | Ofneysla áfengis var
algengasta dánarorsök í Finnlandi á
síðasta ári, algengari en hjartasjúk-
dómar, slys eða krabbamein.
Þetta er í fyrsta sinn sem ofneysla
áfengis er algengasta dánarorsök
meðal finnskra karla; en hún er
næstalgengasta dánarorsökin meðal
kvenna, skammt á eftir brjósta-
krabbameini. Þegar tölur um dánar-
orsakir karla og kvenna eru lagðar
saman reynist áfengið í fyrsta sæti.
Í upplýsingum frá finnsku hag-
stofunni kemur fram að dauða 27,7%
manna á aldursbilinu 15 til 64 ára
megi rekja til langtíma ofneyslu
áfengis eða til áfengiseitrunar. Hef-
ur neysla áfengis aukist jafnt og þétt
í Finnlandi síðustu tvo áratugina, ár-
ið 2005 neytti hver Finni að meðaltali
10,5 lítra af áfengi, en þetta hlutfall
var 6,3 lítrar árið 1980.
Áfengið er
skaðvaldur
í Finnlandi
♦♦♦
MEXÍKÓSK kona situr við hliðina á gröf látins ástvinar
á Degi hinna látnu í borginni Santa Cruz í gær. Á þess-
um degi minnast Mexíkóar látinna með ýmsum hætti í
gær og í dag. Dagurinn er almennur frídagur í Mexíkó
en það er einnig haldið upp á hann á Filippseyjum,
Brasilíu, Bandaríkjunum og víða í Suður-Ameríku.
Uppruna þessa dags má rekja til spænskra landnema
í S-Ameríku sem fyrir réttum 500 árum sáu heima-
menn, sem trúðu á framhaldslíf, halda upp á dauðann
en þeir litu svo á að hann væri upphaf lífsins.
Reuters
Kerti og blóm á Degi hinna látnu
Róm. AP. | Romano Prodi, forsætis-
ráðherra Ítalíu, útilokar ekki þann
möguleika að senda ítalska herinn á
vettvang til að stemma stigu við
glæpaöldu í Napólí, en sjö morð hafa
verið framin í borginni á síðustu sex
dögum, alls þrjú sl. þriðjudag.
Ítalska innanríkisráðuneytið til-
kynnti á þriðjudag að sendir yrðu
1.000 lögreglumenn til Napólí í
næstu viku til að hjálpa lögreglunni í
borginni til að ná tökum á ástandinu.
Á mánudag hafði Marco Minniti að-
stoðarinnanríkisráðherra sagt að
lögreglan yrði að vera mun sjáan-
legri á götum Napólí. „Við eigum við
vanda að etja sem á sér enga hlið-
stæðu í Evrópu, með Camorra [maf-
íuna] og aðra glæpi,“ sagði Minniti.
„Við sitjum á eldfjalli,“ sagði Ant-
onio Bassolino, ríkisstjóri í Napólí,
um leið og hann bað stjórnvöld í Róm
um aukna aðstoð í baráttunni við
skipulögð glæpasamtök.
Sýnir ný skoðanakönnun að 47%
Ítala telja að það kynni að lækka
glæpatíðni í Napólí ef herinn yrði
sendur á vettvang.
Glæpaalda
í Napólí
25
18
/
TA
K
TÍ
K
1
.1
1.
’0
6
535 9000Bíldshöfða 9 Reykjavík
Akureyri - Egilsstöðum - Hafnarfirði - Höfn - Keflavík - Kópavogi - Reykjavík - Selfossi
TILBOÐ
NÓVEMBER 22
Í DAG
OPIÐ
AÐ BÍLDSHÖFÐA 9
TIL KL
LANGUR FIMMTUDAGURNÝJUNG HJÁBÍLANAUSTI
♦♦♦